Guðni: „Ég er ekki að útnefna forsætisráðherra“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. nóvember 2016 11:41 Guðni Th. Jóhannesson og Bjarni Benediktsson. vísir/friðrik þór Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands segir að Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins hafi ekki sagt sér hver væri hans draumaríkisstjórn, það er við hverja hann mun ræða fyrst við. Hins vegar lægi það fyrir að menn væru tilbúnir til viðræðna en með því að veita Bjarna stjórnarmyndunarumboðið sé hann ekki að tilnefna forsætisráðherra. Þá segir forsetinn að hann hafi ekki sett Bjarna nein sérstök tímamörk þó að hann vilji heyra í honum um helgina eða í byrjun næstu viku varðandi það hvernig hafi miðað í viðræðunum. „Ég er ekki að útnefna forsætisráðherra, ég er að hjálpa flokksleiðtogunum og Alþingi að mynda ríkisstjórn, en það er síðan á þeirra ábyrgð að ljúka þessu verki,“ sagði Guðni við fjölmiðlamenn á Bessastöðum eftir fund sinn með Bjarna í morgun. Guðni var spurður hvort það hefði verið í spilunum að minni flokkur fengi umboðið, til að mynda Viðreisn, en formaður flokksins Benedikt Jóhannesson óskaði eftir því að fá stjórnarmyndunarumboð á fundi sínum með forseta á mánudag. „Hann æskti þess og ég þurfti að taka tillit til þess en ég tel þetta vænlegra til árangurs,“ sagði Guðni og bætti við að sanngirnissjónarmið ráði einnig för þar sem Sjálfstæðisflokkurinn sé stærsti flokkurinn á þingi. Forsetinn var einnig spurður að því hvers vegna hann teldi vænlegasta kostinn að veita Bjarna umboðið. „Vegna þess að ég er búinn að ræða við leiðtoga allra stjórnmálaflokkanna og vegna þess að ég hef fylgst vel með því sem fram hefur komið í fjölmiðlum. Ég er ekki að segja að lyktir séu augljósar,“ sagði Guðni. Hann vildi síðan ekki svara því hver væri næsti augljósi kosturinn ef Bjarna tekst ekki að mynda ríkisstjórn. „Það eru margir kostir í framhaldinu en við skulum taka þetta skref fyrir skref.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Bjarni Benediktsson fær umboðið Bjarni Benediktsson þarf að skila skýrslu í byrjun næstu viku. 2. nóvember 2016 11:23 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás Fer fram á minnst 16 ár í Gufunesmálinu Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands segir að Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins hafi ekki sagt sér hver væri hans draumaríkisstjórn, það er við hverja hann mun ræða fyrst við. Hins vegar lægi það fyrir að menn væru tilbúnir til viðræðna en með því að veita Bjarna stjórnarmyndunarumboðið sé hann ekki að tilnefna forsætisráðherra. Þá segir forsetinn að hann hafi ekki sett Bjarna nein sérstök tímamörk þó að hann vilji heyra í honum um helgina eða í byrjun næstu viku varðandi það hvernig hafi miðað í viðræðunum. „Ég er ekki að útnefna forsætisráðherra, ég er að hjálpa flokksleiðtogunum og Alþingi að mynda ríkisstjórn, en það er síðan á þeirra ábyrgð að ljúka þessu verki,“ sagði Guðni við fjölmiðlamenn á Bessastöðum eftir fund sinn með Bjarna í morgun. Guðni var spurður hvort það hefði verið í spilunum að minni flokkur fengi umboðið, til að mynda Viðreisn, en formaður flokksins Benedikt Jóhannesson óskaði eftir því að fá stjórnarmyndunarumboð á fundi sínum með forseta á mánudag. „Hann æskti þess og ég þurfti að taka tillit til þess en ég tel þetta vænlegra til árangurs,“ sagði Guðni og bætti við að sanngirnissjónarmið ráði einnig för þar sem Sjálfstæðisflokkurinn sé stærsti flokkurinn á þingi. Forsetinn var einnig spurður að því hvers vegna hann teldi vænlegasta kostinn að veita Bjarna umboðið. „Vegna þess að ég er búinn að ræða við leiðtoga allra stjórnmálaflokkanna og vegna þess að ég hef fylgst vel með því sem fram hefur komið í fjölmiðlum. Ég er ekki að segja að lyktir séu augljósar,“ sagði Guðni. Hann vildi síðan ekki svara því hver væri næsti augljósi kosturinn ef Bjarna tekst ekki að mynda ríkisstjórn. „Það eru margir kostir í framhaldinu en við skulum taka þetta skref fyrir skref.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Bjarni Benediktsson fær umboðið Bjarni Benediktsson þarf að skila skýrslu í byrjun næstu viku. 2. nóvember 2016 11:23 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás Fer fram á minnst 16 ár í Gufunesmálinu Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Sjá meira
Bjarni Benediktsson fær umboðið Bjarni Benediktsson þarf að skila skýrslu í byrjun næstu viku. 2. nóvember 2016 11:23