Bjarni um kjararáð: „Kemur vel til greina að Alþingi grípi inn í“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. nóvember 2016 12:04 Bjarni á Bessastöðum í dag. Vísir/Eyþór „Það kemur vel til greina að Alþingi grípi inni,“ sagði Bjarni Benediktsson, starfandi fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins um umdeilda ákvörðun kjararáðs um hækkun á launum þingmanna, ráðherra og forseta. Hækkunin hefur valdið titringi í samfélaginu og hafa stjórnmálamenn og hagsmunasamtök kallað eftir því að ákvörðunin verði endurskoðuð. „Í fyrsta lagi hef ég fullan skilning á því að fólki þykir þetta vera úr öllum takti miðað við kjaramál undanfarin misseri,“ sagði Bjarni á Bessastöðum þar sem hann var nýtekinn við stjórnarmyndunarumboði frá forseta Íslands. Hann segir að endurskoða þurfi hlutverk kjararáðs. „Komi til þess að þingið grípi inn í þessi mál reynum við að skapa grundvöll fyrir varanlega lausn. Ég hef beitt fyrir því að lögum um kjararáð verði breytt með róttækum hætti. Þar var ég fyrst og fremst að vísa til þess að það væri óþarflega margir undir kjararáði. Það þarf að setja lög um það til hvers kjararáð eigi að líta til þegar kjör þeirra eru ákveðin. Bjarni sagði að nauðsynlegt gæti reynst að þingið myndi grípa inn í ákvörðun kjararáðs sem tekin var síðastliðinn laugardag, sama dag og þingkosningarnar fóru fram. Bjarni segist ekki hafa vitað af ákvörðun kjararáðs fyrirfram. „Nei, þetta er ákvörðun sem alfarið er tekin af kjararáði. Ég vissi ekki hvað kjararáð myndi ákveða.“ Kjaramál Kjararáð Kosningar 2016 Tengdar fréttir Skýlaus krafa að hafna hækkunum kjararáðs Verkalýðsfélög og hagsmunasamtök gagnrýna harðlega ákvörðun kjararáðs um hækkun launa til æðstu embættismanna. Krafist er að ákvörðunin verði tekin til baka annars sé stöðugleikanum ógnað og upplausn ríki í þjóðfélaginu. 2. nóvember 2016 07:00 Fjöldi fyrrverandi þingmanna fær 44 prósent hærri eftirlaun Formaður Félags fyrrverandi alþingismanna segir "andstyggilegan svip“ á hækkun kjararáðs á launum þingmanna og ráðherra. Margir fyrrverandi þingmenn og ráðherrar fá samsvarandi hækkun á sín eftirlaun. 2. nóvember 2016 07:00 Forsetinn um launahækkun kjararáðs: „Ég bað ekki um þessa kauphækkun“ Guðni sagði að þangað til annað kæmi í ljós myndi hann láta þessa hækkun renna til góðra málefna. 2. nóvember 2016 11:29 Kostnaður ríkisins vegna launa þjóðkjörinna fulltrúa eykst um 41 prósent Ákvörðun kjararáðs á kjördag felur í sér um 0,25 prósenta hækkun á launakostnaði ríkisins. 2. nóvember 2016 11:17 Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira
„Það kemur vel til greina að Alþingi grípi inni,“ sagði Bjarni Benediktsson, starfandi fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins um umdeilda ákvörðun kjararáðs um hækkun á launum þingmanna, ráðherra og forseta. Hækkunin hefur valdið titringi í samfélaginu og hafa stjórnmálamenn og hagsmunasamtök kallað eftir því að ákvörðunin verði endurskoðuð. „Í fyrsta lagi hef ég fullan skilning á því að fólki þykir þetta vera úr öllum takti miðað við kjaramál undanfarin misseri,“ sagði Bjarni á Bessastöðum þar sem hann var nýtekinn við stjórnarmyndunarumboði frá forseta Íslands. Hann segir að endurskoða þurfi hlutverk kjararáðs. „Komi til þess að þingið grípi inn í þessi mál reynum við að skapa grundvöll fyrir varanlega lausn. Ég hef beitt fyrir því að lögum um kjararáð verði breytt með róttækum hætti. Þar var ég fyrst og fremst að vísa til þess að það væri óþarflega margir undir kjararáði. Það þarf að setja lög um það til hvers kjararáð eigi að líta til þegar kjör þeirra eru ákveðin. Bjarni sagði að nauðsynlegt gæti reynst að þingið myndi grípa inn í ákvörðun kjararáðs sem tekin var síðastliðinn laugardag, sama dag og þingkosningarnar fóru fram. Bjarni segist ekki hafa vitað af ákvörðun kjararáðs fyrirfram. „Nei, þetta er ákvörðun sem alfarið er tekin af kjararáði. Ég vissi ekki hvað kjararáð myndi ákveða.“
Kjaramál Kjararáð Kosningar 2016 Tengdar fréttir Skýlaus krafa að hafna hækkunum kjararáðs Verkalýðsfélög og hagsmunasamtök gagnrýna harðlega ákvörðun kjararáðs um hækkun launa til æðstu embættismanna. Krafist er að ákvörðunin verði tekin til baka annars sé stöðugleikanum ógnað og upplausn ríki í þjóðfélaginu. 2. nóvember 2016 07:00 Fjöldi fyrrverandi þingmanna fær 44 prósent hærri eftirlaun Formaður Félags fyrrverandi alþingismanna segir "andstyggilegan svip“ á hækkun kjararáðs á launum þingmanna og ráðherra. Margir fyrrverandi þingmenn og ráðherrar fá samsvarandi hækkun á sín eftirlaun. 2. nóvember 2016 07:00 Forsetinn um launahækkun kjararáðs: „Ég bað ekki um þessa kauphækkun“ Guðni sagði að þangað til annað kæmi í ljós myndi hann láta þessa hækkun renna til góðra málefna. 2. nóvember 2016 11:29 Kostnaður ríkisins vegna launa þjóðkjörinna fulltrúa eykst um 41 prósent Ákvörðun kjararáðs á kjördag felur í sér um 0,25 prósenta hækkun á launakostnaði ríkisins. 2. nóvember 2016 11:17 Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira
Skýlaus krafa að hafna hækkunum kjararáðs Verkalýðsfélög og hagsmunasamtök gagnrýna harðlega ákvörðun kjararáðs um hækkun launa til æðstu embættismanna. Krafist er að ákvörðunin verði tekin til baka annars sé stöðugleikanum ógnað og upplausn ríki í þjóðfélaginu. 2. nóvember 2016 07:00
Fjöldi fyrrverandi þingmanna fær 44 prósent hærri eftirlaun Formaður Félags fyrrverandi alþingismanna segir "andstyggilegan svip“ á hækkun kjararáðs á launum þingmanna og ráðherra. Margir fyrrverandi þingmenn og ráðherrar fá samsvarandi hækkun á sín eftirlaun. 2. nóvember 2016 07:00
Forsetinn um launahækkun kjararáðs: „Ég bað ekki um þessa kauphækkun“ Guðni sagði að þangað til annað kæmi í ljós myndi hann láta þessa hækkun renna til góðra málefna. 2. nóvember 2016 11:29
Kostnaður ríkisins vegna launa þjóðkjörinna fulltrúa eykst um 41 prósent Ákvörðun kjararáðs á kjördag felur í sér um 0,25 prósenta hækkun á launakostnaði ríkisins. 2. nóvember 2016 11:17