Stór hópur fær amfetamín ávísað með lyfseðli Þorbjörn Þórðarson skrifar 4. nóvember 2016 19:00 Sjötíu og tveir einstaklingar fengu ávísað amfetamíni með lyfseðli á síðasta ári samkvæmt gögnum frá Sjúkratryggingum Íslands. Þetta er hlutfallslega mun meira en þekkist á hinum Norðurlöndunum. Amfetamín er á meðal þeirra fíkniefna sem eru ekki heimiluð á íslensku yfirráðasvæði samkvæmt lögum um ávana- og fíkniefni. Þannig er innflutningur og dreifing efnisins refsiverð samkvæmt þessum sömu lögum. Hins vegar er efnið ennþá notað í læknisfræðilegum tilgangi og er þessi afhending efnisins til sjúklinga gegnum heilbrigðiskerfið lögleg. Framleiðsla á amfetamíni hófst 1887 en var fyrst notað í lækningaskyni árið 1935. Amfetamín líkist boðefnunum noradrenalíni og dópamíni að gerð og var á árum áður notað við alls konar geðdeyfð, athafna- og framkvæmdaleysi, við streitu og í megrunarskyni. Dregið hefur stórlega úr notkun amfetamíns og skyldra lyfja bæði vegna hættu á ávana og fíkn og tilkomu annarra lyfja sem gegna sama eða svipuðu hlutverki. Samkvæmt gögnum frá Sjúkratryggingum Íslands sem fréttastofan hefur undir höndum fengu 72 einstaklingar ávísað amfetamíni samkvæmt lyfseðli á tímablinu 1. mars 2015 til 1. mars á þessu ári. Þetta þykir óvenjulega mikið. Hverjar eru skýringar þess að svo mikill fjöldi fær hættulegt, ólöglegt fíkniefni ávísað með lyfseðli? Ólafur B. Einarsson verkefnisstjóri lyfjamála hjá Embætti landlæknis og Lárus Steinþór Guðmundsson lyfja- og faraldsfræðingur hjá sama embættiVísir/ÞÞ„Það hefur verið fækkun í fjölda notenda amfetamíns undanfarin ár en við erum samt umtalsvert ofar en nágrannaþjóðirnar. Þetta er reyndar dálítið flókið því það eru önnur lyf sem eru komin á markað á hinum Norðurlöndunum, eins og Lisdexamfetamín sem hefur tekið við, þannig að það er erfitt að bera saman tölfræði milli landa. En ef við tökum árið 2013 þá var fjöldi notenda fjórfalt fleiri hér. Það voru fjórum sinnum fleiri hér sem fengu ávísað amfetamíni,“ segir Ólafur B. Einarsson verkefnisstjóri lyfjamála hjá Embætti landlæknis. Ólafur og Lárus Steinþór Guðmundsson lyfja- og faraldsfræðingur hjá landlækni segjast ekki hafa séð gögn um að einstaklingar sem hafi ánetjast amfetamíni á árum áður fái efninu ávísað með lyfseðli því þeir séu háðir því og geta ekki lifað án þess. „Við spyrjum lækna spurninga ef við sjáum að viðkomandi eru að fá óeðlilega háa skammta. Við erum ekki að kafa ofan í sögu hvers einstaklings aftur í tímann,“ segir Ólafur. Það ranghermi birtist í fréttinni í upphaflegri útgáfu að upplýsingarnar væru úr lyfjagagnagrunni landlæknisembættisins. Hið rétta er að þær voru fengnar frá Sjúkratryggingum Íslands. Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira
Sjötíu og tveir einstaklingar fengu ávísað amfetamíni með lyfseðli á síðasta ári samkvæmt gögnum frá Sjúkratryggingum Íslands. Þetta er hlutfallslega mun meira en þekkist á hinum Norðurlöndunum. Amfetamín er á meðal þeirra fíkniefna sem eru ekki heimiluð á íslensku yfirráðasvæði samkvæmt lögum um ávana- og fíkniefni. Þannig er innflutningur og dreifing efnisins refsiverð samkvæmt þessum sömu lögum. Hins vegar er efnið ennþá notað í læknisfræðilegum tilgangi og er þessi afhending efnisins til sjúklinga gegnum heilbrigðiskerfið lögleg. Framleiðsla á amfetamíni hófst 1887 en var fyrst notað í lækningaskyni árið 1935. Amfetamín líkist boðefnunum noradrenalíni og dópamíni að gerð og var á árum áður notað við alls konar geðdeyfð, athafna- og framkvæmdaleysi, við streitu og í megrunarskyni. Dregið hefur stórlega úr notkun amfetamíns og skyldra lyfja bæði vegna hættu á ávana og fíkn og tilkomu annarra lyfja sem gegna sama eða svipuðu hlutverki. Samkvæmt gögnum frá Sjúkratryggingum Íslands sem fréttastofan hefur undir höndum fengu 72 einstaklingar ávísað amfetamíni samkvæmt lyfseðli á tímablinu 1. mars 2015 til 1. mars á þessu ári. Þetta þykir óvenjulega mikið. Hverjar eru skýringar þess að svo mikill fjöldi fær hættulegt, ólöglegt fíkniefni ávísað með lyfseðli? Ólafur B. Einarsson verkefnisstjóri lyfjamála hjá Embætti landlæknis og Lárus Steinþór Guðmundsson lyfja- og faraldsfræðingur hjá sama embættiVísir/ÞÞ„Það hefur verið fækkun í fjölda notenda amfetamíns undanfarin ár en við erum samt umtalsvert ofar en nágrannaþjóðirnar. Þetta er reyndar dálítið flókið því það eru önnur lyf sem eru komin á markað á hinum Norðurlöndunum, eins og Lisdexamfetamín sem hefur tekið við, þannig að það er erfitt að bera saman tölfræði milli landa. En ef við tökum árið 2013 þá var fjöldi notenda fjórfalt fleiri hér. Það voru fjórum sinnum fleiri hér sem fengu ávísað amfetamíni,“ segir Ólafur B. Einarsson verkefnisstjóri lyfjamála hjá Embætti landlæknis. Ólafur og Lárus Steinþór Guðmundsson lyfja- og faraldsfræðingur hjá landlækni segjast ekki hafa séð gögn um að einstaklingar sem hafi ánetjast amfetamíni á árum áður fái efninu ávísað með lyfseðli því þeir séu háðir því og geta ekki lifað án þess. „Við spyrjum lækna spurninga ef við sjáum að viðkomandi eru að fá óeðlilega háa skammta. Við erum ekki að kafa ofan í sögu hvers einstaklings aftur í tímann,“ segir Ólafur. Það ranghermi birtist í fréttinni í upphaflegri útgáfu að upplýsingarnar væru úr lyfjagagnagrunni landlæknisembættisins. Hið rétta er að þær voru fengnar frá Sjúkratryggingum Íslands.
Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Fleiri fréttir „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið Sjá meira