Stór hópur fær amfetamín ávísað með lyfseðli Þorbjörn Þórðarson skrifar 4. nóvember 2016 19:00 Sjötíu og tveir einstaklingar fengu ávísað amfetamíni með lyfseðli á síðasta ári samkvæmt gögnum frá Sjúkratryggingum Íslands. Þetta er hlutfallslega mun meira en þekkist á hinum Norðurlöndunum. Amfetamín er á meðal þeirra fíkniefna sem eru ekki heimiluð á íslensku yfirráðasvæði samkvæmt lögum um ávana- og fíkniefni. Þannig er innflutningur og dreifing efnisins refsiverð samkvæmt þessum sömu lögum. Hins vegar er efnið ennþá notað í læknisfræðilegum tilgangi og er þessi afhending efnisins til sjúklinga gegnum heilbrigðiskerfið lögleg. Framleiðsla á amfetamíni hófst 1887 en var fyrst notað í lækningaskyni árið 1935. Amfetamín líkist boðefnunum noradrenalíni og dópamíni að gerð og var á árum áður notað við alls konar geðdeyfð, athafna- og framkvæmdaleysi, við streitu og í megrunarskyni. Dregið hefur stórlega úr notkun amfetamíns og skyldra lyfja bæði vegna hættu á ávana og fíkn og tilkomu annarra lyfja sem gegna sama eða svipuðu hlutverki. Samkvæmt gögnum frá Sjúkratryggingum Íslands sem fréttastofan hefur undir höndum fengu 72 einstaklingar ávísað amfetamíni samkvæmt lyfseðli á tímablinu 1. mars 2015 til 1. mars á þessu ári. Þetta þykir óvenjulega mikið. Hverjar eru skýringar þess að svo mikill fjöldi fær hættulegt, ólöglegt fíkniefni ávísað með lyfseðli? Ólafur B. Einarsson verkefnisstjóri lyfjamála hjá Embætti landlæknis og Lárus Steinþór Guðmundsson lyfja- og faraldsfræðingur hjá sama embættiVísir/ÞÞ„Það hefur verið fækkun í fjölda notenda amfetamíns undanfarin ár en við erum samt umtalsvert ofar en nágrannaþjóðirnar. Þetta er reyndar dálítið flókið því það eru önnur lyf sem eru komin á markað á hinum Norðurlöndunum, eins og Lisdexamfetamín sem hefur tekið við, þannig að það er erfitt að bera saman tölfræði milli landa. En ef við tökum árið 2013 þá var fjöldi notenda fjórfalt fleiri hér. Það voru fjórum sinnum fleiri hér sem fengu ávísað amfetamíni,“ segir Ólafur B. Einarsson verkefnisstjóri lyfjamála hjá Embætti landlæknis. Ólafur og Lárus Steinþór Guðmundsson lyfja- og faraldsfræðingur hjá landlækni segjast ekki hafa séð gögn um að einstaklingar sem hafi ánetjast amfetamíni á árum áður fái efninu ávísað með lyfseðli því þeir séu háðir því og geta ekki lifað án þess. „Við spyrjum lækna spurninga ef við sjáum að viðkomandi eru að fá óeðlilega háa skammta. Við erum ekki að kafa ofan í sögu hvers einstaklings aftur í tímann,“ segir Ólafur. Það ranghermi birtist í fréttinni í upphaflegri útgáfu að upplýsingarnar væru úr lyfjagagnagrunni landlæknisembættisins. Hið rétta er að þær voru fengnar frá Sjúkratryggingum Íslands. Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Sjá meira
Sjötíu og tveir einstaklingar fengu ávísað amfetamíni með lyfseðli á síðasta ári samkvæmt gögnum frá Sjúkratryggingum Íslands. Þetta er hlutfallslega mun meira en þekkist á hinum Norðurlöndunum. Amfetamín er á meðal þeirra fíkniefna sem eru ekki heimiluð á íslensku yfirráðasvæði samkvæmt lögum um ávana- og fíkniefni. Þannig er innflutningur og dreifing efnisins refsiverð samkvæmt þessum sömu lögum. Hins vegar er efnið ennþá notað í læknisfræðilegum tilgangi og er þessi afhending efnisins til sjúklinga gegnum heilbrigðiskerfið lögleg. Framleiðsla á amfetamíni hófst 1887 en var fyrst notað í lækningaskyni árið 1935. Amfetamín líkist boðefnunum noradrenalíni og dópamíni að gerð og var á árum áður notað við alls konar geðdeyfð, athafna- og framkvæmdaleysi, við streitu og í megrunarskyni. Dregið hefur stórlega úr notkun amfetamíns og skyldra lyfja bæði vegna hættu á ávana og fíkn og tilkomu annarra lyfja sem gegna sama eða svipuðu hlutverki. Samkvæmt gögnum frá Sjúkratryggingum Íslands sem fréttastofan hefur undir höndum fengu 72 einstaklingar ávísað amfetamíni samkvæmt lyfseðli á tímablinu 1. mars 2015 til 1. mars á þessu ári. Þetta þykir óvenjulega mikið. Hverjar eru skýringar þess að svo mikill fjöldi fær hættulegt, ólöglegt fíkniefni ávísað með lyfseðli? Ólafur B. Einarsson verkefnisstjóri lyfjamála hjá Embætti landlæknis og Lárus Steinþór Guðmundsson lyfja- og faraldsfræðingur hjá sama embættiVísir/ÞÞ„Það hefur verið fækkun í fjölda notenda amfetamíns undanfarin ár en við erum samt umtalsvert ofar en nágrannaþjóðirnar. Þetta er reyndar dálítið flókið því það eru önnur lyf sem eru komin á markað á hinum Norðurlöndunum, eins og Lisdexamfetamín sem hefur tekið við, þannig að það er erfitt að bera saman tölfræði milli landa. En ef við tökum árið 2013 þá var fjöldi notenda fjórfalt fleiri hér. Það voru fjórum sinnum fleiri hér sem fengu ávísað amfetamíni,“ segir Ólafur B. Einarsson verkefnisstjóri lyfjamála hjá Embætti landlæknis. Ólafur og Lárus Steinþór Guðmundsson lyfja- og faraldsfræðingur hjá landlækni segjast ekki hafa séð gögn um að einstaklingar sem hafi ánetjast amfetamíni á árum áður fái efninu ávísað með lyfseðli því þeir séu háðir því og geta ekki lifað án þess. „Við spyrjum lækna spurninga ef við sjáum að viðkomandi eru að fá óeðlilega háa skammta. Við erum ekki að kafa ofan í sögu hvers einstaklings aftur í tímann,“ segir Ólafur. Það ranghermi birtist í fréttinni í upphaflegri útgáfu að upplýsingarnar væru úr lyfjagagnagrunni landlæknisembættisins. Hið rétta er að þær voru fengnar frá Sjúkratryggingum Íslands.
Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Sjá meira