Stór hópur fær amfetamín ávísað með lyfseðli Þorbjörn Þórðarson skrifar 4. nóvember 2016 19:00 Sjötíu og tveir einstaklingar fengu ávísað amfetamíni með lyfseðli á síðasta ári samkvæmt gögnum frá Sjúkratryggingum Íslands. Þetta er hlutfallslega mun meira en þekkist á hinum Norðurlöndunum. Amfetamín er á meðal þeirra fíkniefna sem eru ekki heimiluð á íslensku yfirráðasvæði samkvæmt lögum um ávana- og fíkniefni. Þannig er innflutningur og dreifing efnisins refsiverð samkvæmt þessum sömu lögum. Hins vegar er efnið ennþá notað í læknisfræðilegum tilgangi og er þessi afhending efnisins til sjúklinga gegnum heilbrigðiskerfið lögleg. Framleiðsla á amfetamíni hófst 1887 en var fyrst notað í lækningaskyni árið 1935. Amfetamín líkist boðefnunum noradrenalíni og dópamíni að gerð og var á árum áður notað við alls konar geðdeyfð, athafna- og framkvæmdaleysi, við streitu og í megrunarskyni. Dregið hefur stórlega úr notkun amfetamíns og skyldra lyfja bæði vegna hættu á ávana og fíkn og tilkomu annarra lyfja sem gegna sama eða svipuðu hlutverki. Samkvæmt gögnum frá Sjúkratryggingum Íslands sem fréttastofan hefur undir höndum fengu 72 einstaklingar ávísað amfetamíni samkvæmt lyfseðli á tímablinu 1. mars 2015 til 1. mars á þessu ári. Þetta þykir óvenjulega mikið. Hverjar eru skýringar þess að svo mikill fjöldi fær hættulegt, ólöglegt fíkniefni ávísað með lyfseðli? Ólafur B. Einarsson verkefnisstjóri lyfjamála hjá Embætti landlæknis og Lárus Steinþór Guðmundsson lyfja- og faraldsfræðingur hjá sama embættiVísir/ÞÞ„Það hefur verið fækkun í fjölda notenda amfetamíns undanfarin ár en við erum samt umtalsvert ofar en nágrannaþjóðirnar. Þetta er reyndar dálítið flókið því það eru önnur lyf sem eru komin á markað á hinum Norðurlöndunum, eins og Lisdexamfetamín sem hefur tekið við, þannig að það er erfitt að bera saman tölfræði milli landa. En ef við tökum árið 2013 þá var fjöldi notenda fjórfalt fleiri hér. Það voru fjórum sinnum fleiri hér sem fengu ávísað amfetamíni,“ segir Ólafur B. Einarsson verkefnisstjóri lyfjamála hjá Embætti landlæknis. Ólafur og Lárus Steinþór Guðmundsson lyfja- og faraldsfræðingur hjá landlækni segjast ekki hafa séð gögn um að einstaklingar sem hafi ánetjast amfetamíni á árum áður fái efninu ávísað með lyfseðli því þeir séu háðir því og geta ekki lifað án þess. „Við spyrjum lækna spurninga ef við sjáum að viðkomandi eru að fá óeðlilega háa skammta. Við erum ekki að kafa ofan í sögu hvers einstaklings aftur í tímann,“ segir Ólafur. Það ranghermi birtist í fréttinni í upphaflegri útgáfu að upplýsingarnar væru úr lyfjagagnagrunni landlæknisembættisins. Hið rétta er að þær voru fengnar frá Sjúkratryggingum Íslands. Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Fleiri fréttir Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Sjá meira
Sjötíu og tveir einstaklingar fengu ávísað amfetamíni með lyfseðli á síðasta ári samkvæmt gögnum frá Sjúkratryggingum Íslands. Þetta er hlutfallslega mun meira en þekkist á hinum Norðurlöndunum. Amfetamín er á meðal þeirra fíkniefna sem eru ekki heimiluð á íslensku yfirráðasvæði samkvæmt lögum um ávana- og fíkniefni. Þannig er innflutningur og dreifing efnisins refsiverð samkvæmt þessum sömu lögum. Hins vegar er efnið ennþá notað í læknisfræðilegum tilgangi og er þessi afhending efnisins til sjúklinga gegnum heilbrigðiskerfið lögleg. Framleiðsla á amfetamíni hófst 1887 en var fyrst notað í lækningaskyni árið 1935. Amfetamín líkist boðefnunum noradrenalíni og dópamíni að gerð og var á árum áður notað við alls konar geðdeyfð, athafna- og framkvæmdaleysi, við streitu og í megrunarskyni. Dregið hefur stórlega úr notkun amfetamíns og skyldra lyfja bæði vegna hættu á ávana og fíkn og tilkomu annarra lyfja sem gegna sama eða svipuðu hlutverki. Samkvæmt gögnum frá Sjúkratryggingum Íslands sem fréttastofan hefur undir höndum fengu 72 einstaklingar ávísað amfetamíni samkvæmt lyfseðli á tímablinu 1. mars 2015 til 1. mars á þessu ári. Þetta þykir óvenjulega mikið. Hverjar eru skýringar þess að svo mikill fjöldi fær hættulegt, ólöglegt fíkniefni ávísað með lyfseðli? Ólafur B. Einarsson verkefnisstjóri lyfjamála hjá Embætti landlæknis og Lárus Steinþór Guðmundsson lyfja- og faraldsfræðingur hjá sama embættiVísir/ÞÞ„Það hefur verið fækkun í fjölda notenda amfetamíns undanfarin ár en við erum samt umtalsvert ofar en nágrannaþjóðirnar. Þetta er reyndar dálítið flókið því það eru önnur lyf sem eru komin á markað á hinum Norðurlöndunum, eins og Lisdexamfetamín sem hefur tekið við, þannig að það er erfitt að bera saman tölfræði milli landa. En ef við tökum árið 2013 þá var fjöldi notenda fjórfalt fleiri hér. Það voru fjórum sinnum fleiri hér sem fengu ávísað amfetamíni,“ segir Ólafur B. Einarsson verkefnisstjóri lyfjamála hjá Embætti landlæknis. Ólafur og Lárus Steinþór Guðmundsson lyfja- og faraldsfræðingur hjá landlækni segjast ekki hafa séð gögn um að einstaklingar sem hafi ánetjast amfetamíni á árum áður fái efninu ávísað með lyfseðli því þeir séu háðir því og geta ekki lifað án þess. „Við spyrjum lækna spurninga ef við sjáum að viðkomandi eru að fá óeðlilega háa skammta. Við erum ekki að kafa ofan í sögu hvers einstaklings aftur í tímann,“ segir Ólafur. Það ranghermi birtist í fréttinni í upphaflegri útgáfu að upplýsingarnar væru úr lyfjagagnagrunni landlæknisembættisins. Hið rétta er að þær voru fengnar frá Sjúkratryggingum Íslands.
Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Fleiri fréttir Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Sjá meira