Milljarðatjón hefur lítil áhrif Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 5. nóvember 2016 07:00 Hámarksstyrkleiki jarðskjálfta er misjafn eftir svæðum. Viðlagatrygging Íslands hefur í samvinnu við Aon Benfield og innlenda sérfræðinga unnið nýtt áhættumat fyrir jarðskjálfta, sem byggir meðal annars á mældum og sögulegum jarðskjálftum allt aftur til ársins 1700. Aon Benfield er leiðandi alþjóðlegt fyrirtæki á sviði endurtrygginga og annast umboðsmál Viðlagatryggingar Íslands gagnvart erlendum endurtryggjendum. Miðað við þá endurtryggingavernd sem er í gildi árið 2016 er Viðlagatrygging Íslands vel í stakk búin til að takast á við mjög stóra tjónsatburði án þess að það hafi umtalsverð áhrif á gjaldþol stofnunarinnar.Jón Örvar Bjarnason, sérfræðingur í áhættumati hjá Viðlagatryggingum.Jón Örvar Bjarnason, sérfræðingur í áhættumati hjá Viðlagatryggingu, segir að áhættumatið sé mjög umfangsmikið þó að tilgangur þess sé ekki að spá fyrir um hvenær næsti stóri skjálfti mun eiga sér stað. „Í kjölfar skjálftans á Suðurlandi árið 2008 reyndi í fyrsta skipti á endurtryggingar. Í framhaldi af því vöknuðu margar spurningar varðandi jarðskjálfta, meðal annars frá þeim sem voru að endurtryggja áhættuna okkar og í kjölfarið var óumflýjanlegt að fara í meiri rannsóknir. Þá hófst þetta samstarf og núna erum við að uppfæra það samkvæmt okkar bestu þekkingu og upplýsingum.“ Ein af niðurstöðum úr áhættulíkaninu er sú að líkurnar séu um það bil 1 á móti 400 að á hverju ári gæti átt sér stað tjón upp á 45 milljarða eða meira. Í slíkum atburði er Viðlagatrygging með endurtryggingavernd fyrir 30 milljörðum umfram 10 milljarða eigin áhættu, sem myndi greiðast úr eigin fé Viðlagatryggingar sem nú er um 31,2 milljarðar króna. „Endurtryggjendur hafa fram að þessu haft langmestan áhuga á rannsóknum okkar á jarðskjálftum en fram undan er að fara nánar út í aðra áhættu eins og til dæmis eldgos. Það er á teikniborðinu að fara í svipað rannsóknaverkefni á eldgosum, setja það í sambærilegan farveg og jarðskjálftana til að geta áttað okkur betur á, hverju við megum eiga von á,“ segir Jón Örvar Bjarnason. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Sjá meira
Viðlagatrygging Íslands hefur í samvinnu við Aon Benfield og innlenda sérfræðinga unnið nýtt áhættumat fyrir jarðskjálfta, sem byggir meðal annars á mældum og sögulegum jarðskjálftum allt aftur til ársins 1700. Aon Benfield er leiðandi alþjóðlegt fyrirtæki á sviði endurtrygginga og annast umboðsmál Viðlagatryggingar Íslands gagnvart erlendum endurtryggjendum. Miðað við þá endurtryggingavernd sem er í gildi árið 2016 er Viðlagatrygging Íslands vel í stakk búin til að takast á við mjög stóra tjónsatburði án þess að það hafi umtalsverð áhrif á gjaldþol stofnunarinnar.Jón Örvar Bjarnason, sérfræðingur í áhættumati hjá Viðlagatryggingum.Jón Örvar Bjarnason, sérfræðingur í áhættumati hjá Viðlagatryggingu, segir að áhættumatið sé mjög umfangsmikið þó að tilgangur þess sé ekki að spá fyrir um hvenær næsti stóri skjálfti mun eiga sér stað. „Í kjölfar skjálftans á Suðurlandi árið 2008 reyndi í fyrsta skipti á endurtryggingar. Í framhaldi af því vöknuðu margar spurningar varðandi jarðskjálfta, meðal annars frá þeim sem voru að endurtryggja áhættuna okkar og í kjölfarið var óumflýjanlegt að fara í meiri rannsóknir. Þá hófst þetta samstarf og núna erum við að uppfæra það samkvæmt okkar bestu þekkingu og upplýsingum.“ Ein af niðurstöðum úr áhættulíkaninu er sú að líkurnar séu um það bil 1 á móti 400 að á hverju ári gæti átt sér stað tjón upp á 45 milljarða eða meira. Í slíkum atburði er Viðlagatrygging með endurtryggingavernd fyrir 30 milljörðum umfram 10 milljarða eigin áhættu, sem myndi greiðast úr eigin fé Viðlagatryggingar sem nú er um 31,2 milljarðar króna. „Endurtryggjendur hafa fram að þessu haft langmestan áhuga á rannsóknum okkar á jarðskjálftum en fram undan er að fara nánar út í aðra áhættu eins og til dæmis eldgos. Það er á teikniborðinu að fara í svipað rannsóknaverkefni á eldgosum, setja það í sambærilegan farveg og jarðskjálftana til að geta áttað okkur betur á, hverju við megum eiga von á,“ segir Jón Örvar Bjarnason. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Sjá meira