Milljarðatjón hefur lítil áhrif Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 5. nóvember 2016 07:00 Hámarksstyrkleiki jarðskjálfta er misjafn eftir svæðum. Viðlagatrygging Íslands hefur í samvinnu við Aon Benfield og innlenda sérfræðinga unnið nýtt áhættumat fyrir jarðskjálfta, sem byggir meðal annars á mældum og sögulegum jarðskjálftum allt aftur til ársins 1700. Aon Benfield er leiðandi alþjóðlegt fyrirtæki á sviði endurtrygginga og annast umboðsmál Viðlagatryggingar Íslands gagnvart erlendum endurtryggjendum. Miðað við þá endurtryggingavernd sem er í gildi árið 2016 er Viðlagatrygging Íslands vel í stakk búin til að takast á við mjög stóra tjónsatburði án þess að það hafi umtalsverð áhrif á gjaldþol stofnunarinnar.Jón Örvar Bjarnason, sérfræðingur í áhættumati hjá Viðlagatryggingum.Jón Örvar Bjarnason, sérfræðingur í áhættumati hjá Viðlagatryggingu, segir að áhættumatið sé mjög umfangsmikið þó að tilgangur þess sé ekki að spá fyrir um hvenær næsti stóri skjálfti mun eiga sér stað. „Í kjölfar skjálftans á Suðurlandi árið 2008 reyndi í fyrsta skipti á endurtryggingar. Í framhaldi af því vöknuðu margar spurningar varðandi jarðskjálfta, meðal annars frá þeim sem voru að endurtryggja áhættuna okkar og í kjölfarið var óumflýjanlegt að fara í meiri rannsóknir. Þá hófst þetta samstarf og núna erum við að uppfæra það samkvæmt okkar bestu þekkingu og upplýsingum.“ Ein af niðurstöðum úr áhættulíkaninu er sú að líkurnar séu um það bil 1 á móti 400 að á hverju ári gæti átt sér stað tjón upp á 45 milljarða eða meira. Í slíkum atburði er Viðlagatrygging með endurtryggingavernd fyrir 30 milljörðum umfram 10 milljarða eigin áhættu, sem myndi greiðast úr eigin fé Viðlagatryggingar sem nú er um 31,2 milljarðar króna. „Endurtryggjendur hafa fram að þessu haft langmestan áhuga á rannsóknum okkar á jarðskjálftum en fram undan er að fara nánar út í aðra áhættu eins og til dæmis eldgos. Það er á teikniborðinu að fara í svipað rannsóknaverkefni á eldgosum, setja það í sambærilegan farveg og jarðskjálftana til að geta áttað okkur betur á, hverju við megum eiga von á,“ segir Jón Örvar Bjarnason. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Viðlagatrygging Íslands hefur í samvinnu við Aon Benfield og innlenda sérfræðinga unnið nýtt áhættumat fyrir jarðskjálfta, sem byggir meðal annars á mældum og sögulegum jarðskjálftum allt aftur til ársins 1700. Aon Benfield er leiðandi alþjóðlegt fyrirtæki á sviði endurtrygginga og annast umboðsmál Viðlagatryggingar Íslands gagnvart erlendum endurtryggjendum. Miðað við þá endurtryggingavernd sem er í gildi árið 2016 er Viðlagatrygging Íslands vel í stakk búin til að takast á við mjög stóra tjónsatburði án þess að það hafi umtalsverð áhrif á gjaldþol stofnunarinnar.Jón Örvar Bjarnason, sérfræðingur í áhættumati hjá Viðlagatryggingum.Jón Örvar Bjarnason, sérfræðingur í áhættumati hjá Viðlagatryggingu, segir að áhættumatið sé mjög umfangsmikið þó að tilgangur þess sé ekki að spá fyrir um hvenær næsti stóri skjálfti mun eiga sér stað. „Í kjölfar skjálftans á Suðurlandi árið 2008 reyndi í fyrsta skipti á endurtryggingar. Í framhaldi af því vöknuðu margar spurningar varðandi jarðskjálfta, meðal annars frá þeim sem voru að endurtryggja áhættuna okkar og í kjölfarið var óumflýjanlegt að fara í meiri rannsóknir. Þá hófst þetta samstarf og núna erum við að uppfæra það samkvæmt okkar bestu þekkingu og upplýsingum.“ Ein af niðurstöðum úr áhættulíkaninu er sú að líkurnar séu um það bil 1 á móti 400 að á hverju ári gæti átt sér stað tjón upp á 45 milljarða eða meira. Í slíkum atburði er Viðlagatrygging með endurtryggingavernd fyrir 30 milljörðum umfram 10 milljarða eigin áhættu, sem myndi greiðast úr eigin fé Viðlagatryggingar sem nú er um 31,2 milljarðar króna. „Endurtryggjendur hafa fram að þessu haft langmestan áhuga á rannsóknum okkar á jarðskjálftum en fram undan er að fara nánar út í aðra áhættu eins og til dæmis eldgos. Það er á teikniborðinu að fara í svipað rannsóknaverkefni á eldgosum, setja það í sambærilegan farveg og jarðskjálftana til að geta áttað okkur betur á, hverju við megum eiga von á,“ segir Jón Örvar Bjarnason. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira