„Nei takk“ Guðna við launahækkun vekur heimsathygli Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. nóvember 2016 22:38 „Ég bað ekki um þessa kauphækkun. Ég vissi ekki af þessari kauphækkun. Ég þarf ekki þessa kauphækkun,“ sagði Guðni á Bessastöðum á miðvikudag. Vísir/Eyþór Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, nýtti tækifærið á fundi með blaðamönnum í tengslum við veitingu á stjórnarmyndunarumboði til formanns Sjálfstæðisflokksins og svaraði spurningum um ákvörðun Kjararáðs að hækka laun æðstu embættismanna. Ákvörðunin hefur varla farið framhjá nokkrum landsmanni sem fylgist með fréttum en til stendur að hækka þingfararkaup alþingismanna um tæp 45 prósent svo dæmi sé tekið.Laun forseta Íslands hækka einnig umtalsvert, eða um 20 prósent. Samkvæmt úrskurði kjararáðs verða mánaðarlaun forseta Íslands nú tæpar þrjár milljónir. „Ég bað ekki um þessa kauphækkun. Ég vissi ekki af þessari kauphækkun. Ég þarf ekki þessa kauphækkun,“ sagði Guðni á Bessastöðum á miðvikudag. Svar hans vakti mikla athygli hér á landi og varð sömuleiðis tilefni frétta í einhverjum erlendum miðlum. Iceland Magazine, sem skrifar fréttir á ensku og er í samstarfi við Vísi, fjallaði meðal annars um svar Guðna, og nú fjórum dögum síðar komst fréttin í efsta sæti á Reddit.1400 ummæli Jón Kaldal, blaðamaður og ritstjóri Iceland Magazine, fylgdist með því hvernig áhugi notenda Reddit jókst á fréttinni í dag. Þegar þessi frétt er skrifuð hafa á sjöunda þúsund manns ýtt fréttinni upp listann og tæplega 1400 manns hafa skilið eftir ummæli við fréttina. Þetta eru aðeins þeir notendur sem hafa brugðist við fréttinni en ómögulegt er að segja hve margir eru, vegna þess hve fréttinn rataði hátt á Reddit, nú upplýstir um ákvörðun forseta Íslands að hafna launahækkun. Um 234 milljón manns sækja Reddit heim í hverjum mánuði en notendur, sem miðast við ólíka vafra eða tól sem notendur nota, eru um 542 milljónir á mánuði. Síðan er í 26. sæti yfir síður í heiminum sem fá flestar heimsóknir.Bingó! Iceland Magazine a toppnum á forsíðu Reddit #takkGuðni pic.twitter.com/7nRDyAJYj0— Jón Kaldal (@jonkaldal) November 5, 2016 Ummæli úr öllum áttumÝmis skemmtileg ummæli eru að finna við fréttina af Guðna og má sjá dæmi hér að neðan í lauslegri þýðingu Vísis. „Donald Trump hefur fullyrt að hann mun ekki einu sinni þiggja laun verði hann forseti Bandaríkjanna.“ „Flott hjá honum. Ég held að þetta sé gæi sem Ísland hefur þurft á að halda í töluverðan tíma eftir framkomu bankamanna. Nú geta þeir í það minnsta verið stoltir af sínum æðsta manni.“ „Þú getur keypt kippu af bjór fyrir þessa upphæð á Íslandi.“ „Ég er í lögfræði með syni Guðna. Hann er flottur strákur. Ég þekki ekki Guðna en hann er örugglega fínasti náungi.“ „Borgarstjórinn í Tampa er með um 150 þúsund dollara (16 milljónir króna) í árslaun sem er um helmingur af því sem forseti Íslands fær fyrir sína vinnu sem er aðallega að vera skraut. Flott hjá honum að hafna þessu en það er ekki eins og hann sé að deyja úr hungri.“ Donald Trump Kjararáð Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, nýtti tækifærið á fundi með blaðamönnum í tengslum við veitingu á stjórnarmyndunarumboði til formanns Sjálfstæðisflokksins og svaraði spurningum um ákvörðun Kjararáðs að hækka laun æðstu embættismanna. Ákvörðunin hefur varla farið framhjá nokkrum landsmanni sem fylgist með fréttum en til stendur að hækka þingfararkaup alþingismanna um tæp 45 prósent svo dæmi sé tekið.Laun forseta Íslands hækka einnig umtalsvert, eða um 20 prósent. Samkvæmt úrskurði kjararáðs verða mánaðarlaun forseta Íslands nú tæpar þrjár milljónir. „Ég bað ekki um þessa kauphækkun. Ég vissi ekki af þessari kauphækkun. Ég þarf ekki þessa kauphækkun,“ sagði Guðni á Bessastöðum á miðvikudag. Svar hans vakti mikla athygli hér á landi og varð sömuleiðis tilefni frétta í einhverjum erlendum miðlum. Iceland Magazine, sem skrifar fréttir á ensku og er í samstarfi við Vísi, fjallaði meðal annars um svar Guðna, og nú fjórum dögum síðar komst fréttin í efsta sæti á Reddit.1400 ummæli Jón Kaldal, blaðamaður og ritstjóri Iceland Magazine, fylgdist með því hvernig áhugi notenda Reddit jókst á fréttinni í dag. Þegar þessi frétt er skrifuð hafa á sjöunda þúsund manns ýtt fréttinni upp listann og tæplega 1400 manns hafa skilið eftir ummæli við fréttina. Þetta eru aðeins þeir notendur sem hafa brugðist við fréttinni en ómögulegt er að segja hve margir eru, vegna þess hve fréttinn rataði hátt á Reddit, nú upplýstir um ákvörðun forseta Íslands að hafna launahækkun. Um 234 milljón manns sækja Reddit heim í hverjum mánuði en notendur, sem miðast við ólíka vafra eða tól sem notendur nota, eru um 542 milljónir á mánuði. Síðan er í 26. sæti yfir síður í heiminum sem fá flestar heimsóknir.Bingó! Iceland Magazine a toppnum á forsíðu Reddit #takkGuðni pic.twitter.com/7nRDyAJYj0— Jón Kaldal (@jonkaldal) November 5, 2016 Ummæli úr öllum áttumÝmis skemmtileg ummæli eru að finna við fréttina af Guðna og má sjá dæmi hér að neðan í lauslegri þýðingu Vísis. „Donald Trump hefur fullyrt að hann mun ekki einu sinni þiggja laun verði hann forseti Bandaríkjanna.“ „Flott hjá honum. Ég held að þetta sé gæi sem Ísland hefur þurft á að halda í töluverðan tíma eftir framkomu bankamanna. Nú geta þeir í það minnsta verið stoltir af sínum æðsta manni.“ „Þú getur keypt kippu af bjór fyrir þessa upphæð á Íslandi.“ „Ég er í lögfræði með syni Guðna. Hann er flottur strákur. Ég þekki ekki Guðna en hann er örugglega fínasti náungi.“ „Borgarstjórinn í Tampa er með um 150 þúsund dollara (16 milljónir króna) í árslaun sem er um helmingur af því sem forseti Íslands fær fyrir sína vinnu sem er aðallega að vera skraut. Flott hjá honum að hafna þessu en það er ekki eins og hann sé að deyja úr hungri.“
Donald Trump Kjararáð Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fleiri fréttir Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Sjá meira