Sigurður Ingi segir pattstöðu í viðræðunum: Fráleitt að það ríki skoðanakúgun í Framsóknarflokknum Jakob Bjarnar skrifar 8. nóvember 2016 18:15 Sigurður Ingi segist gjarnan vilja eiga aðild að næstu ríkisstjórn. Og að það sé engin tilviljun að flokkar verði 100 ára -- þar ráði reynslan. visir/eyþór Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segir ákveðna pattstöðu uppi í stjórnarviðræðunum. Þá vísar hann því alfarið á bug að innan Framsóknarflokksins ríki skoðanakúgun eins og stuðningsmenn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar fráfarandi formanns hafa fullyrt að sé. „Sko, fyrst það að segja að kosningarnar skiluðu þessum niðurstöðum og svo eru yfirlýsingar formanna fyrir og eftir kosningar sem hafa þrengt stöðuna,“ segir Sigurður Ingi í samtali við Vísi og þá almennt um stöðuna í stjórnarviðræðunum.Vilji til að sitja í næstu stjórn Eins og kunnugt er heldur Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, nú um hið svokallaða stjórnarmyndunarumboð. Mörgum þykir hann fara sér hægt, tæp vika er síðan kosningar voru og Bjarni hefur sagt að hann hafi enn ekki kallað neinn til formlegra stjórnarmyndunarviðræðna.Sigurður Ingi mætir til óformlegra viðræðna við Bjarna Benediktsson í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í síðustu viku. Hann segir klárt að pattstaða ríki í stjórnarmyndunarviðræðum.visir/EyþórEn, hver er afstaða Framsóknarmanna til þessara viðræðna, hvernig metur Sigurður Ingi stöðu flokksins? „Við erum vön að sitja í ríkisstjórn, höfum reynslu til þess og erum tilbúin í viðræður. Og ég sé stöðu okkar í því ljósi.“En, hverjar metur hann líkur á því að Framsóknarflokkurinn fari í stjórn? „Ég skal ekkert segja um það. Það er ákveðin pattstaða uppi. En við erum hins vegar flokkur sem getur starfað með mörgum og erum tilbúin til þess,“ segir Sigurður Ingi. Öfugt við ýmsa aðra stjórnmálaleiðtoga hefur Sigurður Ingi verið afar varkár í yfirlýsingum um ákjósanlega samstarfsmenn í ríkisstjórn. Hann hefur í sjálfu sér ekki þrengt stöðu flokksins og hann vísar til reynslunnar í þeim efnum. „Flokkur verður ekki hundrað ára af sjálfum sér,“ segir Sigurður Ingi og kímir.Algerlega ótímabært að ræða hugsanlegan ráðherradóm Sigmundar Davíðs Þessu tengt þá gat að líta í Morgunblaðinu nú í vikunni afdráttaryfirlýsingar Sveins Hjartar Guðfinnssonar, sem er formaður Framsóknarfélags Reykjavíkur, þar sem hann sagði flokkinn klofinn og það sem meira er; stuðningsmenn Sigmundar Davíðs væru hreinlega beittir skoðanakúgun innan flokks. Hvernig horfir þetta við Sigurði Inga? „Sko, það er auðvitað svo að eftir að menn hafa tekist á um fólk, því við höfum ekki verið að takast á um málefni, er ekkert skrítið að það taki ákveðinn tíma að öll sár grói. Það er auðvitað engin skoðanakúgun innan Framsóknarflokksins hefur aldrei verið og flokksþingið var kannski besta dæmið um það.“Sigurður Ingi segir algerlega ótímabært að tjá sig um hugsanlegan eða óhugsanlegan ráðherradóm Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar.visir/vilhelmEn, og þá í tengslum við stöðu Framsóknarflokksins í ljósi yfirstandandi stjórnarmyndunarviðræðna, þá segir Sveinn Hjörtur að það verði aldrei sátt nema Sigmundur Davíð verði ráðherra í ríkisstjórn, komi til þess að Framsóknarflokkurinn muni eiga aðild að henni. Eiginlega er ekki hægt að skilja þetta öðru vísi en kröfu af hans hálfu. „Það er algerlega ótímabært að ræða það. Ef ég vísa til umræðunnar eins og hún hefur verið í fjölmiðlum, um hvernig slík stjórn gæti orðið, þá hefur Framsóknarflokkurinn ekki verið þar ofarlega á blaði. Þannig að það er ótímabært að ræða það.“Stjórnarmyndun gengið hratt fyrir sig undanfarin aldarfjórðung Sigurður Ingi virðist vera býsna rólegur gagnvart myndun nýrrar stjórnar þó það liggi fyrir af hans hálfu vilji til að eiga aðild að nýrri stjórn. Almennt segir hann að allir stjórnmálaflokkar verði að velta fyrir sér, á þessum tímapunkti eftir kosningar, því að þeir skuldi almenningi það að setjast niður með ábyrgum hætti. „Það þarf að vera starfhæf ríkisstjórn í landinu og það er okkar verkefni að finna út úr því.“ Sigurður Ingi bendir á að í raun sé ekki langur tími liðinn frá kosningum. Ekki í sjálfu sér. „Við höfum, síðustu 25 ár, séð þetta gerast tiltölulega hratt. En ef við skoðum söguna lengra aftur, og hvað þá ef borið er saman við önnur lönd, þá er engin tími liðinn. Ég held að það sé eðlilegt að þetta taki tíma.“En, sé litið til undanfarinna tveggja áratuga eða svo, þá er ljóst að þetta er meiri pattstaða en áður hefur sést? „Klárlega.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir „Virðist vera fyrsta val Bjarna að mynda ríkisstjórn með Vinstri grænum“ Baldur Þórhallsson segir að því lengra sem líður frá kosningum því auðveldara getur verið fyrir flokka að láta af einhverjum af sínum prinsippum og ganga til ríkisstjórnarsamstarfs. 8. nóvember 2016 11:19 Bjarni segir málin verða að skýrast í þessari viku Er þeirrar skoðunar að best sé að mynda ríkisstjórn þriggja flokka. 8. nóvember 2016 12:05 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Fleiri fréttir Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segir ákveðna pattstöðu uppi í stjórnarviðræðunum. Þá vísar hann því alfarið á bug að innan Framsóknarflokksins ríki skoðanakúgun eins og stuðningsmenn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar fráfarandi formanns hafa fullyrt að sé. „Sko, fyrst það að segja að kosningarnar skiluðu þessum niðurstöðum og svo eru yfirlýsingar formanna fyrir og eftir kosningar sem hafa þrengt stöðuna,“ segir Sigurður Ingi í samtali við Vísi og þá almennt um stöðuna í stjórnarviðræðunum.Vilji til að sitja í næstu stjórn Eins og kunnugt er heldur Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, nú um hið svokallaða stjórnarmyndunarumboð. Mörgum þykir hann fara sér hægt, tæp vika er síðan kosningar voru og Bjarni hefur sagt að hann hafi enn ekki kallað neinn til formlegra stjórnarmyndunarviðræðna.Sigurður Ingi mætir til óformlegra viðræðna við Bjarna Benediktsson í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í síðustu viku. Hann segir klárt að pattstaða ríki í stjórnarmyndunarviðræðum.visir/EyþórEn, hver er afstaða Framsóknarmanna til þessara viðræðna, hvernig metur Sigurður Ingi stöðu flokksins? „Við erum vön að sitja í ríkisstjórn, höfum reynslu til þess og erum tilbúin í viðræður. Og ég sé stöðu okkar í því ljósi.“En, hverjar metur hann líkur á því að Framsóknarflokkurinn fari í stjórn? „Ég skal ekkert segja um það. Það er ákveðin pattstaða uppi. En við erum hins vegar flokkur sem getur starfað með mörgum og erum tilbúin til þess,“ segir Sigurður Ingi. Öfugt við ýmsa aðra stjórnmálaleiðtoga hefur Sigurður Ingi verið afar varkár í yfirlýsingum um ákjósanlega samstarfsmenn í ríkisstjórn. Hann hefur í sjálfu sér ekki þrengt stöðu flokksins og hann vísar til reynslunnar í þeim efnum. „Flokkur verður ekki hundrað ára af sjálfum sér,“ segir Sigurður Ingi og kímir.Algerlega ótímabært að ræða hugsanlegan ráðherradóm Sigmundar Davíðs Þessu tengt þá gat að líta í Morgunblaðinu nú í vikunni afdráttaryfirlýsingar Sveins Hjartar Guðfinnssonar, sem er formaður Framsóknarfélags Reykjavíkur, þar sem hann sagði flokkinn klofinn og það sem meira er; stuðningsmenn Sigmundar Davíðs væru hreinlega beittir skoðanakúgun innan flokks. Hvernig horfir þetta við Sigurði Inga? „Sko, það er auðvitað svo að eftir að menn hafa tekist á um fólk, því við höfum ekki verið að takast á um málefni, er ekkert skrítið að það taki ákveðinn tíma að öll sár grói. Það er auðvitað engin skoðanakúgun innan Framsóknarflokksins hefur aldrei verið og flokksþingið var kannski besta dæmið um það.“Sigurður Ingi segir algerlega ótímabært að tjá sig um hugsanlegan eða óhugsanlegan ráðherradóm Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar.visir/vilhelmEn, og þá í tengslum við stöðu Framsóknarflokksins í ljósi yfirstandandi stjórnarmyndunarviðræðna, þá segir Sveinn Hjörtur að það verði aldrei sátt nema Sigmundur Davíð verði ráðherra í ríkisstjórn, komi til þess að Framsóknarflokkurinn muni eiga aðild að henni. Eiginlega er ekki hægt að skilja þetta öðru vísi en kröfu af hans hálfu. „Það er algerlega ótímabært að ræða það. Ef ég vísa til umræðunnar eins og hún hefur verið í fjölmiðlum, um hvernig slík stjórn gæti orðið, þá hefur Framsóknarflokkurinn ekki verið þar ofarlega á blaði. Þannig að það er ótímabært að ræða það.“Stjórnarmyndun gengið hratt fyrir sig undanfarin aldarfjórðung Sigurður Ingi virðist vera býsna rólegur gagnvart myndun nýrrar stjórnar þó það liggi fyrir af hans hálfu vilji til að eiga aðild að nýrri stjórn. Almennt segir hann að allir stjórnmálaflokkar verði að velta fyrir sér, á þessum tímapunkti eftir kosningar, því að þeir skuldi almenningi það að setjast niður með ábyrgum hætti. „Það þarf að vera starfhæf ríkisstjórn í landinu og það er okkar verkefni að finna út úr því.“ Sigurður Ingi bendir á að í raun sé ekki langur tími liðinn frá kosningum. Ekki í sjálfu sér. „Við höfum, síðustu 25 ár, séð þetta gerast tiltölulega hratt. En ef við skoðum söguna lengra aftur, og hvað þá ef borið er saman við önnur lönd, þá er engin tími liðinn. Ég held að það sé eðlilegt að þetta taki tíma.“En, sé litið til undanfarinna tveggja áratuga eða svo, þá er ljóst að þetta er meiri pattstaða en áður hefur sést? „Klárlega.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir „Virðist vera fyrsta val Bjarna að mynda ríkisstjórn með Vinstri grænum“ Baldur Þórhallsson segir að því lengra sem líður frá kosningum því auðveldara getur verið fyrir flokka að láta af einhverjum af sínum prinsippum og ganga til ríkisstjórnarsamstarfs. 8. nóvember 2016 11:19 Bjarni segir málin verða að skýrast í þessari viku Er þeirrar skoðunar að best sé að mynda ríkisstjórn þriggja flokka. 8. nóvember 2016 12:05 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Fleiri fréttir Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Sjá meira
„Virðist vera fyrsta val Bjarna að mynda ríkisstjórn með Vinstri grænum“ Baldur Þórhallsson segir að því lengra sem líður frá kosningum því auðveldara getur verið fyrir flokka að láta af einhverjum af sínum prinsippum og ganga til ríkisstjórnarsamstarfs. 8. nóvember 2016 11:19
Bjarni segir málin verða að skýrast í þessari viku Er þeirrar skoðunar að best sé að mynda ríkisstjórn þriggja flokka. 8. nóvember 2016 12:05