Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 31. október 2016 13:03 Umboðsmenn Pírata, þau Birgitta Jónsdóttir, Smári McCarthy og Einar Brynjólfsson, áttu um 45 mínútna langan fund með Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands á Bessastöðum í dag. Eftir fundinn sögðu þau fjölmiðlamönnum að þau væru tilbúin til þess að styðja minnihlutastjórn þriggja flokka, það er Viðreisnar, Vinstri grænna og Bjartrar framtíðar. Birgitta sagði í samtali við blaðamenn að úrslit kosninganna bæru með sér að verið væri að kalla eftir meiri breidd í stjórnskipan landsins en áður hefur þekkst. Því hafi þau borið upp hugmynd Pírata, sem rædd var á þingflokksfundi þeirra í gærkvöldi, að flokkurinn myndi styðja minnihlutastjórn Viðreisnar, VG og Bjartrar framtíðar. Það væri þó ekki nægur þingstyrkur fyrir meirihluta og því þyrfti Samfylkingin einnig að verja stjórnina falli eða taka þátt í henni. Aðspurð um hvers vegna þau gerðu ekki kröfu um að sitja í ríkisstjórn sögðu þau að það hefði fyrst og fremst með flækjustigið að gera. Það væri flókið ef að formenn fimm flokka myndu eiga sæti við ríkisstjórnarborðið og að þetta útspil þeirra væri til þess fallið að skapa frið og stöðugleika. „Við erum að þessu til að ná fram breytingum í samfélaginu en ekki til þess að ná völdum,“ sagði Smári. Þá voru þau spurð hvernig forsetinn hefði tekið þessu. „Hann hljómaði opinn fyrir þessu og ætlaði að ræða þetta við aðra en svo verðum við bara að sjá til hvað kemur út úr þessu,“ sagði Smári. Birgitta sagði jafnframt að Píratar væru með þessu útspili sínu ekki að segja að þau vilji ekki vera í fimm flokka stjórn, þau vildu einfaldlega leggja þetta til málanna ef það gæti orðið til þess að leysa einhverja hnúta. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Bjarni sagði Guðna að hann teldi Sjálfstæðisflokkinn geta verið kjölfestuna í næstu stjórn Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins er farinn frá Bessastöðum en hann og Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands funduðu í um hálftíma núna í morgun um næstu skref varðandi myndun nýrrar ríkisstjórnar. 31. október 2016 10:54 Katrín sagði Guðna að fyrsti valkostur Vinstri grænna væri fimm flokka stjórn til vinstri Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna átti um hálftíma langan fund með Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands á Bessastöðum núna á milli klukkan ellefu og hálftólf. 31. október 2016 11:48 Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Fleiri fréttir Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Sjá meira
Umboðsmenn Pírata, þau Birgitta Jónsdóttir, Smári McCarthy og Einar Brynjólfsson, áttu um 45 mínútna langan fund með Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands á Bessastöðum í dag. Eftir fundinn sögðu þau fjölmiðlamönnum að þau væru tilbúin til þess að styðja minnihlutastjórn þriggja flokka, það er Viðreisnar, Vinstri grænna og Bjartrar framtíðar. Birgitta sagði í samtali við blaðamenn að úrslit kosninganna bæru með sér að verið væri að kalla eftir meiri breidd í stjórnskipan landsins en áður hefur þekkst. Því hafi þau borið upp hugmynd Pírata, sem rædd var á þingflokksfundi þeirra í gærkvöldi, að flokkurinn myndi styðja minnihlutastjórn Viðreisnar, VG og Bjartrar framtíðar. Það væri þó ekki nægur þingstyrkur fyrir meirihluta og því þyrfti Samfylkingin einnig að verja stjórnina falli eða taka þátt í henni. Aðspurð um hvers vegna þau gerðu ekki kröfu um að sitja í ríkisstjórn sögðu þau að það hefði fyrst og fremst með flækjustigið að gera. Það væri flókið ef að formenn fimm flokka myndu eiga sæti við ríkisstjórnarborðið og að þetta útspil þeirra væri til þess fallið að skapa frið og stöðugleika. „Við erum að þessu til að ná fram breytingum í samfélaginu en ekki til þess að ná völdum,“ sagði Smári. Þá voru þau spurð hvernig forsetinn hefði tekið þessu. „Hann hljómaði opinn fyrir þessu og ætlaði að ræða þetta við aðra en svo verðum við bara að sjá til hvað kemur út úr þessu,“ sagði Smári. Birgitta sagði jafnframt að Píratar væru með þessu útspili sínu ekki að segja að þau vilji ekki vera í fimm flokka stjórn, þau vildu einfaldlega leggja þetta til málanna ef það gæti orðið til þess að leysa einhverja hnúta.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Bjarni sagði Guðna að hann teldi Sjálfstæðisflokkinn geta verið kjölfestuna í næstu stjórn Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins er farinn frá Bessastöðum en hann og Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands funduðu í um hálftíma núna í morgun um næstu skref varðandi myndun nýrrar ríkisstjórnar. 31. október 2016 10:54 Katrín sagði Guðna að fyrsti valkostur Vinstri grænna væri fimm flokka stjórn til vinstri Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna átti um hálftíma langan fund með Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands á Bessastöðum núna á milli klukkan ellefu og hálftólf. 31. október 2016 11:48 Mest lesið Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Fleiri fréttir Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Sjá meira
Bjarni sagði Guðna að hann teldi Sjálfstæðisflokkinn geta verið kjölfestuna í næstu stjórn Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins er farinn frá Bessastöðum en hann og Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands funduðu í um hálftíma núna í morgun um næstu skref varðandi myndun nýrrar ríkisstjórnar. 31. október 2016 10:54
Katrín sagði Guðna að fyrsti valkostur Vinstri grænna væri fimm flokka stjórn til vinstri Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna átti um hálftíma langan fund með Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands á Bessastöðum núna á milli klukkan ellefu og hálftólf. 31. október 2016 11:48