Frammámönnum í Þjóðfylkingunni vísað á dyr og hótað lögregluvaldi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 21. október 2016 11:51 Gunnlaugur Ingvarsson segist afar ósáttur. vísir/vilhelm Fjórir flokksmenn Íslensku þjóðfylkingarinnar voru reknir úr flokknum í gær og þeim hótað lögregluvaldi eftir að upp úr sauð á flokksstjórnarfundi í gærkvöldi. Ólga hefur verið innan flokksins eftir að oddvitar Reykjavíkurkjördæmanna tveggja, þeir Gunnlaugur Ingvarsson og Gústaf Níelsson, drógu framboð sín til baka skömmu áður en skila átti inn framboðslistum. Gunnlaugur segir að lesin hafi verið upp yfirlýsing á fundinum þess efnis að þeir einstaklingar sem dregið hafa framboð sín til baka; hann sjálfur, Gústaf, Inga Guðrún Halldórsdóttir og Svanhvít Brynja Tómasdóttir, væru ekki lengur velkomin í flokkinn.Sjá einnig:Sakar Gústaf um stuld á gögnum „Það varð allt gjörsamlega vitlaust á þessum fundi og okkur var vísað á dyr þarna, þessari svokölluðu fjórmenningaklíku. Þarna var lesin upp yfirlýsing af formanninum þar sem hann sagði að við værum rekin úr flokknum og flokksstjórninni og hótuðu lögregluvaldi til að láta henda okkur út,“ segir Gunnlaugur í samtali við Vísi, en hann telur að um fimmtán manns hafi verið á umræddum flokksstjórnarfundi sem haldinn var á skrifstofu flokksins í Hafnarfirði. Hann segir það af og frá að þau fjögur hafi eyðilagt framboð flokksins. Það sé að öllu leyti við formanninn að sakast, sem hafi sýnt þeim algjört vantraust. „Ég er rosalega ósáttur við að fólk sé að kenna okkur um, að við séum að eyðileggja eitthvað. Eyðileggingin var gjörsamlega formannsins sjálfs og þeirrar klíku í kringum hann. Ég vísa allri ábyrgð á hendur því að framboðið komi ekki fram í Reykjavík á hendur formanninum.“ Aðspurður segist Gunnlaugur hafa talið að tilefni fundarins hafi verið að boða til auka landsfundar. „Þannig að flokkurinn gæti kosið sér nýja forystu eftir að hafa krassað undir forystu Helga Helgasonar formanns.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Gústaf harðorður í garð formanns ÍÞ "Hann getur ekki tekið ákvörðun, þessi maður. Það er ekki hægt að vinna með honum. Hann kann engin vinnubrögð,“ segir Gústaf. 14. október 2016 07:00 Íslenska þjóðfylkingin kærir stuld á gögnum Íslenska þjóðfylkingin hyggst leggja fram kæru til lögreglu vegna stulds á meðmælalistum í eigu flokksins. 16. október 2016 10:26 Sakar Gústaf um stuld á gögnum Formaður Íslensku þjóðfylkingarinnar segir fullyrðingar Gústafs Níelssonar og Gunnlaugs Ingvarssonar um sig, vera undarlegar. 15. október 2016 07:00 Íslenska þjóðfylkingin býður ekki fram í Reykjavík Flokkurinn skilaði ekki inn meðmælendalistum í kjördæmunum. Frestur til þess rann út í gær. 14. október 2016 12:41 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Fleiri fréttir Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Sjá meira
Fjórir flokksmenn Íslensku þjóðfylkingarinnar voru reknir úr flokknum í gær og þeim hótað lögregluvaldi eftir að upp úr sauð á flokksstjórnarfundi í gærkvöldi. Ólga hefur verið innan flokksins eftir að oddvitar Reykjavíkurkjördæmanna tveggja, þeir Gunnlaugur Ingvarsson og Gústaf Níelsson, drógu framboð sín til baka skömmu áður en skila átti inn framboðslistum. Gunnlaugur segir að lesin hafi verið upp yfirlýsing á fundinum þess efnis að þeir einstaklingar sem dregið hafa framboð sín til baka; hann sjálfur, Gústaf, Inga Guðrún Halldórsdóttir og Svanhvít Brynja Tómasdóttir, væru ekki lengur velkomin í flokkinn.Sjá einnig:Sakar Gústaf um stuld á gögnum „Það varð allt gjörsamlega vitlaust á þessum fundi og okkur var vísað á dyr þarna, þessari svokölluðu fjórmenningaklíku. Þarna var lesin upp yfirlýsing af formanninum þar sem hann sagði að við værum rekin úr flokknum og flokksstjórninni og hótuðu lögregluvaldi til að láta henda okkur út,“ segir Gunnlaugur í samtali við Vísi, en hann telur að um fimmtán manns hafi verið á umræddum flokksstjórnarfundi sem haldinn var á skrifstofu flokksins í Hafnarfirði. Hann segir það af og frá að þau fjögur hafi eyðilagt framboð flokksins. Það sé að öllu leyti við formanninn að sakast, sem hafi sýnt þeim algjört vantraust. „Ég er rosalega ósáttur við að fólk sé að kenna okkur um, að við séum að eyðileggja eitthvað. Eyðileggingin var gjörsamlega formannsins sjálfs og þeirrar klíku í kringum hann. Ég vísa allri ábyrgð á hendur því að framboðið komi ekki fram í Reykjavík á hendur formanninum.“ Aðspurður segist Gunnlaugur hafa talið að tilefni fundarins hafi verið að boða til auka landsfundar. „Þannig að flokkurinn gæti kosið sér nýja forystu eftir að hafa krassað undir forystu Helga Helgasonar formanns.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Gústaf harðorður í garð formanns ÍÞ "Hann getur ekki tekið ákvörðun, þessi maður. Það er ekki hægt að vinna með honum. Hann kann engin vinnubrögð,“ segir Gústaf. 14. október 2016 07:00 Íslenska þjóðfylkingin kærir stuld á gögnum Íslenska þjóðfylkingin hyggst leggja fram kæru til lögreglu vegna stulds á meðmælalistum í eigu flokksins. 16. október 2016 10:26 Sakar Gústaf um stuld á gögnum Formaður Íslensku þjóðfylkingarinnar segir fullyrðingar Gústafs Níelssonar og Gunnlaugs Ingvarssonar um sig, vera undarlegar. 15. október 2016 07:00 Íslenska þjóðfylkingin býður ekki fram í Reykjavík Flokkurinn skilaði ekki inn meðmælendalistum í kjördæmunum. Frestur til þess rann út í gær. 14. október 2016 12:41 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Fleiri fréttir Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Sjá meira
Gústaf harðorður í garð formanns ÍÞ "Hann getur ekki tekið ákvörðun, þessi maður. Það er ekki hægt að vinna með honum. Hann kann engin vinnubrögð,“ segir Gústaf. 14. október 2016 07:00
Íslenska þjóðfylkingin kærir stuld á gögnum Íslenska þjóðfylkingin hyggst leggja fram kæru til lögreglu vegna stulds á meðmælalistum í eigu flokksins. 16. október 2016 10:26
Sakar Gústaf um stuld á gögnum Formaður Íslensku þjóðfylkingarinnar segir fullyrðingar Gústafs Níelssonar og Gunnlaugs Ingvarssonar um sig, vera undarlegar. 15. október 2016 07:00
Íslenska þjóðfylkingin býður ekki fram í Reykjavík Flokkurinn skilaði ekki inn meðmælendalistum í kjördæmunum. Frestur til þess rann út í gær. 14. október 2016 12:41