Innlent

Íslenska þjóðfylkingin býður ekki fram í Reykjavík

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Frestur til þess að skila inn meðmælendalistum rann út í gær.
Frestur til þess að skila inn meðmælendalistum rann út í gær. Vísir/Stefán

Íslensku þjóðfylkingin mun ekki verða í framboði í Reykjavíkurkjördæmunum í komandi alþingiskosningum. Flokkurinn skilaði ekki inn meðmælendalistum í kjördæmunum. Frestur til þess rann út í gær. Kjarninn greinir frá.

Í gær var greint frá því að oddvitar Íslensku þjóðfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur, Gústaf Níelsson og Gunnlaugur Ingvarsson, hafi dregið framboð sín til baka. Þeir sögðust ekki ætla fram fyrir flokkinn á meðan forysta hans væri í höndum Helga Helgasonar, formanns flokksins.

Í yfirlýsingu frá stjórn flokksins í gær, sem undirrituð var af Helga Helgasyni, formanni flokksins, sagði að ákveðnir aðilar innan flokksins hafi átt erfitt með að fara að samþykktum og lögum flokksins og virtust vera í sífelldu stríði við stjórn og aðra flokksmenn.

Ekki náðist í Helga Helgason, formann flokksins, við vinnslu fréttarinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.