Innlent

Íslenska þjóðfylkingin býður ekki fram í Reykjavík

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Frestur til þess að skila inn meðmælendalistum rann út í gær.
Frestur til þess að skila inn meðmælendalistum rann út í gær. Vísir/Stefán
Íslensku þjóðfylkingin mun ekki verða í framboði í Reykjavíkurkjördæmunum í komandi alþingiskosningum. Flokkurinn skilaði ekki inn meðmælendalistum í kjördæmunum. Frestur til þess rann út í gær. Kjarninn greinir frá.



Í gær var greint frá því að oddvitar Íslensku þjóðfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur, Gústaf Níelsson og Gunnlaugur Ingvarsson, hafi dregið framboð sín til baka. Þeir sögðust ekki ætla fram fyrir flokkinn á meðan forysta hans væri í höndum Helga Helgasonar, formanns flokksins.

Í yfirlýsingu frá stjórn flokksins í gær, sem undirrituð var af Helga Helgasyni, formanni flokksins, sagði að ákveðnir aðilar innan flokksins hafi átt erfitt með að fara að samþykktum og lögum flokksins og virtust vera í sífelldu stríði við stjórn og aðra flokksmenn.

Ekki náðist í Helga Helgason, formann flokksins, við vinnslu fréttarinnar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.


Tengdar fréttir

Gústaf harðorður í garð formanns ÍÞ

"Hann getur ekki tekið ákvörðun, þessi maður. Það er ekki hægt að vinna með honum. Hann kann engin vinnubrögð,“ segir Gústaf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×