Ný og hættuleg tegund netárása Una Sighvatsdóttir skrifar 22. október 2016 21:00 Internetið er ekki lengur bara í tölvunni þinni eða símanum ef því er að skipta. Raftæki allt frá prenturum til kaffivéla og jafnvel barnamónitora eru nú tengd netinu. Þessi þróun er kölluð internet hlutanna, (e. Internet of Things) og það var í gegnum þessu litlu raftæki, á þúsundum heimila, sem hakkarar brutu sér leið inn að grunnstoðum netsins í gær.Hakkarar geta yfirtekið heimilistækin þín Charlie Eriksen, sérfræðingur hjá íslenska netöryggisfyrirtækinu Syndis, segir að í flestum tilfellum hafi verið um að ræða ódýr raftæki, framleidd í Kína. „Þau eru yfirleitt mjög óvönduð og ekki sérlega örugg. Og þau eru með notandanafn og aðgangsorð sem ekki er hægt að breyta, en ef einhver getur tengst þeim getur hann skráð sig inn og í raun yfirtekið þau og gert hvað sem honum sýnist í gegnum þitt tæki."Charlie Eriksen er sérfræðingur í upplýsingaöryggi hjá íslenska öryggisfyrirtækinnu Syndis.Charlie segir árásir af þessu tagi nýjar af nálinni og vaxandi öryggisógn. „Þetta er nokkuð sem menn hafa byrjað að velta fyrir sér bara undanfarna 6 mánuði. Að svona árásir á þessa grunnþjónustu internetsins væru mögulegar og gætu valdið verulegu tjóni og sambandsleysi."Áhrifanna gætti um allan heim Árásin í gær beindist gegn bandaríska fyrirtækinu Dyn sem hefur umsjón með kerfi DNS netþjóna. Áhrifanna gætti fyrst á austurströnd Bandaríkjanna snemma í gærmorgun en breiddust þegar leið á daginn um landið og um heim allan, með þeim afleiðingum að aðgangur takmarkaðist að fjölda vefsíðna sem eru Íslendingum góðu kunnar, s.s. Spotify, Twitter, Netflix og Paypal. Áður fyrr hefði þurft fjölda öflugra tölva til að framkvæma slíka árás en með tilkomu internets hlutanna er hægt að beina netumferð frá milljónum smárra snjalltækja í ákveðnar áttir til að þyngja og takmarka netið. Talið geta varðað við þjóðaröryggi Bandaríkjanna Ekki er vitað hverjir hakkararnir eru en árásin er til rannsóknar hjá alríkislögreglu og Heimavarnarráði Bandaríkjanna enda talin geta varðað við þjóðaröryggi. Talið er líklegt aðeins hafi verð um prufu að ræða sem sé fyrirboðið stærri árása. „Það er frekar ógnvekjandi að pæla í þessu. Sumar af fyrstu tölunum sem ég sá í gærkvöldi, sem eru reyndar bara tilgátur, en þær gefa til kynna að þeir hafi aðeins nýtt sér um 10% af því sem er hægt að nota þarna úti. Ef þeir byrja að ráðast á fleiri af þessum grunnkerfum netsins þá gæti netið legið niðri miklu víðar en við sáum í gær," segir Charlie. Í ofanálag séum við í raun sokkin of djúpt nú þegar inn í internet hlutanna til þess að geta snúið þróuninni við. „Úr því sem komið er, með svona mörg kerfi tengd netinu, þá er í reynd orðið ómögulegt að laga þetta.“ Tengdar fréttir Twitter, Spotify og Netflix lágu niðri eftir stóra netárás Hakkararnir virðast hafa notað nettengd heimilistæki til árásarinnar. 22. október 2016 13:07 Mest lesið Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Fleiri fréttir Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjá meira
Internetið er ekki lengur bara í tölvunni þinni eða símanum ef því er að skipta. Raftæki allt frá prenturum til kaffivéla og jafnvel barnamónitora eru nú tengd netinu. Þessi þróun er kölluð internet hlutanna, (e. Internet of Things) og það var í gegnum þessu litlu raftæki, á þúsundum heimila, sem hakkarar brutu sér leið inn að grunnstoðum netsins í gær.Hakkarar geta yfirtekið heimilistækin þín Charlie Eriksen, sérfræðingur hjá íslenska netöryggisfyrirtækinu Syndis, segir að í flestum tilfellum hafi verið um að ræða ódýr raftæki, framleidd í Kína. „Þau eru yfirleitt mjög óvönduð og ekki sérlega örugg. Og þau eru með notandanafn og aðgangsorð sem ekki er hægt að breyta, en ef einhver getur tengst þeim getur hann skráð sig inn og í raun yfirtekið þau og gert hvað sem honum sýnist í gegnum þitt tæki."Charlie Eriksen er sérfræðingur í upplýsingaöryggi hjá íslenska öryggisfyrirtækinnu Syndis.Charlie segir árásir af þessu tagi nýjar af nálinni og vaxandi öryggisógn. „Þetta er nokkuð sem menn hafa byrjað að velta fyrir sér bara undanfarna 6 mánuði. Að svona árásir á þessa grunnþjónustu internetsins væru mögulegar og gætu valdið verulegu tjóni og sambandsleysi."Áhrifanna gætti um allan heim Árásin í gær beindist gegn bandaríska fyrirtækinu Dyn sem hefur umsjón með kerfi DNS netþjóna. Áhrifanna gætti fyrst á austurströnd Bandaríkjanna snemma í gærmorgun en breiddust þegar leið á daginn um landið og um heim allan, með þeim afleiðingum að aðgangur takmarkaðist að fjölda vefsíðna sem eru Íslendingum góðu kunnar, s.s. Spotify, Twitter, Netflix og Paypal. Áður fyrr hefði þurft fjölda öflugra tölva til að framkvæma slíka árás en með tilkomu internets hlutanna er hægt að beina netumferð frá milljónum smárra snjalltækja í ákveðnar áttir til að þyngja og takmarka netið. Talið geta varðað við þjóðaröryggi Bandaríkjanna Ekki er vitað hverjir hakkararnir eru en árásin er til rannsóknar hjá alríkislögreglu og Heimavarnarráði Bandaríkjanna enda talin geta varðað við þjóðaröryggi. Talið er líklegt aðeins hafi verð um prufu að ræða sem sé fyrirboðið stærri árása. „Það er frekar ógnvekjandi að pæla í þessu. Sumar af fyrstu tölunum sem ég sá í gærkvöldi, sem eru reyndar bara tilgátur, en þær gefa til kynna að þeir hafi aðeins nýtt sér um 10% af því sem er hægt að nota þarna úti. Ef þeir byrja að ráðast á fleiri af þessum grunnkerfum netsins þá gæti netið legið niðri miklu víðar en við sáum í gær," segir Charlie. Í ofanálag séum við í raun sokkin of djúpt nú þegar inn í internet hlutanna til þess að geta snúið þróuninni við. „Úr því sem komið er, með svona mörg kerfi tengd netinu, þá er í reynd orðið ómögulegt að laga þetta.“
Tengdar fréttir Twitter, Spotify og Netflix lágu niðri eftir stóra netárás Hakkararnir virðast hafa notað nettengd heimilistæki til árásarinnar. 22. október 2016 13:07 Mest lesið Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Fleiri fréttir Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjá meira
Twitter, Spotify og Netflix lágu niðri eftir stóra netárás Hakkararnir virðast hafa notað nettengd heimilistæki til árásarinnar. 22. október 2016 13:07