Berglind fékk nýliðasturtuna í miðju viðtali | Sjáðu markið og hrekkinn Tómas Þór Þórðarson skrifar 24. október 2016 19:45 „Við vitum hvað við þurfum að laga til að taka næstu skref. Bæði við sem einstaklingar og liðið hvað við þurfum að gera til að vera klár í þetta Evrópumót.“ Þetta sagði Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, í viðtali við Stöð 2 eftir 1-0 sigur stelpnanna okkar á Úsbekistan í lokaleik æfingamótsins í Kína. Fanndís Friðriksdóttir skoraði eina mark leiksins en þetta var eini sigur Íslands á mótinu. Það var áður búið að gera jafntefli við Kína og tapa fyrir Danmörku. „Við þurfum að hafa mikið fyrir hlutunum. Það er ljóst. En ef við gerum það og leggjum mikið inn á bankann getum við tekið ríkulega út. Það erum við meðvituð um,“ sagði Freyr og markaskorarinn Fanndís Friðriksdóttir var ánægð með dvölina í Kína. „Það er gaman að fá að prófa eitthvað nýtt. Mér fannst við gera þetta ágætlega og úrslitin fín. Það var margt sem við náðum að skoða eins og nýja leikkerfið. Það var eitthvað sem við þurftum á að halda,“ sagði Fanndís sem skoraði tvö mörk á mótinu. Berglind Hrund Jónasdóttir, markvörður Íslandsmeistara Stjörnunnar, spilaði sinn fyrsta landsleik í dag en hún hafði ansi lítið að gera í markinu. „Þetta er svipað og er búið að vera hjá mér í Stjörnunni í sumar. Ég var mjög vel undirbúin fyrir svona leik,“ sagði Berglind en hún var varla búin að sleppa orðinu þegar Glódís Perla Viggósdóttir og Sandra María Jessen busuðu nýliðann með vatnsgusu í miðju viðtali. „Viltu passa símann minn!“ hrópaði Berglind Hrund sem hafði nú bara gaman að þessu. Í spilaranum hér að ofan má sjá markið hjá Fanndísi, viðtölin og hrekkinn eftir leikinn í dag. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Spilar fyrsta A-landsleikinn sinn á móti Úsbekistan í Kína Stjörnukonan Berglind Hrund Jónasdóttir spilar sinn fyrsta landsleik nú í morgunsárið þegar íslenska kvennalandsliðið spilar lokaleik sinn á Sincere Cup æfingamótinu í Kína. 24. október 2016 07:30 Fanndís afgreiddi Úsbekana út í Kína Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta vann lokaleik sinn á Sincere Cup æfingamótinu í Kína og endar annaðhvort í öðru eða þriðja sæti á mótinu. 24. október 2016 10:04 Freyr: Frábærir kaflar inn á milli hjá okkur á þessu móti Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, var í viðtali á Youtube-síðu Knattspyrnusambands Íslands eftir 1-0 sigur íslenska liðsins á Úsbekistan í lokaleik sínum á Sincere Cup æfingamótinu í Kína í dag. 24. október 2016 11:23 Skoraði næstum því jafnmörg mörk með landsliðinu og með Blikum í ár Fanndís Friðriksdóttir var á skotskónum með íslenska kvennalandsliðinu á árinu 2016 en sigurmark Fanndísar á móti Úsbekistan í dag var hennar fimmta landsliðsmark á árinu 2016. 24. október 2016 16:30 Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Fótbolti Fleiri fréttir Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Í beinni: ÍA - KA | Gulu liðin gera upp málin Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sjá meira
„Við vitum hvað við þurfum að laga til að taka næstu skref. Bæði við sem einstaklingar og liðið hvað við þurfum að gera til að vera klár í þetta Evrópumót.“ Þetta sagði Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, í viðtali við Stöð 2 eftir 1-0 sigur stelpnanna okkar á Úsbekistan í lokaleik æfingamótsins í Kína. Fanndís Friðriksdóttir skoraði eina mark leiksins en þetta var eini sigur Íslands á mótinu. Það var áður búið að gera jafntefli við Kína og tapa fyrir Danmörku. „Við þurfum að hafa mikið fyrir hlutunum. Það er ljóst. En ef við gerum það og leggjum mikið inn á bankann getum við tekið ríkulega út. Það erum við meðvituð um,“ sagði Freyr og markaskorarinn Fanndís Friðriksdóttir var ánægð með dvölina í Kína. „Það er gaman að fá að prófa eitthvað nýtt. Mér fannst við gera þetta ágætlega og úrslitin fín. Það var margt sem við náðum að skoða eins og nýja leikkerfið. Það var eitthvað sem við þurftum á að halda,“ sagði Fanndís sem skoraði tvö mörk á mótinu. Berglind Hrund Jónasdóttir, markvörður Íslandsmeistara Stjörnunnar, spilaði sinn fyrsta landsleik í dag en hún hafði ansi lítið að gera í markinu. „Þetta er svipað og er búið að vera hjá mér í Stjörnunni í sumar. Ég var mjög vel undirbúin fyrir svona leik,“ sagði Berglind en hún var varla búin að sleppa orðinu þegar Glódís Perla Viggósdóttir og Sandra María Jessen busuðu nýliðann með vatnsgusu í miðju viðtali. „Viltu passa símann minn!“ hrópaði Berglind Hrund sem hafði nú bara gaman að þessu. Í spilaranum hér að ofan má sjá markið hjá Fanndísi, viðtölin og hrekkinn eftir leikinn í dag.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Spilar fyrsta A-landsleikinn sinn á móti Úsbekistan í Kína Stjörnukonan Berglind Hrund Jónasdóttir spilar sinn fyrsta landsleik nú í morgunsárið þegar íslenska kvennalandsliðið spilar lokaleik sinn á Sincere Cup æfingamótinu í Kína. 24. október 2016 07:30 Fanndís afgreiddi Úsbekana út í Kína Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta vann lokaleik sinn á Sincere Cup æfingamótinu í Kína og endar annaðhvort í öðru eða þriðja sæti á mótinu. 24. október 2016 10:04 Freyr: Frábærir kaflar inn á milli hjá okkur á þessu móti Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, var í viðtali á Youtube-síðu Knattspyrnusambands Íslands eftir 1-0 sigur íslenska liðsins á Úsbekistan í lokaleik sínum á Sincere Cup æfingamótinu í Kína í dag. 24. október 2016 11:23 Skoraði næstum því jafnmörg mörk með landsliðinu og með Blikum í ár Fanndís Friðriksdóttir var á skotskónum með íslenska kvennalandsliðinu á árinu 2016 en sigurmark Fanndísar á móti Úsbekistan í dag var hennar fimmta landsliðsmark á árinu 2016. 24. október 2016 16:30 Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Fótbolti Fleiri fréttir Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Í beinni: ÍA - KA | Gulu liðin gera upp málin Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sjá meira
Spilar fyrsta A-landsleikinn sinn á móti Úsbekistan í Kína Stjörnukonan Berglind Hrund Jónasdóttir spilar sinn fyrsta landsleik nú í morgunsárið þegar íslenska kvennalandsliðið spilar lokaleik sinn á Sincere Cup æfingamótinu í Kína. 24. október 2016 07:30
Fanndís afgreiddi Úsbekana út í Kína Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta vann lokaleik sinn á Sincere Cup æfingamótinu í Kína og endar annaðhvort í öðru eða þriðja sæti á mótinu. 24. október 2016 10:04
Freyr: Frábærir kaflar inn á milli hjá okkur á þessu móti Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, var í viðtali á Youtube-síðu Knattspyrnusambands Íslands eftir 1-0 sigur íslenska liðsins á Úsbekistan í lokaleik sínum á Sincere Cup æfingamótinu í Kína í dag. 24. október 2016 11:23
Skoraði næstum því jafnmörg mörk með landsliðinu og með Blikum í ár Fanndís Friðriksdóttir var á skotskónum með íslenska kvennalandsliðinu á árinu 2016 en sigurmark Fanndísar á móti Úsbekistan í dag var hennar fimmta landsliðsmark á árinu 2016. 24. október 2016 16:30