Tveir utanþingsráðherrar í framboði Jón Hákon Halldórsson skrifar 27. október 2016 07:00 Reykjavíkurkjördæmin í hnotskurn Þingmenn Reykjavíkurkjördæmanna eru samtals 22, ellefu í hvoru kjördæmi. Í megindráttum liggja mörk Reykjavíkurkjördæmanna um miðlínu Hringbrautar, Miklubrautar, Ártúnsbrekku og Vesturlandsvegar. Staða Sjálfstæðisflokksins hefur í gegnum tíðina verið mjög sterk í kjördæminu og eftir alþingiskosningarnar 2013 voru fyrstu þingmenn kjördæmanna báðir Sjálfstæðismenn. Í Reykjavíkurkjördæmi norður var það Illugi Gunnarsson sem varð mennta- og menningarmálaráðherra eftir kosningar. Í Reykjavíkurkjördæmi suður var það Hanna Birna Kristjánsdóttir sem varð innanríkisráðherra eftir kosningarnar, en ákvað að láta af embætti ráðherra eftir að Gísli Freyr Valdórsson, aðstoðarmaður hennar, hafði játað trúnaðarbrot. Ólöf Nordal tók við sem utanþingsráðherra en hún skipar nú fyrsta sæti í Reykjavíkurkjördæmi suður. Illugi og Hanna Birna ákváðu að gefa ekki kost á sér í komandi alþingiskosningum og tóku ekki þótt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins. Ólöf Nordal er nú í fyrsta sæti í Reykjavík suður en Guðlaugur Þór Þórðarson í Reykjavík norður. Ólöf Nordal hefur hins vegar ekki getað tekið virkan þátt í kosningabaráttunni vegna veikinda. Ólöf Nordal er hins vegar ekki eini utanþingsráðherrann sem er í framboði í Reykjavík því Lilja Dögg Alfreðsdóttir utanríkisráðherra er í framboði í sama kjördæmi og hún. Lilja varð ráðherra eftir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vék sæti sem forsætisráðherra í apríl og verulegar breytingar voru gerðar á ráðherraskipan hjá Framsóknarflokknum. Lilja skipar 1. sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík suður. Það sæti vermdi Vigdís Hauksdóttir áður, einn litríkasti þingmaður síðari tíma. „Hætta skal hverjum leik þá hæst hann stendur – ég er stolt af verkum mínum á Alþingi – þar sem ég hef lagt allt undir fyrir land og þjóð,“ sagði Vigdís þegar hún tilkynnti að hún væri hætt eftir einungis eitt kjörtímabil. Ellefu listar eru boðnir fram í Reykjavík suður en einungis tíu í Reykjavík norður. Ellefta framboðið er listi Húmanistaflokksins, sem einungis býður fram í þessu eina kjördæmi. Þetta er í fimmta skiptið sem flokkurinn býður fram, en hann hefur aldrei komist nærri því að ná kjörnum manni á Alþingi.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 X16 Reykjavík Norður X16 Reykjavík Suður Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Fleiri fréttir Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Sjá meira
Þingmenn Reykjavíkurkjördæmanna eru samtals 22, ellefu í hvoru kjördæmi. Í megindráttum liggja mörk Reykjavíkurkjördæmanna um miðlínu Hringbrautar, Miklubrautar, Ártúnsbrekku og Vesturlandsvegar. Staða Sjálfstæðisflokksins hefur í gegnum tíðina verið mjög sterk í kjördæminu og eftir alþingiskosningarnar 2013 voru fyrstu þingmenn kjördæmanna báðir Sjálfstæðismenn. Í Reykjavíkurkjördæmi norður var það Illugi Gunnarsson sem varð mennta- og menningarmálaráðherra eftir kosningar. Í Reykjavíkurkjördæmi suður var það Hanna Birna Kristjánsdóttir sem varð innanríkisráðherra eftir kosningarnar, en ákvað að láta af embætti ráðherra eftir að Gísli Freyr Valdórsson, aðstoðarmaður hennar, hafði játað trúnaðarbrot. Ólöf Nordal tók við sem utanþingsráðherra en hún skipar nú fyrsta sæti í Reykjavíkurkjördæmi suður. Illugi og Hanna Birna ákváðu að gefa ekki kost á sér í komandi alþingiskosningum og tóku ekki þótt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins. Ólöf Nordal er nú í fyrsta sæti í Reykjavík suður en Guðlaugur Þór Þórðarson í Reykjavík norður. Ólöf Nordal hefur hins vegar ekki getað tekið virkan þátt í kosningabaráttunni vegna veikinda. Ólöf Nordal er hins vegar ekki eini utanþingsráðherrann sem er í framboði í Reykjavík því Lilja Dögg Alfreðsdóttir utanríkisráðherra er í framboði í sama kjördæmi og hún. Lilja varð ráðherra eftir að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vék sæti sem forsætisráðherra í apríl og verulegar breytingar voru gerðar á ráðherraskipan hjá Framsóknarflokknum. Lilja skipar 1. sæti á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík suður. Það sæti vermdi Vigdís Hauksdóttir áður, einn litríkasti þingmaður síðari tíma. „Hætta skal hverjum leik þá hæst hann stendur – ég er stolt af verkum mínum á Alþingi – þar sem ég hef lagt allt undir fyrir land og þjóð,“ sagði Vigdís þegar hún tilkynnti að hún væri hætt eftir einungis eitt kjörtímabil. Ellefu listar eru boðnir fram í Reykjavík suður en einungis tíu í Reykjavík norður. Ellefta framboðið er listi Húmanistaflokksins, sem einungis býður fram í þessu eina kjördæmi. Þetta er í fimmta skiptið sem flokkurinn býður fram, en hann hefur aldrei komist nærri því að ná kjörnum manni á Alþingi.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 X16 Reykjavík Norður X16 Reykjavík Suður Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Fleiri fréttir Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Sjá meira