Innlent

Kjörsókn í Reykjavík minni en 2013

Atli Ísleifsson skrifar
Talning í Reykjavíkurkjördæmi norður fer fram í Ráðhúsinu.
Talning í Reykjavíkurkjördæmi norður fer fram í Ráðhúsinu. Vísir/Jóhann

Kjörsókn í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur var 65,96 prósent þegar kjörstöðum var lokað klukkan 22. Eru þá ekki taldir þeir sem kusu utan kjörfundar.

Á kjörskrá í Reykjavík eru 91.688 og klukkan 22 höfðu 60.474 af þeim skilað inn atkvæði.

Á sama tíma á kjördegi árið 2013 höfðu 60.120 greitt atkvæði, eða 66,2 prósent, en þá voru færri á kjörskrá, eða 90.710.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.