Innlent

Kjörsókn í Reykjavík minni en 2013

Atli Ísleifsson skrifar
Talning í Reykjavíkurkjördæmi norður fer fram í Ráðhúsinu.
Talning í Reykjavíkurkjördæmi norður fer fram í Ráðhúsinu. Vísir/Jóhann
Kjörsókn í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur var 65,96 prósent þegar kjörstöðum var lokað klukkan 22. Eru þá ekki taldir þeir sem kusu utan kjörfundar.

Á kjörskrá í Reykjavík eru 91.688 og klukkan 22 höfðu 60.474 af þeim skilað inn atkvæði.

Á sama tíma á kjördegi árið 2013 höfðu 60.120 greitt atkvæði, eða 66,2 prósent, en þá voru færri á kjörskrá, eða 90.710.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×