Björn Ingi tekur yfir rekstur ÍNN Jakob Bjarnar skrifar 12. október 2016 09:00 Ingvi Hrafn Jónsson mun halda áfram með Hrafnaþing en rekstur ÍNN verður undir Birni Inga Hrafnssyni. Vísir Ingvi Hrafn Jónsson, sjónvarpsstjóri og stofnandi ÍNN-Íslands Nýjasta Nýtt ehf, hefur sent erindi til fjölmiðlanefndar þar sem hann tilkynnir um yfirtöku Pressunnar ehf á rekstri félags síns. Vísir er með bréfið undir höndum en hvorki tókst að ná tali af Ingva Hrafni né Birni Inga Hrafnssyni, helsta eiganda Pressunnar, vegna málsins. Hefur átt í viðræðum við Björn Inga Ingvi Hrafn segir frá því að hann hafi nú freistað þess að fá nýja aðila til að koma að rekstrinum með sér eða jafnvel selja hann. „Ástæðan er fyrst og fremst sú að undirritaður er kominn á þann aldur að starfsþrek mitt er ekki jafn mikið og áður var og aukinheldur hefur reksturinn verið þungur undanfarið,“ skrifar Ingvi Hrafn í bréfi sínu til fjölmiðlanefndar. Hann telur nauðsynlegt að renna styrkari stoðum undir reksturinn. Og yrði mikill kostur fyrir sjónvarpsstöðina ef hún yrði hluti af sterkari rekstrareiningu. Ingvi Hrafn greinir jafnframt frá því að hann hafi átt í viðræðum við fyrirsvarsmenn Pressunnar um yfirtöku félagsins á rekstri ÍNN og telur vert að tilkynna fjölmiðlanefnd það auk samkeppniseftirliti. Vonlaust að standa í samkeppni við RÚV „Ég hef starfað í fjölmiðlaheiminum um áratuga skeið og ýmsa fjöruna sopið á þeim tíma. Undanfarið hefur staðan verið sú að RÚV hefur verið aðsópsmikið á markaðinum og rekstrarstaða þess félags – sem er hvort tveggja á fjárlögum og eins með sölu auglýsinga á samkeppnismarkaði – skekkir samkeppnisstöðu annarra sjónvarpsstöðva á markaðinum stórkostlega,“ segir í bréfinu. Ingvi Hrafn segir þetta helstu ástæðu fyrir því að erfitt hefur reynst að ná saman endum í rekstri ÍNN og nú eigi hann engra kosta völ. „Eftir að félagið hafði verið í sölumeðferð varð úr að ég er nú að ganga til samninga við Björn Inga Hrafnsson, fjölmiðlamann og félag hans Pressuna ehf. um að yfirtaka rekstur ÍNN. Frumkvæðið að þeim viðræðum er frá mér komið og ég er mjög sáttur við væntanlega aðkomu hans til yfirtöku félagsins og tel það í góðum höndum hjá honum.“ Rekstri ÍNN hætt gangi þetta ekki eftir Ingvi Hrafn segir jafnframt það sitt mat að yfirtakan brjóti ekki í bága við samkeppnis- og fjölmiðlalög heldur þvert á móti muni yfirtakan örva samkeppni og tryggja það að fjölbreyttri fjölmiðlaflóru sé haldið úti með áframhaldandi rekstri ÍNN. Verði ekki af þessum áformum má allt eins reikna með því að rekstri stöðvarinnar verði hætt. Ingvi Hrafn tekur það fram að ráðgert sé að hann muni halda áfram með þátt sinn Hrafnaþing þó breytt eignarhald verði á ÍNN. Tengdar fréttir Björn Ingi vísar því á bug að hafa átt við bóksölulista Samningaviðræður um kaup Björns Inga á rekstri Bókabúðar Máls og menningar við Laugaveg eru langt komnar. 31. maí 2016 10:56 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Fleiri fréttir Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Sjá meira
Ingvi Hrafn Jónsson, sjónvarpsstjóri og stofnandi ÍNN-Íslands Nýjasta Nýtt ehf, hefur sent erindi til fjölmiðlanefndar þar sem hann tilkynnir um yfirtöku Pressunnar ehf á rekstri félags síns. Vísir er með bréfið undir höndum en hvorki tókst að ná tali af Ingva Hrafni né Birni Inga Hrafnssyni, helsta eiganda Pressunnar, vegna málsins. Hefur átt í viðræðum við Björn Inga Ingvi Hrafn segir frá því að hann hafi nú freistað þess að fá nýja aðila til að koma að rekstrinum með sér eða jafnvel selja hann. „Ástæðan er fyrst og fremst sú að undirritaður er kominn á þann aldur að starfsþrek mitt er ekki jafn mikið og áður var og aukinheldur hefur reksturinn verið þungur undanfarið,“ skrifar Ingvi Hrafn í bréfi sínu til fjölmiðlanefndar. Hann telur nauðsynlegt að renna styrkari stoðum undir reksturinn. Og yrði mikill kostur fyrir sjónvarpsstöðina ef hún yrði hluti af sterkari rekstrareiningu. Ingvi Hrafn greinir jafnframt frá því að hann hafi átt í viðræðum við fyrirsvarsmenn Pressunnar um yfirtöku félagsins á rekstri ÍNN og telur vert að tilkynna fjölmiðlanefnd það auk samkeppniseftirliti. Vonlaust að standa í samkeppni við RÚV „Ég hef starfað í fjölmiðlaheiminum um áratuga skeið og ýmsa fjöruna sopið á þeim tíma. Undanfarið hefur staðan verið sú að RÚV hefur verið aðsópsmikið á markaðinum og rekstrarstaða þess félags – sem er hvort tveggja á fjárlögum og eins með sölu auglýsinga á samkeppnismarkaði – skekkir samkeppnisstöðu annarra sjónvarpsstöðva á markaðinum stórkostlega,“ segir í bréfinu. Ingvi Hrafn segir þetta helstu ástæðu fyrir því að erfitt hefur reynst að ná saman endum í rekstri ÍNN og nú eigi hann engra kosta völ. „Eftir að félagið hafði verið í sölumeðferð varð úr að ég er nú að ganga til samninga við Björn Inga Hrafnsson, fjölmiðlamann og félag hans Pressuna ehf. um að yfirtaka rekstur ÍNN. Frumkvæðið að þeim viðræðum er frá mér komið og ég er mjög sáttur við væntanlega aðkomu hans til yfirtöku félagsins og tel það í góðum höndum hjá honum.“ Rekstri ÍNN hætt gangi þetta ekki eftir Ingvi Hrafn segir jafnframt það sitt mat að yfirtakan brjóti ekki í bága við samkeppnis- og fjölmiðlalög heldur þvert á móti muni yfirtakan örva samkeppni og tryggja það að fjölbreyttri fjölmiðlaflóru sé haldið úti með áframhaldandi rekstri ÍNN. Verði ekki af þessum áformum má allt eins reikna með því að rekstri stöðvarinnar verði hætt. Ingvi Hrafn tekur það fram að ráðgert sé að hann muni halda áfram með þátt sinn Hrafnaþing þó breytt eignarhald verði á ÍNN.
Tengdar fréttir Björn Ingi vísar því á bug að hafa átt við bóksölulista Samningaviðræður um kaup Björns Inga á rekstri Bókabúðar Máls og menningar við Laugaveg eru langt komnar. 31. maí 2016 10:56 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Fleiri fréttir Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Sjá meira
Björn Ingi vísar því á bug að hafa átt við bóksölulista Samningaviðræður um kaup Björns Inga á rekstri Bókabúðar Máls og menningar við Laugaveg eru langt komnar. 31. maí 2016 10:56