Innlent

Viðrar vel til norðurljósa í kvöld

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Norðurljósin eru áhrifarík leið til að lengja ferðamannatímann og auka þannig stöðugleika í ferðaþjónustu.
Norðurljósin eru áhrifarík leið til að lengja ferðamannatímann og auka þannig stöðugleika í ferðaþjónustu. vísir/GVA
Búist er við að sterkur segulstormur skelli á jörðinni í kvöld. Reikna má því með ágætri norðurljósasýningu í kvöld á Íslandi og víðar ef marka má norðurljósaspá Veðurstofu Íslands.

Geimveðurstofa Bandaríkjann hefur gefið út viðvörun vegna sterks segulstorms í kvöld. Segulstormar geta haft margvísleg áhrif á fjarskipti, rafveitukerfi og gervitungl en fólki á jörðu niðri er lítil sem engin hætta búin af segulstormi.

Helsta hliðarafurð segulstorma eru norðurljósin sem Íslendingar þekkja svo vel og ferðamenn flykkjast hingað til lands til að sjá.

Á vef Veðurstofu Íslands sést að spáð er allmikilli vikni norðurljósa í kvöld. Samkvæmt skýjahuluspá Veðurstofunnar ætti vel að sjást til norðurljósa í kvöld og í nótt á ákveðnum svæðum í grennd við höfuðborgarsvæðið auk þess sem að svæðið allt frá Ströndum á Vestfjörðum að Neskaupsstað sleppur við skýjahulu.

Norðurljósaspá Jarðeðlisfræðistofnunnar Alaska-háskóla.

Tengdar fréttir

Norðurljósin eftirminnilegust

Ferðamenn sem sækja Ísland heim virðast vera mjög sáttir við dvöl sína hér á landi ef marka má nýja könnun sem Maskína framkvæmdi á meðal ferðamenna fyrir Ferðamálastofu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.