Innlent

Viðrar vel til norðurljósa í kvöld

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Norðurljósin eru áhrifarík leið til að lengja ferðamannatímann og auka þannig stöðugleika í ferðaþjónustu.
Norðurljósin eru áhrifarík leið til að lengja ferðamannatímann og auka þannig stöðugleika í ferðaþjónustu. vísir/GVA
Búist er við að sterkur segulstormur skelli á jörðinni í kvöld. Reikna má því með ágætri norðurljósasýningu í kvöld á Íslandi og víðar ef marka má norðurljósaspá Veðurstofu Íslands.Geimveðurstofa Bandaríkjann hefur gefið út viðvörun vegna sterks segulstorms í kvöld. Segulstormar geta haft margvísleg áhrif á fjarskipti, rafveitukerfi og gervitungl en fólki á jörðu niðri er lítil sem engin hætta búin af segulstormi.Helsta hliðarafurð segulstorma eru norðurljósin sem Íslendingar þekkja svo vel og ferðamenn flykkjast hingað til lands til að sjá.Á vef Veðurstofu Íslands sést að spáð er allmikilli vikni norðurljósa í kvöld. Samkvæmt skýjahuluspá Veðurstofunnar ætti vel að sjást til norðurljósa í kvöld og í nótt á ákveðnum svæðum í grennd við höfuðborgarsvæðið auk þess sem að svæðið allt frá Ströndum á Vestfjörðum að Neskaupsstað sleppur við skýjahulu.

Norðurljósaspá Jarðeðlisfræðistofnunnar Alaska-háskóla.

Tengdar fréttir

Norðurljósin eftirminnilegust

Ferðamenn sem sækja Ísland heim virðast vera mjög sáttir við dvöl sína hér á landi ef marka má nýja könnun sem Maskína framkvæmdi á meðal ferðamenna fyrir Ferðamálastofu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.