„Þeir sem biðu fengu að sjá mjög glæsilega ljósasýningu“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. september 2016 10:15 Magnað sjónarspil var á himnum í gærkvöldi. vísir/vilhelm Það má segja að hálfgert norðurljósaæði hafi gripið landann síðustu daga en í gær var spáð mikilli norðurljósasýningu. Var því brugðið á það ráð að slökkva á götuljósum víða á höfuðborgarsvæðinu frá klukkan 22 en ljósin létu bíða eftir sér og fóru ekki að dansa á himninum fyrr en upp úr klukkan 23. Sævar Helgi Bragason ritstjóri Stjörnufræðivefsins segir að norðurljósasýningin hafi staðist væntingar hans en mesti krafturinn í ljósunum var reyndar í nótt á milli klukkan 2 og 3. „Ljósin komu örlítið á eftir áætlun þar sem við áttum von á þeim fyrr um kvöldið en það er einfaldlega mjög erfitt að spá fyrir um hvenær þetta efnisstreymi kemur yfir okkur. En þeir sem biðu til klukkan ellefu fengu að sjá mjög glæsilega ljósasýningu. Mér sýnist það einmitt á samfélagsmiðlum að þeir sem voru úti þá og sýndu þolinmæði fengu býsna fallega sýningu að launum,“ segir Sævar. Hann segir að í kvöld og annað kvöld ættu að vera fínar líkur á að sjá norðurljós en að hans sögn er besti tíminn til þess að sjá norðurljós svona í kringum ellefu.Sævar Helgi Bragason.Vísir/GVA„Þannig að ef fólk fer svona í smá nætur-pikknikk þá ætti það að geta séð mjög fallega sýningu,“ segir Sævar. Lykilatriðið sé að sýna þolinmæði. „Þetta kemur nefnilega alltaf í bylgjum. Stundum blossar þetta upp í nokkrar mínútur og svo fjarar þetta út en síðan kemur önnur bylgja. Þetta er því miður ekki eins og einhver kvikmyndasýning sem maður getur bara kveikt á því maður þarf alltaf að bíða og þetta er kannski bara ágætis æfing í þolinmæði. Svo er þetta líka bara góð leið til þess að njóta náttúrunnar og gera eitthvað annað en maður gerir á hverju kvöldi,“ segir Sævar. Norðurljósin eru í belti í kringum norðurheimskautið og í gærkvöldi var beltið beint yfir Íslandi. „Þannig að þegar maður horfði beint upp í himininn þá sá maður þau. Agnirnar frá sólinni sem mynda norðurljósin ferðast eftir því sem heitir segulsviðslínur sem maður getur ímyndað sér að séu eins og þvottasnúrur. Svo þegar agnirnar koma yfir þá hreyfast þessar línur og það er í rauninni það sem við sjáum; það eru þessar agnir frá sólinni sem eru að ferðast eftir þessum segulsviðslínum og það sem er beint yfir okkur það sjáum við en ekki það sem er lengra frá.“ Tengdar fréttir Tímaspursmál hvenær norðurljósin láta sjá sig Sævar Helgi Bragason biður fólk um að sýna þolinmæði. 28. september 2016 22:31 Norðurljósin eftirminnilegust Ferðamenn sem sækja Ísland heim virðast vera mjög sáttir við dvöl sína hér á landi ef marka má nýja könnun sem Maskína framkvæmdi á meðal ferðamenna fyrir Ferðamálastofu. 29. september 2016 07:25 Norðurljósaæði á Íslandi Aukning ferðamanna yfir vetrarmánuði er að verulegu leyti rakin til norðurljósa sem ná sex stigum í kvöld, sem er fátítt. 28. september 2016 13:00 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta tík vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira
Það má segja að hálfgert norðurljósaæði hafi gripið landann síðustu daga en í gær var spáð mikilli norðurljósasýningu. Var því brugðið á það ráð að slökkva á götuljósum víða á höfuðborgarsvæðinu frá klukkan 22 en ljósin létu bíða eftir sér og fóru ekki að dansa á himninum fyrr en upp úr klukkan 23. Sævar Helgi Bragason ritstjóri Stjörnufræðivefsins segir að norðurljósasýningin hafi staðist væntingar hans en mesti krafturinn í ljósunum var reyndar í nótt á milli klukkan 2 og 3. „Ljósin komu örlítið á eftir áætlun þar sem við áttum von á þeim fyrr um kvöldið en það er einfaldlega mjög erfitt að spá fyrir um hvenær þetta efnisstreymi kemur yfir okkur. En þeir sem biðu til klukkan ellefu fengu að sjá mjög glæsilega ljósasýningu. Mér sýnist það einmitt á samfélagsmiðlum að þeir sem voru úti þá og sýndu þolinmæði fengu býsna fallega sýningu að launum,“ segir Sævar. Hann segir að í kvöld og annað kvöld ættu að vera fínar líkur á að sjá norðurljós en að hans sögn er besti tíminn til þess að sjá norðurljós svona í kringum ellefu.Sævar Helgi Bragason.Vísir/GVA„Þannig að ef fólk fer svona í smá nætur-pikknikk þá ætti það að geta séð mjög fallega sýningu,“ segir Sævar. Lykilatriðið sé að sýna þolinmæði. „Þetta kemur nefnilega alltaf í bylgjum. Stundum blossar þetta upp í nokkrar mínútur og svo fjarar þetta út en síðan kemur önnur bylgja. Þetta er því miður ekki eins og einhver kvikmyndasýning sem maður getur bara kveikt á því maður þarf alltaf að bíða og þetta er kannski bara ágætis æfing í þolinmæði. Svo er þetta líka bara góð leið til þess að njóta náttúrunnar og gera eitthvað annað en maður gerir á hverju kvöldi,“ segir Sævar. Norðurljósin eru í belti í kringum norðurheimskautið og í gærkvöldi var beltið beint yfir Íslandi. „Þannig að þegar maður horfði beint upp í himininn þá sá maður þau. Agnirnar frá sólinni sem mynda norðurljósin ferðast eftir því sem heitir segulsviðslínur sem maður getur ímyndað sér að séu eins og þvottasnúrur. Svo þegar agnirnar koma yfir þá hreyfast þessar línur og það er í rauninni það sem við sjáum; það eru þessar agnir frá sólinni sem eru að ferðast eftir þessum segulsviðslínum og það sem er beint yfir okkur það sjáum við en ekki það sem er lengra frá.“
Tengdar fréttir Tímaspursmál hvenær norðurljósin láta sjá sig Sævar Helgi Bragason biður fólk um að sýna þolinmæði. 28. september 2016 22:31 Norðurljósin eftirminnilegust Ferðamenn sem sækja Ísland heim virðast vera mjög sáttir við dvöl sína hér á landi ef marka má nýja könnun sem Maskína framkvæmdi á meðal ferðamenna fyrir Ferðamálastofu. 29. september 2016 07:25 Norðurljósaæði á Íslandi Aukning ferðamanna yfir vetrarmánuði er að verulegu leyti rakin til norðurljósa sem ná sex stigum í kvöld, sem er fátítt. 28. september 2016 13:00 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta tík vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira
Tímaspursmál hvenær norðurljósin láta sjá sig Sævar Helgi Bragason biður fólk um að sýna þolinmæði. 28. september 2016 22:31
Norðurljósin eftirminnilegust Ferðamenn sem sækja Ísland heim virðast vera mjög sáttir við dvöl sína hér á landi ef marka má nýja könnun sem Maskína framkvæmdi á meðal ferðamenna fyrir Ferðamálastofu. 29. september 2016 07:25
Norðurljósaæði á Íslandi Aukning ferðamanna yfir vetrarmánuði er að verulegu leyti rakin til norðurljósa sem ná sex stigum í kvöld, sem er fátítt. 28. september 2016 13:00