„Þeir sem biðu fengu að sjá mjög glæsilega ljósasýningu“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. september 2016 10:15 Magnað sjónarspil var á himnum í gærkvöldi. vísir/vilhelm Það má segja að hálfgert norðurljósaæði hafi gripið landann síðustu daga en í gær var spáð mikilli norðurljósasýningu. Var því brugðið á það ráð að slökkva á götuljósum víða á höfuðborgarsvæðinu frá klukkan 22 en ljósin létu bíða eftir sér og fóru ekki að dansa á himninum fyrr en upp úr klukkan 23. Sævar Helgi Bragason ritstjóri Stjörnufræðivefsins segir að norðurljósasýningin hafi staðist væntingar hans en mesti krafturinn í ljósunum var reyndar í nótt á milli klukkan 2 og 3. „Ljósin komu örlítið á eftir áætlun þar sem við áttum von á þeim fyrr um kvöldið en það er einfaldlega mjög erfitt að spá fyrir um hvenær þetta efnisstreymi kemur yfir okkur. En þeir sem biðu til klukkan ellefu fengu að sjá mjög glæsilega ljósasýningu. Mér sýnist það einmitt á samfélagsmiðlum að þeir sem voru úti þá og sýndu þolinmæði fengu býsna fallega sýningu að launum,“ segir Sævar. Hann segir að í kvöld og annað kvöld ættu að vera fínar líkur á að sjá norðurljós en að hans sögn er besti tíminn til þess að sjá norðurljós svona í kringum ellefu.Sævar Helgi Bragason.Vísir/GVA„Þannig að ef fólk fer svona í smá nætur-pikknikk þá ætti það að geta séð mjög fallega sýningu,“ segir Sævar. Lykilatriðið sé að sýna þolinmæði. „Þetta kemur nefnilega alltaf í bylgjum. Stundum blossar þetta upp í nokkrar mínútur og svo fjarar þetta út en síðan kemur önnur bylgja. Þetta er því miður ekki eins og einhver kvikmyndasýning sem maður getur bara kveikt á því maður þarf alltaf að bíða og þetta er kannski bara ágætis æfing í þolinmæði. Svo er þetta líka bara góð leið til þess að njóta náttúrunnar og gera eitthvað annað en maður gerir á hverju kvöldi,“ segir Sævar. Norðurljósin eru í belti í kringum norðurheimskautið og í gærkvöldi var beltið beint yfir Íslandi. „Þannig að þegar maður horfði beint upp í himininn þá sá maður þau. Agnirnar frá sólinni sem mynda norðurljósin ferðast eftir því sem heitir segulsviðslínur sem maður getur ímyndað sér að séu eins og þvottasnúrur. Svo þegar agnirnar koma yfir þá hreyfast þessar línur og það er í rauninni það sem við sjáum; það eru þessar agnir frá sólinni sem eru að ferðast eftir þessum segulsviðslínum og það sem er beint yfir okkur það sjáum við en ekki það sem er lengra frá.“ Tengdar fréttir Tímaspursmál hvenær norðurljósin láta sjá sig Sævar Helgi Bragason biður fólk um að sýna þolinmæði. 28. september 2016 22:31 Norðurljósin eftirminnilegust Ferðamenn sem sækja Ísland heim virðast vera mjög sáttir við dvöl sína hér á landi ef marka má nýja könnun sem Maskína framkvæmdi á meðal ferðamenna fyrir Ferðamálastofu. 29. september 2016 07:25 Norðurljósaæði á Íslandi Aukning ferðamanna yfir vetrarmánuði er að verulegu leyti rakin til norðurljósa sem ná sex stigum í kvöld, sem er fátítt. 28. september 2016 13:00 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Sjá meira
Það má segja að hálfgert norðurljósaæði hafi gripið landann síðustu daga en í gær var spáð mikilli norðurljósasýningu. Var því brugðið á það ráð að slökkva á götuljósum víða á höfuðborgarsvæðinu frá klukkan 22 en ljósin létu bíða eftir sér og fóru ekki að dansa á himninum fyrr en upp úr klukkan 23. Sævar Helgi Bragason ritstjóri Stjörnufræðivefsins segir að norðurljósasýningin hafi staðist væntingar hans en mesti krafturinn í ljósunum var reyndar í nótt á milli klukkan 2 og 3. „Ljósin komu örlítið á eftir áætlun þar sem við áttum von á þeim fyrr um kvöldið en það er einfaldlega mjög erfitt að spá fyrir um hvenær þetta efnisstreymi kemur yfir okkur. En þeir sem biðu til klukkan ellefu fengu að sjá mjög glæsilega ljósasýningu. Mér sýnist það einmitt á samfélagsmiðlum að þeir sem voru úti þá og sýndu þolinmæði fengu býsna fallega sýningu að launum,“ segir Sævar. Hann segir að í kvöld og annað kvöld ættu að vera fínar líkur á að sjá norðurljós en að hans sögn er besti tíminn til þess að sjá norðurljós svona í kringum ellefu.Sævar Helgi Bragason.Vísir/GVA„Þannig að ef fólk fer svona í smá nætur-pikknikk þá ætti það að geta séð mjög fallega sýningu,“ segir Sævar. Lykilatriðið sé að sýna þolinmæði. „Þetta kemur nefnilega alltaf í bylgjum. Stundum blossar þetta upp í nokkrar mínútur og svo fjarar þetta út en síðan kemur önnur bylgja. Þetta er því miður ekki eins og einhver kvikmyndasýning sem maður getur bara kveikt á því maður þarf alltaf að bíða og þetta er kannski bara ágætis æfing í þolinmæði. Svo er þetta líka bara góð leið til þess að njóta náttúrunnar og gera eitthvað annað en maður gerir á hverju kvöldi,“ segir Sævar. Norðurljósin eru í belti í kringum norðurheimskautið og í gærkvöldi var beltið beint yfir Íslandi. „Þannig að þegar maður horfði beint upp í himininn þá sá maður þau. Agnirnar frá sólinni sem mynda norðurljósin ferðast eftir því sem heitir segulsviðslínur sem maður getur ímyndað sér að séu eins og þvottasnúrur. Svo þegar agnirnar koma yfir þá hreyfast þessar línur og það er í rauninni það sem við sjáum; það eru þessar agnir frá sólinni sem eru að ferðast eftir þessum segulsviðslínum og það sem er beint yfir okkur það sjáum við en ekki það sem er lengra frá.“
Tengdar fréttir Tímaspursmál hvenær norðurljósin láta sjá sig Sævar Helgi Bragason biður fólk um að sýna þolinmæði. 28. september 2016 22:31 Norðurljósin eftirminnilegust Ferðamenn sem sækja Ísland heim virðast vera mjög sáttir við dvöl sína hér á landi ef marka má nýja könnun sem Maskína framkvæmdi á meðal ferðamenna fyrir Ferðamálastofu. 29. september 2016 07:25 Norðurljósaæði á Íslandi Aukning ferðamanna yfir vetrarmánuði er að verulegu leyti rakin til norðurljósa sem ná sex stigum í kvöld, sem er fátítt. 28. september 2016 13:00 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Sjá meira
Tímaspursmál hvenær norðurljósin láta sjá sig Sævar Helgi Bragason biður fólk um að sýna þolinmæði. 28. september 2016 22:31
Norðurljósin eftirminnilegust Ferðamenn sem sækja Ísland heim virðast vera mjög sáttir við dvöl sína hér á landi ef marka má nýja könnun sem Maskína framkvæmdi á meðal ferðamenna fyrir Ferðamálastofu. 29. september 2016 07:25
Norðurljósaæði á Íslandi Aukning ferðamanna yfir vetrarmánuði er að verulegu leyti rakin til norðurljósa sem ná sex stigum í kvöld, sem er fátítt. 28. september 2016 13:00