Eigendur Airbnb-íbúða í miðbænum kvarta undan vændi Þorgeir Helgason skrifar 18. október 2016 07:00 Snorri Birgisson hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. vísir/anton „Við erum að sjá mjög mörg tilvik um að vændi sé gert út frá leiguíbúðum, til dæmis á vegum Airbnb, hér á landi,“ segir Snorri Birgisson, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Í samtali við Fréttablaðið lýsti leigusali því hvernig það er að takast á við það þegar upp kemst um að vændi hafi verið stundað í íbúð hans. Tvær konur höfðu tekið íbúðina á leigu og auglýst sig á vændiskaupasíðu á netinu. Vændiskaupendum var vísað í íbúðina og þar fór vændisstarfsemin fram. Þar sem konurnar höfðu ekki gerst brotlegar við lög var ekki hægt að kveðja lögregluna á vettvang.Leigusalinn taldi einfaldast að láta leigutímann renna út og vera frekar á varðbergi varðandi hverjum hann leigði íbúðina í framtíðinni. Snorri Birgisson segir að lítið sé um að nágrannar og húseigendur tilkynni til lögreglu grun um vændi. Aðallega sé um að ræða erlenda gesti sem stoppi hér á landi í fimm til tíu dag og ferðist svo áfram um Norðurlöndin. Gríðarlega erfitt er að ná til þessara einstaklinga en þeir vilja almennt ekki ræða við lögregluna né veita henni nokkrar upplýsingar enda eru þeir í mjög viðkvæmri stöðu. „Fólk er náttúrulega ekki alltaf meðvitað um í hvaða tilgangi fólk kemur hingað til lands eða áttar sig ekki á að vændi kunni að eiga sér stað,“ segir Snorri Að sögn Sölva Melax, talsmanns Samtaka um skammtímaleigu á heimilum, hafa engin dæmi um vændi í leiguhúsnæði komið á þeirra borð. „Við viljum frekara samstarf við lögregluna, hafi þetta komið upp í skammtímaleiguhúsnæði, og hvernig hjálpa megi leigusölum að forðast þetta,“ segir Sölvi. Á síðustu árum hefur Snorri Birgisson stýrt verkefni undir handleiðslu innanríkisráðuneytisins. Verkefnið er fræðsluátak sem búið er að skila töluverðri vitundarvakningu um mansal og vændi. Það er unnið í samráði við velferðarráðuneytið, Starfsgreinasamband Íslands og mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar. Alls hafa 60 fundir verið haldnir og rúmlega tvö þúsund manns sótt þá.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fjöldi Airbnb íbúða í Reykjavík tæplega tvöfaldast milli ára Um 3.050 eignir voru skráðar til útleigu á Airbnb í ágúst 2016 í Reykjavík, tæplega 80 prósent fleiri en í ágúst 2015. 17. október 2016 14:15 Barnafjölskyldur hrekjast undan ferðamannaflóðinu í miðbænum Þremur deildum af átta í leikskólanum Miðborg er lokað vegna fækkunar barna í miðbæ Reykjavíkur. Leikskólastjóri segir barnafjölskyldur hrekjast burt vegna hækkandi íbúðaleigu og fasteignaverðs meðfram ásókn ferðamanna í gistingu. 24. ágúst 2016 07:00 Skatturinn á eftir Airbnb Danska ríkisstjórnin vill að vefsíðan Airbnb, sem er risastór leigumarkaður fyrir ferðamenn, veiti skattayfirvöldum í Danmörku upplýsingar um leigutekjur Dana. 20. september 2016 07:00 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira
„Við erum að sjá mjög mörg tilvik um að vændi sé gert út frá leiguíbúðum, til dæmis á vegum Airbnb, hér á landi,“ segir Snorri Birgisson, rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Í samtali við Fréttablaðið lýsti leigusali því hvernig það er að takast á við það þegar upp kemst um að vændi hafi verið stundað í íbúð hans. Tvær konur höfðu tekið íbúðina á leigu og auglýst sig á vændiskaupasíðu á netinu. Vændiskaupendum var vísað í íbúðina og þar fór vændisstarfsemin fram. Þar sem konurnar höfðu ekki gerst brotlegar við lög var ekki hægt að kveðja lögregluna á vettvang.Leigusalinn taldi einfaldast að láta leigutímann renna út og vera frekar á varðbergi varðandi hverjum hann leigði íbúðina í framtíðinni. Snorri Birgisson segir að lítið sé um að nágrannar og húseigendur tilkynni til lögreglu grun um vændi. Aðallega sé um að ræða erlenda gesti sem stoppi hér á landi í fimm til tíu dag og ferðist svo áfram um Norðurlöndin. Gríðarlega erfitt er að ná til þessara einstaklinga en þeir vilja almennt ekki ræða við lögregluna né veita henni nokkrar upplýsingar enda eru þeir í mjög viðkvæmri stöðu. „Fólk er náttúrulega ekki alltaf meðvitað um í hvaða tilgangi fólk kemur hingað til lands eða áttar sig ekki á að vændi kunni að eiga sér stað,“ segir Snorri Að sögn Sölva Melax, talsmanns Samtaka um skammtímaleigu á heimilum, hafa engin dæmi um vændi í leiguhúsnæði komið á þeirra borð. „Við viljum frekara samstarf við lögregluna, hafi þetta komið upp í skammtímaleiguhúsnæði, og hvernig hjálpa megi leigusölum að forðast þetta,“ segir Sölvi. Á síðustu árum hefur Snorri Birgisson stýrt verkefni undir handleiðslu innanríkisráðuneytisins. Verkefnið er fræðsluátak sem búið er að skila töluverðri vitundarvakningu um mansal og vændi. Það er unnið í samráði við velferðarráðuneytið, Starfsgreinasamband Íslands og mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar. Alls hafa 60 fundir verið haldnir og rúmlega tvö þúsund manns sótt þá.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fjöldi Airbnb íbúða í Reykjavík tæplega tvöfaldast milli ára Um 3.050 eignir voru skráðar til útleigu á Airbnb í ágúst 2016 í Reykjavík, tæplega 80 prósent fleiri en í ágúst 2015. 17. október 2016 14:15 Barnafjölskyldur hrekjast undan ferðamannaflóðinu í miðbænum Þremur deildum af átta í leikskólanum Miðborg er lokað vegna fækkunar barna í miðbæ Reykjavíkur. Leikskólastjóri segir barnafjölskyldur hrekjast burt vegna hækkandi íbúðaleigu og fasteignaverðs meðfram ásókn ferðamanna í gistingu. 24. ágúst 2016 07:00 Skatturinn á eftir Airbnb Danska ríkisstjórnin vill að vefsíðan Airbnb, sem er risastór leigumarkaður fyrir ferðamenn, veiti skattayfirvöldum í Danmörku upplýsingar um leigutekjur Dana. 20. september 2016 07:00 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Fleiri fréttir Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Sjá meira
Fjöldi Airbnb íbúða í Reykjavík tæplega tvöfaldast milli ára Um 3.050 eignir voru skráðar til útleigu á Airbnb í ágúst 2016 í Reykjavík, tæplega 80 prósent fleiri en í ágúst 2015. 17. október 2016 14:15
Barnafjölskyldur hrekjast undan ferðamannaflóðinu í miðbænum Þremur deildum af átta í leikskólanum Miðborg er lokað vegna fækkunar barna í miðbæ Reykjavíkur. Leikskólastjóri segir barnafjölskyldur hrekjast burt vegna hækkandi íbúðaleigu og fasteignaverðs meðfram ásókn ferðamanna í gistingu. 24. ágúst 2016 07:00
Skatturinn á eftir Airbnb Danska ríkisstjórnin vill að vefsíðan Airbnb, sem er risastór leigumarkaður fyrir ferðamenn, veiti skattayfirvöldum í Danmörku upplýsingar um leigutekjur Dana. 20. september 2016 07:00