Barnafjölskyldur hrekjast undan ferðamannaflóðinu í miðbænum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 24. ágúst 2016 07:00 Kristín Einarsdóttir er leikskólastjóri Miðborgar sem er meðal annars með starfsemi í Lindarborg í Lindargötu. Vísir/hanna „Það hefur reynst okkur erfitt að halda uppi starfi á átta deildum og því hefur sú ákvörðun verið tekin að loka þremur deildum,“ segir í bréfi sem foreldrum barna í leikskólanum Miðborg barst nýlega. Ástæða breytinganna er sögð sú að síðastliðin tvö ár hafi gengið illa að vista í öll laus pláss í Miðborg og því hafi börnum í leikskólanum fækkað. Starfsemi leikskólans er á þremur stöðum; í Barónsborg, í Lindarborg og í Njálsborg. „Leikskólabörnum hefur einfaldlega fækkað í miðbænum,“ segir Kristín Einarsdóttir, leikskólastjóri Miðborgar. „Þó að ég sé enginn sérfræðingur myndi ég halda að einn áhrifavaldurinn hér sé fasteignaverðið,“ segir Kristín. Ekki sé hlaupið að því fyrir barnafólk frekar en flesta aðra að kaupa húsnæði í miðbænum „Þegar fæðist kannski barn númer tvö og fólk ákveður að stækka við sig er það of dýrt.“ Þá nefnir Kristín að fólki sé sagt upp leigu því húseigandinn vilji hærra leiguverð. „Foreldrar hafa flutt í önnur hverfi vegna þess að húsaleigan hefur hækkað eða þeim er sagt upp,“ segir hún. Gjarnan vegna þess að eigandi húsnæðisins stefni í að selja ferðamönnum gistingu. „Ég hef heyrt dæmi um það. Það er bara allt í leigu í Airbnb.“ Innritun er ekki enn að fullu lokið en Kristín segir að um 120 börn verði í þremur húsum Miðborgar í vetur. Eðlilega fækki starfsfólki með breytingunum en samt þurfi ekki að grípa til uppsagna. Alls starfi nú 32 í skólanum. „Það voru starfsmenn að hætta til þess að fara í nám og við þurfum að ráða í eitt stöðugildi. Þjónustan hefur ekkert breyst hjá okkur. Þetta er sami góði leikskólinn,“ útskýrir Kristín Einarsdóttir. Árgangarnir 2009 og 2010, sem voru fremur stórir, eru nú báðir komnir í gegn um leikskólastigið. Sigrún Björnsdóttir hjá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar kveðst þó ekki kannast við sambærilega fækkun leikskólabarna og lokanir deilda í framhaldi af því annars staðar en í Miðborg.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Sjá meira
„Það hefur reynst okkur erfitt að halda uppi starfi á átta deildum og því hefur sú ákvörðun verið tekin að loka þremur deildum,“ segir í bréfi sem foreldrum barna í leikskólanum Miðborg barst nýlega. Ástæða breytinganna er sögð sú að síðastliðin tvö ár hafi gengið illa að vista í öll laus pláss í Miðborg og því hafi börnum í leikskólanum fækkað. Starfsemi leikskólans er á þremur stöðum; í Barónsborg, í Lindarborg og í Njálsborg. „Leikskólabörnum hefur einfaldlega fækkað í miðbænum,“ segir Kristín Einarsdóttir, leikskólastjóri Miðborgar. „Þó að ég sé enginn sérfræðingur myndi ég halda að einn áhrifavaldurinn hér sé fasteignaverðið,“ segir Kristín. Ekki sé hlaupið að því fyrir barnafólk frekar en flesta aðra að kaupa húsnæði í miðbænum „Þegar fæðist kannski barn númer tvö og fólk ákveður að stækka við sig er það of dýrt.“ Þá nefnir Kristín að fólki sé sagt upp leigu því húseigandinn vilji hærra leiguverð. „Foreldrar hafa flutt í önnur hverfi vegna þess að húsaleigan hefur hækkað eða þeim er sagt upp,“ segir hún. Gjarnan vegna þess að eigandi húsnæðisins stefni í að selja ferðamönnum gistingu. „Ég hef heyrt dæmi um það. Það er bara allt í leigu í Airbnb.“ Innritun er ekki enn að fullu lokið en Kristín segir að um 120 börn verði í þremur húsum Miðborgar í vetur. Eðlilega fækki starfsfólki með breytingunum en samt þurfi ekki að grípa til uppsagna. Alls starfi nú 32 í skólanum. „Það voru starfsmenn að hætta til þess að fara í nám og við þurfum að ráða í eitt stöðugildi. Þjónustan hefur ekkert breyst hjá okkur. Þetta er sami góði leikskólinn,“ útskýrir Kristín Einarsdóttir. Árgangarnir 2009 og 2010, sem voru fremur stórir, eru nú báðir komnir í gegn um leikskólastigið. Sigrún Björnsdóttir hjá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar kveðst þó ekki kannast við sambærilega fækkun leikskólabarna og lokanir deilda í framhaldi af því annars staðar en í Miðborg.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Sjá meira