Samfylkingin hefur fundað með Pírötum Heimir Már Pétursson skrifar 18. október 2016 11:54 Vísir/GVA/Friðrik Þór Formaður Samfylkingarinnar hitti fulltrúa Pírata á fundi í Reykjavík í morgun. Hún segist alltaf til í að ræða stefnu Samfylkingarinnar og það liggi fyrir í landsfundarsamþykkt flokksins að endurskoða beri stjórnarskrána á grundvelli þeirrar vinnu sem liggi fyrir. Formaður Vinstri grænna segir eðlilegt að kjósendur viti hvaða flokkar ætli að vinna saman að loknum kosningum. Píratar buðu hinum stjórnarandstöðuflokkunum á sunnudag að ganga til viðræðna við sig um samstarf flokkanna eftir kosningar. Blendin viðbrögð hafa verið við þessu tilboði. Viðbrögðin hafa verið heldur dræm í herbúðum Bjartrar framtíðar og Viðreisnar, þar sem menn telja eðlilegt að kosningar farið fram áður en farið verði að ræða samstarf. En Oddný G. Harðardóttir formaður Samfylkingarinnar tók vel í að ræða við Pírata og hitti fulltrúa þeirra á fundi klukkan ellefu í morgun. „Við tókum vel í boð Pírata og fögnum því að fá að ræða stefnu Samfylkingarinnar við þau eins og aðra. Við teljum ekki ástæðu til að setja einhver sérstök skilyrði fyrir því svona í byrjun að minnsta kosti,“ segir Oddný.Sjá einnig: Blendin viðbrögð við útspili PírataEn á fréttamannafundi Pírata á laugardag settu fulltrúar flokksins fimm skilyrði fyrir samstarfi við stjórnarandstöðuflokkana eftir kosningar. Þau eru ný stjórnarskrá, réttlátari dreifing á arðinum af auðlindum landsins, endurreisn gjaldfrjálsrar heilbrigðisþjónustu, öflugri aðkoma almennings að ákvarðanatöku og endurvakning trausts með því að „tækla“ spillingu, eins og þau orða það. Oddný segir Samfylkinguna til að mynda hafa landsfundarsamþykkt fyrir því að endurskoða eigi stjórnarskrána á grundvelli þeirrar vinnu sem liggi fyrir um hana. En Samfylkingin hefur átt undir högg að sækja í könnunum og er Oddný bjartsýn á að flokkurinn nái að vinna meira fylgi fyrir kjördag. „Við vinnum að því og trúum því að niðurstaðan á kjördag verði betri en kannanir sýna,“ segir Oddný. Málatilbúnaði flokksins sé víðast hvar tekið vel á fundum um landið og fólki líki við stefnu Samfylkingarinnar.Katrín Jakobsdóttir, formaður VG.vísir/ernirVG vill sameiginlegan fund Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna svaraði erindi Pírata í gær þar sem hún sagði eðlilegt að ef ræða ætti samstarf stjórnarandstöðuflokkanna kæmu þeir allir saman til fundar. Hún væri jákvæð gagnvart samstarfi enda hefðu Vinstri græn talað um samstarf stjórnarandstöðuflokkanna allt þetta kjörtímabilið og geti skrifað undir margt af því sem Píratar leggi fram. En Vinstri græn séu með fleiri mál eins og skólamálin þar sem úrbóta sé þörf. „En ég get líka nefnt umhverfis- og loftlagsmál sem ekki eru nefnd að hálfu Pírata en eru auðvitað algert forgangsmál hjá okkur og ég gæti nefnt fleiri mál. Þess vegna einmitt tel ég svo mikilvægt að við áttum okkur betur á því hvaða mál það eru hjá þeim sem vilja taka þátt í þessu samtali sem flokkarnir vilja setja á dagskrá,“ segir Katrín. Hins vegar sé hún almennt hlynt því að stjórnmálin hér þróist í átt til þess sem þekkist á hinum Norðurlöndunum að flokkar myndi blokkir fyrir kosningar. „Já, við höfum talað fyrir því. Við Vinstri græn ályktuðum um þetta í febrúar. Að við teldum að stjórnarandstöðuflokkarnir ættu að vinna saman að loknum kosningum ef þeir fengju til þess umboð almennings. Mér finnst mjög jákvætt að almenningur viti þá með hverjum flokkarnir vilji vinna eftir kosningar en líka þá um hvað,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Píratar boða fjóra flokka til viðræðna um samstarf Píratar hafa sent forsvarsmönnum Bjartrar framtíðar, Viðreisnar, Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs og Samfylkinginnar bréf þar sem Píratar lýsa sig reiðubúna til þess að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður fyrir komandi alþingiskosningar. 16. október 2016 11:19 Blendin viðbrögð við útspili Pírata 16. október 2016 19:30 Formaður Samfylkingarinnar þegar mælt sér mót við Pírata Formenn flokkanna sem fengu boð um viðræður Pírata bregðast við. 16. október 2016 13:32 „Breyting sem gengur þvert á þann kúltúr sem menn eru vanir“ Grétar Þór Eyþórsson, stjórnmálafræðingur og prófessor við Háskólann á Akureyri, segir að nýjasta útspil Pírata sé ný nálgun á það hvernig stjórnarmyndunarviðræður ganga fyrir sig. 16. október 2016 12:28 Vilja sameiginlegan fund með Pírötum Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, sendir Pírötum þau skilaboð að ef þeir vilji samræður stjórnarandstöðu um nýja ríkisstjórn sé eðlilegast að allir flokkarnir hittist í sameiningu. 18. október 2016 07:00 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Formaður Samfylkingarinnar hitti fulltrúa Pírata á fundi í Reykjavík í morgun. Hún segist alltaf til í að ræða stefnu Samfylkingarinnar og það liggi fyrir í landsfundarsamþykkt flokksins að endurskoða beri stjórnarskrána á grundvelli þeirrar vinnu sem liggi fyrir. Formaður Vinstri grænna segir eðlilegt að kjósendur viti hvaða flokkar ætli að vinna saman að loknum kosningum. Píratar buðu hinum stjórnarandstöðuflokkunum á sunnudag að ganga til viðræðna við sig um samstarf flokkanna eftir kosningar. Blendin viðbrögð hafa verið við þessu tilboði. Viðbrögðin hafa verið heldur dræm í herbúðum Bjartrar framtíðar og Viðreisnar, þar sem menn telja eðlilegt að kosningar farið fram áður en farið verði að ræða samstarf. En Oddný G. Harðardóttir formaður Samfylkingarinnar tók vel í að ræða við Pírata og hitti fulltrúa þeirra á fundi klukkan ellefu í morgun. „Við tókum vel í boð Pírata og fögnum því að fá að ræða stefnu Samfylkingarinnar við þau eins og aðra. Við teljum ekki ástæðu til að setja einhver sérstök skilyrði fyrir því svona í byrjun að minnsta kosti,“ segir Oddný.Sjá einnig: Blendin viðbrögð við útspili PírataEn á fréttamannafundi Pírata á laugardag settu fulltrúar flokksins fimm skilyrði fyrir samstarfi við stjórnarandstöðuflokkana eftir kosningar. Þau eru ný stjórnarskrá, réttlátari dreifing á arðinum af auðlindum landsins, endurreisn gjaldfrjálsrar heilbrigðisþjónustu, öflugri aðkoma almennings að ákvarðanatöku og endurvakning trausts með því að „tækla“ spillingu, eins og þau orða það. Oddný segir Samfylkinguna til að mynda hafa landsfundarsamþykkt fyrir því að endurskoða eigi stjórnarskrána á grundvelli þeirrar vinnu sem liggi fyrir um hana. En Samfylkingin hefur átt undir högg að sækja í könnunum og er Oddný bjartsýn á að flokkurinn nái að vinna meira fylgi fyrir kjördag. „Við vinnum að því og trúum því að niðurstaðan á kjördag verði betri en kannanir sýna,“ segir Oddný. Málatilbúnaði flokksins sé víðast hvar tekið vel á fundum um landið og fólki líki við stefnu Samfylkingarinnar.Katrín Jakobsdóttir, formaður VG.vísir/ernirVG vill sameiginlegan fund Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna svaraði erindi Pírata í gær þar sem hún sagði eðlilegt að ef ræða ætti samstarf stjórnarandstöðuflokkanna kæmu þeir allir saman til fundar. Hún væri jákvæð gagnvart samstarfi enda hefðu Vinstri græn talað um samstarf stjórnarandstöðuflokkanna allt þetta kjörtímabilið og geti skrifað undir margt af því sem Píratar leggi fram. En Vinstri græn séu með fleiri mál eins og skólamálin þar sem úrbóta sé þörf. „En ég get líka nefnt umhverfis- og loftlagsmál sem ekki eru nefnd að hálfu Pírata en eru auðvitað algert forgangsmál hjá okkur og ég gæti nefnt fleiri mál. Þess vegna einmitt tel ég svo mikilvægt að við áttum okkur betur á því hvaða mál það eru hjá þeim sem vilja taka þátt í þessu samtali sem flokkarnir vilja setja á dagskrá,“ segir Katrín. Hins vegar sé hún almennt hlynt því að stjórnmálin hér þróist í átt til þess sem þekkist á hinum Norðurlöndunum að flokkar myndi blokkir fyrir kosningar. „Já, við höfum talað fyrir því. Við Vinstri græn ályktuðum um þetta í febrúar. Að við teldum að stjórnarandstöðuflokkarnir ættu að vinna saman að loknum kosningum ef þeir fengju til þess umboð almennings. Mér finnst mjög jákvætt að almenningur viti þá með hverjum flokkarnir vilji vinna eftir kosningar en líka þá um hvað,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Píratar boða fjóra flokka til viðræðna um samstarf Píratar hafa sent forsvarsmönnum Bjartrar framtíðar, Viðreisnar, Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs og Samfylkinginnar bréf þar sem Píratar lýsa sig reiðubúna til þess að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður fyrir komandi alþingiskosningar. 16. október 2016 11:19 Blendin viðbrögð við útspili Pírata 16. október 2016 19:30 Formaður Samfylkingarinnar þegar mælt sér mót við Pírata Formenn flokkanna sem fengu boð um viðræður Pírata bregðast við. 16. október 2016 13:32 „Breyting sem gengur þvert á þann kúltúr sem menn eru vanir“ Grétar Þór Eyþórsson, stjórnmálafræðingur og prófessor við Háskólann á Akureyri, segir að nýjasta útspil Pírata sé ný nálgun á það hvernig stjórnarmyndunarviðræður ganga fyrir sig. 16. október 2016 12:28 Vilja sameiginlegan fund með Pírötum Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, sendir Pírötum þau skilaboð að ef þeir vilji samræður stjórnarandstöðu um nýja ríkisstjórn sé eðlilegast að allir flokkarnir hittist í sameiningu. 18. október 2016 07:00 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Píratar boða fjóra flokka til viðræðna um samstarf Píratar hafa sent forsvarsmönnum Bjartrar framtíðar, Viðreisnar, Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs og Samfylkinginnar bréf þar sem Píratar lýsa sig reiðubúna til þess að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður fyrir komandi alþingiskosningar. 16. október 2016 11:19
Formaður Samfylkingarinnar þegar mælt sér mót við Pírata Formenn flokkanna sem fengu boð um viðræður Pírata bregðast við. 16. október 2016 13:32
„Breyting sem gengur þvert á þann kúltúr sem menn eru vanir“ Grétar Þór Eyþórsson, stjórnmálafræðingur og prófessor við Háskólann á Akureyri, segir að nýjasta útspil Pírata sé ný nálgun á það hvernig stjórnarmyndunarviðræður ganga fyrir sig. 16. október 2016 12:28
Vilja sameiginlegan fund með Pírötum Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, sendir Pírötum þau skilaboð að ef þeir vilji samræður stjórnarandstöðu um nýja ríkisstjórn sé eðlilegast að allir flokkarnir hittist í sameiningu. 18. október 2016 07:00