Vinstrimiðjustjórn er líklegust Sveinn Arnarsson skrifar 19. október 2016 06:00 Stjórnarandstaðan í þinghúsinu í kjölfar breytinga á ríkisstjórninni í vor. vísir/ernir Samsteypustjórn núverandi minnihlutaflokka á Alþingi er líklegasta stjórnarmynstrið í kortunum nú tíu dögum fyrir kjördag. Hafna þeir samstarfi við núverandi stjórnarmeirihluta og viðræður eru farnar af stað milli flokka um samstarfsfleti.Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, sagðist í Facebook-færslu í gærkvöld Viðreisn tilbúna í viðræður eftir kosningar. „Lykilatriði er að fá umboð fólksins og finna sameiginlega snertifleti við aðra flokka, en þá ráða málefnin för,“ skrifaði Benedikt. Augljóst væri að Viðreisn blási „ekki lífi í ríkisstjórn sem kjósendur hafa fellt“. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur sagt leitt ef Viðreisn vilji að því leyti vinstristjórn í landinu. „Fundurinn var mjög góður þó hann hafi aðeins verið tæpur klukkutími. Þar ræddum við saman um þessa fimm meginpunkta Pírata. Einnig ræddum við áherslur okkar Samfylkingarfólks í þessum kosningum. Það var góður andi á fundinum og það getur vel verið að við hittumst aftur fyrir kosningar og þá í stærri hópi,“ segir Oddný Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, um fund hennar og Pírata í gær. Oddný segir einnig að stjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn sé ekki í myndinni. Smári McCarthy, oddviti Pírata í Suðurkjördæmi, segir lítinn ágreining milli Samfylkingar og Pírata í stórum málum og því einsýnt að flokkarnir haldi áfram að tala saman. „Þetta var mjög góður fundur. Það var ekki að merkja mikinn áherslumun í stóra samhenginu. Hins vegar er ekki hægt að segja með vissu hvernig þetta fer fyrr en á fimmtudaginn í næstu viku,“ segir Smári. „Það er ekki búið að tímasetja næstu fundi en þeir verða vonandi haldnir sem fyrst.“Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar.vísir/ernirBjört Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, sagði á mánudaginn útspil Pírata dæmi um gamaldags klækjastjórnmál og til þess fallið að stýra atburðarásinni. Óttarr Proppé, formaður BF, segir hins vegar spjall milli stjórnarandstöðunnar núna aðeins vera framhald á því samtali sem hafi átt sér stað allt kjörtímabilið. „Við höfum unnið náið saman og flutt sameiginlegar breytingartillögur í fjárlagavinnu svo dæmi séu tekin og því er þetta rökrétt framhald,“ segir Óttarr. Meirihluti margra flokka sé ekki erfitt verkefni. „Ég get ekki séð að það sé eitthvað að því að vera með marga flokka. Núna eru tveir flokkar í ríkisstjórn og þeir eru að gefast upp hvor á öðrum,“ segir Óttarr Proppé.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Eru ekki í stjórnarmyndunarviðræðum Fyrirsögninni á fundinum hefur nú verið breytt á vefsíðu Pírata en nú er fundurinn kallaður „Píratar boða til formlegra viðræðna um samstarf“. 19. október 2016 06:00 Benedikt svarar Pírötum: Viðreisn reiðubúin til viðræðna eftir kosningar Formaður Viðreisnar hefur sent bréf á Pírata þar sem hann svarar boði Pírata um myndun kosningabandalags fyrir kosningar. 18. október 2016 19:46 Vilja sameiginlegan fund með Pírötum Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, sendir Pírötum þau skilaboð að ef þeir vilji samræður stjórnarandstöðu um nýja ríkisstjórn sé eðlilegast að allir flokkarnir hittist í sameiningu. 18. október 2016 07:00 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veður Fleiri fréttir Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Sjá meira
Samsteypustjórn núverandi minnihlutaflokka á Alþingi er líklegasta stjórnarmynstrið í kortunum nú tíu dögum fyrir kjördag. Hafna þeir samstarfi við núverandi stjórnarmeirihluta og viðræður eru farnar af stað milli flokka um samstarfsfleti.Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, sagðist í Facebook-færslu í gærkvöld Viðreisn tilbúna í viðræður eftir kosningar. „Lykilatriði er að fá umboð fólksins og finna sameiginlega snertifleti við aðra flokka, en þá ráða málefnin för,“ skrifaði Benedikt. Augljóst væri að Viðreisn blási „ekki lífi í ríkisstjórn sem kjósendur hafa fellt“. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur sagt leitt ef Viðreisn vilji að því leyti vinstristjórn í landinu. „Fundurinn var mjög góður þó hann hafi aðeins verið tæpur klukkutími. Þar ræddum við saman um þessa fimm meginpunkta Pírata. Einnig ræddum við áherslur okkar Samfylkingarfólks í þessum kosningum. Það var góður andi á fundinum og það getur vel verið að við hittumst aftur fyrir kosningar og þá í stærri hópi,“ segir Oddný Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, um fund hennar og Pírata í gær. Oddný segir einnig að stjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn sé ekki í myndinni. Smári McCarthy, oddviti Pírata í Suðurkjördæmi, segir lítinn ágreining milli Samfylkingar og Pírata í stórum málum og því einsýnt að flokkarnir haldi áfram að tala saman. „Þetta var mjög góður fundur. Það var ekki að merkja mikinn áherslumun í stóra samhenginu. Hins vegar er ekki hægt að segja með vissu hvernig þetta fer fyrr en á fimmtudaginn í næstu viku,“ segir Smári. „Það er ekki búið að tímasetja næstu fundi en þeir verða vonandi haldnir sem fyrst.“Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar.vísir/ernirBjört Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, sagði á mánudaginn útspil Pírata dæmi um gamaldags klækjastjórnmál og til þess fallið að stýra atburðarásinni. Óttarr Proppé, formaður BF, segir hins vegar spjall milli stjórnarandstöðunnar núna aðeins vera framhald á því samtali sem hafi átt sér stað allt kjörtímabilið. „Við höfum unnið náið saman og flutt sameiginlegar breytingartillögur í fjárlagavinnu svo dæmi séu tekin og því er þetta rökrétt framhald,“ segir Óttarr. Meirihluti margra flokka sé ekki erfitt verkefni. „Ég get ekki séð að það sé eitthvað að því að vera með marga flokka. Núna eru tveir flokkar í ríkisstjórn og þeir eru að gefast upp hvor á öðrum,“ segir Óttarr Proppé.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Eru ekki í stjórnarmyndunarviðræðum Fyrirsögninni á fundinum hefur nú verið breytt á vefsíðu Pírata en nú er fundurinn kallaður „Píratar boða til formlegra viðræðna um samstarf“. 19. október 2016 06:00 Benedikt svarar Pírötum: Viðreisn reiðubúin til viðræðna eftir kosningar Formaður Viðreisnar hefur sent bréf á Pírata þar sem hann svarar boði Pírata um myndun kosningabandalags fyrir kosningar. 18. október 2016 19:46 Vilja sameiginlegan fund með Pírötum Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, sendir Pírötum þau skilaboð að ef þeir vilji samræður stjórnarandstöðu um nýja ríkisstjórn sé eðlilegast að allir flokkarnir hittist í sameiningu. 18. október 2016 07:00 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Snjókoman rétt að byrja Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Erlent Allur floti Vegagerðar úti að ryðja snjó Veður Fleiri fréttir Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Sjá meira
Eru ekki í stjórnarmyndunarviðræðum Fyrirsögninni á fundinum hefur nú verið breytt á vefsíðu Pírata en nú er fundurinn kallaður „Píratar boða til formlegra viðræðna um samstarf“. 19. október 2016 06:00
Benedikt svarar Pírötum: Viðreisn reiðubúin til viðræðna eftir kosningar Formaður Viðreisnar hefur sent bréf á Pírata þar sem hann svarar boði Pírata um myndun kosningabandalags fyrir kosningar. 18. október 2016 19:46
Vilja sameiginlegan fund með Pírötum Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, sendir Pírötum þau skilaboð að ef þeir vilji samræður stjórnarandstöðu um nýja ríkisstjórn sé eðlilegast að allir flokkarnir hittist í sameiningu. 18. október 2016 07:00