Sigurður Ingi skaut á Sigmund Davíð: „Missi maður traust má telja fullvíst að manns eigin breytni leiddi til þess“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. október 2016 12:52 Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins sagði það ekki í anda Framsóknarflokksins að honum hafi einungis verið úthlutað 15 mínútum í ræðutíma á flokksþingi Framsóknar í dag. Sagði hann það hafa verið einhliða ákvörðun formannsins að breyta dagskrá þingsins á þann veg að forsætisráðherra fengi 15 mínútur til að fara yfir seinustu sex mánuði í ríkisstjórnarsamstarfinu. Það má segja að Sigurður Ingi hafi sent Sigmundi Davíð tóninn, þó undir rós, í ræðu sinni. Eins og kunnugt er berjast þeir um formennsku í flokknum en formannskjörið fer fram á morgun. Sigurði Inga var tíðrætt um traust, hvað leiðir til þess að fólk missi traust og hvernig má vinna það til baka. Hann nefndi Sigmund Davíð aldrei á nafn en augljóst var í hvað forsætisráðherra var að vísa enda hóf hann ræðu sína á að rifja upp það sem gerðist í apríl síðastliðnum en þá sagði Sigmundur Davíð af sér sem forsætisráðherra vegna Panama-lekans og Sigurður Ingi tók við. „Það stefndi í að dagar ríkisstjórnarinnar væru taldir en ég tók að mér það verkefni að halda saman ríkisstjórninni. [...] Ég áttaði mig á því að það væri ekki sjálfgefið að það tækist en traust jókst smám saman. Þetta gerðist ekki af sjálfu sér heldur tókst vegna forystu okkar,“ sagði Sigurður Ingi. Hann sagði að samstaða og samvinna væru á meðal grunngilda Framsóknarflokksins. Þá hefði flokkurinn lagt mikið undir til þess að greiða fyrir málum ríkisstjórnarinnar síðan í apríl og unnið í góðu samstarfi bæði við hinn stjórnarflokkinn sem og stjórnarandstöðu. Sigurður Ingi velti því síðan upp hvernig staðan væri varðandi mögulegt ríkisstjórnarsamstarf eftir komandi kosningar: „Við þurfum að hafa flokk eða flokka sem vilja vinna með okkur. Hvernig er staðan í þeim efnum?“ Forsætisráðherra ræddi síðan mikið um traust. Hann sagði fólk vita hvenær traust væri laskað og að horfið traust væri horfið. Það væri hægt að vinna það til baka en sá sem missti traustið ætti ekki að benda á þann sem treysti honum sem ástæðuna fyrir því að hann hefði misst traust. „Missi maður traust má telja fullvíst að það er manns eigin breytni sem leiddi til þess,“ sagði Sigurður Ingi. Við lok ræðu sinnar þakkaði hann fyrir þær 15 mínútur sem hann fékk úthlutað. Hann hvatti síðan til málefnalegrar umræðu á flokksþinginu en þar verður ekki aðeins kosið um forystu flokksins heldur stefna hans mörkuð í helstu málefnum fyrir komandi þingkosningar.Ræðu Sigurðar Inga á flokksþinginu í dag má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Tengdar fréttir Baðst afsökunar á því að vera ekki í tengslum við Framsóknarmenn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins ávarpaði flokksþings Framsóknar í Háskólabíói í morgun. Klukkan rúmlega 11 hóf hann ræðu sína en í henni fór hann um víðan völl. 1. október 2016 11:58 Bein útsending: Flokksþing Framsóknar Flokksþing Framsóknarflokksins hófst í morgun í Háskólabíói. 1. október 2016 10:56 Sundraður Framsóknarflokkur býr sig undir átök á flokksþingi Flokksþing Framsóknarflokksins hefst í dag í skugga mikilla innanflokksátaka. Formaðurinn er sakaður um einræðistilburði. Framkvæmdastjóri flokksins setti Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmann Sigmundar, í starf tengiliðs flokksins við 1. október 2016 07:00 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins sagði það ekki í anda Framsóknarflokksins að honum hafi einungis verið úthlutað 15 mínútum í ræðutíma á flokksþingi Framsóknar í dag. Sagði hann það hafa verið einhliða ákvörðun formannsins að breyta dagskrá þingsins á þann veg að forsætisráðherra fengi 15 mínútur til að fara yfir seinustu sex mánuði í ríkisstjórnarsamstarfinu. Það má segja að Sigurður Ingi hafi sent Sigmundi Davíð tóninn, þó undir rós, í ræðu sinni. Eins og kunnugt er berjast þeir um formennsku í flokknum en formannskjörið fer fram á morgun. Sigurði Inga var tíðrætt um traust, hvað leiðir til þess að fólk missi traust og hvernig má vinna það til baka. Hann nefndi Sigmund Davíð aldrei á nafn en augljóst var í hvað forsætisráðherra var að vísa enda hóf hann ræðu sína á að rifja upp það sem gerðist í apríl síðastliðnum en þá sagði Sigmundur Davíð af sér sem forsætisráðherra vegna Panama-lekans og Sigurður Ingi tók við. „Það stefndi í að dagar ríkisstjórnarinnar væru taldir en ég tók að mér það verkefni að halda saman ríkisstjórninni. [...] Ég áttaði mig á því að það væri ekki sjálfgefið að það tækist en traust jókst smám saman. Þetta gerðist ekki af sjálfu sér heldur tókst vegna forystu okkar,“ sagði Sigurður Ingi. Hann sagði að samstaða og samvinna væru á meðal grunngilda Framsóknarflokksins. Þá hefði flokkurinn lagt mikið undir til þess að greiða fyrir málum ríkisstjórnarinnar síðan í apríl og unnið í góðu samstarfi bæði við hinn stjórnarflokkinn sem og stjórnarandstöðu. Sigurður Ingi velti því síðan upp hvernig staðan væri varðandi mögulegt ríkisstjórnarsamstarf eftir komandi kosningar: „Við þurfum að hafa flokk eða flokka sem vilja vinna með okkur. Hvernig er staðan í þeim efnum?“ Forsætisráðherra ræddi síðan mikið um traust. Hann sagði fólk vita hvenær traust væri laskað og að horfið traust væri horfið. Það væri hægt að vinna það til baka en sá sem missti traustið ætti ekki að benda á þann sem treysti honum sem ástæðuna fyrir því að hann hefði misst traust. „Missi maður traust má telja fullvíst að það er manns eigin breytni sem leiddi til þess,“ sagði Sigurður Ingi. Við lok ræðu sinnar þakkaði hann fyrir þær 15 mínútur sem hann fékk úthlutað. Hann hvatti síðan til málefnalegrar umræðu á flokksþinginu en þar verður ekki aðeins kosið um forystu flokksins heldur stefna hans mörkuð í helstu málefnum fyrir komandi þingkosningar.Ræðu Sigurðar Inga á flokksþinginu í dag má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Tengdar fréttir Baðst afsökunar á því að vera ekki í tengslum við Framsóknarmenn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins ávarpaði flokksþings Framsóknar í Háskólabíói í morgun. Klukkan rúmlega 11 hóf hann ræðu sína en í henni fór hann um víðan völl. 1. október 2016 11:58 Bein útsending: Flokksþing Framsóknar Flokksþing Framsóknarflokksins hófst í morgun í Háskólabíói. 1. október 2016 10:56 Sundraður Framsóknarflokkur býr sig undir átök á flokksþingi Flokksþing Framsóknarflokksins hefst í dag í skugga mikilla innanflokksátaka. Formaðurinn er sakaður um einræðistilburði. Framkvæmdastjóri flokksins setti Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmann Sigmundar, í starf tengiliðs flokksins við 1. október 2016 07:00 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira
Baðst afsökunar á því að vera ekki í tengslum við Framsóknarmenn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins ávarpaði flokksþings Framsóknar í Háskólabíói í morgun. Klukkan rúmlega 11 hóf hann ræðu sína en í henni fór hann um víðan völl. 1. október 2016 11:58
Bein útsending: Flokksþing Framsóknar Flokksþing Framsóknarflokksins hófst í morgun í Háskólabíói. 1. október 2016 10:56
Sundraður Framsóknarflokkur býr sig undir átök á flokksþingi Flokksþing Framsóknarflokksins hefst í dag í skugga mikilla innanflokksátaka. Formaðurinn er sakaður um einræðistilburði. Framkvæmdastjóri flokksins setti Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmann Sigmundar, í starf tengiliðs flokksins við 1. október 2016 07:00