Innlent

Nokkrir smáskjálftar á Kötlusvæðinu í nótt

Jóhann K. Jóhannsson skrifar
Katla er ein stærsta eldstöð landsins.
Katla er ein stærsta eldstöð landsins. vísir/vilhelm
Aðeins nokkrir smáskjálftar hafa verið á Kötlusvæðinu í nótt og hefur því verið frekar rólegt á jarðskjáftavakt Veðurstofu Íslands.

Í tilkynningu frá almannavarnardeild ríkislögreglustjóra sem send var út í gærkvöldi var ákveðið að hafa áfram lokað fyrir umferð um veg 221 að Sólheimajökli fram til mánudagsins 3. október, en auk þess sem er óheimilt að ganga á jökulinn. Aðstæður verða svo metnar á ný strax eftir helgi.

Mælst er til þess að ekki sé dvalið á víðavangi yfir nóttu allt frá Skógum að Dyrhólavegi og frá útjaðri Víkurþorps í austri að Kúðafljóti. Er þetta gert til að auðvelda viðbragðsaðilum ef til rýmingar kæmi.

Engir skjálftar yfir 3 stig hafa mælst í Mýrdalsjökli frá því á föstudag.


Tengdar fréttir

Óvissustigi lýst yfir vegna Kötlu

Ríkislögreglustjórinn í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi hefur lýst yfir óvissustigi vegna jarðskjálfta í Mýrdalsjökli




Fleiri fréttir

Sjá meira


×