Órói í Kötlu: Óvissuástandið fyrst og fremst varúðarráðstöfun Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. september 2016 23:30 Eldstöðin Katla er í Mýrdalsjökli. Vísir/GVA. Lögreglan á Suðurlandi mun fara á þekkta ferðamannastaði í kringum Mýrdalsjökul til þess að athuga hvort að ferðamenn gisti á stöðum sem teljast í hættu komi til flóða gjósi Katla. Almannavarnardeild lögreglustjórans á Selfossi fundaði með lögregluyfirvöldum á Suðurlandi í kvöld til þess að fara yfir stöðu mála. Óvissuástandið og aðgerðir yfirvalda á svæðinu eru fyrst og fremst varúðarráðstafanir að sögn lögreglufulltrúa.Líkt og komið hefur fram á Vísi var ákveðið að loka veginum að Sólheimajökli, sem er skriðjökull úr Mýrdalsjökli og vinsæll ferðamannastaður, og stöðva allar ferðir upp á jökulinn vegna þess óvissuástands sem nú ríkir vegna skjálftahrinunnar í Mýrdalsjökli. Víðir Reynisson, verkefnastjóri almannavarna hjá lögreglunni á Suðurlandi segir að fyrst og fremst sé um varúðarráðstöfuna að ræða en komi til flóða sé Sólheimajökull vondur staður til að vera á. „Þessir katlar geta tæmt sig mjög hratt og þó það sé kannski ekki möguleiki á risaflóðum er þetta svo bratt niður. Ef það verður flóð getur það er í gönguleiðirnar upp á jökulinn og að ef einhver væri upp á jöklinum þegar flóð kæmi væri sá hinn sami í mikilli hættu,“ segir Víðir í samtali við Vísi.Víðir Reynisson lögreglufulltrúi.Sjá einnig: Lokað fyrir umferð að SólheimajökliLögregla hefur sett sig í samband við stærstu ferðaþjónustufyrirtækin sem sérhæfa sig í jöklaferðum upp á jökulinn. Segir Víðir að þau hafi öll ákveðið að hætta við ferðir upp á Sólheimajökul á morgun þrátt fyrir að fjölmargir ættu bókaðar slíkar ferðir. Búið er að setja á sólarhringsvakt hjá lögreglunni í næsta nágrenni við Mýrdalsjökul og munu lögreglumenn fara og kanna svæðið í kringum Múlakvísl, Sólheimajökul og Þakgil til þess að athuga hvort að þar séu ferðamenn sem ætli sér að gista á þessum stöðum í tjöldum eða húsbílum yfir nóttina. Segir Víðir að reynist svo vera verði þeim bent á að öruggara sé að finna sér næturgistingu á öðrum stað. Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi, hefur lýfst yfir óvissustigi vegna jarðskjálfta í Mýrdalsjökli sem hófust um hádegisbilið 29. september. Vísindaráð almannavarna telur líklegt að hrinan stafi af kvikuhreyfingum í Kötlu, en enn hafa engin merki um gosóróa mælst. Segir Víðir að með þessum varúðarráðstöfunum séu menn að hafa vaðið fyrir neðan sig komi til eldgoss.Sjá einnig: Óvissustigi lýst yfir vegna KötluEftir nóttina verður staðan metin á ný og nýjustu gögn skoðuð en Veðurstofa Íslands, Almannavarnir og lögregluyfirvöld fylgjast vel með þróun mála í Mýrdalsjökli. Eftirfarandi atburðarrásir eru taldar líklegastar af Almannavarnarnefnd. 1. Jarðskjálftahrinan hættir án frekari atburða. 2. Jökulhlaup kemur fram í ám vegna minniháttar eldgoss eða tæmingar á jarðhitakötlum. 3. Eldgos hefst í Mýrdalsjökli sem nær að brjóta sér leið í gegnum jökulinn. Afleiðingar gætu verið jökulhlaup í ám sem renna frá jöklinum ásamt öskufalli. Tengdar fréttir Lokað fyrir umferð að Sólheimajökli Lögreglan á Suðurlandi hefur tekið ákvörðum um að loka fyrir umferð á veginum að Sólheimajökli vegna yfirstandandi jarðskjálftahrinu í Mýrdalsjökli. 30. september 2016 21:01 Óvissustigi lýst yfir vegna Kötlu Ríkislögreglustjórinn í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi hefur lýst yfir óvissustigi vegna jarðskjálfta í Mýrdalsjökli 30. september 2016 18:11 Vísindamenn "misstu“ af nýlegum eldgosum Nokkur eldgos virðast hafa orðið undir jökli og í sjó við Ísland á undanförnum árum án þess að vísindamenn hafi greint þau fyrr en eftirá. 30. september 2016 16:59 Katla hulin skýjum en fnykur af Múlakvísl Engar breytingar sáust á kötlunum í fyrradag. 30. september 2016 15:45 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Sjá meira
Lögreglan á Suðurlandi mun fara á þekkta ferðamannastaði í kringum Mýrdalsjökul til þess að athuga hvort að ferðamenn gisti á stöðum sem teljast í hættu komi til flóða gjósi Katla. Almannavarnardeild lögreglustjórans á Selfossi fundaði með lögregluyfirvöldum á Suðurlandi í kvöld til þess að fara yfir stöðu mála. Óvissuástandið og aðgerðir yfirvalda á svæðinu eru fyrst og fremst varúðarráðstafanir að sögn lögreglufulltrúa.Líkt og komið hefur fram á Vísi var ákveðið að loka veginum að Sólheimajökli, sem er skriðjökull úr Mýrdalsjökli og vinsæll ferðamannastaður, og stöðva allar ferðir upp á jökulinn vegna þess óvissuástands sem nú ríkir vegna skjálftahrinunnar í Mýrdalsjökli. Víðir Reynisson, verkefnastjóri almannavarna hjá lögreglunni á Suðurlandi segir að fyrst og fremst sé um varúðarráðstöfuna að ræða en komi til flóða sé Sólheimajökull vondur staður til að vera á. „Þessir katlar geta tæmt sig mjög hratt og þó það sé kannski ekki möguleiki á risaflóðum er þetta svo bratt niður. Ef það verður flóð getur það er í gönguleiðirnar upp á jökulinn og að ef einhver væri upp á jöklinum þegar flóð kæmi væri sá hinn sami í mikilli hættu,“ segir Víðir í samtali við Vísi.Víðir Reynisson lögreglufulltrúi.Sjá einnig: Lokað fyrir umferð að SólheimajökliLögregla hefur sett sig í samband við stærstu ferðaþjónustufyrirtækin sem sérhæfa sig í jöklaferðum upp á jökulinn. Segir Víðir að þau hafi öll ákveðið að hætta við ferðir upp á Sólheimajökul á morgun þrátt fyrir að fjölmargir ættu bókaðar slíkar ferðir. Búið er að setja á sólarhringsvakt hjá lögreglunni í næsta nágrenni við Mýrdalsjökul og munu lögreglumenn fara og kanna svæðið í kringum Múlakvísl, Sólheimajökul og Þakgil til þess að athuga hvort að þar séu ferðamenn sem ætli sér að gista á þessum stöðum í tjöldum eða húsbílum yfir nóttina. Segir Víðir að reynist svo vera verði þeim bent á að öruggara sé að finna sér næturgistingu á öðrum stað. Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi, hefur lýfst yfir óvissustigi vegna jarðskjálfta í Mýrdalsjökli sem hófust um hádegisbilið 29. september. Vísindaráð almannavarna telur líklegt að hrinan stafi af kvikuhreyfingum í Kötlu, en enn hafa engin merki um gosóróa mælst. Segir Víðir að með þessum varúðarráðstöfunum séu menn að hafa vaðið fyrir neðan sig komi til eldgoss.Sjá einnig: Óvissustigi lýst yfir vegna KötluEftir nóttina verður staðan metin á ný og nýjustu gögn skoðuð en Veðurstofa Íslands, Almannavarnir og lögregluyfirvöld fylgjast vel með þróun mála í Mýrdalsjökli. Eftirfarandi atburðarrásir eru taldar líklegastar af Almannavarnarnefnd. 1. Jarðskjálftahrinan hættir án frekari atburða. 2. Jökulhlaup kemur fram í ám vegna minniháttar eldgoss eða tæmingar á jarðhitakötlum. 3. Eldgos hefst í Mýrdalsjökli sem nær að brjóta sér leið í gegnum jökulinn. Afleiðingar gætu verið jökulhlaup í ám sem renna frá jöklinum ásamt öskufalli.
Tengdar fréttir Lokað fyrir umferð að Sólheimajökli Lögreglan á Suðurlandi hefur tekið ákvörðum um að loka fyrir umferð á veginum að Sólheimajökli vegna yfirstandandi jarðskjálftahrinu í Mýrdalsjökli. 30. september 2016 21:01 Óvissustigi lýst yfir vegna Kötlu Ríkislögreglustjórinn í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi hefur lýst yfir óvissustigi vegna jarðskjálfta í Mýrdalsjökli 30. september 2016 18:11 Vísindamenn "misstu“ af nýlegum eldgosum Nokkur eldgos virðast hafa orðið undir jökli og í sjó við Ísland á undanförnum árum án þess að vísindamenn hafi greint þau fyrr en eftirá. 30. september 2016 16:59 Katla hulin skýjum en fnykur af Múlakvísl Engar breytingar sáust á kötlunum í fyrradag. 30. september 2016 15:45 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Sjá meira
Lokað fyrir umferð að Sólheimajökli Lögreglan á Suðurlandi hefur tekið ákvörðum um að loka fyrir umferð á veginum að Sólheimajökli vegna yfirstandandi jarðskjálftahrinu í Mýrdalsjökli. 30. september 2016 21:01
Óvissustigi lýst yfir vegna Kötlu Ríkislögreglustjórinn í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi hefur lýst yfir óvissustigi vegna jarðskjálfta í Mýrdalsjökli 30. september 2016 18:11
Vísindamenn "misstu“ af nýlegum eldgosum Nokkur eldgos virðast hafa orðið undir jökli og í sjó við Ísland á undanförnum árum án þess að vísindamenn hafi greint þau fyrr en eftirá. 30. september 2016 16:59
Katla hulin skýjum en fnykur af Múlakvísl Engar breytingar sáust á kötlunum í fyrradag. 30. september 2016 15:45
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels