Órói í Kötlu: Óvissuástandið fyrst og fremst varúðarráðstöfun Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. september 2016 23:30 Eldstöðin Katla er í Mýrdalsjökli. Vísir/GVA. Lögreglan á Suðurlandi mun fara á þekkta ferðamannastaði í kringum Mýrdalsjökul til þess að athuga hvort að ferðamenn gisti á stöðum sem teljast í hættu komi til flóða gjósi Katla. Almannavarnardeild lögreglustjórans á Selfossi fundaði með lögregluyfirvöldum á Suðurlandi í kvöld til þess að fara yfir stöðu mála. Óvissuástandið og aðgerðir yfirvalda á svæðinu eru fyrst og fremst varúðarráðstafanir að sögn lögreglufulltrúa.Líkt og komið hefur fram á Vísi var ákveðið að loka veginum að Sólheimajökli, sem er skriðjökull úr Mýrdalsjökli og vinsæll ferðamannastaður, og stöðva allar ferðir upp á jökulinn vegna þess óvissuástands sem nú ríkir vegna skjálftahrinunnar í Mýrdalsjökli. Víðir Reynisson, verkefnastjóri almannavarna hjá lögreglunni á Suðurlandi segir að fyrst og fremst sé um varúðarráðstöfuna að ræða en komi til flóða sé Sólheimajökull vondur staður til að vera á. „Þessir katlar geta tæmt sig mjög hratt og þó það sé kannski ekki möguleiki á risaflóðum er þetta svo bratt niður. Ef það verður flóð getur það er í gönguleiðirnar upp á jökulinn og að ef einhver væri upp á jöklinum þegar flóð kæmi væri sá hinn sami í mikilli hættu,“ segir Víðir í samtali við Vísi.Víðir Reynisson lögreglufulltrúi.Sjá einnig: Lokað fyrir umferð að SólheimajökliLögregla hefur sett sig í samband við stærstu ferðaþjónustufyrirtækin sem sérhæfa sig í jöklaferðum upp á jökulinn. Segir Víðir að þau hafi öll ákveðið að hætta við ferðir upp á Sólheimajökul á morgun þrátt fyrir að fjölmargir ættu bókaðar slíkar ferðir. Búið er að setja á sólarhringsvakt hjá lögreglunni í næsta nágrenni við Mýrdalsjökul og munu lögreglumenn fara og kanna svæðið í kringum Múlakvísl, Sólheimajökul og Þakgil til þess að athuga hvort að þar séu ferðamenn sem ætli sér að gista á þessum stöðum í tjöldum eða húsbílum yfir nóttina. Segir Víðir að reynist svo vera verði þeim bent á að öruggara sé að finna sér næturgistingu á öðrum stað. Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi, hefur lýfst yfir óvissustigi vegna jarðskjálfta í Mýrdalsjökli sem hófust um hádegisbilið 29. september. Vísindaráð almannavarna telur líklegt að hrinan stafi af kvikuhreyfingum í Kötlu, en enn hafa engin merki um gosóróa mælst. Segir Víðir að með þessum varúðarráðstöfunum séu menn að hafa vaðið fyrir neðan sig komi til eldgoss.Sjá einnig: Óvissustigi lýst yfir vegna KötluEftir nóttina verður staðan metin á ný og nýjustu gögn skoðuð en Veðurstofa Íslands, Almannavarnir og lögregluyfirvöld fylgjast vel með þróun mála í Mýrdalsjökli. Eftirfarandi atburðarrásir eru taldar líklegastar af Almannavarnarnefnd. 1. Jarðskjálftahrinan hættir án frekari atburða. 2. Jökulhlaup kemur fram í ám vegna minniháttar eldgoss eða tæmingar á jarðhitakötlum. 3. Eldgos hefst í Mýrdalsjökli sem nær að brjóta sér leið í gegnum jökulinn. Afleiðingar gætu verið jökulhlaup í ám sem renna frá jöklinum ásamt öskufalli. Tengdar fréttir Lokað fyrir umferð að Sólheimajökli Lögreglan á Suðurlandi hefur tekið ákvörðum um að loka fyrir umferð á veginum að Sólheimajökli vegna yfirstandandi jarðskjálftahrinu í Mýrdalsjökli. 30. september 2016 21:01 Óvissustigi lýst yfir vegna Kötlu Ríkislögreglustjórinn í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi hefur lýst yfir óvissustigi vegna jarðskjálfta í Mýrdalsjökli 30. september 2016 18:11 Vísindamenn "misstu“ af nýlegum eldgosum Nokkur eldgos virðast hafa orðið undir jökli og í sjó við Ísland á undanförnum árum án þess að vísindamenn hafi greint þau fyrr en eftirá. 30. september 2016 16:59 Katla hulin skýjum en fnykur af Múlakvísl Engar breytingar sáust á kötlunum í fyrradag. 30. september 2016 15:45 Mest lesið Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent „Mál að linni“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Lögreglan á Suðurlandi mun fara á þekkta ferðamannastaði í kringum Mýrdalsjökul til þess að athuga hvort að ferðamenn gisti á stöðum sem teljast í hættu komi til flóða gjósi Katla. Almannavarnardeild lögreglustjórans á Selfossi fundaði með lögregluyfirvöldum á Suðurlandi í kvöld til þess að fara yfir stöðu mála. Óvissuástandið og aðgerðir yfirvalda á svæðinu eru fyrst og fremst varúðarráðstafanir að sögn lögreglufulltrúa.Líkt og komið hefur fram á Vísi var ákveðið að loka veginum að Sólheimajökli, sem er skriðjökull úr Mýrdalsjökli og vinsæll ferðamannastaður, og stöðva allar ferðir upp á jökulinn vegna þess óvissuástands sem nú ríkir vegna skjálftahrinunnar í Mýrdalsjökli. Víðir Reynisson, verkefnastjóri almannavarna hjá lögreglunni á Suðurlandi segir að fyrst og fremst sé um varúðarráðstöfuna að ræða en komi til flóða sé Sólheimajökull vondur staður til að vera á. „Þessir katlar geta tæmt sig mjög hratt og þó það sé kannski ekki möguleiki á risaflóðum er þetta svo bratt niður. Ef það verður flóð getur það er í gönguleiðirnar upp á jökulinn og að ef einhver væri upp á jöklinum þegar flóð kæmi væri sá hinn sami í mikilli hættu,“ segir Víðir í samtali við Vísi.Víðir Reynisson lögreglufulltrúi.Sjá einnig: Lokað fyrir umferð að SólheimajökliLögregla hefur sett sig í samband við stærstu ferðaþjónustufyrirtækin sem sérhæfa sig í jöklaferðum upp á jökulinn. Segir Víðir að þau hafi öll ákveðið að hætta við ferðir upp á Sólheimajökul á morgun þrátt fyrir að fjölmargir ættu bókaðar slíkar ferðir. Búið er að setja á sólarhringsvakt hjá lögreglunni í næsta nágrenni við Mýrdalsjökul og munu lögreglumenn fara og kanna svæðið í kringum Múlakvísl, Sólheimajökul og Þakgil til þess að athuga hvort að þar séu ferðamenn sem ætli sér að gista á þessum stöðum í tjöldum eða húsbílum yfir nóttina. Segir Víðir að reynist svo vera verði þeim bent á að öruggara sé að finna sér næturgistingu á öðrum stað. Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi, hefur lýfst yfir óvissustigi vegna jarðskjálfta í Mýrdalsjökli sem hófust um hádegisbilið 29. september. Vísindaráð almannavarna telur líklegt að hrinan stafi af kvikuhreyfingum í Kötlu, en enn hafa engin merki um gosóróa mælst. Segir Víðir að með þessum varúðarráðstöfunum séu menn að hafa vaðið fyrir neðan sig komi til eldgoss.Sjá einnig: Óvissustigi lýst yfir vegna KötluEftir nóttina verður staðan metin á ný og nýjustu gögn skoðuð en Veðurstofa Íslands, Almannavarnir og lögregluyfirvöld fylgjast vel með þróun mála í Mýrdalsjökli. Eftirfarandi atburðarrásir eru taldar líklegastar af Almannavarnarnefnd. 1. Jarðskjálftahrinan hættir án frekari atburða. 2. Jökulhlaup kemur fram í ám vegna minniháttar eldgoss eða tæmingar á jarðhitakötlum. 3. Eldgos hefst í Mýrdalsjökli sem nær að brjóta sér leið í gegnum jökulinn. Afleiðingar gætu verið jökulhlaup í ám sem renna frá jöklinum ásamt öskufalli.
Tengdar fréttir Lokað fyrir umferð að Sólheimajökli Lögreglan á Suðurlandi hefur tekið ákvörðum um að loka fyrir umferð á veginum að Sólheimajökli vegna yfirstandandi jarðskjálftahrinu í Mýrdalsjökli. 30. september 2016 21:01 Óvissustigi lýst yfir vegna Kötlu Ríkislögreglustjórinn í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi hefur lýst yfir óvissustigi vegna jarðskjálfta í Mýrdalsjökli 30. september 2016 18:11 Vísindamenn "misstu“ af nýlegum eldgosum Nokkur eldgos virðast hafa orðið undir jökli og í sjó við Ísland á undanförnum árum án þess að vísindamenn hafi greint þau fyrr en eftirá. 30. september 2016 16:59 Katla hulin skýjum en fnykur af Múlakvísl Engar breytingar sáust á kötlunum í fyrradag. 30. september 2016 15:45 Mest lesið Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent „Mál að linni“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Lokað fyrir umferð að Sólheimajökli Lögreglan á Suðurlandi hefur tekið ákvörðum um að loka fyrir umferð á veginum að Sólheimajökli vegna yfirstandandi jarðskjálftahrinu í Mýrdalsjökli. 30. september 2016 21:01
Óvissustigi lýst yfir vegna Kötlu Ríkislögreglustjórinn í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi hefur lýst yfir óvissustigi vegna jarðskjálfta í Mýrdalsjökli 30. september 2016 18:11
Vísindamenn "misstu“ af nýlegum eldgosum Nokkur eldgos virðast hafa orðið undir jökli og í sjó við Ísland á undanförnum árum án þess að vísindamenn hafi greint þau fyrr en eftirá. 30. september 2016 16:59
Katla hulin skýjum en fnykur af Múlakvísl Engar breytingar sáust á kötlunum í fyrradag. 30. september 2016 15:45