Ragnar: Lít á alla heimaleiki sem skyldusigur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. október 2016 20:58 Ragnar kann vel við sig í London. vísir/eyþór Ragnar Sigurðsson segist kunna vel við sig hjá Fulham en hann gekk til liðs við enska B-deildarliðið í ágúst. Hann er ánægður með fyrstu vikurnar hjá nýja liðinu. „Þær hafa verið frábærar, ég er að fíla þetta í botn. Það vita allir að London er frábær borg. Við Ragga, unnusta mín, höfum verið svolítið einangruð í Rússlandi. Núna á ég allt í einu fullt af vinum aftur,“ sagði Ragnar í léttum dúr í samtali við Tómas Þór Þórðarson á æfingu landsliðsins í Egilshöll í kvöld. „Það er frábært að það sé töluð enska og maður skilji og geti tjáð sig, að maður geti farið á veitingastað og pantað mat án þess að verði misskilningur. Ég tala nú ekki um allt sem er hægt að gera þarna, lífið og menningin þarna er frábær,“ bætti Ragnar við. Miðvörðurinn hefur spilað síðustu fimm deildarleiki Fulham og virðist vera búinn að festa sig í sessi í liðinu. Ragnar segir að leikstíllinn á Englandi henti sér vel. „Þetta er geðveikur bolti. Það hefur alltaf verið sagt um mig að ég ætti að spila í ensku deildinni. Það er mikill hraði og kraftur í þessari deild og minn leikstíll hefur verið svolítið þannig í gegnum árin. Ég fíla þetta,“ sagði Ragnar. Framundan hjá íslenska liðinu er tveir heimaleikir gegn Finnlandi og Tyrklandi í undankeppni HM 2018. Nokkuð er um meiðsli í íslenska liðinu og Ragnar segir að nú geti reynt á breiddina í hópnum. „Við vonum að allir verði komnir í stand á fimmtudaginn. Við höfum verið mjög heppnir með meiðsli og nánast spilað á sama liðinu í nokkur ár. Núna reynir kannski aðeins á breiddina en við erum með frábæran hóp og erum ekkert áhyggjufullir. Það kemur maður í manns stað í fótbolta og það vita allir hvað þeir eiga að gera. Mér líst vel á þetta,“ sagði Ragnar. En lítur hann á leikinn gegn Finnum sem skyldusigur? „Ég er farinn að líta á alla heimaleiki sem skyldusigur. Það skiptir eiginlega ekki máli við hverja við spilum, nema ef það er Þýskaland eða eitthvað svoleiðis. Eins og Heimir [Hallgrímsson, landsliðsþjálfari] sagði áðan erum við í dauðafæri að ná góðri byrjun,“ sagði Ragnar að lokum. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Hörður Björgvin: Aldrei liðið jafn vel Varnarmaðurinn færði sig um set í sumar og kann afar vel við sig hjá Bristol City. 3. október 2016 19:03 Börsungurinn ekki með Tyrkjum gegn Íslandi Besti fótboltamaður tyrkneska landsliðsins er enn þá úti í kuldanum hjá þjálfarnaum. 2. október 2016 14:15 900 miðar á Tyrklandsleikinn í sölu á morgun Níuhundruð miðar á leik Íslands og Tyrklands í undankeppni HM 2018 fara í sölu á hádegi á morgun. 3. október 2016 17:34 Alfreð: Fæ töluvert færri færi en í fyrra Alfreð Finnbogason segir að það reyni á breiddina í íslenska fótboltalandsliðinu í leikjunum gegn Finnlandi og Tyrklandi í undankeppni HM 2018. 3. október 2016 19:39 Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Fleiri fréttir Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjá meira
Ragnar Sigurðsson segist kunna vel við sig hjá Fulham en hann gekk til liðs við enska B-deildarliðið í ágúst. Hann er ánægður með fyrstu vikurnar hjá nýja liðinu. „Þær hafa verið frábærar, ég er að fíla þetta í botn. Það vita allir að London er frábær borg. Við Ragga, unnusta mín, höfum verið svolítið einangruð í Rússlandi. Núna á ég allt í einu fullt af vinum aftur,“ sagði Ragnar í léttum dúr í samtali við Tómas Þór Þórðarson á æfingu landsliðsins í Egilshöll í kvöld. „Það er frábært að það sé töluð enska og maður skilji og geti tjáð sig, að maður geti farið á veitingastað og pantað mat án þess að verði misskilningur. Ég tala nú ekki um allt sem er hægt að gera þarna, lífið og menningin þarna er frábær,“ bætti Ragnar við. Miðvörðurinn hefur spilað síðustu fimm deildarleiki Fulham og virðist vera búinn að festa sig í sessi í liðinu. Ragnar segir að leikstíllinn á Englandi henti sér vel. „Þetta er geðveikur bolti. Það hefur alltaf verið sagt um mig að ég ætti að spila í ensku deildinni. Það er mikill hraði og kraftur í þessari deild og minn leikstíll hefur verið svolítið þannig í gegnum árin. Ég fíla þetta,“ sagði Ragnar. Framundan hjá íslenska liðinu er tveir heimaleikir gegn Finnlandi og Tyrklandi í undankeppni HM 2018. Nokkuð er um meiðsli í íslenska liðinu og Ragnar segir að nú geti reynt á breiddina í hópnum. „Við vonum að allir verði komnir í stand á fimmtudaginn. Við höfum verið mjög heppnir með meiðsli og nánast spilað á sama liðinu í nokkur ár. Núna reynir kannski aðeins á breiddina en við erum með frábæran hóp og erum ekkert áhyggjufullir. Það kemur maður í manns stað í fótbolta og það vita allir hvað þeir eiga að gera. Mér líst vel á þetta,“ sagði Ragnar. En lítur hann á leikinn gegn Finnum sem skyldusigur? „Ég er farinn að líta á alla heimaleiki sem skyldusigur. Það skiptir eiginlega ekki máli við hverja við spilum, nema ef það er Þýskaland eða eitthvað svoleiðis. Eins og Heimir [Hallgrímsson, landsliðsþjálfari] sagði áðan erum við í dauðafæri að ná góðri byrjun,“ sagði Ragnar að lokum.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Hörður Björgvin: Aldrei liðið jafn vel Varnarmaðurinn færði sig um set í sumar og kann afar vel við sig hjá Bristol City. 3. október 2016 19:03 Börsungurinn ekki með Tyrkjum gegn Íslandi Besti fótboltamaður tyrkneska landsliðsins er enn þá úti í kuldanum hjá þjálfarnaum. 2. október 2016 14:15 900 miðar á Tyrklandsleikinn í sölu á morgun Níuhundruð miðar á leik Íslands og Tyrklands í undankeppni HM 2018 fara í sölu á hádegi á morgun. 3. október 2016 17:34 Alfreð: Fæ töluvert færri færi en í fyrra Alfreð Finnbogason segir að það reyni á breiddina í íslenska fótboltalandsliðinu í leikjunum gegn Finnlandi og Tyrklandi í undankeppni HM 2018. 3. október 2016 19:39 Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Fleiri fréttir Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjá meira
Hörður Björgvin: Aldrei liðið jafn vel Varnarmaðurinn færði sig um set í sumar og kann afar vel við sig hjá Bristol City. 3. október 2016 19:03
Börsungurinn ekki með Tyrkjum gegn Íslandi Besti fótboltamaður tyrkneska landsliðsins er enn þá úti í kuldanum hjá þjálfarnaum. 2. október 2016 14:15
900 miðar á Tyrklandsleikinn í sölu á morgun Níuhundruð miðar á leik Íslands og Tyrklands í undankeppni HM 2018 fara í sölu á hádegi á morgun. 3. október 2016 17:34
Alfreð: Fæ töluvert færri færi en í fyrra Alfreð Finnbogason segir að það reyni á breiddina í íslenska fótboltalandsliðinu í leikjunum gegn Finnlandi og Tyrklandi í undankeppni HM 2018. 3. október 2016 19:39