Ragnar: Lít á alla heimaleiki sem skyldusigur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. október 2016 20:58 Ragnar kann vel við sig í London. vísir/eyþór Ragnar Sigurðsson segist kunna vel við sig hjá Fulham en hann gekk til liðs við enska B-deildarliðið í ágúst. Hann er ánægður með fyrstu vikurnar hjá nýja liðinu. „Þær hafa verið frábærar, ég er að fíla þetta í botn. Það vita allir að London er frábær borg. Við Ragga, unnusta mín, höfum verið svolítið einangruð í Rússlandi. Núna á ég allt í einu fullt af vinum aftur,“ sagði Ragnar í léttum dúr í samtali við Tómas Þór Þórðarson á æfingu landsliðsins í Egilshöll í kvöld. „Það er frábært að það sé töluð enska og maður skilji og geti tjáð sig, að maður geti farið á veitingastað og pantað mat án þess að verði misskilningur. Ég tala nú ekki um allt sem er hægt að gera þarna, lífið og menningin þarna er frábær,“ bætti Ragnar við. Miðvörðurinn hefur spilað síðustu fimm deildarleiki Fulham og virðist vera búinn að festa sig í sessi í liðinu. Ragnar segir að leikstíllinn á Englandi henti sér vel. „Þetta er geðveikur bolti. Það hefur alltaf verið sagt um mig að ég ætti að spila í ensku deildinni. Það er mikill hraði og kraftur í þessari deild og minn leikstíll hefur verið svolítið þannig í gegnum árin. Ég fíla þetta,“ sagði Ragnar. Framundan hjá íslenska liðinu er tveir heimaleikir gegn Finnlandi og Tyrklandi í undankeppni HM 2018. Nokkuð er um meiðsli í íslenska liðinu og Ragnar segir að nú geti reynt á breiddina í hópnum. „Við vonum að allir verði komnir í stand á fimmtudaginn. Við höfum verið mjög heppnir með meiðsli og nánast spilað á sama liðinu í nokkur ár. Núna reynir kannski aðeins á breiddina en við erum með frábæran hóp og erum ekkert áhyggjufullir. Það kemur maður í manns stað í fótbolta og það vita allir hvað þeir eiga að gera. Mér líst vel á þetta,“ sagði Ragnar. En lítur hann á leikinn gegn Finnum sem skyldusigur? „Ég er farinn að líta á alla heimaleiki sem skyldusigur. Það skiptir eiginlega ekki máli við hverja við spilum, nema ef það er Þýskaland eða eitthvað svoleiðis. Eins og Heimir [Hallgrímsson, landsliðsþjálfari] sagði áðan erum við í dauðafæri að ná góðri byrjun,“ sagði Ragnar að lokum. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Hörður Björgvin: Aldrei liðið jafn vel Varnarmaðurinn færði sig um set í sumar og kann afar vel við sig hjá Bristol City. 3. október 2016 19:03 Börsungurinn ekki með Tyrkjum gegn Íslandi Besti fótboltamaður tyrkneska landsliðsins er enn þá úti í kuldanum hjá þjálfarnaum. 2. október 2016 14:15 900 miðar á Tyrklandsleikinn í sölu á morgun Níuhundruð miðar á leik Íslands og Tyrklands í undankeppni HM 2018 fara í sölu á hádegi á morgun. 3. október 2016 17:34 Alfreð: Fæ töluvert færri færi en í fyrra Alfreð Finnbogason segir að það reyni á breiddina í íslenska fótboltalandsliðinu í leikjunum gegn Finnlandi og Tyrklandi í undankeppni HM 2018. 3. október 2016 19:39 Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Fleiri fréttir Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Sjá meira
Ragnar Sigurðsson segist kunna vel við sig hjá Fulham en hann gekk til liðs við enska B-deildarliðið í ágúst. Hann er ánægður með fyrstu vikurnar hjá nýja liðinu. „Þær hafa verið frábærar, ég er að fíla þetta í botn. Það vita allir að London er frábær borg. Við Ragga, unnusta mín, höfum verið svolítið einangruð í Rússlandi. Núna á ég allt í einu fullt af vinum aftur,“ sagði Ragnar í léttum dúr í samtali við Tómas Þór Þórðarson á æfingu landsliðsins í Egilshöll í kvöld. „Það er frábært að það sé töluð enska og maður skilji og geti tjáð sig, að maður geti farið á veitingastað og pantað mat án þess að verði misskilningur. Ég tala nú ekki um allt sem er hægt að gera þarna, lífið og menningin þarna er frábær,“ bætti Ragnar við. Miðvörðurinn hefur spilað síðustu fimm deildarleiki Fulham og virðist vera búinn að festa sig í sessi í liðinu. Ragnar segir að leikstíllinn á Englandi henti sér vel. „Þetta er geðveikur bolti. Það hefur alltaf verið sagt um mig að ég ætti að spila í ensku deildinni. Það er mikill hraði og kraftur í þessari deild og minn leikstíll hefur verið svolítið þannig í gegnum árin. Ég fíla þetta,“ sagði Ragnar. Framundan hjá íslenska liðinu er tveir heimaleikir gegn Finnlandi og Tyrklandi í undankeppni HM 2018. Nokkuð er um meiðsli í íslenska liðinu og Ragnar segir að nú geti reynt á breiddina í hópnum. „Við vonum að allir verði komnir í stand á fimmtudaginn. Við höfum verið mjög heppnir með meiðsli og nánast spilað á sama liðinu í nokkur ár. Núna reynir kannski aðeins á breiddina en við erum með frábæran hóp og erum ekkert áhyggjufullir. Það kemur maður í manns stað í fótbolta og það vita allir hvað þeir eiga að gera. Mér líst vel á þetta,“ sagði Ragnar. En lítur hann á leikinn gegn Finnum sem skyldusigur? „Ég er farinn að líta á alla heimaleiki sem skyldusigur. Það skiptir eiginlega ekki máli við hverja við spilum, nema ef það er Þýskaland eða eitthvað svoleiðis. Eins og Heimir [Hallgrímsson, landsliðsþjálfari] sagði áðan erum við í dauðafæri að ná góðri byrjun,“ sagði Ragnar að lokum.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Hörður Björgvin: Aldrei liðið jafn vel Varnarmaðurinn færði sig um set í sumar og kann afar vel við sig hjá Bristol City. 3. október 2016 19:03 Börsungurinn ekki með Tyrkjum gegn Íslandi Besti fótboltamaður tyrkneska landsliðsins er enn þá úti í kuldanum hjá þjálfarnaum. 2. október 2016 14:15 900 miðar á Tyrklandsleikinn í sölu á morgun Níuhundruð miðar á leik Íslands og Tyrklands í undankeppni HM 2018 fara í sölu á hádegi á morgun. 3. október 2016 17:34 Alfreð: Fæ töluvert færri færi en í fyrra Alfreð Finnbogason segir að það reyni á breiddina í íslenska fótboltalandsliðinu í leikjunum gegn Finnlandi og Tyrklandi í undankeppni HM 2018. 3. október 2016 19:39 Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Fleiri fréttir Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Sjá meira
Hörður Björgvin: Aldrei liðið jafn vel Varnarmaðurinn færði sig um set í sumar og kann afar vel við sig hjá Bristol City. 3. október 2016 19:03
Börsungurinn ekki með Tyrkjum gegn Íslandi Besti fótboltamaður tyrkneska landsliðsins er enn þá úti í kuldanum hjá þjálfarnaum. 2. október 2016 14:15
900 miðar á Tyrklandsleikinn í sölu á morgun Níuhundruð miðar á leik Íslands og Tyrklands í undankeppni HM 2018 fara í sölu á hádegi á morgun. 3. október 2016 17:34
Alfreð: Fæ töluvert færri færi en í fyrra Alfreð Finnbogason segir að það reyni á breiddina í íslenska fótboltalandsliðinu í leikjunum gegn Finnlandi og Tyrklandi í undankeppni HM 2018. 3. október 2016 19:39