Sigmundur Davíð: „Á flokksþinginu og í aðdraganda þess urðu atburðir sem ég hefði ekki trúað að gætu átt sér stað í Framsóknarflokknum“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. október 2016 17:46 Sigmundur Davíð og Anna Sigurlaug kona hans eftir formannskjörið á sunnudag þar sem hann laut í lægra haldi fyrir Sigurði Inga. vísir/anton brink Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins trúði því ekki að þeir atburðir sem áttu sér stað á flokksþingi Framsóknarmanna og aðdraganda þess gætu átt sér stað í flokknum. Þess vegna hefur hann ekki viljað ræða við fjölmiðla efitr þingið og segist enn ætla að bíða með það. Þetta kemur fram í færslu á Facebook-síðu Sigmundar Davíðs en þar kveðst hann ætla að halda áfram að vinna með félögum sínum í Norðausturkjördæmi, og má ekki skilja orð Sigmundar öðruvísi en svo að hann ætli sér að leiða lista flokksins í kjördæminu þrátt fyrir að hafa tapað formannskjörinu um helgina. Samkvæmt heimildum fréttastofu er Sigmundur nú á leiðinni austur á land ásamt Lilju Alfreðsdóttur, nýkjörnum varaformanni Framsóknarflokksins en hún hefur um langt skeið verið einn nánasti samstarfsmaður Sigmundar. „Ég ætla enn að bíða með að ræða málin í fjölmiðlum en get þó staðfest að mér er ljúft og skylt að vinna áfram með félögum mínum í Norðausturkjördæmi. Gagnvart þeim hef ég tekið að mér skyldur sem ég hef ekki hugsað mér að hverfa frá. Á næstu misserum mun ég þvert á móti fyrst og fremst einbeita mér að því að sinna kjördæminu og málefnum þessm,“ segir Sigmundur Davíð. Hann lýkur færslunni að þakka vinum sínum og stuðningsfólki í Framsókn sem og fólki utan flokka sem hefur sýnt honum stuðning og sent honum kveðjur. „Jafnframt heiti ég því að gefast ekki upp á að berjast fyrir því sem ég tel til þess fallið að bæta samfélagið og rétta hlut þeirra sem á er hallað með hverjum sem vill ganga til þeirra verka með mér,“ segir Sigmundur Davíð að lokum en færslu hans má sjá í heild sinni hér að neðan.Fyrr í dag setti Jóhannes Þór Skúlason aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs færslu á Facebook-síðu sína en þar lýsti hann yfir miklum vonbrigðum með úrslit formannskjörsins auk þess sem hann sagði aðdraganda þess hafa verið ömurlegan. Vísir spurði Jóhannes nánar út í aðdragandann en hann vildi ekki tjá sig um hann að öðru leyti en því að ýmislegt hafi verið í gangi undir yfirborðinu. Tengdar fréttir Segja sannanir fyrir svindli í formannskjöri Framsóknar Formaður Framsóknarfélagsins í Reykjavík fullyrðir að átt hafi verið við kjörskrá á flokksþinginu um helgina. Borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina segir fjármagnseigendur hafa rænt völdum af grasrótinni. 4. október 2016 06:00 Jóhannes Þór: Úrslitin gríðarleg vonbrigði og aðdragandinn ömurlegur Aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugsson lætur af störfum eftir kosningar. 4. október 2016 14:07 Sigmundur Davíð áfram í oddvitasætinu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, verður áfram oddviti Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi í komandi alþingiskosningum. 4. október 2016 07:47 Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins trúði því ekki að þeir atburðir sem áttu sér stað á flokksþingi Framsóknarmanna og aðdraganda þess gætu átt sér stað í flokknum. Þess vegna hefur hann ekki viljað ræða við fjölmiðla efitr þingið og segist enn ætla að bíða með það. Þetta kemur fram í færslu á Facebook-síðu Sigmundar Davíðs en þar kveðst hann ætla að halda áfram að vinna með félögum sínum í Norðausturkjördæmi, og má ekki skilja orð Sigmundar öðruvísi en svo að hann ætli sér að leiða lista flokksins í kjördæminu þrátt fyrir að hafa tapað formannskjörinu um helgina. Samkvæmt heimildum fréttastofu er Sigmundur nú á leiðinni austur á land ásamt Lilju Alfreðsdóttur, nýkjörnum varaformanni Framsóknarflokksins en hún hefur um langt skeið verið einn nánasti samstarfsmaður Sigmundar. „Ég ætla enn að bíða með að ræða málin í fjölmiðlum en get þó staðfest að mér er ljúft og skylt að vinna áfram með félögum mínum í Norðausturkjördæmi. Gagnvart þeim hef ég tekið að mér skyldur sem ég hef ekki hugsað mér að hverfa frá. Á næstu misserum mun ég þvert á móti fyrst og fremst einbeita mér að því að sinna kjördæminu og málefnum þessm,“ segir Sigmundur Davíð. Hann lýkur færslunni að þakka vinum sínum og stuðningsfólki í Framsókn sem og fólki utan flokka sem hefur sýnt honum stuðning og sent honum kveðjur. „Jafnframt heiti ég því að gefast ekki upp á að berjast fyrir því sem ég tel til þess fallið að bæta samfélagið og rétta hlut þeirra sem á er hallað með hverjum sem vill ganga til þeirra verka með mér,“ segir Sigmundur Davíð að lokum en færslu hans má sjá í heild sinni hér að neðan.Fyrr í dag setti Jóhannes Þór Skúlason aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs færslu á Facebook-síðu sína en þar lýsti hann yfir miklum vonbrigðum með úrslit formannskjörsins auk þess sem hann sagði aðdraganda þess hafa verið ömurlegan. Vísir spurði Jóhannes nánar út í aðdragandann en hann vildi ekki tjá sig um hann að öðru leyti en því að ýmislegt hafi verið í gangi undir yfirborðinu.
Tengdar fréttir Segja sannanir fyrir svindli í formannskjöri Framsóknar Formaður Framsóknarfélagsins í Reykjavík fullyrðir að átt hafi verið við kjörskrá á flokksþinginu um helgina. Borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina segir fjármagnseigendur hafa rænt völdum af grasrótinni. 4. október 2016 06:00 Jóhannes Þór: Úrslitin gríðarleg vonbrigði og aðdragandinn ömurlegur Aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugsson lætur af störfum eftir kosningar. 4. október 2016 14:07 Sigmundur Davíð áfram í oddvitasætinu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, verður áfram oddviti Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi í komandi alþingiskosningum. 4. október 2016 07:47 Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Segja sannanir fyrir svindli í formannskjöri Framsóknar Formaður Framsóknarfélagsins í Reykjavík fullyrðir að átt hafi verið við kjörskrá á flokksþinginu um helgina. Borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina segir fjármagnseigendur hafa rænt völdum af grasrótinni. 4. október 2016 06:00
Jóhannes Þór: Úrslitin gríðarleg vonbrigði og aðdragandinn ömurlegur Aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs Gunnlaugsson lætur af störfum eftir kosningar. 4. október 2016 14:07
Sigmundur Davíð áfram í oddvitasætinu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, verður áfram oddviti Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi í komandi alþingiskosningum. 4. október 2016 07:47