Þetta er besti völlurinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. október 2016 06:00 Aron Elís Þrándarson hefur spilað alla átta leiki íslenska liðsins í undankeppninni til þessa sem og fjórir aðrir leikmenn, eða þeir Adam Örn Arnarson, Böðvar Böðvarsson, Elías Már Ómarsson og Orri Sigurður Ómarsson. vísir/ernir „Við erum í dauðafæri og erum staðráðnir í því að fara alla leið í þessu. Við erum komnir í þá stöðu að ef við vinnum báða leikina þá förum við alla leið. Við ætlum bara að gera það,“ segir Aron Elís Þrándarson, framherji íslenska 21 árs landsliðsins sem tryggir sér sæti í úrslitakeppni EM með því að vinna tvo síðustu leiki sína í undankeppninni.Tveir leikir á sex dögum Fram undan eru tveir leikir á heimavelli á aðeins sex dögum og sá fyrri er á Víkingsvellinum klukkan 15.30 í dag. Íslenska liðið er þremur stigum á eftir Makedóníu og tveimur stigum á eftir Frakklandi en á leik inni á báðar þjóðir. Jafni Ísland Makedóníu að stigum verður íslenska liðið alltaf ofar þar sem liðið stendur betur hvað varðar innbyrðisviðureignir. „Þetta er í okkar höndum. Við þurfum allavega að klúðra þessu,“ segir Aron Elís ákveðinn. Verður eitthvert stress hjá strákunum í dag? „Það má ekkert klikka hjá okkur en ég held samt að við séum alveg slakir yfir þessu. Við vitum alveg hvað við þurfum að gera og við vitum alveg hvernig Skotarnir eru. Þetta verður bara barátta og við þurfum bara að sjá til þess að við vinnum hana,“ segir Aron. Úrslitakeppnin fer fram í Tékklandi næsta sumar og tólf þjóðir keppa þá um Evrópumeistaratitilinn.Risastór gluggi „Þetta er risastór gluggi og ég held að allir séu að fara gefa 150 prósent í þetta,“ segir Aron. Íslenska liðið skoraði átta mörk í fyrstu fjórum leikjum sínum í keppninni en hefur aðeins skorað eitt mark í síðustu fjórum leikjum sínum. Hefur Aron Elís áhyggjur af því? „Það eru gæði í liðinu en við leggjum svolítið mikið upp með það að vera sterkir til baka og beita góðum skyndisóknum. Við höfum alveg fengið færi en boltinn hefur ekki verið að detta inn hjá okkur. Ég hef fulla trú á að þetta muni breytast núna,“ sagði hann. Aron Elís er að fara að spila á sínum gamla heimavelli í dag en hann er uppalinn Víkingur. Hann hefur spilað á vellinum með bæði 17 ára og 19 ára landsliðinu en spilar nú í Víkinni í fyrsta sinn í rúm tvö ár. „Ég er mjög ánægður með það að fá að koma aftur á Víkingsvöllinn. Þetta verður gaman fyrir mig,“ segir Aron en mun það hjálpa honum? „Ég á góðar minningar frá Víkingsvellinum. Þetta er besti völlurinn,“ segir Aron brosandi. Aron Elís leikur með norska liðinu Aalesunds FK og er á sínu öðru tímabili. Liðið var í fallsæti fyrir aðeins nokkrum vikum en fjórir sigrar í röð hafa komið liðinu upp í tíunda sæti. „Þetta byrjaði brösuglega en upp á síðkastið þá erum við búnir að vera óstöðvandi. Við Íslendingarnir í Aalesunds komum fullir sjálfstrausts inn í þessa leiki,“ segir Aron en í íslenska hópnum eru einnig liðsfélagar hans Adam Örn Arnarson og Daníel Leó Grétarsson. Aron þekkir hina strákana einnig vel. „Við þekkjum hver annan út og inn enda búnir að vera spila saman í gegnum öll landsliðinu,“ segir Aron.Svo stutt í þetta „Við höfum verið að tala um það að það er svo stutt í þetta. Þetta eru bara tveir leikir sem við þurfum að klára og þá erum við komnir alla leið. Það væri synd að fara að klúðra þessu núna. Það væri svo gaman að komast í lokakeppnina,“ segir Aron Elís. „Við erum búnir að gera mjög vel í riðlinum og þetta er sterkur riðill. Við erum sáttir með okkur hingað til og nú er bara að fara alla leið. Við erum allir einbeittir og á sömu blaðsíðu. Ég hef því mjög góða tilfinningu fyrir þessu,“ segir Aron Elís. Fótbolti Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira
„Við erum í dauðafæri og erum staðráðnir í því að fara alla leið í þessu. Við erum komnir í þá stöðu að ef við vinnum báða leikina þá förum við alla leið. Við ætlum bara að gera það,“ segir Aron Elís Þrándarson, framherji íslenska 21 árs landsliðsins sem tryggir sér sæti í úrslitakeppni EM með því að vinna tvo síðustu leiki sína í undankeppninni.Tveir leikir á sex dögum Fram undan eru tveir leikir á heimavelli á aðeins sex dögum og sá fyrri er á Víkingsvellinum klukkan 15.30 í dag. Íslenska liðið er þremur stigum á eftir Makedóníu og tveimur stigum á eftir Frakklandi en á leik inni á báðar þjóðir. Jafni Ísland Makedóníu að stigum verður íslenska liðið alltaf ofar þar sem liðið stendur betur hvað varðar innbyrðisviðureignir. „Þetta er í okkar höndum. Við þurfum allavega að klúðra þessu,“ segir Aron Elís ákveðinn. Verður eitthvert stress hjá strákunum í dag? „Það má ekkert klikka hjá okkur en ég held samt að við séum alveg slakir yfir þessu. Við vitum alveg hvað við þurfum að gera og við vitum alveg hvernig Skotarnir eru. Þetta verður bara barátta og við þurfum bara að sjá til þess að við vinnum hana,“ segir Aron. Úrslitakeppnin fer fram í Tékklandi næsta sumar og tólf þjóðir keppa þá um Evrópumeistaratitilinn.Risastór gluggi „Þetta er risastór gluggi og ég held að allir séu að fara gefa 150 prósent í þetta,“ segir Aron. Íslenska liðið skoraði átta mörk í fyrstu fjórum leikjum sínum í keppninni en hefur aðeins skorað eitt mark í síðustu fjórum leikjum sínum. Hefur Aron Elís áhyggjur af því? „Það eru gæði í liðinu en við leggjum svolítið mikið upp með það að vera sterkir til baka og beita góðum skyndisóknum. Við höfum alveg fengið færi en boltinn hefur ekki verið að detta inn hjá okkur. Ég hef fulla trú á að þetta muni breytast núna,“ sagði hann. Aron Elís er að fara að spila á sínum gamla heimavelli í dag en hann er uppalinn Víkingur. Hann hefur spilað á vellinum með bæði 17 ára og 19 ára landsliðinu en spilar nú í Víkinni í fyrsta sinn í rúm tvö ár. „Ég er mjög ánægður með það að fá að koma aftur á Víkingsvöllinn. Þetta verður gaman fyrir mig,“ segir Aron en mun það hjálpa honum? „Ég á góðar minningar frá Víkingsvellinum. Þetta er besti völlurinn,“ segir Aron brosandi. Aron Elís leikur með norska liðinu Aalesunds FK og er á sínu öðru tímabili. Liðið var í fallsæti fyrir aðeins nokkrum vikum en fjórir sigrar í röð hafa komið liðinu upp í tíunda sæti. „Þetta byrjaði brösuglega en upp á síðkastið þá erum við búnir að vera óstöðvandi. Við Íslendingarnir í Aalesunds komum fullir sjálfstrausts inn í þessa leiki,“ segir Aron en í íslenska hópnum eru einnig liðsfélagar hans Adam Örn Arnarson og Daníel Leó Grétarsson. Aron þekkir hina strákana einnig vel. „Við þekkjum hver annan út og inn enda búnir að vera spila saman í gegnum öll landsliðinu,“ segir Aron.Svo stutt í þetta „Við höfum verið að tala um það að það er svo stutt í þetta. Þetta eru bara tveir leikir sem við þurfum að klára og þá erum við komnir alla leið. Það væri synd að fara að klúðra þessu núna. Það væri svo gaman að komast í lokakeppnina,“ segir Aron Elís. „Við erum búnir að gera mjög vel í riðlinum og þetta er sterkur riðill. Við erum sáttir með okkur hingað til og nú er bara að fara alla leið. Við erum allir einbeittir og á sömu blaðsíðu. Ég hef því mjög góða tilfinningu fyrir þessu,“ segir Aron Elís.
Fótbolti Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira