Þetta er besti völlurinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. október 2016 06:00 Aron Elís Þrándarson hefur spilað alla átta leiki íslenska liðsins í undankeppninni til þessa sem og fjórir aðrir leikmenn, eða þeir Adam Örn Arnarson, Böðvar Böðvarsson, Elías Már Ómarsson og Orri Sigurður Ómarsson. vísir/ernir „Við erum í dauðafæri og erum staðráðnir í því að fara alla leið í þessu. Við erum komnir í þá stöðu að ef við vinnum báða leikina þá förum við alla leið. Við ætlum bara að gera það,“ segir Aron Elís Þrándarson, framherji íslenska 21 árs landsliðsins sem tryggir sér sæti í úrslitakeppni EM með því að vinna tvo síðustu leiki sína í undankeppninni.Tveir leikir á sex dögum Fram undan eru tveir leikir á heimavelli á aðeins sex dögum og sá fyrri er á Víkingsvellinum klukkan 15.30 í dag. Íslenska liðið er þremur stigum á eftir Makedóníu og tveimur stigum á eftir Frakklandi en á leik inni á báðar þjóðir. Jafni Ísland Makedóníu að stigum verður íslenska liðið alltaf ofar þar sem liðið stendur betur hvað varðar innbyrðisviðureignir. „Þetta er í okkar höndum. Við þurfum allavega að klúðra þessu,“ segir Aron Elís ákveðinn. Verður eitthvert stress hjá strákunum í dag? „Það má ekkert klikka hjá okkur en ég held samt að við séum alveg slakir yfir þessu. Við vitum alveg hvað við þurfum að gera og við vitum alveg hvernig Skotarnir eru. Þetta verður bara barátta og við þurfum bara að sjá til þess að við vinnum hana,“ segir Aron. Úrslitakeppnin fer fram í Tékklandi næsta sumar og tólf þjóðir keppa þá um Evrópumeistaratitilinn.Risastór gluggi „Þetta er risastór gluggi og ég held að allir séu að fara gefa 150 prósent í þetta,“ segir Aron. Íslenska liðið skoraði átta mörk í fyrstu fjórum leikjum sínum í keppninni en hefur aðeins skorað eitt mark í síðustu fjórum leikjum sínum. Hefur Aron Elís áhyggjur af því? „Það eru gæði í liðinu en við leggjum svolítið mikið upp með það að vera sterkir til baka og beita góðum skyndisóknum. Við höfum alveg fengið færi en boltinn hefur ekki verið að detta inn hjá okkur. Ég hef fulla trú á að þetta muni breytast núna,“ sagði hann. Aron Elís er að fara að spila á sínum gamla heimavelli í dag en hann er uppalinn Víkingur. Hann hefur spilað á vellinum með bæði 17 ára og 19 ára landsliðinu en spilar nú í Víkinni í fyrsta sinn í rúm tvö ár. „Ég er mjög ánægður með það að fá að koma aftur á Víkingsvöllinn. Þetta verður gaman fyrir mig,“ segir Aron en mun það hjálpa honum? „Ég á góðar minningar frá Víkingsvellinum. Þetta er besti völlurinn,“ segir Aron brosandi. Aron Elís leikur með norska liðinu Aalesunds FK og er á sínu öðru tímabili. Liðið var í fallsæti fyrir aðeins nokkrum vikum en fjórir sigrar í röð hafa komið liðinu upp í tíunda sæti. „Þetta byrjaði brösuglega en upp á síðkastið þá erum við búnir að vera óstöðvandi. Við Íslendingarnir í Aalesunds komum fullir sjálfstrausts inn í þessa leiki,“ segir Aron en í íslenska hópnum eru einnig liðsfélagar hans Adam Örn Arnarson og Daníel Leó Grétarsson. Aron þekkir hina strákana einnig vel. „Við þekkjum hver annan út og inn enda búnir að vera spila saman í gegnum öll landsliðinu,“ segir Aron.Svo stutt í þetta „Við höfum verið að tala um það að það er svo stutt í þetta. Þetta eru bara tveir leikir sem við þurfum að klára og þá erum við komnir alla leið. Það væri synd að fara að klúðra þessu núna. Það væri svo gaman að komast í lokakeppnina,“ segir Aron Elís. „Við erum búnir að gera mjög vel í riðlinum og þetta er sterkur riðill. Við erum sáttir með okkur hingað til og nú er bara að fara alla leið. Við erum allir einbeittir og á sömu blaðsíðu. Ég hef því mjög góða tilfinningu fyrir þessu,“ segir Aron Elís. Fótbolti Mest lesið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Enski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Sjá meira
„Við erum í dauðafæri og erum staðráðnir í því að fara alla leið í þessu. Við erum komnir í þá stöðu að ef við vinnum báða leikina þá förum við alla leið. Við ætlum bara að gera það,“ segir Aron Elís Þrándarson, framherji íslenska 21 árs landsliðsins sem tryggir sér sæti í úrslitakeppni EM með því að vinna tvo síðustu leiki sína í undankeppninni.Tveir leikir á sex dögum Fram undan eru tveir leikir á heimavelli á aðeins sex dögum og sá fyrri er á Víkingsvellinum klukkan 15.30 í dag. Íslenska liðið er þremur stigum á eftir Makedóníu og tveimur stigum á eftir Frakklandi en á leik inni á báðar þjóðir. Jafni Ísland Makedóníu að stigum verður íslenska liðið alltaf ofar þar sem liðið stendur betur hvað varðar innbyrðisviðureignir. „Þetta er í okkar höndum. Við þurfum allavega að klúðra þessu,“ segir Aron Elís ákveðinn. Verður eitthvert stress hjá strákunum í dag? „Það má ekkert klikka hjá okkur en ég held samt að við séum alveg slakir yfir þessu. Við vitum alveg hvað við þurfum að gera og við vitum alveg hvernig Skotarnir eru. Þetta verður bara barátta og við þurfum bara að sjá til þess að við vinnum hana,“ segir Aron. Úrslitakeppnin fer fram í Tékklandi næsta sumar og tólf þjóðir keppa þá um Evrópumeistaratitilinn.Risastór gluggi „Þetta er risastór gluggi og ég held að allir séu að fara gefa 150 prósent í þetta,“ segir Aron. Íslenska liðið skoraði átta mörk í fyrstu fjórum leikjum sínum í keppninni en hefur aðeins skorað eitt mark í síðustu fjórum leikjum sínum. Hefur Aron Elís áhyggjur af því? „Það eru gæði í liðinu en við leggjum svolítið mikið upp með það að vera sterkir til baka og beita góðum skyndisóknum. Við höfum alveg fengið færi en boltinn hefur ekki verið að detta inn hjá okkur. Ég hef fulla trú á að þetta muni breytast núna,“ sagði hann. Aron Elís er að fara að spila á sínum gamla heimavelli í dag en hann er uppalinn Víkingur. Hann hefur spilað á vellinum með bæði 17 ára og 19 ára landsliðinu en spilar nú í Víkinni í fyrsta sinn í rúm tvö ár. „Ég er mjög ánægður með það að fá að koma aftur á Víkingsvöllinn. Þetta verður gaman fyrir mig,“ segir Aron en mun það hjálpa honum? „Ég á góðar minningar frá Víkingsvellinum. Þetta er besti völlurinn,“ segir Aron brosandi. Aron Elís leikur með norska liðinu Aalesunds FK og er á sínu öðru tímabili. Liðið var í fallsæti fyrir aðeins nokkrum vikum en fjórir sigrar í röð hafa komið liðinu upp í tíunda sæti. „Þetta byrjaði brösuglega en upp á síðkastið þá erum við búnir að vera óstöðvandi. Við Íslendingarnir í Aalesunds komum fullir sjálfstrausts inn í þessa leiki,“ segir Aron en í íslenska hópnum eru einnig liðsfélagar hans Adam Örn Arnarson og Daníel Leó Grétarsson. Aron þekkir hina strákana einnig vel. „Við þekkjum hver annan út og inn enda búnir að vera spila saman í gegnum öll landsliðinu,“ segir Aron.Svo stutt í þetta „Við höfum verið að tala um það að það er svo stutt í þetta. Þetta eru bara tveir leikir sem við þurfum að klára og þá erum við komnir alla leið. Það væri synd að fara að klúðra þessu núna. Það væri svo gaman að komast í lokakeppnina,“ segir Aron Elís. „Við erum búnir að gera mjög vel í riðlinum og þetta er sterkur riðill. Við erum sáttir með okkur hingað til og nú er bara að fara alla leið. Við erum allir einbeittir og á sömu blaðsíðu. Ég hef því mjög góða tilfinningu fyrir þessu,“ segir Aron Elís.
Fótbolti Mest lesið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Enski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Sjá meira