Erfitt að fá leiðtoga stjórnarflokkanna til að gera upp hug sinn Heimir Már Pétursson skrifar 5. október 2016 19:03 Þingmenn stjórnarandstöðunnar segja stjórnarþingmenn hafa hætt störfum til að sinna kosningabaráttunni á sama tíma og þeim sé haldið verklitlum á þinginu. Stjórnarandstöðunni hafi verið sýndur listi með sextán málum sem mörg hver þyrfti að ræða dögum saman, en nú eru rétt rúmar þrjár vikur til kosninga. Forseti Alþingis sagði á þingfundi í morgun að óvissan um þinglok væri óviðunandi. Alþingi hefur verið verklítið undanfarna daga hvað varðar afgreiðslu mála. Til að mynda var lítið sem ekkert fundað á þinginu í gær á meðan formönnum stjórnarflokkanna var gefið færi á að semja við formenn stjórnarandstöðuflokkanna um hvaða mál verða afgreidd áður en Alþingi lýkur störfum. Ekkert kom út úr þeim málaleitunum. En Katrín Júlíusdóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir að stjórnarandstaðan segist hafi fengið að sjá lista yfir 16 mál sem ríkisstjórnin vildi afgreiða. „Og ef maður fer yfir hann og reynir að reikna út og áætla lágmarks umræðutíma um hvert og eitt mál sem þar var, þá verðum við hér næstu tvær til þrjár vikurnar. Það er bara einfaldlega þannig,“ sagði Katrín. Þá kvörtuðu þingmenn undan því að stjórnarþingmenn mættu illa á nefndarfundi. Þar mættu nær eingöngu þingmenn sem væru ekki að leita endurkjörs, aðrir væru farnir í kosningabaráttu. Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna segir ekkert hafa gerst á þinginu undanfarna daga. „Það hreyfist ekki neitt virðulegur forseti. Forseti verður að slíta fundi. Við verðum að slíta þessu 145. þingi og ganga til kosninga. Það er óverjandi að niðurlægja þingið með þeim hætti sem hér er verið að gera,“ sagði Svandís.Forseti Alþingis ekki sáttur Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis sagði ekki gott ef þingmenn mættu illa á nefndarfundi og sagðist hann ætla að hlutast til um þau mál. En hann leggur líka mikla áherslu á að formenn flokkanna komi saman og semji um þinglokin. „Forseti telur mjög brýnt að fundur eigi sér stað hjá forystumönnum stjórnmálaflokkanna til að reyna að komast að einhverri niðurstöðu í þessu máli. Sú óvissa sem er uppi er óviðunandi,“ sagði forseti Alþingis. Björt Ólafsdóttir þingflokksformaður Bjartrar framtíðar boðaði að kosningabaráttan yrði færð inn í þingsalinn. „Ég segi það hér að ef forseti ætlar ekki að slíta þingi skulum við vera hér til 28. október. Og við notum þennan míkrófón í okkar kosningabaráttu. Það verður erfitt fyrir stjórnarliða sem geta ekki séð sóma sinn í að mæta í vinnuna,“ sagði Björt. Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar sagði það koma úr hörðustu átt frá stjórnarandstöðunni að gagnrýna mætingu á fundi. Stjórnarandstaðan væri með málþóf þegar næg mál lægju fyrir fundinum til að ræða. „Ég held að við ættum að hefja hér málefnalega umræðu um þessi mál. Í stað þess að verða að vera vitni að þessum grimma málþófi sem hér er í gangi,“ sagði Jón. Ásta Guðrún Helgadóttir þingmaður Pírata sendi boltann frá Jóni til heimahúsanna. „Það er náttúrlega svolítið galið að saka minnihlutann um málþóf þegar virðulegur forseti hefur ákveðið að slíta fundi tvo daga í röð. Út af því að háttvirtur meirihluti hefur ekki náð að koma sér saman um það hvað eigi að gera,“ sagði Ásta. Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Þingmenn stjórnarandstöðunnar segja stjórnarþingmenn hafa hætt störfum til að sinna kosningabaráttunni á sama tíma og þeim sé haldið verklitlum á þinginu. Stjórnarandstöðunni hafi verið sýndur listi með sextán málum sem mörg hver þyrfti að ræða dögum saman, en nú eru rétt rúmar þrjár vikur til kosninga. Forseti Alþingis sagði á þingfundi í morgun að óvissan um þinglok væri óviðunandi. Alþingi hefur verið verklítið undanfarna daga hvað varðar afgreiðslu mála. Til að mynda var lítið sem ekkert fundað á þinginu í gær á meðan formönnum stjórnarflokkanna var gefið færi á að semja við formenn stjórnarandstöðuflokkanna um hvaða mál verða afgreidd áður en Alþingi lýkur störfum. Ekkert kom út úr þeim málaleitunum. En Katrín Júlíusdóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir að stjórnarandstaðan segist hafi fengið að sjá lista yfir 16 mál sem ríkisstjórnin vildi afgreiða. „Og ef maður fer yfir hann og reynir að reikna út og áætla lágmarks umræðutíma um hvert og eitt mál sem þar var, þá verðum við hér næstu tvær til þrjár vikurnar. Það er bara einfaldlega þannig,“ sagði Katrín. Þá kvörtuðu þingmenn undan því að stjórnarþingmenn mættu illa á nefndarfundi. Þar mættu nær eingöngu þingmenn sem væru ekki að leita endurkjörs, aðrir væru farnir í kosningabaráttu. Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna segir ekkert hafa gerst á þinginu undanfarna daga. „Það hreyfist ekki neitt virðulegur forseti. Forseti verður að slíta fundi. Við verðum að slíta þessu 145. þingi og ganga til kosninga. Það er óverjandi að niðurlægja þingið með þeim hætti sem hér er verið að gera,“ sagði Svandís.Forseti Alþingis ekki sáttur Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis sagði ekki gott ef þingmenn mættu illa á nefndarfundi og sagðist hann ætla að hlutast til um þau mál. En hann leggur líka mikla áherslu á að formenn flokkanna komi saman og semji um þinglokin. „Forseti telur mjög brýnt að fundur eigi sér stað hjá forystumönnum stjórnmálaflokkanna til að reyna að komast að einhverri niðurstöðu í þessu máli. Sú óvissa sem er uppi er óviðunandi,“ sagði forseti Alþingis. Björt Ólafsdóttir þingflokksformaður Bjartrar framtíðar boðaði að kosningabaráttan yrði færð inn í þingsalinn. „Ég segi það hér að ef forseti ætlar ekki að slíta þingi skulum við vera hér til 28. október. Og við notum þennan míkrófón í okkar kosningabaráttu. Það verður erfitt fyrir stjórnarliða sem geta ekki séð sóma sinn í að mæta í vinnuna,“ sagði Björt. Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar sagði það koma úr hörðustu átt frá stjórnarandstöðunni að gagnrýna mætingu á fundi. Stjórnarandstaðan væri með málþóf þegar næg mál lægju fyrir fundinum til að ræða. „Ég held að við ættum að hefja hér málefnalega umræðu um þessi mál. Í stað þess að verða að vera vitni að þessum grimma málþófi sem hér er í gangi,“ sagði Jón. Ásta Guðrún Helgadóttir þingmaður Pírata sendi boltann frá Jóni til heimahúsanna. „Það er náttúrlega svolítið galið að saka minnihlutann um málþóf þegar virðulegur forseti hefur ákveðið að slíta fundi tvo daga í röð. Út af því að háttvirtur meirihluti hefur ekki náð að koma sér saman um það hvað eigi að gera,“ sagði Ásta.
Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira