Erfitt að fá leiðtoga stjórnarflokkanna til að gera upp hug sinn Heimir Már Pétursson skrifar 5. október 2016 19:03 Þingmenn stjórnarandstöðunnar segja stjórnarþingmenn hafa hætt störfum til að sinna kosningabaráttunni á sama tíma og þeim sé haldið verklitlum á þinginu. Stjórnarandstöðunni hafi verið sýndur listi með sextán málum sem mörg hver þyrfti að ræða dögum saman, en nú eru rétt rúmar þrjár vikur til kosninga. Forseti Alþingis sagði á þingfundi í morgun að óvissan um þinglok væri óviðunandi. Alþingi hefur verið verklítið undanfarna daga hvað varðar afgreiðslu mála. Til að mynda var lítið sem ekkert fundað á þinginu í gær á meðan formönnum stjórnarflokkanna var gefið færi á að semja við formenn stjórnarandstöðuflokkanna um hvaða mál verða afgreidd áður en Alþingi lýkur störfum. Ekkert kom út úr þeim málaleitunum. En Katrín Júlíusdóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir að stjórnarandstaðan segist hafi fengið að sjá lista yfir 16 mál sem ríkisstjórnin vildi afgreiða. „Og ef maður fer yfir hann og reynir að reikna út og áætla lágmarks umræðutíma um hvert og eitt mál sem þar var, þá verðum við hér næstu tvær til þrjár vikurnar. Það er bara einfaldlega þannig,“ sagði Katrín. Þá kvörtuðu þingmenn undan því að stjórnarþingmenn mættu illa á nefndarfundi. Þar mættu nær eingöngu þingmenn sem væru ekki að leita endurkjörs, aðrir væru farnir í kosningabaráttu. Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna segir ekkert hafa gerst á þinginu undanfarna daga. „Það hreyfist ekki neitt virðulegur forseti. Forseti verður að slíta fundi. Við verðum að slíta þessu 145. þingi og ganga til kosninga. Það er óverjandi að niðurlægja þingið með þeim hætti sem hér er verið að gera,“ sagði Svandís.Forseti Alþingis ekki sáttur Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis sagði ekki gott ef þingmenn mættu illa á nefndarfundi og sagðist hann ætla að hlutast til um þau mál. En hann leggur líka mikla áherslu á að formenn flokkanna komi saman og semji um þinglokin. „Forseti telur mjög brýnt að fundur eigi sér stað hjá forystumönnum stjórnmálaflokkanna til að reyna að komast að einhverri niðurstöðu í þessu máli. Sú óvissa sem er uppi er óviðunandi,“ sagði forseti Alþingis. Björt Ólafsdóttir þingflokksformaður Bjartrar framtíðar boðaði að kosningabaráttan yrði færð inn í þingsalinn. „Ég segi það hér að ef forseti ætlar ekki að slíta þingi skulum við vera hér til 28. október. Og við notum þennan míkrófón í okkar kosningabaráttu. Það verður erfitt fyrir stjórnarliða sem geta ekki séð sóma sinn í að mæta í vinnuna,“ sagði Björt. Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar sagði það koma úr hörðustu átt frá stjórnarandstöðunni að gagnrýna mætingu á fundi. Stjórnarandstaðan væri með málþóf þegar næg mál lægju fyrir fundinum til að ræða. „Ég held að við ættum að hefja hér málefnalega umræðu um þessi mál. Í stað þess að verða að vera vitni að þessum grimma málþófi sem hér er í gangi,“ sagði Jón. Ásta Guðrún Helgadóttir þingmaður Pírata sendi boltann frá Jóni til heimahúsanna. „Það er náttúrlega svolítið galið að saka minnihlutann um málþóf þegar virðulegur forseti hefur ákveðið að slíta fundi tvo daga í röð. Út af því að háttvirtur meirihluti hefur ekki náð að koma sér saman um það hvað eigi að gera,“ sagði Ásta. Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fleiri fréttir Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Sjá meira
Þingmenn stjórnarandstöðunnar segja stjórnarþingmenn hafa hætt störfum til að sinna kosningabaráttunni á sama tíma og þeim sé haldið verklitlum á þinginu. Stjórnarandstöðunni hafi verið sýndur listi með sextán málum sem mörg hver þyrfti að ræða dögum saman, en nú eru rétt rúmar þrjár vikur til kosninga. Forseti Alþingis sagði á þingfundi í morgun að óvissan um þinglok væri óviðunandi. Alþingi hefur verið verklítið undanfarna daga hvað varðar afgreiðslu mála. Til að mynda var lítið sem ekkert fundað á þinginu í gær á meðan formönnum stjórnarflokkanna var gefið færi á að semja við formenn stjórnarandstöðuflokkanna um hvaða mál verða afgreidd áður en Alþingi lýkur störfum. Ekkert kom út úr þeim málaleitunum. En Katrín Júlíusdóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir að stjórnarandstaðan segist hafi fengið að sjá lista yfir 16 mál sem ríkisstjórnin vildi afgreiða. „Og ef maður fer yfir hann og reynir að reikna út og áætla lágmarks umræðutíma um hvert og eitt mál sem þar var, þá verðum við hér næstu tvær til þrjár vikurnar. Það er bara einfaldlega þannig,“ sagði Katrín. Þá kvörtuðu þingmenn undan því að stjórnarþingmenn mættu illa á nefndarfundi. Þar mættu nær eingöngu þingmenn sem væru ekki að leita endurkjörs, aðrir væru farnir í kosningabaráttu. Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna segir ekkert hafa gerst á þinginu undanfarna daga. „Það hreyfist ekki neitt virðulegur forseti. Forseti verður að slíta fundi. Við verðum að slíta þessu 145. þingi og ganga til kosninga. Það er óverjandi að niðurlægja þingið með þeim hætti sem hér er verið að gera,“ sagði Svandís.Forseti Alþingis ekki sáttur Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis sagði ekki gott ef þingmenn mættu illa á nefndarfundi og sagðist hann ætla að hlutast til um þau mál. En hann leggur líka mikla áherslu á að formenn flokkanna komi saman og semji um þinglokin. „Forseti telur mjög brýnt að fundur eigi sér stað hjá forystumönnum stjórnmálaflokkanna til að reyna að komast að einhverri niðurstöðu í þessu máli. Sú óvissa sem er uppi er óviðunandi,“ sagði forseti Alþingis. Björt Ólafsdóttir þingflokksformaður Bjartrar framtíðar boðaði að kosningabaráttan yrði færð inn í þingsalinn. „Ég segi það hér að ef forseti ætlar ekki að slíta þingi skulum við vera hér til 28. október. Og við notum þennan míkrófón í okkar kosningabaráttu. Það verður erfitt fyrir stjórnarliða sem geta ekki séð sóma sinn í að mæta í vinnuna,“ sagði Björt. Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar sagði það koma úr hörðustu átt frá stjórnarandstöðunni að gagnrýna mætingu á fundi. Stjórnarandstaðan væri með málþóf þegar næg mál lægju fyrir fundinum til að ræða. „Ég held að við ættum að hefja hér málefnalega umræðu um þessi mál. Í stað þess að verða að vera vitni að þessum grimma málþófi sem hér er í gangi,“ sagði Jón. Ásta Guðrún Helgadóttir þingmaður Pírata sendi boltann frá Jóni til heimahúsanna. „Það er náttúrlega svolítið galið að saka minnihlutann um málþóf þegar virðulegur forseti hefur ákveðið að slíta fundi tvo daga í röð. Út af því að háttvirtur meirihluti hefur ekki náð að koma sér saman um það hvað eigi að gera,“ sagði Ásta.
Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fleiri fréttir Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Sjá meira
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent