Erfitt að fá leiðtoga stjórnarflokkanna til að gera upp hug sinn Heimir Már Pétursson skrifar 5. október 2016 19:03 Þingmenn stjórnarandstöðunnar segja stjórnarþingmenn hafa hætt störfum til að sinna kosningabaráttunni á sama tíma og þeim sé haldið verklitlum á þinginu. Stjórnarandstöðunni hafi verið sýndur listi með sextán málum sem mörg hver þyrfti að ræða dögum saman, en nú eru rétt rúmar þrjár vikur til kosninga. Forseti Alþingis sagði á þingfundi í morgun að óvissan um þinglok væri óviðunandi. Alþingi hefur verið verklítið undanfarna daga hvað varðar afgreiðslu mála. Til að mynda var lítið sem ekkert fundað á þinginu í gær á meðan formönnum stjórnarflokkanna var gefið færi á að semja við formenn stjórnarandstöðuflokkanna um hvaða mál verða afgreidd áður en Alþingi lýkur störfum. Ekkert kom út úr þeim málaleitunum. En Katrín Júlíusdóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir að stjórnarandstaðan segist hafi fengið að sjá lista yfir 16 mál sem ríkisstjórnin vildi afgreiða. „Og ef maður fer yfir hann og reynir að reikna út og áætla lágmarks umræðutíma um hvert og eitt mál sem þar var, þá verðum við hér næstu tvær til þrjár vikurnar. Það er bara einfaldlega þannig,“ sagði Katrín. Þá kvörtuðu þingmenn undan því að stjórnarþingmenn mættu illa á nefndarfundi. Þar mættu nær eingöngu þingmenn sem væru ekki að leita endurkjörs, aðrir væru farnir í kosningabaráttu. Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna segir ekkert hafa gerst á þinginu undanfarna daga. „Það hreyfist ekki neitt virðulegur forseti. Forseti verður að slíta fundi. Við verðum að slíta þessu 145. þingi og ganga til kosninga. Það er óverjandi að niðurlægja þingið með þeim hætti sem hér er verið að gera,“ sagði Svandís.Forseti Alþingis ekki sáttur Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis sagði ekki gott ef þingmenn mættu illa á nefndarfundi og sagðist hann ætla að hlutast til um þau mál. En hann leggur líka mikla áherslu á að formenn flokkanna komi saman og semji um þinglokin. „Forseti telur mjög brýnt að fundur eigi sér stað hjá forystumönnum stjórnmálaflokkanna til að reyna að komast að einhverri niðurstöðu í þessu máli. Sú óvissa sem er uppi er óviðunandi,“ sagði forseti Alþingis. Björt Ólafsdóttir þingflokksformaður Bjartrar framtíðar boðaði að kosningabaráttan yrði færð inn í þingsalinn. „Ég segi það hér að ef forseti ætlar ekki að slíta þingi skulum við vera hér til 28. október. Og við notum þennan míkrófón í okkar kosningabaráttu. Það verður erfitt fyrir stjórnarliða sem geta ekki séð sóma sinn í að mæta í vinnuna,“ sagði Björt. Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar sagði það koma úr hörðustu átt frá stjórnarandstöðunni að gagnrýna mætingu á fundi. Stjórnarandstaðan væri með málþóf þegar næg mál lægju fyrir fundinum til að ræða. „Ég held að við ættum að hefja hér málefnalega umræðu um þessi mál. Í stað þess að verða að vera vitni að þessum grimma málþófi sem hér er í gangi,“ sagði Jón. Ásta Guðrún Helgadóttir þingmaður Pírata sendi boltann frá Jóni til heimahúsanna. „Það er náttúrlega svolítið galið að saka minnihlutann um málþóf þegar virðulegur forseti hefur ákveðið að slíta fundi tvo daga í röð. Út af því að háttvirtur meirihluti hefur ekki náð að koma sér saman um það hvað eigi að gera,“ sagði Ásta. Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Þingmenn stjórnarandstöðunnar segja stjórnarþingmenn hafa hætt störfum til að sinna kosningabaráttunni á sama tíma og þeim sé haldið verklitlum á þinginu. Stjórnarandstöðunni hafi verið sýndur listi með sextán málum sem mörg hver þyrfti að ræða dögum saman, en nú eru rétt rúmar þrjár vikur til kosninga. Forseti Alþingis sagði á þingfundi í morgun að óvissan um þinglok væri óviðunandi. Alþingi hefur verið verklítið undanfarna daga hvað varðar afgreiðslu mála. Til að mynda var lítið sem ekkert fundað á þinginu í gær á meðan formönnum stjórnarflokkanna var gefið færi á að semja við formenn stjórnarandstöðuflokkanna um hvaða mál verða afgreidd áður en Alþingi lýkur störfum. Ekkert kom út úr þeim málaleitunum. En Katrín Júlíusdóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir að stjórnarandstaðan segist hafi fengið að sjá lista yfir 16 mál sem ríkisstjórnin vildi afgreiða. „Og ef maður fer yfir hann og reynir að reikna út og áætla lágmarks umræðutíma um hvert og eitt mál sem þar var, þá verðum við hér næstu tvær til þrjár vikurnar. Það er bara einfaldlega þannig,“ sagði Katrín. Þá kvörtuðu þingmenn undan því að stjórnarþingmenn mættu illa á nefndarfundi. Þar mættu nær eingöngu þingmenn sem væru ekki að leita endurkjörs, aðrir væru farnir í kosningabaráttu. Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna segir ekkert hafa gerst á þinginu undanfarna daga. „Það hreyfist ekki neitt virðulegur forseti. Forseti verður að slíta fundi. Við verðum að slíta þessu 145. þingi og ganga til kosninga. Það er óverjandi að niðurlægja þingið með þeim hætti sem hér er verið að gera,“ sagði Svandís.Forseti Alþingis ekki sáttur Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis sagði ekki gott ef þingmenn mættu illa á nefndarfundi og sagðist hann ætla að hlutast til um þau mál. En hann leggur líka mikla áherslu á að formenn flokkanna komi saman og semji um þinglokin. „Forseti telur mjög brýnt að fundur eigi sér stað hjá forystumönnum stjórnmálaflokkanna til að reyna að komast að einhverri niðurstöðu í þessu máli. Sú óvissa sem er uppi er óviðunandi,“ sagði forseti Alþingis. Björt Ólafsdóttir þingflokksformaður Bjartrar framtíðar boðaði að kosningabaráttan yrði færð inn í þingsalinn. „Ég segi það hér að ef forseti ætlar ekki að slíta þingi skulum við vera hér til 28. október. Og við notum þennan míkrófón í okkar kosningabaráttu. Það verður erfitt fyrir stjórnarliða sem geta ekki séð sóma sinn í að mæta í vinnuna,“ sagði Björt. Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar sagði það koma úr hörðustu átt frá stjórnarandstöðunni að gagnrýna mætingu á fundi. Stjórnarandstaðan væri með málþóf þegar næg mál lægju fyrir fundinum til að ræða. „Ég held að við ættum að hefja hér málefnalega umræðu um þessi mál. Í stað þess að verða að vera vitni að þessum grimma málþófi sem hér er í gangi,“ sagði Jón. Ásta Guðrún Helgadóttir þingmaður Pírata sendi boltann frá Jóni til heimahúsanna. „Það er náttúrlega svolítið galið að saka minnihlutann um málþóf þegar virðulegur forseti hefur ákveðið að slíta fundi tvo daga í röð. Út af því að háttvirtur meirihluti hefur ekki náð að koma sér saman um það hvað eigi að gera,“ sagði Ásta.
Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira