Erfitt að fá leiðtoga stjórnarflokkanna til að gera upp hug sinn Heimir Már Pétursson skrifar 5. október 2016 19:03 Þingmenn stjórnarandstöðunnar segja stjórnarþingmenn hafa hætt störfum til að sinna kosningabaráttunni á sama tíma og þeim sé haldið verklitlum á þinginu. Stjórnarandstöðunni hafi verið sýndur listi með sextán málum sem mörg hver þyrfti að ræða dögum saman, en nú eru rétt rúmar þrjár vikur til kosninga. Forseti Alþingis sagði á þingfundi í morgun að óvissan um þinglok væri óviðunandi. Alþingi hefur verið verklítið undanfarna daga hvað varðar afgreiðslu mála. Til að mynda var lítið sem ekkert fundað á þinginu í gær á meðan formönnum stjórnarflokkanna var gefið færi á að semja við formenn stjórnarandstöðuflokkanna um hvaða mál verða afgreidd áður en Alþingi lýkur störfum. Ekkert kom út úr þeim málaleitunum. En Katrín Júlíusdóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir að stjórnarandstaðan segist hafi fengið að sjá lista yfir 16 mál sem ríkisstjórnin vildi afgreiða. „Og ef maður fer yfir hann og reynir að reikna út og áætla lágmarks umræðutíma um hvert og eitt mál sem þar var, þá verðum við hér næstu tvær til þrjár vikurnar. Það er bara einfaldlega þannig,“ sagði Katrín. Þá kvörtuðu þingmenn undan því að stjórnarþingmenn mættu illa á nefndarfundi. Þar mættu nær eingöngu þingmenn sem væru ekki að leita endurkjörs, aðrir væru farnir í kosningabaráttu. Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna segir ekkert hafa gerst á þinginu undanfarna daga. „Það hreyfist ekki neitt virðulegur forseti. Forseti verður að slíta fundi. Við verðum að slíta þessu 145. þingi og ganga til kosninga. Það er óverjandi að niðurlægja þingið með þeim hætti sem hér er verið að gera,“ sagði Svandís.Forseti Alþingis ekki sáttur Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis sagði ekki gott ef þingmenn mættu illa á nefndarfundi og sagðist hann ætla að hlutast til um þau mál. En hann leggur líka mikla áherslu á að formenn flokkanna komi saman og semji um þinglokin. „Forseti telur mjög brýnt að fundur eigi sér stað hjá forystumönnum stjórnmálaflokkanna til að reyna að komast að einhverri niðurstöðu í þessu máli. Sú óvissa sem er uppi er óviðunandi,“ sagði forseti Alþingis. Björt Ólafsdóttir þingflokksformaður Bjartrar framtíðar boðaði að kosningabaráttan yrði færð inn í þingsalinn. „Ég segi það hér að ef forseti ætlar ekki að slíta þingi skulum við vera hér til 28. október. Og við notum þennan míkrófón í okkar kosningabaráttu. Það verður erfitt fyrir stjórnarliða sem geta ekki séð sóma sinn í að mæta í vinnuna,“ sagði Björt. Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar sagði það koma úr hörðustu átt frá stjórnarandstöðunni að gagnrýna mætingu á fundi. Stjórnarandstaðan væri með málþóf þegar næg mál lægju fyrir fundinum til að ræða. „Ég held að við ættum að hefja hér málefnalega umræðu um þessi mál. Í stað þess að verða að vera vitni að þessum grimma málþófi sem hér er í gangi,“ sagði Jón. Ásta Guðrún Helgadóttir þingmaður Pírata sendi boltann frá Jóni til heimahúsanna. „Það er náttúrlega svolítið galið að saka minnihlutann um málþóf þegar virðulegur forseti hefur ákveðið að slíta fundi tvo daga í röð. Út af því að háttvirtur meirihluti hefur ekki náð að koma sér saman um það hvað eigi að gera,“ sagði Ásta. Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Þingmenn stjórnarandstöðunnar segja stjórnarþingmenn hafa hætt störfum til að sinna kosningabaráttunni á sama tíma og þeim sé haldið verklitlum á þinginu. Stjórnarandstöðunni hafi verið sýndur listi með sextán málum sem mörg hver þyrfti að ræða dögum saman, en nú eru rétt rúmar þrjár vikur til kosninga. Forseti Alþingis sagði á þingfundi í morgun að óvissan um þinglok væri óviðunandi. Alþingi hefur verið verklítið undanfarna daga hvað varðar afgreiðslu mála. Til að mynda var lítið sem ekkert fundað á þinginu í gær á meðan formönnum stjórnarflokkanna var gefið færi á að semja við formenn stjórnarandstöðuflokkanna um hvaða mál verða afgreidd áður en Alþingi lýkur störfum. Ekkert kom út úr þeim málaleitunum. En Katrín Júlíusdóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir að stjórnarandstaðan segist hafi fengið að sjá lista yfir 16 mál sem ríkisstjórnin vildi afgreiða. „Og ef maður fer yfir hann og reynir að reikna út og áætla lágmarks umræðutíma um hvert og eitt mál sem þar var, þá verðum við hér næstu tvær til þrjár vikurnar. Það er bara einfaldlega þannig,“ sagði Katrín. Þá kvörtuðu þingmenn undan því að stjórnarþingmenn mættu illa á nefndarfundi. Þar mættu nær eingöngu þingmenn sem væru ekki að leita endurkjörs, aðrir væru farnir í kosningabaráttu. Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna segir ekkert hafa gerst á þinginu undanfarna daga. „Það hreyfist ekki neitt virðulegur forseti. Forseti verður að slíta fundi. Við verðum að slíta þessu 145. þingi og ganga til kosninga. Það er óverjandi að niðurlægja þingið með þeim hætti sem hér er verið að gera,“ sagði Svandís.Forseti Alþingis ekki sáttur Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis sagði ekki gott ef þingmenn mættu illa á nefndarfundi og sagðist hann ætla að hlutast til um þau mál. En hann leggur líka mikla áherslu á að formenn flokkanna komi saman og semji um þinglokin. „Forseti telur mjög brýnt að fundur eigi sér stað hjá forystumönnum stjórnmálaflokkanna til að reyna að komast að einhverri niðurstöðu í þessu máli. Sú óvissa sem er uppi er óviðunandi,“ sagði forseti Alþingis. Björt Ólafsdóttir þingflokksformaður Bjartrar framtíðar boðaði að kosningabaráttan yrði færð inn í þingsalinn. „Ég segi það hér að ef forseti ætlar ekki að slíta þingi skulum við vera hér til 28. október. Og við notum þennan míkrófón í okkar kosningabaráttu. Það verður erfitt fyrir stjórnarliða sem geta ekki séð sóma sinn í að mæta í vinnuna,“ sagði Björt. Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar sagði það koma úr hörðustu átt frá stjórnarandstöðunni að gagnrýna mætingu á fundi. Stjórnarandstaðan væri með málþóf þegar næg mál lægju fyrir fundinum til að ræða. „Ég held að við ættum að hefja hér málefnalega umræðu um þessi mál. Í stað þess að verða að vera vitni að þessum grimma málþófi sem hér er í gangi,“ sagði Jón. Ásta Guðrún Helgadóttir þingmaður Pírata sendi boltann frá Jóni til heimahúsanna. „Það er náttúrlega svolítið galið að saka minnihlutann um málþóf þegar virðulegur forseti hefur ákveðið að slíta fundi tvo daga í röð. Út af því að háttvirtur meirihluti hefur ekki náð að koma sér saman um það hvað eigi að gera,“ sagði Ásta.
Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira