Fótbolti

Aron Einar truflaði viðtal Heimis með skylmingagrímu | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Aron Einar Gunnarsson, landsliðsfyrirliði í fótbolta, brá á leik í gær þegar íþróttadeild 365 var að taka viðtal við landsliðsþjálfarann, Heimi Hallgrímsson, fyrir blaðamannafund þeirra á Laugardalsvelli í gær.

Viðtalið fór fram í Baldurshaga þar sem Skylmingafélag Reykjavíkur hefur aðsetur en þar er ansi hljómbært. Eftir að hóstað hressilega og fengið þjálfarann til að skella upp úr ákvað fyrirliðinn að ganga aðeins lengra og trufla viðtalið með því að hlaupa fyrir aftan þjálfarann með skylmingagrímu á sér.

Bæði Heimir og blaðamaður skelltu upp úr við þetta sprell fyrirliðans sem sagði svo eftir að viðtalinu lauk: „Það verður að hafa gaman að þessu.“ Gott að sjá Aron Einar svona léttan en hann hefur verið tæpur fyrir leikinn þó hann sjálfur sagði á fundinum í gær að hann væri klár í slaginn.

Áður en íþróttadeild 365 tók viðtal við Heimi var hann í viðtali við frönsku sjónvarpsstöðina Canal plus. Frétta- og tökumaður stöðvarinnar fylgdust með viðtali Heimis við 365og sáu uppákomuna með Aron Einar. Þeir virtust þó ekki vita mikið um íslenska liðið því fréttamaðurinn spurði landsliðsþjálfarann: „Er þetta einhver Íslendingur?“ Heimir svaraði hlæjandi: „Þetta er fyrirliðinn minn!“

Hér að ofan má sjá landsliðsfyrirliðann skemmta sér og öðrum í miðju viðtali Heimis Hallgrímssonar í gær.


Tengdar fréttir

Finnar fengu sinn Lars frá Lars

Hans Backe, landsliðsþjálfari Finnlands, tók við starfinu eftir að Lars Lagerbäck sagði honum að gera það. Backe og Lars eru góðir vinir með svipaðar pælingar tengdar fótbolta.

Þetta er besti völlurinn

Aron Elís Þrándarson verður á gamla heimavellinum í dag þegar íslensku strákarnir í 21 árs liðinu mæta Skotum. Liðið er tveimur sigurleikjum frá því að tryggja sér sæti í úrslitakeppni EM næsta sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×