Ísland er komið með fjögur stig eftir fyrstu tvo leiki sína í undankeppni HM 2018 en strákarnir unnu ótrúlegan og dramatískan sigur á Finnlandi, 3-2, á Laugardalsvelli í dag.
Finnarnir komust tvívegis yfir í fyrri hálfleik en Kári Árnason skoraði fyrsta mark Íslands í leiknum.
Gylfi Þór Sigurðsson brenndi svo af vítaspyrnu í síðari hálfleik og skaut þar að auki í stöng.
En strákarnir hættu aldrei og Alfreð Finnbogason skoraði síðara jöfnunarmark Íslands á 89. mínútu.
Svo kom að dramatíkinni. Eftir darraðadans í markteig Finnlands barst boltinn að marklínu frá Ragnari Sigurðssyni en markvörður finnska liðsins virtist ná að halda boltanum utan fyrir línuna.
Þá kom Alfreð og sparkaði boltanum úr hendi markvarðarins, yfir línuna og er hann nú skráður fyrir þriðja marki Íslands í leiknum á heimasíðu UEFA.
Þetta umdeilda atvik má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Sjáðu dramatískt og umdeilt sigurmark Íslands
Tengdar fréttir

Umfjöllun og myndir: Ísland - Finnland 3-2 | Stórkostleg endurkoma í uppbótartíma í Laugardalnum
Íslenska landsliðið heimti sigur úr heljargreipum á ótrúlegan hátt gegn Finnum í undankeppni fyrir HM á Laugardalsvellinum

Einkunnir Íslands gegn Finnlandi: Gylfi bestur
Íslenska karlalandsliðið vann rosalegan 3-2 sigur á Finnlandi í fyrsta heimaleik sínum í undankeppni fyrir HM sem fer fram í Rússlandi sumarið 2018.

Kári: Okkur finnst ekkert sérstaklega gaman að spila á móti sjálfum okkur
Kári Árnason kom mikið við sögu gegn Finnum.