MH-ingar hæddust að helvítispredikurum Jakob Bjarnar skrifar 7. október 2016 11:05 Trúboðarnir Angela og Símon vildu frelsa nemendur MH en höfðu ekki erindi. Þau gáfust ekki upp og eltu menntskælingana niður á Klambratún. Heittrúað bókstafstrúarfólk tók upp á því í gær að boða hópi MH-inga fagnaðarerindið en höfðu ekki erindi sem erfiði. Menntskælingarnir hæddust að trúboðunum með því að kyssast og taka víkingaklappið. „Af hverju eruð þið heiðingjar? Guð skapaði ykkur í sinni mynd,“ hrópaði Angela Cummings trúboði að nemendum Menntaskólans í Hamrahlíð í gær. Hún kallaði hina kátu menntskælinga samkynhneigt hassreikingafólk sem ættu vísa helvítisvist hvar myndi rigna yfir það eldi og brennisteini. Menntaskólanemendurnir voru ekki mjög móttækilegir fyrir boðskapnum. Þeir höfðu öðrum hnöppum að hneppa og reyndu að að reka Angelu og samstarfsmann hennar, Símon, af höndum sér með því að taka víkingaklappið og sumir storkuðu þeim með því að fara í samkynja kossa. En, parið lét ekki deigan síga og elti nemendurna niður á Klambratún þar sem MH-ingar áttu stefnumót við nemendur Kvennaskólans vegna leikjadaga skólanna. Þar héldu þau Símon og Angela uppteknum hætti sem endaði með því að lögreglan þurfti að hafa afskipti af þeim, tók það upp í bíl sinn og óku niður í bæ þar sem þeim var sleppt. Sjálf tóku þau upp myndband af atburðinum og greindu frá málinu eins og það horfir við þeim. Myndbandið má sjá hér neðar.DV fjallaði um málið gærkvöldi og þar segir að nemendur hafi á endanum gefist upp á þrákelkni trúarparsins. Og var lögregla kölluð á svæðið. Vísir ræddi við Sigurbjörn Jónsson varðstjóra sem segir að um hafi verið að ræða predikara frá Sviss og Bandaríkjunum. Þau hafi verið að hrópa og kalla og toga í yfirhafnir nemenda en nú standa yfir MH-Kvennó, dagar og var einhver íþróttakeppni fyrirhuguð á Klambratúninu. Einn lögreglubíll auk mótorhjóls voru send á vettvang. „Trúboðarnir voru með hróp og köll. Þau voru að áreita nemendurna og þess vegna voru þau fjarlægð. Einhverjir óknyttir í þessu fólki,“ segir Sigurbjörn sem telur þetta ekki stórvægilegt atvik, það hafi ekki einu sinni farið í skýrslur. Angela Cummings segir frá því á YouTube-síðu sinni að hún hafi eitt sinn verið bersyndug kona sem drakk, reykti og stundaði kynlíf. En Jesús Kristur breytti lífi hennar, Jesús fyrirgaf henni og bjargaði Angelu sem síðan hefur helgað líf sitt honum. Hún hefur farið um heim allan, sótt heim 42 lönd til að boða fagnaðarerindið. Og hún gengur vasklega fram í þeim efnum. Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Fleiri fréttir Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Sjá meira
Heittrúað bókstafstrúarfólk tók upp á því í gær að boða hópi MH-inga fagnaðarerindið en höfðu ekki erindi sem erfiði. Menntskælingarnir hæddust að trúboðunum með því að kyssast og taka víkingaklappið. „Af hverju eruð þið heiðingjar? Guð skapaði ykkur í sinni mynd,“ hrópaði Angela Cummings trúboði að nemendum Menntaskólans í Hamrahlíð í gær. Hún kallaði hina kátu menntskælinga samkynhneigt hassreikingafólk sem ættu vísa helvítisvist hvar myndi rigna yfir það eldi og brennisteini. Menntaskólanemendurnir voru ekki mjög móttækilegir fyrir boðskapnum. Þeir höfðu öðrum hnöppum að hneppa og reyndu að að reka Angelu og samstarfsmann hennar, Símon, af höndum sér með því að taka víkingaklappið og sumir storkuðu þeim með því að fara í samkynja kossa. En, parið lét ekki deigan síga og elti nemendurna niður á Klambratún þar sem MH-ingar áttu stefnumót við nemendur Kvennaskólans vegna leikjadaga skólanna. Þar héldu þau Símon og Angela uppteknum hætti sem endaði með því að lögreglan þurfti að hafa afskipti af þeim, tók það upp í bíl sinn og óku niður í bæ þar sem þeim var sleppt. Sjálf tóku þau upp myndband af atburðinum og greindu frá málinu eins og það horfir við þeim. Myndbandið má sjá hér neðar.DV fjallaði um málið gærkvöldi og þar segir að nemendur hafi á endanum gefist upp á þrákelkni trúarparsins. Og var lögregla kölluð á svæðið. Vísir ræddi við Sigurbjörn Jónsson varðstjóra sem segir að um hafi verið að ræða predikara frá Sviss og Bandaríkjunum. Þau hafi verið að hrópa og kalla og toga í yfirhafnir nemenda en nú standa yfir MH-Kvennó, dagar og var einhver íþróttakeppni fyrirhuguð á Klambratúninu. Einn lögreglubíll auk mótorhjóls voru send á vettvang. „Trúboðarnir voru með hróp og köll. Þau voru að áreita nemendurna og þess vegna voru þau fjarlægð. Einhverjir óknyttir í þessu fólki,“ segir Sigurbjörn sem telur þetta ekki stórvægilegt atvik, það hafi ekki einu sinni farið í skýrslur. Angela Cummings segir frá því á YouTube-síðu sinni að hún hafi eitt sinn verið bersyndug kona sem drakk, reykti og stundaði kynlíf. En Jesús Kristur breytti lífi hennar, Jesús fyrirgaf henni og bjargaði Angelu sem síðan hefur helgað líf sitt honum. Hún hefur farið um heim allan, sótt heim 42 lönd til að boða fagnaðarerindið. Og hún gengur vasklega fram í þeim efnum.
Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Tímamót og bylting í nýju Konukoti Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Fleiri fréttir Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Sjá meira