MH-ingar hæddust að helvítispredikurum Jakob Bjarnar skrifar 7. október 2016 11:05 Trúboðarnir Angela og Símon vildu frelsa nemendur MH en höfðu ekki erindi. Þau gáfust ekki upp og eltu menntskælingana niður á Klambratún. Heittrúað bókstafstrúarfólk tók upp á því í gær að boða hópi MH-inga fagnaðarerindið en höfðu ekki erindi sem erfiði. Menntskælingarnir hæddust að trúboðunum með því að kyssast og taka víkingaklappið. „Af hverju eruð þið heiðingjar? Guð skapaði ykkur í sinni mynd,“ hrópaði Angela Cummings trúboði að nemendum Menntaskólans í Hamrahlíð í gær. Hún kallaði hina kátu menntskælinga samkynhneigt hassreikingafólk sem ættu vísa helvítisvist hvar myndi rigna yfir það eldi og brennisteini. Menntaskólanemendurnir voru ekki mjög móttækilegir fyrir boðskapnum. Þeir höfðu öðrum hnöppum að hneppa og reyndu að að reka Angelu og samstarfsmann hennar, Símon, af höndum sér með því að taka víkingaklappið og sumir storkuðu þeim með því að fara í samkynja kossa. En, parið lét ekki deigan síga og elti nemendurna niður á Klambratún þar sem MH-ingar áttu stefnumót við nemendur Kvennaskólans vegna leikjadaga skólanna. Þar héldu þau Símon og Angela uppteknum hætti sem endaði með því að lögreglan þurfti að hafa afskipti af þeim, tók það upp í bíl sinn og óku niður í bæ þar sem þeim var sleppt. Sjálf tóku þau upp myndband af atburðinum og greindu frá málinu eins og það horfir við þeim. Myndbandið má sjá hér neðar.DV fjallaði um málið gærkvöldi og þar segir að nemendur hafi á endanum gefist upp á þrákelkni trúarparsins. Og var lögregla kölluð á svæðið. Vísir ræddi við Sigurbjörn Jónsson varðstjóra sem segir að um hafi verið að ræða predikara frá Sviss og Bandaríkjunum. Þau hafi verið að hrópa og kalla og toga í yfirhafnir nemenda en nú standa yfir MH-Kvennó, dagar og var einhver íþróttakeppni fyrirhuguð á Klambratúninu. Einn lögreglubíll auk mótorhjóls voru send á vettvang. „Trúboðarnir voru með hróp og köll. Þau voru að áreita nemendurna og þess vegna voru þau fjarlægð. Einhverjir óknyttir í þessu fólki,“ segir Sigurbjörn sem telur þetta ekki stórvægilegt atvik, það hafi ekki einu sinni farið í skýrslur. Angela Cummings segir frá því á YouTube-síðu sinni að hún hafi eitt sinn verið bersyndug kona sem drakk, reykti og stundaði kynlíf. En Jesús Kristur breytti lífi hennar, Jesús fyrirgaf henni og bjargaði Angelu sem síðan hefur helgað líf sitt honum. Hún hefur farið um heim allan, sótt heim 42 lönd til að boða fagnaðarerindið. Og hún gengur vasklega fram í þeim efnum. Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira
Heittrúað bókstafstrúarfólk tók upp á því í gær að boða hópi MH-inga fagnaðarerindið en höfðu ekki erindi sem erfiði. Menntskælingarnir hæddust að trúboðunum með því að kyssast og taka víkingaklappið. „Af hverju eruð þið heiðingjar? Guð skapaði ykkur í sinni mynd,“ hrópaði Angela Cummings trúboði að nemendum Menntaskólans í Hamrahlíð í gær. Hún kallaði hina kátu menntskælinga samkynhneigt hassreikingafólk sem ættu vísa helvítisvist hvar myndi rigna yfir það eldi og brennisteini. Menntaskólanemendurnir voru ekki mjög móttækilegir fyrir boðskapnum. Þeir höfðu öðrum hnöppum að hneppa og reyndu að að reka Angelu og samstarfsmann hennar, Símon, af höndum sér með því að taka víkingaklappið og sumir storkuðu þeim með því að fara í samkynja kossa. En, parið lét ekki deigan síga og elti nemendurna niður á Klambratún þar sem MH-ingar áttu stefnumót við nemendur Kvennaskólans vegna leikjadaga skólanna. Þar héldu þau Símon og Angela uppteknum hætti sem endaði með því að lögreglan þurfti að hafa afskipti af þeim, tók það upp í bíl sinn og óku niður í bæ þar sem þeim var sleppt. Sjálf tóku þau upp myndband af atburðinum og greindu frá málinu eins og það horfir við þeim. Myndbandið má sjá hér neðar.DV fjallaði um málið gærkvöldi og þar segir að nemendur hafi á endanum gefist upp á þrákelkni trúarparsins. Og var lögregla kölluð á svæðið. Vísir ræddi við Sigurbjörn Jónsson varðstjóra sem segir að um hafi verið að ræða predikara frá Sviss og Bandaríkjunum. Þau hafi verið að hrópa og kalla og toga í yfirhafnir nemenda en nú standa yfir MH-Kvennó, dagar og var einhver íþróttakeppni fyrirhuguð á Klambratúninu. Einn lögreglubíll auk mótorhjóls voru send á vettvang. „Trúboðarnir voru með hróp og köll. Þau voru að áreita nemendurna og þess vegna voru þau fjarlægð. Einhverjir óknyttir í þessu fólki,“ segir Sigurbjörn sem telur þetta ekki stórvægilegt atvik, það hafi ekki einu sinni farið í skýrslur. Angela Cummings segir frá því á YouTube-síðu sinni að hún hafi eitt sinn verið bersyndug kona sem drakk, reykti og stundaði kynlíf. En Jesús Kristur breytti lífi hennar, Jesús fyrirgaf henni og bjargaði Angelu sem síðan hefur helgað líf sitt honum. Hún hefur farið um heim allan, sótt heim 42 lönd til að boða fagnaðarerindið. Og hún gengur vasklega fram í þeim efnum.
Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira