Kvöldfréttir Stöðvar 2: „Af hverju ertu svona grimm á svipinn, væna?“ Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 30. september 2016 15:24 „Af hverju ertu svona grimm á svipinn, væna?“ spurði Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, Píratann Ástu Guðrúnu Helgadóttur í atkvæðagreiðslu í þinginu á dögunum. Ásta segir þetta dæmi um svokallaða hrútskýringu, en mikið hefur verið rætt um þetta tiltölulega nýja hugtak undanfarið. Mest var umræðan sennilega þegar Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, lét sama þingmann Sjálfstæðisflokks, Jón Gunnarsson, heyra það í morgunþætti á dögunum þar sem þau ræddu rammaáætlun. Ummæli Jóns um að Björt þyrfti að kynna sér málefni rammaáætlunar betur fóru mjög fyrir brjóstið á henni og lét hún hann hafa það óþvegið í beinni útsendingu:Sjá einnig: Björt vill ekki sitja undir kjaftæði miðaldra kalla „Ég nenni ekki að sitja undir þessu. Ég nenni ekki enn eina ferðina að hér sé miðaldra karl sem segi – heyrðu vinkona, viltu gjöra svo vel kynna þér aðeins málið betur. Ég nenni ekki svona kjaftæði. Ég er búin að sitja með þér í atvinnuveganefnd í þrjú ár.“ Hrútskýringar, eða mansplaining líkt og það útleggst á ensku, er sett saman úr orðinu hrútur og útskýra – og er notað yfir það þegar einhver útskýrir eitthvað fyrir einhverjum á yfirlætisfullan hátt líkt og viðkomandi viti ekkert um málið. Oftast eru þetta karlmenn sem sagðir eru hrútskýra fyrir konum – en konur geta líka hrútskýrt. Þórhildur Þorkelsdóttir, fréttamaður, fór á stúfana og ræddi við þingkonur sem sögðu hrútskýringar óumflýjanlegan hluta af vinnudeginum á Alþingi – en auðvelt sé að sjá spaugilegu hliðina á sumum hrútskýringum. Meira um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld, sem hefjast á slaginu 18.30. Tengdar fréttir Snörp orðaskipti í Vikulokunum: „Ég held að við ættum að enda þetta á hugleiðslu“ Það má segja að hart hafi verið tekist á í seinni hluta Vikulokanna á Rás 1 í dag en þangað mættu þau Gísli Marteinn Baldursson fjölmiðlamaður, Svavar Halldórsson framkvæmdastjóri Landssambands sauðfjárbænda og Sigríður María Egilsdóttir laganemi og frambjóðandi Viðreisnar í Reykjavík suður. 17. september 2016 15:08 Ísland sofnað á verðinum í jafnréttismálum Sigríður María Egilsdóttir skipar fimmta sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík norður. Hún segist heillast af flokknum því þar verði nýr tónn gefinn í íslenskri umræðu. Sigríður hefur hellt sér út í breytingar á námslánakerfinu 23. september 2016 07:00 Sakaði fjármálaráðherra um kvenfyrirlitningu Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sakaði Bjarna Benediktsson um kvenfyrirlitningu þegar hann bað Katrínu Júlíusdóttur um að róa sig. 26. febrúar 2014 17:51 „Helvítis dóni“ Upp úr sauð á Alþingi í dag þegar Katrín Júlíusdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, kallaði Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, helvítis dóna. 26. febrúar 2014 17:52 Samflokksmenn Ögmundar segja hann „verstu málpípu feðraveldisins“ Krefjast þess að Ögmundur biðji hreyfinguna og allar konur í stjórnmálum afsökunar á ummælum sínum. 22. ágúst 2016 11:31 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
„Af hverju ertu svona grimm á svipinn, væna?“ spurði Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, Píratann Ástu Guðrúnu Helgadóttur í atkvæðagreiðslu í þinginu á dögunum. Ásta segir þetta dæmi um svokallaða hrútskýringu, en mikið hefur verið rætt um þetta tiltölulega nýja hugtak undanfarið. Mest var umræðan sennilega þegar Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, lét sama þingmann Sjálfstæðisflokks, Jón Gunnarsson, heyra það í morgunþætti á dögunum þar sem þau ræddu rammaáætlun. Ummæli Jóns um að Björt þyrfti að kynna sér málefni rammaáætlunar betur fóru mjög fyrir brjóstið á henni og lét hún hann hafa það óþvegið í beinni útsendingu:Sjá einnig: Björt vill ekki sitja undir kjaftæði miðaldra kalla „Ég nenni ekki að sitja undir þessu. Ég nenni ekki enn eina ferðina að hér sé miðaldra karl sem segi – heyrðu vinkona, viltu gjöra svo vel kynna þér aðeins málið betur. Ég nenni ekki svona kjaftæði. Ég er búin að sitja með þér í atvinnuveganefnd í þrjú ár.“ Hrútskýringar, eða mansplaining líkt og það útleggst á ensku, er sett saman úr orðinu hrútur og útskýra – og er notað yfir það þegar einhver útskýrir eitthvað fyrir einhverjum á yfirlætisfullan hátt líkt og viðkomandi viti ekkert um málið. Oftast eru þetta karlmenn sem sagðir eru hrútskýra fyrir konum – en konur geta líka hrútskýrt. Þórhildur Þorkelsdóttir, fréttamaður, fór á stúfana og ræddi við þingkonur sem sögðu hrútskýringar óumflýjanlegan hluta af vinnudeginum á Alþingi – en auðvelt sé að sjá spaugilegu hliðina á sumum hrútskýringum. Meira um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld, sem hefjast á slaginu 18.30.
Tengdar fréttir Snörp orðaskipti í Vikulokunum: „Ég held að við ættum að enda þetta á hugleiðslu“ Það má segja að hart hafi verið tekist á í seinni hluta Vikulokanna á Rás 1 í dag en þangað mættu þau Gísli Marteinn Baldursson fjölmiðlamaður, Svavar Halldórsson framkvæmdastjóri Landssambands sauðfjárbænda og Sigríður María Egilsdóttir laganemi og frambjóðandi Viðreisnar í Reykjavík suður. 17. september 2016 15:08 Ísland sofnað á verðinum í jafnréttismálum Sigríður María Egilsdóttir skipar fimmta sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík norður. Hún segist heillast af flokknum því þar verði nýr tónn gefinn í íslenskri umræðu. Sigríður hefur hellt sér út í breytingar á námslánakerfinu 23. september 2016 07:00 Sakaði fjármálaráðherra um kvenfyrirlitningu Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sakaði Bjarna Benediktsson um kvenfyrirlitningu þegar hann bað Katrínu Júlíusdóttur um að róa sig. 26. febrúar 2014 17:51 „Helvítis dóni“ Upp úr sauð á Alþingi í dag þegar Katrín Júlíusdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, kallaði Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, helvítis dóna. 26. febrúar 2014 17:52 Samflokksmenn Ögmundar segja hann „verstu málpípu feðraveldisins“ Krefjast þess að Ögmundur biðji hreyfinguna og allar konur í stjórnmálum afsökunar á ummælum sínum. 22. ágúst 2016 11:31 Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Snörp orðaskipti í Vikulokunum: „Ég held að við ættum að enda þetta á hugleiðslu“ Það má segja að hart hafi verið tekist á í seinni hluta Vikulokanna á Rás 1 í dag en þangað mættu þau Gísli Marteinn Baldursson fjölmiðlamaður, Svavar Halldórsson framkvæmdastjóri Landssambands sauðfjárbænda og Sigríður María Egilsdóttir laganemi og frambjóðandi Viðreisnar í Reykjavík suður. 17. september 2016 15:08
Ísland sofnað á verðinum í jafnréttismálum Sigríður María Egilsdóttir skipar fimmta sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík norður. Hún segist heillast af flokknum því þar verði nýr tónn gefinn í íslenskri umræðu. Sigríður hefur hellt sér út í breytingar á námslánakerfinu 23. september 2016 07:00
Sakaði fjármálaráðherra um kvenfyrirlitningu Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sakaði Bjarna Benediktsson um kvenfyrirlitningu þegar hann bað Katrínu Júlíusdóttur um að róa sig. 26. febrúar 2014 17:51
„Helvítis dóni“ Upp úr sauð á Alþingi í dag þegar Katrín Júlíusdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, kallaði Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, helvítis dóna. 26. febrúar 2014 17:52
Samflokksmenn Ögmundar segja hann „verstu málpípu feðraveldisins“ Krefjast þess að Ögmundur biðji hreyfinguna og allar konur í stjórnmálum afsökunar á ummælum sínum. 22. ágúst 2016 11:31