Kvöldfréttir Stöðvar 2: „Af hverju ertu svona grimm á svipinn, væna?“ Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 30. september 2016 15:24 „Af hverju ertu svona grimm á svipinn, væna?“ spurði Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, Píratann Ástu Guðrúnu Helgadóttur í atkvæðagreiðslu í þinginu á dögunum. Ásta segir þetta dæmi um svokallaða hrútskýringu, en mikið hefur verið rætt um þetta tiltölulega nýja hugtak undanfarið. Mest var umræðan sennilega þegar Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, lét sama þingmann Sjálfstæðisflokks, Jón Gunnarsson, heyra það í morgunþætti á dögunum þar sem þau ræddu rammaáætlun. Ummæli Jóns um að Björt þyrfti að kynna sér málefni rammaáætlunar betur fóru mjög fyrir brjóstið á henni og lét hún hann hafa það óþvegið í beinni útsendingu:Sjá einnig: Björt vill ekki sitja undir kjaftæði miðaldra kalla „Ég nenni ekki að sitja undir þessu. Ég nenni ekki enn eina ferðina að hér sé miðaldra karl sem segi – heyrðu vinkona, viltu gjöra svo vel kynna þér aðeins málið betur. Ég nenni ekki svona kjaftæði. Ég er búin að sitja með þér í atvinnuveganefnd í þrjú ár.“ Hrútskýringar, eða mansplaining líkt og það útleggst á ensku, er sett saman úr orðinu hrútur og útskýra – og er notað yfir það þegar einhver útskýrir eitthvað fyrir einhverjum á yfirlætisfullan hátt líkt og viðkomandi viti ekkert um málið. Oftast eru þetta karlmenn sem sagðir eru hrútskýra fyrir konum – en konur geta líka hrútskýrt. Þórhildur Þorkelsdóttir, fréttamaður, fór á stúfana og ræddi við þingkonur sem sögðu hrútskýringar óumflýjanlegan hluta af vinnudeginum á Alþingi – en auðvelt sé að sjá spaugilegu hliðina á sumum hrútskýringum. Meira um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld, sem hefjast á slaginu 18.30. Tengdar fréttir Snörp orðaskipti í Vikulokunum: „Ég held að við ættum að enda þetta á hugleiðslu“ Það má segja að hart hafi verið tekist á í seinni hluta Vikulokanna á Rás 1 í dag en þangað mættu þau Gísli Marteinn Baldursson fjölmiðlamaður, Svavar Halldórsson framkvæmdastjóri Landssambands sauðfjárbænda og Sigríður María Egilsdóttir laganemi og frambjóðandi Viðreisnar í Reykjavík suður. 17. september 2016 15:08 Ísland sofnað á verðinum í jafnréttismálum Sigríður María Egilsdóttir skipar fimmta sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík norður. Hún segist heillast af flokknum því þar verði nýr tónn gefinn í íslenskri umræðu. Sigríður hefur hellt sér út í breytingar á námslánakerfinu 23. september 2016 07:00 Sakaði fjármálaráðherra um kvenfyrirlitningu Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sakaði Bjarna Benediktsson um kvenfyrirlitningu þegar hann bað Katrínu Júlíusdóttur um að róa sig. 26. febrúar 2014 17:51 „Helvítis dóni“ Upp úr sauð á Alþingi í dag þegar Katrín Júlíusdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, kallaði Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, helvítis dóna. 26. febrúar 2014 17:52 Samflokksmenn Ögmundar segja hann „verstu málpípu feðraveldisins“ Krefjast þess að Ögmundur biðji hreyfinguna og allar konur í stjórnmálum afsökunar á ummælum sínum. 22. ágúst 2016 11:31 Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Sjá meira
„Af hverju ertu svona grimm á svipinn, væna?“ spurði Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, Píratann Ástu Guðrúnu Helgadóttur í atkvæðagreiðslu í þinginu á dögunum. Ásta segir þetta dæmi um svokallaða hrútskýringu, en mikið hefur verið rætt um þetta tiltölulega nýja hugtak undanfarið. Mest var umræðan sennilega þegar Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, lét sama þingmann Sjálfstæðisflokks, Jón Gunnarsson, heyra það í morgunþætti á dögunum þar sem þau ræddu rammaáætlun. Ummæli Jóns um að Björt þyrfti að kynna sér málefni rammaáætlunar betur fóru mjög fyrir brjóstið á henni og lét hún hann hafa það óþvegið í beinni útsendingu:Sjá einnig: Björt vill ekki sitja undir kjaftæði miðaldra kalla „Ég nenni ekki að sitja undir þessu. Ég nenni ekki enn eina ferðina að hér sé miðaldra karl sem segi – heyrðu vinkona, viltu gjöra svo vel kynna þér aðeins málið betur. Ég nenni ekki svona kjaftæði. Ég er búin að sitja með þér í atvinnuveganefnd í þrjú ár.“ Hrútskýringar, eða mansplaining líkt og það útleggst á ensku, er sett saman úr orðinu hrútur og útskýra – og er notað yfir það þegar einhver útskýrir eitthvað fyrir einhverjum á yfirlætisfullan hátt líkt og viðkomandi viti ekkert um málið. Oftast eru þetta karlmenn sem sagðir eru hrútskýra fyrir konum – en konur geta líka hrútskýrt. Þórhildur Þorkelsdóttir, fréttamaður, fór á stúfana og ræddi við þingkonur sem sögðu hrútskýringar óumflýjanlegan hluta af vinnudeginum á Alþingi – en auðvelt sé að sjá spaugilegu hliðina á sumum hrútskýringum. Meira um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld, sem hefjast á slaginu 18.30.
Tengdar fréttir Snörp orðaskipti í Vikulokunum: „Ég held að við ættum að enda þetta á hugleiðslu“ Það má segja að hart hafi verið tekist á í seinni hluta Vikulokanna á Rás 1 í dag en þangað mættu þau Gísli Marteinn Baldursson fjölmiðlamaður, Svavar Halldórsson framkvæmdastjóri Landssambands sauðfjárbænda og Sigríður María Egilsdóttir laganemi og frambjóðandi Viðreisnar í Reykjavík suður. 17. september 2016 15:08 Ísland sofnað á verðinum í jafnréttismálum Sigríður María Egilsdóttir skipar fimmta sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík norður. Hún segist heillast af flokknum því þar verði nýr tónn gefinn í íslenskri umræðu. Sigríður hefur hellt sér út í breytingar á námslánakerfinu 23. september 2016 07:00 Sakaði fjármálaráðherra um kvenfyrirlitningu Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sakaði Bjarna Benediktsson um kvenfyrirlitningu þegar hann bað Katrínu Júlíusdóttur um að róa sig. 26. febrúar 2014 17:51 „Helvítis dóni“ Upp úr sauð á Alþingi í dag þegar Katrín Júlíusdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, kallaði Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, helvítis dóna. 26. febrúar 2014 17:52 Samflokksmenn Ögmundar segja hann „verstu málpípu feðraveldisins“ Krefjast þess að Ögmundur biðji hreyfinguna og allar konur í stjórnmálum afsökunar á ummælum sínum. 22. ágúst 2016 11:31 Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Sjá meira
Snörp orðaskipti í Vikulokunum: „Ég held að við ættum að enda þetta á hugleiðslu“ Það má segja að hart hafi verið tekist á í seinni hluta Vikulokanna á Rás 1 í dag en þangað mættu þau Gísli Marteinn Baldursson fjölmiðlamaður, Svavar Halldórsson framkvæmdastjóri Landssambands sauðfjárbænda og Sigríður María Egilsdóttir laganemi og frambjóðandi Viðreisnar í Reykjavík suður. 17. september 2016 15:08
Ísland sofnað á verðinum í jafnréttismálum Sigríður María Egilsdóttir skipar fimmta sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík norður. Hún segist heillast af flokknum því þar verði nýr tónn gefinn í íslenskri umræðu. Sigríður hefur hellt sér út í breytingar á námslánakerfinu 23. september 2016 07:00
Sakaði fjármálaráðherra um kvenfyrirlitningu Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sakaði Bjarna Benediktsson um kvenfyrirlitningu þegar hann bað Katrínu Júlíusdóttur um að róa sig. 26. febrúar 2014 17:51
„Helvítis dóni“ Upp úr sauð á Alþingi í dag þegar Katrín Júlíusdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, kallaði Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, helvítis dóna. 26. febrúar 2014 17:52
Samflokksmenn Ögmundar segja hann „verstu málpípu feðraveldisins“ Krefjast þess að Ögmundur biðji hreyfinguna og allar konur í stjórnmálum afsökunar á ummælum sínum. 22. ágúst 2016 11:31