Lokað fyrir umferð að Sólheimajökli Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. september 2016 21:01 Sólheimajökull Vísir/Vilhelm Lögreglan á Suðurlandi hefur tekið ákvörðum um að loka fyrir umferð á veginum að Sólheimajökli, vegi nr. 221. Ennfremur hefur er nú óhemilt að ganga á jökulinn. Ákvörðunin er tekin vegna yfirstandandi jarðskjálftahrinu í Mýrdalsjökli og þeirrar óvissu sem er ríkjandi vegna þess. Verður ákvörðunin endurskoðuð síðdegis á morgun. Sólheimajökull skríður niður úr Mýrdalsjökli suðvestanverðum og er vinsæll áningarstaður ferðamanna. Fyrr í kvöld lýsti Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi, yfir óvissustigi vegna jarðskjálfta í Mýrdalsjökli sem hófust um hádegisbilið 29. september. Vísindaráð almannavarna telur líklegt að hrinan stafi af kvikuhreyfingum í Kötlu, en enn hafa engin merki um gosóróa mælst. Óvissustig almannavarna þýðir að aukið eftirlit er haft með atburðarrás sem á síðari stigum gæti leitt til þess að heilsu og öryggi fólks, umhverfis eða byggðar verði ógnað. Að lýsa yfir óvissustigi er hluti af verkferlum í skipulagi almannavarna til að tryggja formleg samskipti og upplýsingagjöf á milli viðbragðsaðila. Varað er við ferðum í og við jökulár sem renna frá Mýrdalsjökli. Sérstaklega má tiltaka Múlakvísl og Jökulsá á Sólheimasandi. Freysteinn Sigmundsson, jarðeðlisfræðingur við Háskóla Íslands sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að viðbragðsaðilar séi undirbúnir undir það að atburðarrásin geti farið hratt af stað gjósi Katla en eftirfarandi atburðarrásis eru taldar líklegastar af Almannavarnarnefnd. 1. Jarðskjálftahrinan hættir án frekari atburða. 2. Jökulhlaup kemur fram í ám vegna minniháttar eldgoss eða tæmingar á jarðhitakötlum. 3. Eldgos hefst í Mýrdalsjökli sem nær að brjóta sér leið í gegnum jökulinn. Afleiðingar gætu verið jökulhlaup í ám sem renna frá jöklinum ásamt öskufalli. Sjá má veginn sem um ræðir, númer 221, á kortinu hér að neðan. Tengdar fréttir Stórir skjálftar í Kötlu í nótt Þrír stórir skjálftar mældust í Kötlu í nótt samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. 30. september 2016 07:15 Katla lætur vita af sér Skjálfti um 3,9 á Richter mældist í sunnanverðri Kötluöskjunni í gær. Skjálftinn er sá stærsti í nokkrar vikur en mikil virkni stórra skjálfta hefur verið í Kötlu undanfarið. Þann 29. ágúst mældust stærri skjálftar, eða 4,5 og 4,6 á Richter. Það voru sterkustu skjálftar sem höfðu fundist í Kötlu síðan 1977. 27. september 2016 07:00 Óvissustigi lýst yfir vegna Kötlu Ríkislögreglustjórinn í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi hefur lýst yfir óvissustigi vegna jarðskjálfta í Mýrdalsjökli 30. september 2016 18:11 Fengum sýnishorn af stóru Kötlugosi árið 2011 „Það olli engum rosalegum vandræðum.“ 30. september 2016 14:20 Katla hulin skýjum en fnykur af Múlakvísl Engar breytingar sáust á kötlunum í fyrradag. 30. september 2016 15:45 Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Sjá meira
Lögreglan á Suðurlandi hefur tekið ákvörðum um að loka fyrir umferð á veginum að Sólheimajökli, vegi nr. 221. Ennfremur hefur er nú óhemilt að ganga á jökulinn. Ákvörðunin er tekin vegna yfirstandandi jarðskjálftahrinu í Mýrdalsjökli og þeirrar óvissu sem er ríkjandi vegna þess. Verður ákvörðunin endurskoðuð síðdegis á morgun. Sólheimajökull skríður niður úr Mýrdalsjökli suðvestanverðum og er vinsæll áningarstaður ferðamanna. Fyrr í kvöld lýsti Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi, yfir óvissustigi vegna jarðskjálfta í Mýrdalsjökli sem hófust um hádegisbilið 29. september. Vísindaráð almannavarna telur líklegt að hrinan stafi af kvikuhreyfingum í Kötlu, en enn hafa engin merki um gosóróa mælst. Óvissustig almannavarna þýðir að aukið eftirlit er haft með atburðarrás sem á síðari stigum gæti leitt til þess að heilsu og öryggi fólks, umhverfis eða byggðar verði ógnað. Að lýsa yfir óvissustigi er hluti af verkferlum í skipulagi almannavarna til að tryggja formleg samskipti og upplýsingagjöf á milli viðbragðsaðila. Varað er við ferðum í og við jökulár sem renna frá Mýrdalsjökli. Sérstaklega má tiltaka Múlakvísl og Jökulsá á Sólheimasandi. Freysteinn Sigmundsson, jarðeðlisfræðingur við Háskóla Íslands sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að viðbragðsaðilar séi undirbúnir undir það að atburðarrásin geti farið hratt af stað gjósi Katla en eftirfarandi atburðarrásis eru taldar líklegastar af Almannavarnarnefnd. 1. Jarðskjálftahrinan hættir án frekari atburða. 2. Jökulhlaup kemur fram í ám vegna minniháttar eldgoss eða tæmingar á jarðhitakötlum. 3. Eldgos hefst í Mýrdalsjökli sem nær að brjóta sér leið í gegnum jökulinn. Afleiðingar gætu verið jökulhlaup í ám sem renna frá jöklinum ásamt öskufalli. Sjá má veginn sem um ræðir, númer 221, á kortinu hér að neðan.
Tengdar fréttir Stórir skjálftar í Kötlu í nótt Þrír stórir skjálftar mældust í Kötlu í nótt samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. 30. september 2016 07:15 Katla lætur vita af sér Skjálfti um 3,9 á Richter mældist í sunnanverðri Kötluöskjunni í gær. Skjálftinn er sá stærsti í nokkrar vikur en mikil virkni stórra skjálfta hefur verið í Kötlu undanfarið. Þann 29. ágúst mældust stærri skjálftar, eða 4,5 og 4,6 á Richter. Það voru sterkustu skjálftar sem höfðu fundist í Kötlu síðan 1977. 27. september 2016 07:00 Óvissustigi lýst yfir vegna Kötlu Ríkislögreglustjórinn í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi hefur lýst yfir óvissustigi vegna jarðskjálfta í Mýrdalsjökli 30. september 2016 18:11 Fengum sýnishorn af stóru Kötlugosi árið 2011 „Það olli engum rosalegum vandræðum.“ 30. september 2016 14:20 Katla hulin skýjum en fnykur af Múlakvísl Engar breytingar sáust á kötlunum í fyrradag. 30. september 2016 15:45 Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Sjá meira
Stórir skjálftar í Kötlu í nótt Þrír stórir skjálftar mældust í Kötlu í nótt samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. 30. september 2016 07:15
Katla lætur vita af sér Skjálfti um 3,9 á Richter mældist í sunnanverðri Kötluöskjunni í gær. Skjálftinn er sá stærsti í nokkrar vikur en mikil virkni stórra skjálfta hefur verið í Kötlu undanfarið. Þann 29. ágúst mældust stærri skjálftar, eða 4,5 og 4,6 á Richter. Það voru sterkustu skjálftar sem höfðu fundist í Kötlu síðan 1977. 27. september 2016 07:00
Óvissustigi lýst yfir vegna Kötlu Ríkislögreglustjórinn í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi hefur lýst yfir óvissustigi vegna jarðskjálfta í Mýrdalsjökli 30. september 2016 18:11
Fengum sýnishorn af stóru Kötlugosi árið 2011 „Það olli engum rosalegum vandræðum.“ 30. september 2016 14:20
Katla hulin skýjum en fnykur af Múlakvísl Engar breytingar sáust á kötlunum í fyrradag. 30. september 2016 15:45