Angelina Jolie sækir um skilnað frá Brad Pitt Stefán Árni Pálsson skrifar 20. september 2016 14:48 Hjónin á Óskarnum á sínum tíma. vísir/getty Leikkonan Angelina Jolie hefur sótt um skilnað en hún er gift leikaranum Brad Pitt og hafa þau verið saman síðan árið 2004. Þetta kemur fram í slúðurmiðlinum TMZ en þar segir að ástæðan sé mismunandi sjónarmið parsins á barnauppeldi. Jolie mun hafa sótt formlega um skilnaðinn í gær og fer hún fram á forræði yfir börnunum þeirra sex. Ef Jolie fær fullt forræði mun hún leyfa Pitt að heimsækja börnin en hún er ekki reiðubúin að vera með sameiginlegt forræði með leikaranum. Hún segir í skilnaðarpappírunum að þau hafi skilið þann 15. september. Þau giftu sig í ágúst 2014 og er með sanni hægt að segja að þetta sé eitt allra frægasta par heims í dag. Brad Pitt er 52 ára en Angelina Jolie er 41 árs. Allir helstu miðlarnir um heim allan eru að greina frá málinu og staðfesti virtur blaðamaður CNN fréttirnar á Twitter fyrir stundu. Heimildarmaður CNN hefur staðfest fréttirnir.CNN CONFIRMS: Angelina Jolie has filed for divorce from husband of two years Brad Pitt, a source familiar with the filing. -@BrianStelter— Vaughn Sterling (@vplus) September 20, 2016 Yfirvofandi skilnaður Brads og Angelinu hefur verið vinsælt umfjöllunarefni fjölmiðla síðustu ár. Í júní sló slúðurblaðið Star því upp að Selena Gomez hefði komið upp á milli þeirra. Nú fyrr í vikunni birti In Touch forsíðu með fréttinni. Nú virðist þetta vera orðið að staðreynd að Jolie hafi sótt um skilnað.Samkvæmt skilnaðarskjölunum fer Angelina Jolie ekki fram á neina framfærslu. Þau felldu hugi saman þegar þau léku saman í kvikmyndinni Mr. and Mrs. Smith árið 2004. Þau giftu sig við leynilega athöfn árið 2014 á landareign sinni í Frakklandi, Chateau Miraval. Pitt bað Angelinu tveimur árum áður en þá höfðu þau verið saman í fjölda ára. Pitt sagði að þau höfðu gengið í hjónaband vegna pressu frá börnunum þeirra. Jolie-Pitt börnin eru sex talsins og heita; Maddox Chivan (15 ára), Pax Thien (12 ára), Zahara Marley (11 ára), Shiloh Nouvel (10 ára) og tvíburarnir Knox Leon (8 ára) og Vivienne Marcheline (8 ára). Hér eru þau saman með börnunum sex við LAX flugvöllinn árið 2014.vísir/gettyFyrir ári síðan mættu þau í þáttinn Today og ræddu ítarlega um hjónabandið. Þau hafa verið tíðir gestir í fjölmiðlum síðastliðin áratug. Brad Pitt var áður með Gwyneth Paltrow og Jennifer Aniston og Angelina Jolie var áður í sambandi við þá Jonny Lee Miller og Billy Bob Thornton. Skilnaður Angelinu Jolie og Brad Pitt Mest lesið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lífið Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Fleiri fréttir Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Sjá meira
Leikkonan Angelina Jolie hefur sótt um skilnað en hún er gift leikaranum Brad Pitt og hafa þau verið saman síðan árið 2004. Þetta kemur fram í slúðurmiðlinum TMZ en þar segir að ástæðan sé mismunandi sjónarmið parsins á barnauppeldi. Jolie mun hafa sótt formlega um skilnaðinn í gær og fer hún fram á forræði yfir börnunum þeirra sex. Ef Jolie fær fullt forræði mun hún leyfa Pitt að heimsækja börnin en hún er ekki reiðubúin að vera með sameiginlegt forræði með leikaranum. Hún segir í skilnaðarpappírunum að þau hafi skilið þann 15. september. Þau giftu sig í ágúst 2014 og er með sanni hægt að segja að þetta sé eitt allra frægasta par heims í dag. Brad Pitt er 52 ára en Angelina Jolie er 41 árs. Allir helstu miðlarnir um heim allan eru að greina frá málinu og staðfesti virtur blaðamaður CNN fréttirnar á Twitter fyrir stundu. Heimildarmaður CNN hefur staðfest fréttirnir.CNN CONFIRMS: Angelina Jolie has filed for divorce from husband of two years Brad Pitt, a source familiar with the filing. -@BrianStelter— Vaughn Sterling (@vplus) September 20, 2016 Yfirvofandi skilnaður Brads og Angelinu hefur verið vinsælt umfjöllunarefni fjölmiðla síðustu ár. Í júní sló slúðurblaðið Star því upp að Selena Gomez hefði komið upp á milli þeirra. Nú fyrr í vikunni birti In Touch forsíðu með fréttinni. Nú virðist þetta vera orðið að staðreynd að Jolie hafi sótt um skilnað.Samkvæmt skilnaðarskjölunum fer Angelina Jolie ekki fram á neina framfærslu. Þau felldu hugi saman þegar þau léku saman í kvikmyndinni Mr. and Mrs. Smith árið 2004. Þau giftu sig við leynilega athöfn árið 2014 á landareign sinni í Frakklandi, Chateau Miraval. Pitt bað Angelinu tveimur árum áður en þá höfðu þau verið saman í fjölda ára. Pitt sagði að þau höfðu gengið í hjónaband vegna pressu frá börnunum þeirra. Jolie-Pitt börnin eru sex talsins og heita; Maddox Chivan (15 ára), Pax Thien (12 ára), Zahara Marley (11 ára), Shiloh Nouvel (10 ára) og tvíburarnir Knox Leon (8 ára) og Vivienne Marcheline (8 ára). Hér eru þau saman með börnunum sex við LAX flugvöllinn árið 2014.vísir/gettyFyrir ári síðan mættu þau í þáttinn Today og ræddu ítarlega um hjónabandið. Þau hafa verið tíðir gestir í fjölmiðlum síðastliðin áratug. Brad Pitt var áður með Gwyneth Paltrow og Jennifer Aniston og Angelina Jolie var áður í sambandi við þá Jonny Lee Miller og Billy Bob Thornton.
Skilnaður Angelinu Jolie og Brad Pitt Mest lesið Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Lífið Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Lífið Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lífið Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Lífið Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Lífið Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Lífið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Fleiri fréttir Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Reisa styttu af Birni í Kópavogi Lauk krefjandi háskólanámi og barðist við lífshættuleg veikindi á sama tíma Krakkatían: Mona Lisa, VÆB og Þjóðhátíð Segja Freddie Mercury eiga laundóttur Skotin flakka milli Enoks og Birgittu: „Settu franskarnar í pokann“ Sinnir sjúklingum í sama herbergi og hún fékk greiningu Fréttatía vikunnar: Evrópudeildin, kappakstur og sólmyrkvi Billy Joel greindist með heilasjúkdóm Gimbur borin með svart hjarta á bakinu Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Sjá meira