Gunnar Nelson brást öðruvísi við boði EA Sports: „Lítum á þetta sem þjónustu fyrir aðdáendur íþróttarinnar“ Birgir Olgeirsson skrifar 21. september 2016 10:54 Bardagakappinn Gunnar Nelson er í nýjasta UFC leiknum frá EA Sports en KSÍ neitaði fyrirtækinu um að nota íslenska landsliðið í FIFA 17. Vísir/Getty „Þetta er að mínu mati mjög undarleg ákvörðun en þeir hafa væntanlega eitthvað á bak við hana, vonandi eitthvað annað en að þeim vanti gríðarlegar greiðslur fyrir þetta,“ segir Haraldur Dean Nelson, faðir Gunnars Nelson, um ákvörðun Knattspyrnusambands Íslands að neita tölvuleikjaframleiðandanum EA Sports um að nota íslenska landsliðið í FIFA 17. Gunnar Nelson er bardagakappi sem keppir í blönduðum bardagalistum (MMA) í Ultimate Fighting Championship (UFC). EA Sports hafa framleitt nokkra UFC-leiki en Gunnar er í þeim nýjasta, UFC 2, sem kom út í vor.Haraldur með Gunnari syni sínum í Las Vegas fyrir bardagakvöld í UFC.vísir/bödHaraldur segir Gunnar hafa gert samning við UFC-sambandið þar sem er ákvæði um að nota megi nafn og líkindi Gunnars í tölvuleikjum en þeir hafa alltaf val um að neita því. Haraldur segir það aldrei hafa komið til greina. „Það hefur aldrei hvarflað að mér athuga það eða reyna það því fyrst og fremst sjáum við þetta sem ákveðna virðingu að menn vilji nota hann og svo þessi þjónusta við aðdáendur MMA að geta spilað sína uppáhalds karaktera. Við sáum þetta sem frábært tækifæri fyrir íslenska áhugamenn um MMA að vera sinn uppáhalds karakter í leiknum og kynna hann fyrir erlendum aðilum,“ segir Haraldur. Hann segir EA Sports vera einn af stærstu tölvuleikjaframleiðendum í heiminum í dag og FIFA-leikinn vera nánast flaggskip þeirra. „Ég hefði bara haldið að þetta væri frábær kynning fyrir íslenska landsliðið og frábær kynning fyrir íþróttamennina sjálfa til að kynna þá fyrir spilurum leiksins. Nú er meðvindur með íslenskri knattspyrnu, bæði kvenna og karlaliðið búin að standa sig alveg frábærlega og víkingaklappið búið að auka hróður íslenskrar knattspyrnu.“ Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, hefur greint frá því í fjölmiðlum að boð EA Sports fyrir að nota íslenska landsliðið í FIFA 17 hefði verið of lágt. Hefur hann látið hafa eftir sér í erlendum fjölmiðlum að boðið hafi numið um 15 þúsund dollurum, eða sem nemur um 1,7 milljónum íslenskra króna. Haraldur sagði um svipaðar upphæðir að ræða varðandi UFC-leikinn. „Þetta er rétt sem þeir segja að þetta eru engar risa fjárhæðir. Þeir eru held ég að bjóða fótboltanum hærra, mér finnst það sennilegt. En við lítum á þetta sem þjónustu fyrir aðdáendur íþróttarinnar. Mér finnst sjálfsagt að menn fái greitt fyrir að nota líkindi þeirra og það er gert en fyrst og fremst erum við að horfa á þetta sem frábært kynningartækifæri og þjónustu.“ KSÍ Leikjavísir Tengdar fréttir KSÍ sagði nei takk við FIFA 17: Tilboð EA Sports nam um einni milljón króna „Þetta var mjög lág upphæð frá fyrirtæki sem græðir á tá og fingri er mér sagt.“ 20. september 2016 11:41 Sýður upp úr vegna ákvörðunar KSÍ: „Ekkert annað en ævintýralegt markaðsklúður“ KSÍ hafnaði einnar milljón krónu tilboði tölvuleikjarisans EA Sports. 20. september 2016 12:09 PES bauð hærra en EA Sports: „Það er ekkert verið að tala um neina tugi milljóna“ Íslenska landsliðið er í Pro Evolution Soccer en verður ekki í FIFA 17. 20. september 2016 14:45 Víkingaklappið í FIFA 17 Ekki sér fyrir endalok vinsælda víkingaklappsins. 12. september 2016 19:57 Geir um stóra FIFA 17-málið: „Það getur vel verið að við höfum gert eitthvað klúður“ „Það kunna að vera mistök og að eiga ekki samtal við íslenska spilara.“ 20. september 2016 16:53 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
„Þetta er að mínu mati mjög undarleg ákvörðun en þeir hafa væntanlega eitthvað á bak við hana, vonandi eitthvað annað en að þeim vanti gríðarlegar greiðslur fyrir þetta,“ segir Haraldur Dean Nelson, faðir Gunnars Nelson, um ákvörðun Knattspyrnusambands Íslands að neita tölvuleikjaframleiðandanum EA Sports um að nota íslenska landsliðið í FIFA 17. Gunnar Nelson er bardagakappi sem keppir í blönduðum bardagalistum (MMA) í Ultimate Fighting Championship (UFC). EA Sports hafa framleitt nokkra UFC-leiki en Gunnar er í þeim nýjasta, UFC 2, sem kom út í vor.Haraldur með Gunnari syni sínum í Las Vegas fyrir bardagakvöld í UFC.vísir/bödHaraldur segir Gunnar hafa gert samning við UFC-sambandið þar sem er ákvæði um að nota megi nafn og líkindi Gunnars í tölvuleikjum en þeir hafa alltaf val um að neita því. Haraldur segir það aldrei hafa komið til greina. „Það hefur aldrei hvarflað að mér athuga það eða reyna það því fyrst og fremst sjáum við þetta sem ákveðna virðingu að menn vilji nota hann og svo þessi þjónusta við aðdáendur MMA að geta spilað sína uppáhalds karaktera. Við sáum þetta sem frábært tækifæri fyrir íslenska áhugamenn um MMA að vera sinn uppáhalds karakter í leiknum og kynna hann fyrir erlendum aðilum,“ segir Haraldur. Hann segir EA Sports vera einn af stærstu tölvuleikjaframleiðendum í heiminum í dag og FIFA-leikinn vera nánast flaggskip þeirra. „Ég hefði bara haldið að þetta væri frábær kynning fyrir íslenska landsliðið og frábær kynning fyrir íþróttamennina sjálfa til að kynna þá fyrir spilurum leiksins. Nú er meðvindur með íslenskri knattspyrnu, bæði kvenna og karlaliðið búin að standa sig alveg frábærlega og víkingaklappið búið að auka hróður íslenskrar knattspyrnu.“ Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, hefur greint frá því í fjölmiðlum að boð EA Sports fyrir að nota íslenska landsliðið í FIFA 17 hefði verið of lágt. Hefur hann látið hafa eftir sér í erlendum fjölmiðlum að boðið hafi numið um 15 þúsund dollurum, eða sem nemur um 1,7 milljónum íslenskra króna. Haraldur sagði um svipaðar upphæðir að ræða varðandi UFC-leikinn. „Þetta er rétt sem þeir segja að þetta eru engar risa fjárhæðir. Þeir eru held ég að bjóða fótboltanum hærra, mér finnst það sennilegt. En við lítum á þetta sem þjónustu fyrir aðdáendur íþróttarinnar. Mér finnst sjálfsagt að menn fái greitt fyrir að nota líkindi þeirra og það er gert en fyrst og fremst erum við að horfa á þetta sem frábært kynningartækifæri og þjónustu.“
KSÍ Leikjavísir Tengdar fréttir KSÍ sagði nei takk við FIFA 17: Tilboð EA Sports nam um einni milljón króna „Þetta var mjög lág upphæð frá fyrirtæki sem græðir á tá og fingri er mér sagt.“ 20. september 2016 11:41 Sýður upp úr vegna ákvörðunar KSÍ: „Ekkert annað en ævintýralegt markaðsklúður“ KSÍ hafnaði einnar milljón krónu tilboði tölvuleikjarisans EA Sports. 20. september 2016 12:09 PES bauð hærra en EA Sports: „Það er ekkert verið að tala um neina tugi milljóna“ Íslenska landsliðið er í Pro Evolution Soccer en verður ekki í FIFA 17. 20. september 2016 14:45 Víkingaklappið í FIFA 17 Ekki sér fyrir endalok vinsælda víkingaklappsins. 12. september 2016 19:57 Geir um stóra FIFA 17-málið: „Það getur vel verið að við höfum gert eitthvað klúður“ „Það kunna að vera mistök og að eiga ekki samtal við íslenska spilara.“ 20. september 2016 16:53 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
KSÍ sagði nei takk við FIFA 17: Tilboð EA Sports nam um einni milljón króna „Þetta var mjög lág upphæð frá fyrirtæki sem græðir á tá og fingri er mér sagt.“ 20. september 2016 11:41
Sýður upp úr vegna ákvörðunar KSÍ: „Ekkert annað en ævintýralegt markaðsklúður“ KSÍ hafnaði einnar milljón krónu tilboði tölvuleikjarisans EA Sports. 20. september 2016 12:09
PES bauð hærra en EA Sports: „Það er ekkert verið að tala um neina tugi milljóna“ Íslenska landsliðið er í Pro Evolution Soccer en verður ekki í FIFA 17. 20. september 2016 14:45
Geir um stóra FIFA 17-málið: „Það getur vel verið að við höfum gert eitthvað klúður“ „Það kunna að vera mistök og að eiga ekki samtal við íslenska spilara.“ 20. september 2016 16:53