Gunnar Nelson brást öðruvísi við boði EA Sports: „Lítum á þetta sem þjónustu fyrir aðdáendur íþróttarinnar“ Birgir Olgeirsson skrifar 21. september 2016 10:54 Bardagakappinn Gunnar Nelson er í nýjasta UFC leiknum frá EA Sports en KSÍ neitaði fyrirtækinu um að nota íslenska landsliðið í FIFA 17. Vísir/Getty „Þetta er að mínu mati mjög undarleg ákvörðun en þeir hafa væntanlega eitthvað á bak við hana, vonandi eitthvað annað en að þeim vanti gríðarlegar greiðslur fyrir þetta,“ segir Haraldur Dean Nelson, faðir Gunnars Nelson, um ákvörðun Knattspyrnusambands Íslands að neita tölvuleikjaframleiðandanum EA Sports um að nota íslenska landsliðið í FIFA 17. Gunnar Nelson er bardagakappi sem keppir í blönduðum bardagalistum (MMA) í Ultimate Fighting Championship (UFC). EA Sports hafa framleitt nokkra UFC-leiki en Gunnar er í þeim nýjasta, UFC 2, sem kom út í vor.Haraldur með Gunnari syni sínum í Las Vegas fyrir bardagakvöld í UFC.vísir/bödHaraldur segir Gunnar hafa gert samning við UFC-sambandið þar sem er ákvæði um að nota megi nafn og líkindi Gunnars í tölvuleikjum en þeir hafa alltaf val um að neita því. Haraldur segir það aldrei hafa komið til greina. „Það hefur aldrei hvarflað að mér athuga það eða reyna það því fyrst og fremst sjáum við þetta sem ákveðna virðingu að menn vilji nota hann og svo þessi þjónusta við aðdáendur MMA að geta spilað sína uppáhalds karaktera. Við sáum þetta sem frábært tækifæri fyrir íslenska áhugamenn um MMA að vera sinn uppáhalds karakter í leiknum og kynna hann fyrir erlendum aðilum,“ segir Haraldur. Hann segir EA Sports vera einn af stærstu tölvuleikjaframleiðendum í heiminum í dag og FIFA-leikinn vera nánast flaggskip þeirra. „Ég hefði bara haldið að þetta væri frábær kynning fyrir íslenska landsliðið og frábær kynning fyrir íþróttamennina sjálfa til að kynna þá fyrir spilurum leiksins. Nú er meðvindur með íslenskri knattspyrnu, bæði kvenna og karlaliðið búin að standa sig alveg frábærlega og víkingaklappið búið að auka hróður íslenskrar knattspyrnu.“ Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, hefur greint frá því í fjölmiðlum að boð EA Sports fyrir að nota íslenska landsliðið í FIFA 17 hefði verið of lágt. Hefur hann látið hafa eftir sér í erlendum fjölmiðlum að boðið hafi numið um 15 þúsund dollurum, eða sem nemur um 1,7 milljónum íslenskra króna. Haraldur sagði um svipaðar upphæðir að ræða varðandi UFC-leikinn. „Þetta er rétt sem þeir segja að þetta eru engar risa fjárhæðir. Þeir eru held ég að bjóða fótboltanum hærra, mér finnst það sennilegt. En við lítum á þetta sem þjónustu fyrir aðdáendur íþróttarinnar. Mér finnst sjálfsagt að menn fái greitt fyrir að nota líkindi þeirra og það er gert en fyrst og fremst erum við að horfa á þetta sem frábært kynningartækifæri og þjónustu.“ KSÍ Leikjavísir Tengdar fréttir KSÍ sagði nei takk við FIFA 17: Tilboð EA Sports nam um einni milljón króna „Þetta var mjög lág upphæð frá fyrirtæki sem græðir á tá og fingri er mér sagt.“ 20. september 2016 11:41 Sýður upp úr vegna ákvörðunar KSÍ: „Ekkert annað en ævintýralegt markaðsklúður“ KSÍ hafnaði einnar milljón krónu tilboði tölvuleikjarisans EA Sports. 20. september 2016 12:09 PES bauð hærra en EA Sports: „Það er ekkert verið að tala um neina tugi milljóna“ Íslenska landsliðið er í Pro Evolution Soccer en verður ekki í FIFA 17. 20. september 2016 14:45 Víkingaklappið í FIFA 17 Ekki sér fyrir endalok vinsælda víkingaklappsins. 12. september 2016 19:57 Geir um stóra FIFA 17-málið: „Það getur vel verið að við höfum gert eitthvað klúður“ „Það kunna að vera mistök og að eiga ekki samtal við íslenska spilara.“ 20. september 2016 16:53 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Erlent Fleiri fréttir Maður borinn út úr „hryllingshúsinu“ Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Sjá meira
„Þetta er að mínu mati mjög undarleg ákvörðun en þeir hafa væntanlega eitthvað á bak við hana, vonandi eitthvað annað en að þeim vanti gríðarlegar greiðslur fyrir þetta,“ segir Haraldur Dean Nelson, faðir Gunnars Nelson, um ákvörðun Knattspyrnusambands Íslands að neita tölvuleikjaframleiðandanum EA Sports um að nota íslenska landsliðið í FIFA 17. Gunnar Nelson er bardagakappi sem keppir í blönduðum bardagalistum (MMA) í Ultimate Fighting Championship (UFC). EA Sports hafa framleitt nokkra UFC-leiki en Gunnar er í þeim nýjasta, UFC 2, sem kom út í vor.Haraldur með Gunnari syni sínum í Las Vegas fyrir bardagakvöld í UFC.vísir/bödHaraldur segir Gunnar hafa gert samning við UFC-sambandið þar sem er ákvæði um að nota megi nafn og líkindi Gunnars í tölvuleikjum en þeir hafa alltaf val um að neita því. Haraldur segir það aldrei hafa komið til greina. „Það hefur aldrei hvarflað að mér athuga það eða reyna það því fyrst og fremst sjáum við þetta sem ákveðna virðingu að menn vilji nota hann og svo þessi þjónusta við aðdáendur MMA að geta spilað sína uppáhalds karaktera. Við sáum þetta sem frábært tækifæri fyrir íslenska áhugamenn um MMA að vera sinn uppáhalds karakter í leiknum og kynna hann fyrir erlendum aðilum,“ segir Haraldur. Hann segir EA Sports vera einn af stærstu tölvuleikjaframleiðendum í heiminum í dag og FIFA-leikinn vera nánast flaggskip þeirra. „Ég hefði bara haldið að þetta væri frábær kynning fyrir íslenska landsliðið og frábær kynning fyrir íþróttamennina sjálfa til að kynna þá fyrir spilurum leiksins. Nú er meðvindur með íslenskri knattspyrnu, bæði kvenna og karlaliðið búin að standa sig alveg frábærlega og víkingaklappið búið að auka hróður íslenskrar knattspyrnu.“ Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, hefur greint frá því í fjölmiðlum að boð EA Sports fyrir að nota íslenska landsliðið í FIFA 17 hefði verið of lágt. Hefur hann látið hafa eftir sér í erlendum fjölmiðlum að boðið hafi numið um 15 þúsund dollurum, eða sem nemur um 1,7 milljónum íslenskra króna. Haraldur sagði um svipaðar upphæðir að ræða varðandi UFC-leikinn. „Þetta er rétt sem þeir segja að þetta eru engar risa fjárhæðir. Þeir eru held ég að bjóða fótboltanum hærra, mér finnst það sennilegt. En við lítum á þetta sem þjónustu fyrir aðdáendur íþróttarinnar. Mér finnst sjálfsagt að menn fái greitt fyrir að nota líkindi þeirra og það er gert en fyrst og fremst erum við að horfa á þetta sem frábært kynningartækifæri og þjónustu.“
KSÍ Leikjavísir Tengdar fréttir KSÍ sagði nei takk við FIFA 17: Tilboð EA Sports nam um einni milljón króna „Þetta var mjög lág upphæð frá fyrirtæki sem græðir á tá og fingri er mér sagt.“ 20. september 2016 11:41 Sýður upp úr vegna ákvörðunar KSÍ: „Ekkert annað en ævintýralegt markaðsklúður“ KSÍ hafnaði einnar milljón krónu tilboði tölvuleikjarisans EA Sports. 20. september 2016 12:09 PES bauð hærra en EA Sports: „Það er ekkert verið að tala um neina tugi milljóna“ Íslenska landsliðið er í Pro Evolution Soccer en verður ekki í FIFA 17. 20. september 2016 14:45 Víkingaklappið í FIFA 17 Ekki sér fyrir endalok vinsælda víkingaklappsins. 12. september 2016 19:57 Geir um stóra FIFA 17-málið: „Það getur vel verið að við höfum gert eitthvað klúður“ „Það kunna að vera mistök og að eiga ekki samtal við íslenska spilara.“ 20. september 2016 16:53 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Erlent Fleiri fréttir Maður borinn út úr „hryllingshúsinu“ Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Sjá meira
KSÍ sagði nei takk við FIFA 17: Tilboð EA Sports nam um einni milljón króna „Þetta var mjög lág upphæð frá fyrirtæki sem græðir á tá og fingri er mér sagt.“ 20. september 2016 11:41
Sýður upp úr vegna ákvörðunar KSÍ: „Ekkert annað en ævintýralegt markaðsklúður“ KSÍ hafnaði einnar milljón krónu tilboði tölvuleikjarisans EA Sports. 20. september 2016 12:09
PES bauð hærra en EA Sports: „Það er ekkert verið að tala um neina tugi milljóna“ Íslenska landsliðið er í Pro Evolution Soccer en verður ekki í FIFA 17. 20. september 2016 14:45
Geir um stóra FIFA 17-málið: „Það getur vel verið að við höfum gert eitthvað klúður“ „Það kunna að vera mistök og að eiga ekki samtal við íslenska spilara.“ 20. september 2016 16:53