Norrænusmyglið: Þungir dómar féllu í héraðsdómi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 21. september 2016 14:00 Íslendingarnir fengu átta ára dóm en Hollendingarnir fimm ára dóm í málinu. Vísir Fjórir menn, Angelo Uyleman, Peter Schmitz, Baldur Guðmundsson og Davíð Berndsen Bjarkason, voru í Héraðsdómi Reykjaness í dag fundnir sekir um fíkniefnasmygl hingað til lands með Norrænu á síðasta ári. Hollendingarnir tveir, Angelo og Peter, fengu fimm ára fangelsisdóm. Baldur, 39 ára, var dæmdur í átta ára fangelsi og Davíð, 28 ára, í átta og ár og sex mánuði. Til frádráttar kemur gæsluvarðhald sem mennirnir sættu frá 29. september til 22. desember. Þeim var gert að greiða allt að átta milljónir króna í lögfræði- og sakarkostnað. Fíkniefnainnflutningurinn var þaulskipulagður, en um var að ræða tæplega 20 kíló af amfetamíni og um 2,6 kíló af kókaíni sem flutt voru hingað til lands frá Hollandi. Fíkniefnin voru falin í sérútbúnum geymsluhólfum undir framsætum og í miðjustokk bifreiðar sem Hollendingurinn Angelo Uyleman ók til Danmerkur og þaðan með farþegaferjunni Norrænu. Sjá einnig:Eignaðist svo góða vini á Kvíabryggju Mál Angelo vakti nokkra athygli fyrir þær sakir að hann er greindarskertur en sálfræðingur, sem framkvæmdi próf á Angelo, staðsetti hann sem tólf ára í aldri. Angelo sat í einangrun í átta vikur og var sú vist harðlega gagnrýnd vegna andlegrar fötlunar hans. Þá hefur hann verið í farbanni frá því í desember í fyrra.Málið vakti nokkra athygli, ekki síst vegna þess að Angelo er greindarskertur og sætti einangrun í átta vikur. Sú vist var harðlega gagnrýnd.vísir/ernirSamlandi Angelo, Peter Schmitz, var ákærður fyrir að hafa undirbúið innflutninginn og aðstoðað Angelo fyrir báðar ferðirnar í fyrra. Íslendingarnir tveir, Baldur Guðmundsson og Davíð Berndsen Bjarkason, voru ákærðir fyrir að hafa lagt á ráðin um innflutninginn og fjármagnað að hluta kaup á fíkniefnunum og kostnað við innflutning þeirra.Sjá einnig:Á hælum Angelo dögum saman: „Hrein og klár tilviljun“Þaulskipulagt smygl Atburðarásinni er lýst nokkuð ítarlega í ákærunni og virðist undirbúningur að smyglinu hafa staðið yfir í nokkurn tíma. Angelo kom til landsins 22. september 2015 en hélt aftur af landi brott frá Keflavíkurflugvelli þremur dögum síðar. Hann skildi bíl sinn eftir í skammtímastæði við Leifsstöð, en kom svo aftur til landsins frá Amsterdam 28. september. Þann dag ók hann að bænum Stóra Knarrarnesi þar sem fyrirhugað var að fjarlægja fíkniefnin úr bifreiðinni. Þar voru Angelo og Peter báðir handteknir.Sjónauki fannst í bíl annars Íslendingsins en talið er að hann hafi verið að fylgjast með ferðum Angelo. Mynd úr safni.vísir/gettyAnnar Íslendingurinn, Baldur Guðmundsson, var einnig handtekinn við Stóra Knarrarnes. Hann hafði tekið nokkra bíla á leigu á tveggja mánaða tímabili og ekið þeim yfir tvö þúsund kílómetra. Þá hafði hann á þessu sama tímabili komið þrisvar til Seyðisfjarðar. Á fjögurra mánaða tímabili eyddi hann einni og hálfri milljón króna í bílaleigubíla. Sjá einnig: Angelo breytti framburði sínum fyrir dómi Í bíl Baldurs fannst sjónauki, lambhúshetta og rúmlega 15.600 evrur, eða um 2,2 milljónir íslenskra króna, og taldi lögregla að hann hafi verið að fylgjast með Angelo. Fyrir dómi sagði Baldur það hafa verið hreina og klára tilviljun að hafa ítrekað verið staddur á sama stað og Angelo. Milljónirnar tvær voru gerðar upptækar, samkvæmt dómnum sem féll í dag.Fíkniefnunum var smyglað hingað til lands í gegnum Norrænu.vísirHinn Íslendingurinn, Davíð Berndsen Bjarkason, var handtekinn á heimili tengdaforeldra sinna 28. september. Hann var sagður hafa haldið utan um fullkomið bókhald yfir fíkniefnaviðskipti og ljósmyndir af Norrænu sem sýna akstur bifreiða umhverfis skipið. Baldur og Davíð eru sagðir hafa fjármagnað kaupin með greiðslum í reiðufé inn á 30 Ikort upp á samtals níu milljónir króna. Þau hafi verið notuð til úttekta í hraðbönkum víða í Evrópu. Þá fann lögregla kassa af Blackberry farsímum sem taldir eru hafa verið notaðir í samskiptum við erlenda samverkamenn, en við rannsókn lögreglu kom í ljós að símana var eingöngu hægt að nota til að eiga dulkóðuð textasamskipti. Fjórmenningarnir neituðu allir sök við þingfestingu málsins í apríl. Farið var fram á allt að 12 ára fangelsi yfir þeim. Líkt og fram hefur komið var smyglið þaulskipulagt og atburðarásin eftir því, en tímalínu atburðanna má sjá hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Á hælum Angelo dögum saman: „Hrein og klár tilviljun“ Annar Íslendinganna sem ákærður er fyrir að hafa skipulagt og fjármagnað að hluta innflutning á um 23 kílóum á sterkum fíkniefnum segir það hreina og klára tilviljun að hann hafi ítrekað verið staddur á sama stað og Angelo Uyleman, Hollendingur sem einnig er ákærður í málinu. 11. ágúst 2016 13:31 Sagði Angelo ófæran um að fara einan til Íslands Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Angelo og þremur öðrum mönnum hóst í gær. Þeir eru ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Angelo er greindarskertur og sést á geðmati að hann er með slakan þroska. 11. ágúst 2016 08:00 Hinn Íslendingurinn um rannsókn lögreglu: „Þetta er bara hlægilegt“ Ákærði segir skjöl sem fundust í tölvu hans ekki tengjast fíkniefnaviðskiptum með neinum hætti. 11. ágúst 2016 15:11 Hinn Hollendingurinn: Átti ekki von á fíkniefnum heldur peningum til sumarhúsakaupa Segir dvölina á Íslandi hafa verið slæma. 11. ágúst 2016 11:53 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Fleiri fréttir Eldgos geti hafist hvenær sem er Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Sjá meira
Fjórir menn, Angelo Uyleman, Peter Schmitz, Baldur Guðmundsson og Davíð Berndsen Bjarkason, voru í Héraðsdómi Reykjaness í dag fundnir sekir um fíkniefnasmygl hingað til lands með Norrænu á síðasta ári. Hollendingarnir tveir, Angelo og Peter, fengu fimm ára fangelsisdóm. Baldur, 39 ára, var dæmdur í átta ára fangelsi og Davíð, 28 ára, í átta og ár og sex mánuði. Til frádráttar kemur gæsluvarðhald sem mennirnir sættu frá 29. september til 22. desember. Þeim var gert að greiða allt að átta milljónir króna í lögfræði- og sakarkostnað. Fíkniefnainnflutningurinn var þaulskipulagður, en um var að ræða tæplega 20 kíló af amfetamíni og um 2,6 kíló af kókaíni sem flutt voru hingað til lands frá Hollandi. Fíkniefnin voru falin í sérútbúnum geymsluhólfum undir framsætum og í miðjustokk bifreiðar sem Hollendingurinn Angelo Uyleman ók til Danmerkur og þaðan með farþegaferjunni Norrænu. Sjá einnig:Eignaðist svo góða vini á Kvíabryggju Mál Angelo vakti nokkra athygli fyrir þær sakir að hann er greindarskertur en sálfræðingur, sem framkvæmdi próf á Angelo, staðsetti hann sem tólf ára í aldri. Angelo sat í einangrun í átta vikur og var sú vist harðlega gagnrýnd vegna andlegrar fötlunar hans. Þá hefur hann verið í farbanni frá því í desember í fyrra.Málið vakti nokkra athygli, ekki síst vegna þess að Angelo er greindarskertur og sætti einangrun í átta vikur. Sú vist var harðlega gagnrýnd.vísir/ernirSamlandi Angelo, Peter Schmitz, var ákærður fyrir að hafa undirbúið innflutninginn og aðstoðað Angelo fyrir báðar ferðirnar í fyrra. Íslendingarnir tveir, Baldur Guðmundsson og Davíð Berndsen Bjarkason, voru ákærðir fyrir að hafa lagt á ráðin um innflutninginn og fjármagnað að hluta kaup á fíkniefnunum og kostnað við innflutning þeirra.Sjá einnig:Á hælum Angelo dögum saman: „Hrein og klár tilviljun“Þaulskipulagt smygl Atburðarásinni er lýst nokkuð ítarlega í ákærunni og virðist undirbúningur að smyglinu hafa staðið yfir í nokkurn tíma. Angelo kom til landsins 22. september 2015 en hélt aftur af landi brott frá Keflavíkurflugvelli þremur dögum síðar. Hann skildi bíl sinn eftir í skammtímastæði við Leifsstöð, en kom svo aftur til landsins frá Amsterdam 28. september. Þann dag ók hann að bænum Stóra Knarrarnesi þar sem fyrirhugað var að fjarlægja fíkniefnin úr bifreiðinni. Þar voru Angelo og Peter báðir handteknir.Sjónauki fannst í bíl annars Íslendingsins en talið er að hann hafi verið að fylgjast með ferðum Angelo. Mynd úr safni.vísir/gettyAnnar Íslendingurinn, Baldur Guðmundsson, var einnig handtekinn við Stóra Knarrarnes. Hann hafði tekið nokkra bíla á leigu á tveggja mánaða tímabili og ekið þeim yfir tvö þúsund kílómetra. Þá hafði hann á þessu sama tímabili komið þrisvar til Seyðisfjarðar. Á fjögurra mánaða tímabili eyddi hann einni og hálfri milljón króna í bílaleigubíla. Sjá einnig: Angelo breytti framburði sínum fyrir dómi Í bíl Baldurs fannst sjónauki, lambhúshetta og rúmlega 15.600 evrur, eða um 2,2 milljónir íslenskra króna, og taldi lögregla að hann hafi verið að fylgjast með Angelo. Fyrir dómi sagði Baldur það hafa verið hreina og klára tilviljun að hafa ítrekað verið staddur á sama stað og Angelo. Milljónirnar tvær voru gerðar upptækar, samkvæmt dómnum sem féll í dag.Fíkniefnunum var smyglað hingað til lands í gegnum Norrænu.vísirHinn Íslendingurinn, Davíð Berndsen Bjarkason, var handtekinn á heimili tengdaforeldra sinna 28. september. Hann var sagður hafa haldið utan um fullkomið bókhald yfir fíkniefnaviðskipti og ljósmyndir af Norrænu sem sýna akstur bifreiða umhverfis skipið. Baldur og Davíð eru sagðir hafa fjármagnað kaupin með greiðslum í reiðufé inn á 30 Ikort upp á samtals níu milljónir króna. Þau hafi verið notuð til úttekta í hraðbönkum víða í Evrópu. Þá fann lögregla kassa af Blackberry farsímum sem taldir eru hafa verið notaðir í samskiptum við erlenda samverkamenn, en við rannsókn lögreglu kom í ljós að símana var eingöngu hægt að nota til að eiga dulkóðuð textasamskipti. Fjórmenningarnir neituðu allir sök við þingfestingu málsins í apríl. Farið var fram á allt að 12 ára fangelsi yfir þeim. Líkt og fram hefur komið var smyglið þaulskipulagt og atburðarásin eftir því, en tímalínu atburðanna má sjá hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Á hælum Angelo dögum saman: „Hrein og klár tilviljun“ Annar Íslendinganna sem ákærður er fyrir að hafa skipulagt og fjármagnað að hluta innflutning á um 23 kílóum á sterkum fíkniefnum segir það hreina og klára tilviljun að hann hafi ítrekað verið staddur á sama stað og Angelo Uyleman, Hollendingur sem einnig er ákærður í málinu. 11. ágúst 2016 13:31 Sagði Angelo ófæran um að fara einan til Íslands Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Angelo og þremur öðrum mönnum hóst í gær. Þeir eru ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Angelo er greindarskertur og sést á geðmati að hann er með slakan þroska. 11. ágúst 2016 08:00 Hinn Íslendingurinn um rannsókn lögreglu: „Þetta er bara hlægilegt“ Ákærði segir skjöl sem fundust í tölvu hans ekki tengjast fíkniefnaviðskiptum með neinum hætti. 11. ágúst 2016 15:11 Hinn Hollendingurinn: Átti ekki von á fíkniefnum heldur peningum til sumarhúsakaupa Segir dvölina á Íslandi hafa verið slæma. 11. ágúst 2016 11:53 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Fleiri fréttir Eldgos geti hafist hvenær sem er Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Sjá meira
Á hælum Angelo dögum saman: „Hrein og klár tilviljun“ Annar Íslendinganna sem ákærður er fyrir að hafa skipulagt og fjármagnað að hluta innflutning á um 23 kílóum á sterkum fíkniefnum segir það hreina og klára tilviljun að hann hafi ítrekað verið staddur á sama stað og Angelo Uyleman, Hollendingur sem einnig er ákærður í málinu. 11. ágúst 2016 13:31
Sagði Angelo ófæran um að fara einan til Íslands Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Angelo og þremur öðrum mönnum hóst í gær. Þeir eru ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Angelo er greindarskertur og sést á geðmati að hann er með slakan þroska. 11. ágúst 2016 08:00
Hinn Íslendingurinn um rannsókn lögreglu: „Þetta er bara hlægilegt“ Ákærði segir skjöl sem fundust í tölvu hans ekki tengjast fíkniefnaviðskiptum með neinum hætti. 11. ágúst 2016 15:11
Hinn Hollendingurinn: Átti ekki von á fíkniefnum heldur peningum til sumarhúsakaupa Segir dvölina á Íslandi hafa verið slæma. 11. ágúst 2016 11:53
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels