Vill slíta rammann í sundur og flýta nýtingu Sveinn Arnarsson skrifar 22. september 2016 07:00 Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar, vill samþykkja nýtingarflokk rammaáætlunarinnar fyrir þinglok en frysta bið- og verndarflokk svo hægt sé að rannsaka þá virkjunarkosti betur. Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingkona VG, segir hugmyndir Jóns ekki í takt við góða stjórnarhætti. Kveðið var á um í lögum um rammaáætlun að samfélagslegt og efnahagslegt mat virkjana ætti að fara fram. Faghópurinn sem átti að sjá um þann hluta komst að þeirri niðurstöðu að hann gæti ekki lagt mat á virkjanakosti sökum tímapressu og fjárskorts. „Það var ekki unnið eftir lögum við vinnu faghópa verkefnisstjórnar. Því er ekki hægt að festa í vernd ákveðnar virkjanahugmyndir og heilu landsvæðin fyrir norðan og austan,“ segir Jón. „Hér eru undir gríðarlegir hagsmunir og því þarf að vanda til verka.“ Jón telur frekari raforkuframleiðslu nauðsynlega og að hefjast þurfi handa sem fyrst. Rafmagn sé uppurið og stórframkvæmdir komist ekki á koppinn, svo sem sólarkísilverksmiðja í Hvalfirði. Hann vill því samþykkja nýtingarflokkinn en frysta hina flokkana til bráðabirgða.„Ég fullyrði að það sé meirihluti fyrir því að keyra þetta þannig út úr þinginu, að nýtingarflokkurinn fari áfram en við frestum afgreiðslu á bið- og verndarflokknum. Ég hef hins vegar sagt að þetta verði ekki gert nema í fullu samráði allra,“ bætir Jón við. Lilja Rafney segir þessar hugmyndir ekki koma til greina. „Það er alveg á hreinu að við samþykkjum ekki að slíta þetta svona í sundur,“ segir hún. „Rammaáætlun er ein heild og tökum hana þannig inn í þingið. Ég mun allavega ekki fallast á þessar hugmyndir Jóns.“ Björt Ólafsdóttir tekur í sama streng og segir augljóst að meirihluti fyrir þingsályktunartillögu umhverfisráðherra sé ekki fyrir hendi og túlkar það sem vantraust á ráðherra. „Við höfum aðeins fundað tvisvar sinnum um rammann í atvinnuveganefnd. Fyrir mér mun ekki koma til greina að slíta rammaáætlun í sundur og afgreiða bara virkjunarhlutann. Svo virðist sem ekki eigi að afgreiða málið. Sjálfstæðismenn telja of marga orkukosti flokkaða í verndarflokk,“ segir Björt.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Útsending komin í lag Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar, vill samþykkja nýtingarflokk rammaáætlunarinnar fyrir þinglok en frysta bið- og verndarflokk svo hægt sé að rannsaka þá virkjunarkosti betur. Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingkona VG, segir hugmyndir Jóns ekki í takt við góða stjórnarhætti. Kveðið var á um í lögum um rammaáætlun að samfélagslegt og efnahagslegt mat virkjana ætti að fara fram. Faghópurinn sem átti að sjá um þann hluta komst að þeirri niðurstöðu að hann gæti ekki lagt mat á virkjanakosti sökum tímapressu og fjárskorts. „Það var ekki unnið eftir lögum við vinnu faghópa verkefnisstjórnar. Því er ekki hægt að festa í vernd ákveðnar virkjanahugmyndir og heilu landsvæðin fyrir norðan og austan,“ segir Jón. „Hér eru undir gríðarlegir hagsmunir og því þarf að vanda til verka.“ Jón telur frekari raforkuframleiðslu nauðsynlega og að hefjast þurfi handa sem fyrst. Rafmagn sé uppurið og stórframkvæmdir komist ekki á koppinn, svo sem sólarkísilverksmiðja í Hvalfirði. Hann vill því samþykkja nýtingarflokkinn en frysta hina flokkana til bráðabirgða.„Ég fullyrði að það sé meirihluti fyrir því að keyra þetta þannig út úr þinginu, að nýtingarflokkurinn fari áfram en við frestum afgreiðslu á bið- og verndarflokknum. Ég hef hins vegar sagt að þetta verði ekki gert nema í fullu samráði allra,“ bætir Jón við. Lilja Rafney segir þessar hugmyndir ekki koma til greina. „Það er alveg á hreinu að við samþykkjum ekki að slíta þetta svona í sundur,“ segir hún. „Rammaáætlun er ein heild og tökum hana þannig inn í þingið. Ég mun allavega ekki fallast á þessar hugmyndir Jóns.“ Björt Ólafsdóttir tekur í sama streng og segir augljóst að meirihluti fyrir þingsályktunartillögu umhverfisráðherra sé ekki fyrir hendi og túlkar það sem vantraust á ráðherra. „Við höfum aðeins fundað tvisvar sinnum um rammann í atvinnuveganefnd. Fyrir mér mun ekki koma til greina að slíta rammaáætlun í sundur og afgreiða bara virkjunarhlutann. Svo virðist sem ekki eigi að afgreiða málið. Sjálfstæðismenn telja of marga orkukosti flokkaða í verndarflokk,“ segir Björt.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Útsending komin í lag Innlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira