Þingflokkurinn lýsir yfir fullum stuðningi við Sigmund Davíð Jakob Bjarnar og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 23. september 2016 16:46 Sigmundur Davíð fyrir utan Alþingishúsið, nú fyrir um tíu mínútum. "Eitt af því sem við fórum yfir, já, var umræða sem hefur verið í gangi um flokkinn og hvernig menn reyna kannski stundum að búa til, eða setja af stað, að óþörfu, umræðu um ágreining sem þarf ekki að vera til staðar.“ visir/ernir Fundi þingflokks Framsóknarflokksins, sem stóð í hartnær fjórar klukkustundir, var að ljúka nú rétt í þessu. Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokksins, tjáði fréttamanni Vísis að allur þingflokkurinn stæði einhuga að baki Sigmundar Davíðs Gunnlaugssyni, formanni flokksins.Vísir hefur áður greint frá því að krísufundur þingflokksins stæði yfir og í ljósi þess sem á undan er gengið hefur verið gengið út frá því sem vísu að þar hafi verið tekist á um stöðu Sigmundar Davíðs. En, niðurstaðan er sem sagt þessi að þingflokkurinn sem heild styður Sigmund Davíð.Þingflokkurinn heill segir Willum „Þingflokkurinn er heill á bak við formanninn. Það var aldrei spurning um það,“ sagði Willum en bætti því þá við að mikilvægt sé að fram fari formannskosning á flokksþingi og að hann geti hugsað sér að styðja Sigurð Inga. Hann vildi þó taka það fram að Sigmundur Davíð hafi staðið sig mjög vel við að leiða flokkinn í síðustu kosningum. Víst er að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er umdeildur, utan sem innan Framsóknarflokksins og hafa verið uppi vangaveltur um það að Sigurður Ingi Jóhannsson, varformaður og forsætisráðherra, muni fara fram gegn honum í formannsslag á komandi Flokksþingi. Þessi niðurstaða þingflokksins hlýtur að draga mjög úr líkum á því að af slíku verði. Sigurður Ingi sat fundinn í um klukkustund, en yfirgaf hann svo.Sigmundur kampakátur eftir fundinn Sigmundur Davíð gaf fréttamönnum kost á stuttu viðtali og sagði hann spurður hvort staða hans sem formaður flokksins hefði verið rædd á þessum langa fundi. Hann talaði í véfréttastíl: „Við héldum fund þegar líklega vika er eftir af þinginu, vika í Flokksþing og kosningar. Þannig að það var mjög margt að fara yfir. Eitt af því sem við fórum yfir, já, var umræða sem hefur verið í gangi um flokkinn og hvernig menn reyna kannski stundum að búa til, eða setja af stað, að óþörfu, umræðu um ágreining sem þarf ekki að vera til staðar. Þannig að þetta var bara mjög fínn fundur.“ Þetta rímar ekki vel við það sem Willum Þór lét hafa eftir sér, við fundarlok, en hann segir að rætt hafi verið meðal annars Wintrismálið og svör Sigmundar Davíðs við spurningum þar að lútandi í leiðtogafundi RÚV í gær, og hafi verið misjafnar skoðanir á því. „Það er ákveðið áhyggjuefni að þurfa stöðugt að svara fyrir það.“ En, Sigmundur sagðist meta stöðu sína innan þingflokksins og flokksins mjög góða. „Við erum og eigum að vera mjög samheldinn og öflugur hópur. Og engin ástæða til að ætla annað en að við verðum það áfram. Þannig að ég er bjartsýnn á framhaldið og ég er bjartsýnn á kosningarnar. Hlakka til að komast í kosningabaráttuna alveg á fullu.“ Kosningar 2016 Tengdar fréttir Ekki gert ráð fyrir framboði Sigurðar Inga í dagskrá Flokksþings Reyndar er ekki gert ráð fyrir því að neinn fari fram gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. 23. september 2016 14:42 Krísufundur hjá Framsóknarflokknum Meirihluti þingmanna flokksins boðuðu til fundarins. 23. september 2016 13:26 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Næstlengsta þingdeila sögunnar nartar í hæla þriðja orkupakkans Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Sjá meira
Fundi þingflokks Framsóknarflokksins, sem stóð í hartnær fjórar klukkustundir, var að ljúka nú rétt í þessu. Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokksins, tjáði fréttamanni Vísis að allur þingflokkurinn stæði einhuga að baki Sigmundar Davíðs Gunnlaugssyni, formanni flokksins.Vísir hefur áður greint frá því að krísufundur þingflokksins stæði yfir og í ljósi þess sem á undan er gengið hefur verið gengið út frá því sem vísu að þar hafi verið tekist á um stöðu Sigmundar Davíðs. En, niðurstaðan er sem sagt þessi að þingflokkurinn sem heild styður Sigmund Davíð.Þingflokkurinn heill segir Willum „Þingflokkurinn er heill á bak við formanninn. Það var aldrei spurning um það,“ sagði Willum en bætti því þá við að mikilvægt sé að fram fari formannskosning á flokksþingi og að hann geti hugsað sér að styðja Sigurð Inga. Hann vildi þó taka það fram að Sigmundur Davíð hafi staðið sig mjög vel við að leiða flokkinn í síðustu kosningum. Víst er að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er umdeildur, utan sem innan Framsóknarflokksins og hafa verið uppi vangaveltur um það að Sigurður Ingi Jóhannsson, varformaður og forsætisráðherra, muni fara fram gegn honum í formannsslag á komandi Flokksþingi. Þessi niðurstaða þingflokksins hlýtur að draga mjög úr líkum á því að af slíku verði. Sigurður Ingi sat fundinn í um klukkustund, en yfirgaf hann svo.Sigmundur kampakátur eftir fundinn Sigmundur Davíð gaf fréttamönnum kost á stuttu viðtali og sagði hann spurður hvort staða hans sem formaður flokksins hefði verið rædd á þessum langa fundi. Hann talaði í véfréttastíl: „Við héldum fund þegar líklega vika er eftir af þinginu, vika í Flokksþing og kosningar. Þannig að það var mjög margt að fara yfir. Eitt af því sem við fórum yfir, já, var umræða sem hefur verið í gangi um flokkinn og hvernig menn reyna kannski stundum að búa til, eða setja af stað, að óþörfu, umræðu um ágreining sem þarf ekki að vera til staðar. Þannig að þetta var bara mjög fínn fundur.“ Þetta rímar ekki vel við það sem Willum Þór lét hafa eftir sér, við fundarlok, en hann segir að rætt hafi verið meðal annars Wintrismálið og svör Sigmundar Davíðs við spurningum þar að lútandi í leiðtogafundi RÚV í gær, og hafi verið misjafnar skoðanir á því. „Það er ákveðið áhyggjuefni að þurfa stöðugt að svara fyrir það.“ En, Sigmundur sagðist meta stöðu sína innan þingflokksins og flokksins mjög góða. „Við erum og eigum að vera mjög samheldinn og öflugur hópur. Og engin ástæða til að ætla annað en að við verðum það áfram. Þannig að ég er bjartsýnn á framhaldið og ég er bjartsýnn á kosningarnar. Hlakka til að komast í kosningabaráttuna alveg á fullu.“
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Ekki gert ráð fyrir framboði Sigurðar Inga í dagskrá Flokksþings Reyndar er ekki gert ráð fyrir því að neinn fari fram gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. 23. september 2016 14:42 Krísufundur hjá Framsóknarflokknum Meirihluti þingmanna flokksins boðuðu til fundarins. 23. september 2016 13:26 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Næstlengsta þingdeila sögunnar nartar í hæla þriðja orkupakkans Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Sjá meira
Ekki gert ráð fyrir framboði Sigurðar Inga í dagskrá Flokksþings Reyndar er ekki gert ráð fyrir því að neinn fari fram gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. 23. september 2016 14:42
Krísufundur hjá Framsóknarflokknum Meirihluti þingmanna flokksins boðuðu til fundarins. 23. september 2016 13:26