Skiptar skoðanir um íhaldssemi flokksins Snærós Sindradóttir skrifar 24. september 2016 07:00 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari Sjálfstæðisflokksins. Fréttablaðið/Eyþór Vísir/Eyþór „Þetta er ekki upplifun allra kvenna í Sjálfstæðisflokknum. Það er enn gríðarlega mikið af öflugum konum að starfa af heilindum í flokknum,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari Sjálfstæðisflokksins. Á fimmtudag sögðu ellefu konur innan Sjálfstæðisflokksins sig úr flokknum, þar á meðal þrír fyrrverandi formenn Landssambands sjálfstæðiskvenna. Ástæðan er meint íhaldssemi flokksins í jafnréttismálum. „Ég hef fundið fyrir því að konum sé treyst innan flokksins en auðvitað tökum við þessa gagnrýni til skoðunar eins og allt annað. Það má upplifa það af tilkynningu þeirra að konur ráði mjög litlu í Sjálfstæðisflokknum en það er bara alls ekki raunin. Við erum tvær konur af þremur í forystu flokksins, þingflokksformaður er kona, formaður Ungra sjálfstæðismanna er kona, formaður sveitarstjórnarráðs er kona og meirihluti þeirra sem stýra málefnanefndum flokksins er konur,“ segir Áslaug jafnframt.Sjálfstæðisflokkurinn of íhaldssamurSkiptar skoðanir eru um stöðu jafnréttismála innan flokksins á meðal Sjálfstæðiskvenna. Þingkonan Sigríður Á. Andersen er sammála Áslaugu Örnu. „Ég hef ekki séð nein dæmi um það að konur eigi erfitt uppdráttar í Sjálfstæðisflokknum.“ Þórey Vilhjálmsdóttir, ein þeirra kvenna sem hættu í flokknum í vikunni, var aðstoðarkona Hönnu Birnu Kristjánsdóttur þingkonu á kjörtímabilinu. Hanna segir mikinn missi að konunum en með úrsögninni sendi þær skýr skilaboð. „Við í Sjálfstæðisflokknum hljótum að taka þau skilaboð alvarlega. Ég hef sjálf sagt það margoft á þeim tuttugu árum sem ég hef starfað í stjórnmálum að Sjálfstæðisflokkurinn er of íhaldssamur þegar kemur að þessum málaflokki. Jafnréttismál og sömu tækifæri kynjanna eru ekki ásýndar- eða áferðarmál heldur risastórt pólitískt mál sem ég vildi óska að flokkurinn minn væri í forystu fyrir.“ Í sama streng tekur Unnur Brá Konráðsdóttir þingkona. „Að hluta til er [gagnrýni kvennanna] rétt. Ég sé mjög eftir þeim stöllum mínum úr flokknum. Það mun verða erfitt fyrir flokkinn ef framboðslistar endurspegla ekki íslenskt samfélag.“ Kosningar 2016 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Sjá meira
„Þetta er ekki upplifun allra kvenna í Sjálfstæðisflokknum. Það er enn gríðarlega mikið af öflugum konum að starfa af heilindum í flokknum,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari Sjálfstæðisflokksins. Á fimmtudag sögðu ellefu konur innan Sjálfstæðisflokksins sig úr flokknum, þar á meðal þrír fyrrverandi formenn Landssambands sjálfstæðiskvenna. Ástæðan er meint íhaldssemi flokksins í jafnréttismálum. „Ég hef fundið fyrir því að konum sé treyst innan flokksins en auðvitað tökum við þessa gagnrýni til skoðunar eins og allt annað. Það má upplifa það af tilkynningu þeirra að konur ráði mjög litlu í Sjálfstæðisflokknum en það er bara alls ekki raunin. Við erum tvær konur af þremur í forystu flokksins, þingflokksformaður er kona, formaður Ungra sjálfstæðismanna er kona, formaður sveitarstjórnarráðs er kona og meirihluti þeirra sem stýra málefnanefndum flokksins er konur,“ segir Áslaug jafnframt.Sjálfstæðisflokkurinn of íhaldssamurSkiptar skoðanir eru um stöðu jafnréttismála innan flokksins á meðal Sjálfstæðiskvenna. Þingkonan Sigríður Á. Andersen er sammála Áslaugu Örnu. „Ég hef ekki séð nein dæmi um það að konur eigi erfitt uppdráttar í Sjálfstæðisflokknum.“ Þórey Vilhjálmsdóttir, ein þeirra kvenna sem hættu í flokknum í vikunni, var aðstoðarkona Hönnu Birnu Kristjánsdóttur þingkonu á kjörtímabilinu. Hanna segir mikinn missi að konunum en með úrsögninni sendi þær skýr skilaboð. „Við í Sjálfstæðisflokknum hljótum að taka þau skilaboð alvarlega. Ég hef sjálf sagt það margoft á þeim tuttugu árum sem ég hef starfað í stjórnmálum að Sjálfstæðisflokkurinn er of íhaldssamur þegar kemur að þessum málaflokki. Jafnréttismál og sömu tækifæri kynjanna eru ekki ásýndar- eða áferðarmál heldur risastórt pólitískt mál sem ég vildi óska að flokkurinn minn væri í forystu fyrir.“ Í sama streng tekur Unnur Brá Konráðsdóttir þingkona. „Að hluta til er [gagnrýni kvennanna] rétt. Ég sé mjög eftir þeim stöllum mínum úr flokknum. Það mun verða erfitt fyrir flokkinn ef framboðslistar endurspegla ekki íslenskt samfélag.“
Kosningar 2016 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Sjá meira