„Ég þrái að komast heim“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 27. september 2016 19:00 Sigríður Guðmundsdóttir, fyrrverandi sóknarprestur, varð fyrir mænuskaða í slysi fyrir átján árum og er einnig með MS sjúkdóminn. Hún notast því við hjólastól og þarf mikla aðstoð í daglegu lífi. Nýlega fékk Sigríður leiguíbúð SEM-samtakanna á Sléttuvegi og hugðist hún flytja í íbúðina í sumar. En rétt áður en hún átti að flytja í nýju íbúðina veiktist hún af lungnabólgu og var lögð inn á Landspítalann. Nú hefur hún jafnað sig af lungnabólgunni og má fara heim en situr þó föst á spítalanum. „Ég get ekki flutt inn í nýju íbúðina þótt allt sé til reiðu, búið að færa húsgögnin mín og svona, vegna þess að það er mannekla hjá Reykjavíkurborg á Sléttuveginum þar sem ég kem til með að búa. Þess vegna get ég ekki flutt. Því það er enginn til að taka á móti mér. Eins og er á ég heima á Landspítalanum,“ segir Sigríður. Sigríður missti heimahjúkrun og aðra þjónustu við það eitt að skipta um póstnúmer. Hún fékk áður viðbótarþjónustu frá Sinnum en það er tilraunaverkefni sem nú er lokið. Hún segir þjónustu við fatlað fólk einkennast af óvissu. „Þannig að í raun og veru er lífið mitt í dag tilraun. Ég veit ekki hvernig lífið verður, ég veit ekki hvað tekur við. Ég veit ekki hvað er framundan. Lífið er alveg óráðið.“ Í svari frá velferðarsviði Reykjavíkurborgar segir að faglærðir heilbrigðisstarfsmenn sinni þjónustunni á Sléttuvegi og erfitt sé að fá þá til starfa. En á meðan reynt er að ráða í störfin er Sigríður í algjörri óvissu. „Ég fékk einhver svör í morgun um að það væri kannski hægt að svara mér í næstu viku og meira veit ég ekki,“ segir hún. „Á sama tíma er ég að teppa upp rándýra vist á sjúkrahúsi. Fyrir fárveikt fólk og hér er ég og þrái að komast heim. Ég þrái ekkert heitara en að komast heim til mín. Auðvitað eiga allir að vera heima hjá sér og ég veit að ég er ekkert einsdæmi. Við erum svo mörg í þessum sporum að við komumst ekki heim.“Viðtal við Sigríði má finna í spilaranum hér að ofan. Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Sjá meira
Sigríður Guðmundsdóttir, fyrrverandi sóknarprestur, varð fyrir mænuskaða í slysi fyrir átján árum og er einnig með MS sjúkdóminn. Hún notast því við hjólastól og þarf mikla aðstoð í daglegu lífi. Nýlega fékk Sigríður leiguíbúð SEM-samtakanna á Sléttuvegi og hugðist hún flytja í íbúðina í sumar. En rétt áður en hún átti að flytja í nýju íbúðina veiktist hún af lungnabólgu og var lögð inn á Landspítalann. Nú hefur hún jafnað sig af lungnabólgunni og má fara heim en situr þó föst á spítalanum. „Ég get ekki flutt inn í nýju íbúðina þótt allt sé til reiðu, búið að færa húsgögnin mín og svona, vegna þess að það er mannekla hjá Reykjavíkurborg á Sléttuveginum þar sem ég kem til með að búa. Þess vegna get ég ekki flutt. Því það er enginn til að taka á móti mér. Eins og er á ég heima á Landspítalanum,“ segir Sigríður. Sigríður missti heimahjúkrun og aðra þjónustu við það eitt að skipta um póstnúmer. Hún fékk áður viðbótarþjónustu frá Sinnum en það er tilraunaverkefni sem nú er lokið. Hún segir þjónustu við fatlað fólk einkennast af óvissu. „Þannig að í raun og veru er lífið mitt í dag tilraun. Ég veit ekki hvernig lífið verður, ég veit ekki hvað tekur við. Ég veit ekki hvað er framundan. Lífið er alveg óráðið.“ Í svari frá velferðarsviði Reykjavíkurborgar segir að faglærðir heilbrigðisstarfsmenn sinni þjónustunni á Sléttuvegi og erfitt sé að fá þá til starfa. En á meðan reynt er að ráða í störfin er Sigríður í algjörri óvissu. „Ég fékk einhver svör í morgun um að það væri kannski hægt að svara mér í næstu viku og meira veit ég ekki,“ segir hún. „Á sama tíma er ég að teppa upp rándýra vist á sjúkrahúsi. Fyrir fárveikt fólk og hér er ég og þrái að komast heim. Ég þrái ekkert heitara en að komast heim til mín. Auðvitað eiga allir að vera heima hjá sér og ég veit að ég er ekkert einsdæmi. Við erum svo mörg í þessum sporum að við komumst ekki heim.“Viðtal við Sigríði má finna í spilaranum hér að ofan.
Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Sjá meira