„Þeir sem biðu fengu að sjá mjög glæsilega ljósasýningu“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. september 2016 10:15 Magnað sjónarspil var á himnum í gærkvöldi. vísir/vilhelm Það má segja að hálfgert norðurljósaæði hafi gripið landann síðustu daga en í gær var spáð mikilli norðurljósasýningu. Var því brugðið á það ráð að slökkva á götuljósum víða á höfuðborgarsvæðinu frá klukkan 22 en ljósin létu bíða eftir sér og fóru ekki að dansa á himninum fyrr en upp úr klukkan 23. Sævar Helgi Bragason ritstjóri Stjörnufræðivefsins segir að norðurljósasýningin hafi staðist væntingar hans en mesti krafturinn í ljósunum var reyndar í nótt á milli klukkan 2 og 3. „Ljósin komu örlítið á eftir áætlun þar sem við áttum von á þeim fyrr um kvöldið en það er einfaldlega mjög erfitt að spá fyrir um hvenær þetta efnisstreymi kemur yfir okkur. En þeir sem biðu til klukkan ellefu fengu að sjá mjög glæsilega ljósasýningu. Mér sýnist það einmitt á samfélagsmiðlum að þeir sem voru úti þá og sýndu þolinmæði fengu býsna fallega sýningu að launum,“ segir Sævar. Hann segir að í kvöld og annað kvöld ættu að vera fínar líkur á að sjá norðurljós en að hans sögn er besti tíminn til þess að sjá norðurljós svona í kringum ellefu.Sævar Helgi Bragason.Vísir/GVA„Þannig að ef fólk fer svona í smá nætur-pikknikk þá ætti það að geta séð mjög fallega sýningu,“ segir Sævar. Lykilatriðið sé að sýna þolinmæði. „Þetta kemur nefnilega alltaf í bylgjum. Stundum blossar þetta upp í nokkrar mínútur og svo fjarar þetta út en síðan kemur önnur bylgja. Þetta er því miður ekki eins og einhver kvikmyndasýning sem maður getur bara kveikt á því maður þarf alltaf að bíða og þetta er kannski bara ágætis æfing í þolinmæði. Svo er þetta líka bara góð leið til þess að njóta náttúrunnar og gera eitthvað annað en maður gerir á hverju kvöldi,“ segir Sævar. Norðurljósin eru í belti í kringum norðurheimskautið og í gærkvöldi var beltið beint yfir Íslandi. „Þannig að þegar maður horfði beint upp í himininn þá sá maður þau. Agnirnar frá sólinni sem mynda norðurljósin ferðast eftir því sem heitir segulsviðslínur sem maður getur ímyndað sér að séu eins og þvottasnúrur. Svo þegar agnirnar koma yfir þá hreyfast þessar línur og það er í rauninni það sem við sjáum; það eru þessar agnir frá sólinni sem eru að ferðast eftir þessum segulsviðslínum og það sem er beint yfir okkur það sjáum við en ekki það sem er lengra frá.“ Tengdar fréttir Tímaspursmál hvenær norðurljósin láta sjá sig Sævar Helgi Bragason biður fólk um að sýna þolinmæði. 28. september 2016 22:31 Norðurljósin eftirminnilegust Ferðamenn sem sækja Ísland heim virðast vera mjög sáttir við dvöl sína hér á landi ef marka má nýja könnun sem Maskína framkvæmdi á meðal ferðamenna fyrir Ferðamálastofu. 29. september 2016 07:25 Norðurljósaæði á Íslandi Aukning ferðamanna yfir vetrarmánuði er að verulegu leyti rakin til norðurljósa sem ná sex stigum í kvöld, sem er fátítt. 28. september 2016 13:00 Mest lesið Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Sjá meira
Það má segja að hálfgert norðurljósaæði hafi gripið landann síðustu daga en í gær var spáð mikilli norðurljósasýningu. Var því brugðið á það ráð að slökkva á götuljósum víða á höfuðborgarsvæðinu frá klukkan 22 en ljósin létu bíða eftir sér og fóru ekki að dansa á himninum fyrr en upp úr klukkan 23. Sævar Helgi Bragason ritstjóri Stjörnufræðivefsins segir að norðurljósasýningin hafi staðist væntingar hans en mesti krafturinn í ljósunum var reyndar í nótt á milli klukkan 2 og 3. „Ljósin komu örlítið á eftir áætlun þar sem við áttum von á þeim fyrr um kvöldið en það er einfaldlega mjög erfitt að spá fyrir um hvenær þetta efnisstreymi kemur yfir okkur. En þeir sem biðu til klukkan ellefu fengu að sjá mjög glæsilega ljósasýningu. Mér sýnist það einmitt á samfélagsmiðlum að þeir sem voru úti þá og sýndu þolinmæði fengu býsna fallega sýningu að launum,“ segir Sævar. Hann segir að í kvöld og annað kvöld ættu að vera fínar líkur á að sjá norðurljós en að hans sögn er besti tíminn til þess að sjá norðurljós svona í kringum ellefu.Sævar Helgi Bragason.Vísir/GVA„Þannig að ef fólk fer svona í smá nætur-pikknikk þá ætti það að geta séð mjög fallega sýningu,“ segir Sævar. Lykilatriðið sé að sýna þolinmæði. „Þetta kemur nefnilega alltaf í bylgjum. Stundum blossar þetta upp í nokkrar mínútur og svo fjarar þetta út en síðan kemur önnur bylgja. Þetta er því miður ekki eins og einhver kvikmyndasýning sem maður getur bara kveikt á því maður þarf alltaf að bíða og þetta er kannski bara ágætis æfing í þolinmæði. Svo er þetta líka bara góð leið til þess að njóta náttúrunnar og gera eitthvað annað en maður gerir á hverju kvöldi,“ segir Sævar. Norðurljósin eru í belti í kringum norðurheimskautið og í gærkvöldi var beltið beint yfir Íslandi. „Þannig að þegar maður horfði beint upp í himininn þá sá maður þau. Agnirnar frá sólinni sem mynda norðurljósin ferðast eftir því sem heitir segulsviðslínur sem maður getur ímyndað sér að séu eins og þvottasnúrur. Svo þegar agnirnar koma yfir þá hreyfast þessar línur og það er í rauninni það sem við sjáum; það eru þessar agnir frá sólinni sem eru að ferðast eftir þessum segulsviðslínum og það sem er beint yfir okkur það sjáum við en ekki það sem er lengra frá.“
Tengdar fréttir Tímaspursmál hvenær norðurljósin láta sjá sig Sævar Helgi Bragason biður fólk um að sýna þolinmæði. 28. september 2016 22:31 Norðurljósin eftirminnilegust Ferðamenn sem sækja Ísland heim virðast vera mjög sáttir við dvöl sína hér á landi ef marka má nýja könnun sem Maskína framkvæmdi á meðal ferðamenna fyrir Ferðamálastofu. 29. september 2016 07:25 Norðurljósaæði á Íslandi Aukning ferðamanna yfir vetrarmánuði er að verulegu leyti rakin til norðurljósa sem ná sex stigum í kvöld, sem er fátítt. 28. september 2016 13:00 Mest lesið Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Sjá meira
Tímaspursmál hvenær norðurljósin láta sjá sig Sævar Helgi Bragason biður fólk um að sýna þolinmæði. 28. september 2016 22:31
Norðurljósin eftirminnilegust Ferðamenn sem sækja Ísland heim virðast vera mjög sáttir við dvöl sína hér á landi ef marka má nýja könnun sem Maskína framkvæmdi á meðal ferðamenna fyrir Ferðamálastofu. 29. september 2016 07:25
Norðurljósaæði á Íslandi Aukning ferðamanna yfir vetrarmánuði er að verulegu leyti rakin til norðurljósa sem ná sex stigum í kvöld, sem er fátítt. 28. september 2016 13:00