Norðurljósaæði á Íslandi Jakob Bjarnar skrifar 28. september 2016 13:00 Norðurljósin stigu tilkomumikinn dans yfir Íslandi í gær. Ljósmyndari Vísis, Anton Brink, var líkt og fleiri með myndavélina á lofti. visir/anton brink Norðurljósin voru tilkomumikil í gær, þau stigu trylltan dans yfir Íslandi og búast má við enn meiri tilþrifum í kvöld. Fólk hefur keppst við að birta myndir á Facebook af norðurljósunum og þeir sem starfa í ferðamálageiranum segja að rekja megi komur ferðamanna til Íslands yfir vetrarmánuðina að verulegu leyti til mikils áhuga á norðurljósunum. Hótel Rangá birti á vefsíðu sinni myndbandsbrot af norðurljósunum sem vakið hefur verulega athygli. Það var tekið af Sævari Helga Bragasyni, sem sérfróður um gang himintunglanna. Sjón er sögu ríkari.Ingi Þór Jakobsson, rekstrarstjóri Hótels Rangár segir að rekja megi nær alla fjölgun ferðamanna til landsins að vetrarlagi til áhuga ferðamanna á norðurljósum. Gissur Sigurðsson fréttamaður ræddi við Inga Þór í hádegisfréttum Bylgjunnar nú rétt í þessu og þar kom fram að fjölmargir hafi hrifist af ljósadýrðinni í gærkvöldi, ljósin náðu fjögurra stiga styrkleika af níu möguleikum, en styrkleikinn stefnir í sex stig í kvöld, sem er fátítt. WOWair birti einnig myndband á sinni Facebooksíðu sem að sönnu er tilkomumikið.Nokkur viðbúnaður er víða. Þannig verður slökkt á götulýsingu á völdum stöðum í Reykjavík milli klukkan 22 og 23 í kvöld svo íbúar og gestir geti notið magnaðrar norðurljósasýningar sem spáð er á himni þegar aldimmt verður orðið. Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW-air, segir að myndbandsbrotið hafi verið tekið nú í vikunni. Þau fengu myndbandið sent frá farþega sínum og fylgdi sögunni að þetta yrði að sjást, upplifunin sem fylgdi því að sjá þann dans væri óviðjafnanleg.Svanhvít Friðriksdóttir segir fjölmarga farþega flugfélagsins koma gagngert til Íslands vegna norðurljósanna.Hún segir mikla breytingu hafa orðið á skömmum tíma, þá hvað varðar komu ferðamanna til Íslands. Áður var það svo að þeir komu bara yfir sumartímann en nú hefur þetta dreifst yfir allt árið. „Því miður vitum við ekki hvað okkar farþegar eru að fara að gera hérna. En maður finnur að það er mikill áhugi á að koma hingað til að skoða norðurljósin. Já, í raun má segja að fjölmargir komi hingað gagngert til að sjá þau,“ segir Svanhvít. Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Fleiri fréttir Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Sjá meira
Norðurljósin voru tilkomumikil í gær, þau stigu trylltan dans yfir Íslandi og búast má við enn meiri tilþrifum í kvöld. Fólk hefur keppst við að birta myndir á Facebook af norðurljósunum og þeir sem starfa í ferðamálageiranum segja að rekja megi komur ferðamanna til Íslands yfir vetrarmánuðina að verulegu leyti til mikils áhuga á norðurljósunum. Hótel Rangá birti á vefsíðu sinni myndbandsbrot af norðurljósunum sem vakið hefur verulega athygli. Það var tekið af Sævari Helga Bragasyni, sem sérfróður um gang himintunglanna. Sjón er sögu ríkari.Ingi Þór Jakobsson, rekstrarstjóri Hótels Rangár segir að rekja megi nær alla fjölgun ferðamanna til landsins að vetrarlagi til áhuga ferðamanna á norðurljósum. Gissur Sigurðsson fréttamaður ræddi við Inga Þór í hádegisfréttum Bylgjunnar nú rétt í þessu og þar kom fram að fjölmargir hafi hrifist af ljósadýrðinni í gærkvöldi, ljósin náðu fjögurra stiga styrkleika af níu möguleikum, en styrkleikinn stefnir í sex stig í kvöld, sem er fátítt. WOWair birti einnig myndband á sinni Facebooksíðu sem að sönnu er tilkomumikið.Nokkur viðbúnaður er víða. Þannig verður slökkt á götulýsingu á völdum stöðum í Reykjavík milli klukkan 22 og 23 í kvöld svo íbúar og gestir geti notið magnaðrar norðurljósasýningar sem spáð er á himni þegar aldimmt verður orðið. Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW-air, segir að myndbandsbrotið hafi verið tekið nú í vikunni. Þau fengu myndbandið sent frá farþega sínum og fylgdi sögunni að þetta yrði að sjást, upplifunin sem fylgdi því að sjá þann dans væri óviðjafnanleg.Svanhvít Friðriksdóttir segir fjölmarga farþega flugfélagsins koma gagngert til Íslands vegna norðurljósanna.Hún segir mikla breytingu hafa orðið á skömmum tíma, þá hvað varðar komu ferðamanna til Íslands. Áður var það svo að þeir komu bara yfir sumartímann en nú hefur þetta dreifst yfir allt árið. „Því miður vitum við ekki hvað okkar farþegar eru að fara að gera hérna. En maður finnur að það er mikill áhugi á að koma hingað til að skoða norðurljósin. Já, í raun má segja að fjölmargir komi hingað gagngert til að sjá þau,“ segir Svanhvít.
Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Fleiri fréttir Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Sjá meira