Sigríður: „Konunum ekki úthýst á grundvelli kynferðis“ Sveinn Arnarsson skrifar 11. september 2016 14:40 Sigríður Á Andersen þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Sigríður Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir það ekki rétt að konum hafi verið úthýst úr flokknum á grundvelli kynferðis. Þetta segir hún í pistli á heimasíðu sinni sem hún birti í dag að afloknum prófkjörum í Kraganum og í Suðurkjördæmi. Karlar náðu fjórum efstu sætunum í Kraganum og fyrstu þrjú sætin í Suðurkjördæmi eru setin af karlmönnum innan flokksins. Í Kraganum var þingmanninum Elínu Hirst hafnað af sjálfstæðisfólki og tvær sitjandi þingkonur í Suðurkjördæmi, ráðherrann Ragnheiður Elín Árnadóttir og Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður allsherjarnefndar, rúlluðu niður listann. Sigríður segir mikilvægt að gera greinarmun á kjörklefa og búningsklefa þegar kemur að stjórnmálum. „Mér þykir ekki spennandi að ræða stjórnmál út frá kynferði fólks. Ég held að flestir geri skýran greinarmun á þeim sem þeir eiga samleið með annars vegar í kjörklefanum og hins vegar búningsklefanum. Fólk almennt kýs þá frambjóðendur sem það telur sig vera sammála, fremur en samkynja.“ Bætir Sigríður við að einhverjir aðrir hlutir hljóti að hafa vegið þyngra en kyn frambjóðenda. „Þegar á allt er litið fæ ég ekki séð að með sanngirni sé hægt að halda því fram að konum hafi verið úthýst í prófkjörum Sjálfstæðisflokksins á grundvelli kynferðis.“Agndofa yfiir kennaleysiMargir hafa tjáð sig frá því í gærkveldi um stöðu kvenna innan Sjálfstæðisflokksins og undrast margir áhrifaleysi kvenna í efstu sætum. Helga Dögg Björgvinsdóttir formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna, sagðist um niðurstöður prófkjörsins í Suðurvesturkjördæmi vera í sjokki yfir úrslitunum. Líkast til hefur sjokkið ekki verið minna eftir miðnættið þegar tölur fóru að berarst úr Suðurkjördæmi. Í Norðausturkjördæmi gerðist það einnig að kona var felld úr öruggu þingsæti. Valgerður Gunnarsdóttir, sem vermdi annað sætið á lista flokksins í síðustu alþingiskosningum, þurfti að láta sér lynda þriðja sætið eftir að Njáll Trausti Friðbertsson hreppti annað sætið. Líklegt þykir þó að Sjálfstæðisflokkurinn leggi allt í sölurnar í því kjördæmi til að ná inn þremur mönnum á nýjan leik. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari flokksins, náði mjög góðum árangri í prófkjöri sínu í Reykjavík og verður að teljast mjög líklegt að hún verði þingmaður að loknum kosningum. Einnig náði önnur ung kona, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, öðru sæti í Norðvesturkjördæmi og verður að teljast stórslys hjá flokknum ef það nægi ekki til þess að komast á þing. Kosningar 2016 X16 Norðaustur X16 Suður Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Fleiri fréttir Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Sjá meira
Sigríður Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir það ekki rétt að konum hafi verið úthýst úr flokknum á grundvelli kynferðis. Þetta segir hún í pistli á heimasíðu sinni sem hún birti í dag að afloknum prófkjörum í Kraganum og í Suðurkjördæmi. Karlar náðu fjórum efstu sætunum í Kraganum og fyrstu þrjú sætin í Suðurkjördæmi eru setin af karlmönnum innan flokksins. Í Kraganum var þingmanninum Elínu Hirst hafnað af sjálfstæðisfólki og tvær sitjandi þingkonur í Suðurkjördæmi, ráðherrann Ragnheiður Elín Árnadóttir og Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður allsherjarnefndar, rúlluðu niður listann. Sigríður segir mikilvægt að gera greinarmun á kjörklefa og búningsklefa þegar kemur að stjórnmálum. „Mér þykir ekki spennandi að ræða stjórnmál út frá kynferði fólks. Ég held að flestir geri skýran greinarmun á þeim sem þeir eiga samleið með annars vegar í kjörklefanum og hins vegar búningsklefanum. Fólk almennt kýs þá frambjóðendur sem það telur sig vera sammála, fremur en samkynja.“ Bætir Sigríður við að einhverjir aðrir hlutir hljóti að hafa vegið þyngra en kyn frambjóðenda. „Þegar á allt er litið fæ ég ekki séð að með sanngirni sé hægt að halda því fram að konum hafi verið úthýst í prófkjörum Sjálfstæðisflokksins á grundvelli kynferðis.“Agndofa yfiir kennaleysiMargir hafa tjáð sig frá því í gærkveldi um stöðu kvenna innan Sjálfstæðisflokksins og undrast margir áhrifaleysi kvenna í efstu sætum. Helga Dögg Björgvinsdóttir formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna, sagðist um niðurstöður prófkjörsins í Suðurvesturkjördæmi vera í sjokki yfir úrslitunum. Líkast til hefur sjokkið ekki verið minna eftir miðnættið þegar tölur fóru að berarst úr Suðurkjördæmi. Í Norðausturkjördæmi gerðist það einnig að kona var felld úr öruggu þingsæti. Valgerður Gunnarsdóttir, sem vermdi annað sætið á lista flokksins í síðustu alþingiskosningum, þurfti að láta sér lynda þriðja sætið eftir að Njáll Trausti Friðbertsson hreppti annað sætið. Líklegt þykir þó að Sjálfstæðisflokkurinn leggi allt í sölurnar í því kjördæmi til að ná inn þremur mönnum á nýjan leik. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari flokksins, náði mjög góðum árangri í prófkjöri sínu í Reykjavík og verður að teljast mjög líklegt að hún verði þingmaður að loknum kosningum. Einnig náði önnur ung kona, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, öðru sæti í Norðvesturkjördæmi og verður að teljast stórslys hjá flokknum ef það nægi ekki til þess að komast á þing.
Kosningar 2016 X16 Norðaustur X16 Suður Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Fleiri fréttir Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Sjá meira