Þungar áhyggjur og þórðargleði eftir afhroð Sjálfstæðiskvenna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. september 2016 14:00 Unnur Brá Konráðsdóttir, Ragnheiður Elín Árnadóttir og Elín Hirst áttu ekki mikilli velgengni að fagna í prófkjörum Sjálfstæðismanna um helgina. Niðurstöður úr prófkjörum Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og Suðurkjördæmi hafa vakið mikla athygli fyrir þær sakir hversu lélega kosningu þær konur sem buðu sig fram hlutu. Þannig eru karlar í efstu fjórum sætum flokksins í Suðvesturkjördæmi og hlýtur Elín Hirst þingkona afleita kosningu en hún kemst ekki í efstu sex sætin.Sjá einnig:Ragnheiður Elín hætt í stjórnmálum Í Suðurkjördæmi eru svo karlmenn í efstu þremur sætunum en í síðustu kosningum var listinn leiddur af tveimur konum, þeim Ragnheiði Elínu Árnadóttur, iðnaðar-og viðskiptaráðherra, og Unni Brá Konráðsdóttur þingkonu. Ragnheiður hafnaði í fjórða sæti í prófkjörinu í gær og Unnur Brá í því fimmta. Framkvæmdastjórn Landssambands kvenna harmar niðurstöðurnar og það gerir Hvöt félag sjálfstæðiskvenna í Reykjavík einnig en bæði félögin hafa sent frá sér yfirlýsingar þess efnis. Er skorað á kjörnefndir að endurskoða uppröðun listanna.Vandræðaleg niðurstaða segir fyrrverandi varaþingmaður Þá hafa ýmsir tjáð sig um þessar karllægu niðurstöður, ef svo má að orði komast, frá því að fyrstu tölur bárust í gærkvöldi og þar til lokatölur úr báðum kjördæmunum lágu fyrir. Erla Ósk Ásgeirsdóttir fyrrverandi varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði til að mynda á Facebook-síðu sinni þegar fyrstu tölur komu úr Kraganum að niðurstaðan væri vandræðaleg. Vonaðist hún til þess að röðin á listanum myndi breytast og klykkti út með #becauseits2016. Pawel Bartoszek frambjóðandi Viðreisnar í Reykjavík og pistlahöfundur fer fögrum orðum um Unni Brá í færslu á Facebook-síðu sinni í morgun. Hann leggur út af nýjum útlendingalögum sem samþykkt voru þegar Unnur Brá var formaður allsherjarnefnd en hún barðist fyrir samþykkt frumvarpsins á þingi og segir Pawel að af öllum þeim lagabreytingum sem farið hafi þar í gegn nú séu fáar sem hafa jafn jákvæð áhrif á líf valdalítils fólks. „Körfuboltamenn og doktorsnemar geta nú komið með börn sín til landsins og erlent verkafólk utan Evrópu mun ekki þurfa yfirgefa landið sjálfkrafa eftir tveggja ára erfiðisvinnu. Og nokkrar aðra minniháttar en mjög jákvæðar breytingar. Allt þetta studdi Unnur Brá. Þetta var góð stefna, en stundum erfiðari pólitík. Það er leiðinlegra að þurfa berjast um að komast á þing sem verður án Unnar Brár. En maður getur alla vega átt sér fyrirmynd. Maður þarf að muna eftir því að í pólitík getur maður oft tapað á því að gera góða hluti. Stundum huggar sig maður við það að manns verði minnst fyrir það, en því miður, þá er það bara ekki víst að svo verði. Maður getur gert gott án þess að neinn þakki manni fyrir það, verðlauni mann fyrir það, eða minnist manns fyrir það. Stundum verður maður nefnilega bara drullast til að gera gott,“ segir Pawel.Fjölmargir hafa svo tjáð sig um málið á Twitter þar á meðal Hallgrímur Helgason rithöfundur sem segir íslenska hægrið vera tvenns konar: „Íslenska hægrið: Við með reisn annarsvegar og Við með Viagra hinsvegar.“Íslenska hægrið: Við með reisn annarsvegar og Við með Viagra hinsvegar.— Hallgrímur Helgason (@HalgrimHelgason) September 11, 2016 Bragi Valdimar Skúlason Baggalútur hefur meðal annars þetta um málið að segja: „Þið vitið samt að það breytist ekkert ef maður horfir bara á gamla karla prófkjósa sjálfa sig — og hneykslast á því. Það þarf að taka þátt.“ Það er þó ekki aðeins í Sjálfstæðisflokknum þar sem árangur kvenna í prófkjörum hefur vakið athygli heldur hlutu tvær reyndar þingkonur Samfylkingarinnar, Ólína Þorvarðardóttir og Valgerður Bjarnadóttir, dræma kosningu í flokksvali í Norðvesturkjördæmi annars vegar og í Reykjavík hins vegar en karlar höfðu sigur í flokksvalinu í báðum tilfellum.Þið vitið samt að það breytist ekkert ef maður horfir bara á gamla karla prófkjósa sjálfa sig — og hneykslast á því. Það þarf að taka þátt.— Bragi Valdimar (@BragiValdimar) September 11, 2016 Engin kona x-dÖssur x-sÞað framboð!— Auður Kolbrá (@AudurKolbra) September 10, 2016 "Ekki trufla mig í kvöld. Ekki angra mig. Bara ég og strákarnir..... Vorum kosnir" #XD pic.twitter.com/D6viknlhKC— Maggi Peran (@maggiperan) September 11, 2016 Vá. Valið stóð á milli þess að stilla upp ágætum lista eða ömurlegum. Hatið þið líka konur þarna fyrir Sunnan? pic.twitter.com/DT6HOUMo1a— Lif Magneudottir (@lifmagn) September 11, 2016 Ég er næstum viss um að slagorðið "Karlar til ábyrgðar" snerist ekki um þetta— Helgi Seljan (@helgiseljan) September 11, 2016 Kosningar 2016 X16 Suður Tengdar fréttir Sjálfstæðiskonur ósáttar við ósýnileika og vilja breytingar Skorað er á kjördæmisráð flokksins í suðvesturkjördæminu að samþykkja ekki listann óbreyttan. 10. september 2016 22:33 Karlar í fjórum efstu sætum Sjálfstæðisflokksins í Kraganum Bjarni Ben efstur en Elín Hirst nær ekki sæti á listanum. 10. september 2016 19:31 Þingmaður um mögulegar breytingar á lista Sjálfstæðisflokksins í Kraganum: „Til hvers að halda prófkjör ef leikreglunum er breytt eftir á?“ Vilhjálmur Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að það hefði verið betra að hafa fleiri konur á meðal þeirra sex efstu í prófkjöri flokksins í Suðvesturkjördæmi í gær en karlar skipa fjögur efstu sæti listans, og er Vilhjálmur sjálfur í fjórða sæti. 11. september 2016 10:31 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Sjá meira
Niðurstöður úr prófkjörum Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og Suðurkjördæmi hafa vakið mikla athygli fyrir þær sakir hversu lélega kosningu þær konur sem buðu sig fram hlutu. Þannig eru karlar í efstu fjórum sætum flokksins í Suðvesturkjördæmi og hlýtur Elín Hirst þingkona afleita kosningu en hún kemst ekki í efstu sex sætin.Sjá einnig:Ragnheiður Elín hætt í stjórnmálum Í Suðurkjördæmi eru svo karlmenn í efstu þremur sætunum en í síðustu kosningum var listinn leiddur af tveimur konum, þeim Ragnheiði Elínu Árnadóttur, iðnaðar-og viðskiptaráðherra, og Unni Brá Konráðsdóttur þingkonu. Ragnheiður hafnaði í fjórða sæti í prófkjörinu í gær og Unnur Brá í því fimmta. Framkvæmdastjórn Landssambands kvenna harmar niðurstöðurnar og það gerir Hvöt félag sjálfstæðiskvenna í Reykjavík einnig en bæði félögin hafa sent frá sér yfirlýsingar þess efnis. Er skorað á kjörnefndir að endurskoða uppröðun listanna.Vandræðaleg niðurstaða segir fyrrverandi varaþingmaður Þá hafa ýmsir tjáð sig um þessar karllægu niðurstöður, ef svo má að orði komast, frá því að fyrstu tölur bárust í gærkvöldi og þar til lokatölur úr báðum kjördæmunum lágu fyrir. Erla Ósk Ásgeirsdóttir fyrrverandi varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði til að mynda á Facebook-síðu sinni þegar fyrstu tölur komu úr Kraganum að niðurstaðan væri vandræðaleg. Vonaðist hún til þess að röðin á listanum myndi breytast og klykkti út með #becauseits2016. Pawel Bartoszek frambjóðandi Viðreisnar í Reykjavík og pistlahöfundur fer fögrum orðum um Unni Brá í færslu á Facebook-síðu sinni í morgun. Hann leggur út af nýjum útlendingalögum sem samþykkt voru þegar Unnur Brá var formaður allsherjarnefnd en hún barðist fyrir samþykkt frumvarpsins á þingi og segir Pawel að af öllum þeim lagabreytingum sem farið hafi þar í gegn nú séu fáar sem hafa jafn jákvæð áhrif á líf valdalítils fólks. „Körfuboltamenn og doktorsnemar geta nú komið með börn sín til landsins og erlent verkafólk utan Evrópu mun ekki þurfa yfirgefa landið sjálfkrafa eftir tveggja ára erfiðisvinnu. Og nokkrar aðra minniháttar en mjög jákvæðar breytingar. Allt þetta studdi Unnur Brá. Þetta var góð stefna, en stundum erfiðari pólitík. Það er leiðinlegra að þurfa berjast um að komast á þing sem verður án Unnar Brár. En maður getur alla vega átt sér fyrirmynd. Maður þarf að muna eftir því að í pólitík getur maður oft tapað á því að gera góða hluti. Stundum huggar sig maður við það að manns verði minnst fyrir það, en því miður, þá er það bara ekki víst að svo verði. Maður getur gert gott án þess að neinn þakki manni fyrir það, verðlauni mann fyrir það, eða minnist manns fyrir það. Stundum verður maður nefnilega bara drullast til að gera gott,“ segir Pawel.Fjölmargir hafa svo tjáð sig um málið á Twitter þar á meðal Hallgrímur Helgason rithöfundur sem segir íslenska hægrið vera tvenns konar: „Íslenska hægrið: Við með reisn annarsvegar og Við með Viagra hinsvegar.“Íslenska hægrið: Við með reisn annarsvegar og Við með Viagra hinsvegar.— Hallgrímur Helgason (@HalgrimHelgason) September 11, 2016 Bragi Valdimar Skúlason Baggalútur hefur meðal annars þetta um málið að segja: „Þið vitið samt að það breytist ekkert ef maður horfir bara á gamla karla prófkjósa sjálfa sig — og hneykslast á því. Það þarf að taka þátt.“ Það er þó ekki aðeins í Sjálfstæðisflokknum þar sem árangur kvenna í prófkjörum hefur vakið athygli heldur hlutu tvær reyndar þingkonur Samfylkingarinnar, Ólína Þorvarðardóttir og Valgerður Bjarnadóttir, dræma kosningu í flokksvali í Norðvesturkjördæmi annars vegar og í Reykjavík hins vegar en karlar höfðu sigur í flokksvalinu í báðum tilfellum.Þið vitið samt að það breytist ekkert ef maður horfir bara á gamla karla prófkjósa sjálfa sig — og hneykslast á því. Það þarf að taka þátt.— Bragi Valdimar (@BragiValdimar) September 11, 2016 Engin kona x-dÖssur x-sÞað framboð!— Auður Kolbrá (@AudurKolbra) September 10, 2016 "Ekki trufla mig í kvöld. Ekki angra mig. Bara ég og strákarnir..... Vorum kosnir" #XD pic.twitter.com/D6viknlhKC— Maggi Peran (@maggiperan) September 11, 2016 Vá. Valið stóð á milli þess að stilla upp ágætum lista eða ömurlegum. Hatið þið líka konur þarna fyrir Sunnan? pic.twitter.com/DT6HOUMo1a— Lif Magneudottir (@lifmagn) September 11, 2016 Ég er næstum viss um að slagorðið "Karlar til ábyrgðar" snerist ekki um þetta— Helgi Seljan (@helgiseljan) September 11, 2016
Kosningar 2016 X16 Suður Tengdar fréttir Sjálfstæðiskonur ósáttar við ósýnileika og vilja breytingar Skorað er á kjördæmisráð flokksins í suðvesturkjördæminu að samþykkja ekki listann óbreyttan. 10. september 2016 22:33 Karlar í fjórum efstu sætum Sjálfstæðisflokksins í Kraganum Bjarni Ben efstur en Elín Hirst nær ekki sæti á listanum. 10. september 2016 19:31 Þingmaður um mögulegar breytingar á lista Sjálfstæðisflokksins í Kraganum: „Til hvers að halda prófkjör ef leikreglunum er breytt eftir á?“ Vilhjálmur Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að það hefði verið betra að hafa fleiri konur á meðal þeirra sex efstu í prófkjöri flokksins í Suðvesturkjördæmi í gær en karlar skipa fjögur efstu sæti listans, og er Vilhjálmur sjálfur í fjórða sæti. 11. september 2016 10:31 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Sjá meira
Sjálfstæðiskonur ósáttar við ósýnileika og vilja breytingar Skorað er á kjördæmisráð flokksins í suðvesturkjördæminu að samþykkja ekki listann óbreyttan. 10. september 2016 22:33
Karlar í fjórum efstu sætum Sjálfstæðisflokksins í Kraganum Bjarni Ben efstur en Elín Hirst nær ekki sæti á listanum. 10. september 2016 19:31
Þingmaður um mögulegar breytingar á lista Sjálfstæðisflokksins í Kraganum: „Til hvers að halda prófkjör ef leikreglunum er breytt eftir á?“ Vilhjálmur Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að það hefði verið betra að hafa fleiri konur á meðal þeirra sex efstu í prófkjöri flokksins í Suðvesturkjördæmi í gær en karlar skipa fjögur efstu sæti listans, og er Vilhjálmur sjálfur í fjórða sæti. 11. september 2016 10:31