Voru í fangelsi í fjörutíu daga Nadine Guðrún Yaghi skrifar 11. september 2016 20:00 Um hundrað manns sóttu Breiðholtskirkju í dag til að sýna flóttafólki og hælisleitendum stuðning. Meðal þeirra sem héldu tölu voru hælisleitendur sem Útlendingastofnun hefur synjað um hæli. Morteza Songolzadeh, 36 ára gamall hælisleitandi frá Íran, var einn þeirra sem hélt tölu í dag. Hans býður dauðadómur í heimalandinu fyrir að hafa tekið upp kristna trú, en honum hefur verið synjað um hæli hér á landi og verður sendur til Frakklands á grundvelli dyflinnarrreglugerðarinnar á næstu dögum. „Auðvitað er þetta ógnvekjandi og ég bý við hugarangur á hverjum degi þegar ég bíð þess sem kann að gerast næst. Þegar ég sé ókunnuga manneskju á símanum hugsa ég: „Þetta er búið núna. Nú ætla þeir að vísa mér úr landi,“ segir Morteza. Morteza veit ekki hvenær hann verður sendur úr landi. Hann óttast að vera sendur til Írans frá Frakklandi. „Ég var dæmdur til dauða og mun örugglega verða hengdur þar,“ segir Morteza.Homa og Hasti flúðu Íran þar sem þær eru kristnar.Vísir/SkjáskotÞurftu að flýja vegna trúar sinnarÍ messunni voru þær Homa og Hasti Megrmozhdehi en þær sóttu um hæli hér á landi fyrir tveimur mánuðum ásamt móður og föður. Fjölskyldan kemur fram Íran en þurfti að flýja land af sömu ástæðu og Morteza en þau eru kristin. Þau sóttu fyrst um hæli í Grikklandi og voru sett í fangelsi í fjörutíu daga. „Þegar við komum þangað fangelsuðu þeir okkur og fjölskyldu okkar. Yngri systir mín er undir lögaldri en í fangelsinu vorum við innan um þjófa og fíkniefnasjúklinga. Ég veit ekki af hverju og þegar við spurðum fengum við engin svör,“ segir Homa en hún er 23 ára og Hasti er 13 ára. Fjölskyldan vonast að fá hæli hér landi og vill aðlagast íslensku samfélagi. „Ég gleðst yfir að vera hér og við erum örugg nú. Á morgun get ég farið í skóla og það er gott fyrir mig,“ segir Hasti. Það var séra Sólveig Lára Guðmundsdóttir, vígslubiskup á Hólum, sem prédikaði í messunni. „Ef fólk vill koma hingað til að lifa í friði þá finnst mér að við eigum að veita þeim hæli. Það er bara mín einfalda skoðun,“ segir Sólveig. Flóttamenn Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Fleiri fréttir Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Sjá meira
Um hundrað manns sóttu Breiðholtskirkju í dag til að sýna flóttafólki og hælisleitendum stuðning. Meðal þeirra sem héldu tölu voru hælisleitendur sem Útlendingastofnun hefur synjað um hæli. Morteza Songolzadeh, 36 ára gamall hælisleitandi frá Íran, var einn þeirra sem hélt tölu í dag. Hans býður dauðadómur í heimalandinu fyrir að hafa tekið upp kristna trú, en honum hefur verið synjað um hæli hér á landi og verður sendur til Frakklands á grundvelli dyflinnarrreglugerðarinnar á næstu dögum. „Auðvitað er þetta ógnvekjandi og ég bý við hugarangur á hverjum degi þegar ég bíð þess sem kann að gerast næst. Þegar ég sé ókunnuga manneskju á símanum hugsa ég: „Þetta er búið núna. Nú ætla þeir að vísa mér úr landi,“ segir Morteza. Morteza veit ekki hvenær hann verður sendur úr landi. Hann óttast að vera sendur til Írans frá Frakklandi. „Ég var dæmdur til dauða og mun örugglega verða hengdur þar,“ segir Morteza.Homa og Hasti flúðu Íran þar sem þær eru kristnar.Vísir/SkjáskotÞurftu að flýja vegna trúar sinnarÍ messunni voru þær Homa og Hasti Megrmozhdehi en þær sóttu um hæli hér á landi fyrir tveimur mánuðum ásamt móður og föður. Fjölskyldan kemur fram Íran en þurfti að flýja land af sömu ástæðu og Morteza en þau eru kristin. Þau sóttu fyrst um hæli í Grikklandi og voru sett í fangelsi í fjörutíu daga. „Þegar við komum þangað fangelsuðu þeir okkur og fjölskyldu okkar. Yngri systir mín er undir lögaldri en í fangelsinu vorum við innan um þjófa og fíkniefnasjúklinga. Ég veit ekki af hverju og þegar við spurðum fengum við engin svör,“ segir Homa en hún er 23 ára og Hasti er 13 ára. Fjölskyldan vonast að fá hæli hér landi og vill aðlagast íslensku samfélagi. „Ég gleðst yfir að vera hér og við erum örugg nú. Á morgun get ég farið í skóla og það er gott fyrir mig,“ segir Hasti. Það var séra Sólveig Lára Guðmundsdóttir, vígslubiskup á Hólum, sem prédikaði í messunni. „Ef fólk vill koma hingað til að lifa í friði þá finnst mér að við eigum að veita þeim hæli. Það er bara mín einfalda skoðun,“ segir Sólveig.
Flóttamenn Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Fleiri fréttir Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Sjá meira