Erlent

Clinton greind með lungnabólgu

nína hjördís þorkelsdóttir skrifar
Clinton hefur hafið sýklalyfjameðferð.
Clinton hefur hafið sýklalyfjameðferð. Vísir/epa
Hillary Clinton hefur verið greind með lungnabólgu en læknir hennar staðfesti þessar fregnir við fjölmiðla rétt í þessu. Clinton örmagnaðist fyrr í dag þar sem hún var stödd á minningarathöfn í New York borg vegna hryðjuverkaárásanna 11. september.

Læknir Clinton, Lisa Bardack, sagði að hún hefði þegar hafið sýklalyfjameðferð vegna lungnabólgunnar. Samkvæmt Bardack hefur Clinton það þó ágætt og er að mestu leyti búin að jafna sig á aðsvifinu.

Ýmsar kenningar hafa verið uppi um meintan heilsubrest Clinton en læknir hennar hefur hingað til þvertekið fyrir slíkan orðróm. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×