Möguleiki á hægrisinnuðu kvennaframboði Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. september 2016 10:19 Hugsanlegt er að nýtt kvennaframboð á hægri vængnum komi fram. Vísir/Anton Formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna segir stöðuna í jafnrétti kynjanna innan Sjálfstæðisflokksins verri en í öðrum flokkum. Hugsanlegt sé að nýtt kvennaframboð á hægri vængnum komi fram. Helga Dögg Björgvinsdóttir var gestur Morgunútvarpsins á Rás 2 í morgun þar sem hún sagðist ekki búa yfir skýringu á slæmu gengi kvenna í í prófkjörum flokksins. Konur hlutu afhroð í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og Suðurkjördæmi. Karlmenn verma efstu fjögur sæti lista Suðvesturkjördæmis og þrjú efstu sætin í Suðurkjördæmi.Sjá einnig: Sjálfstæðiskonur guldu afhroðRætt hefur verið um hvort listunum verði breytt svo fjölga megi konum í forystusveit flokksins og sagði Friðjón R. Friðjónsson, sem situr í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins, að hann myndi ekki „styðja einsleita lista eins og niðurstöður prófkjöranna um helgina skiluðu.“ Þarf miðstjórn að samþykkja framboðslistana samkvæmt reglum flokksins.Helga Dögg segir að skýrt sé í reglum flokksins að hægt sé að breyta framboðslistunum. Á síðasta landsfundi hafi jafnréttisákvæði verið sett í reglur flokksins og að jafnrétti sé eitt af grunngildum Sjálfstæðisflokksins. Þar segi einnig að röðun á lista eigi að taka miða af grunngildum Sjálfstæðisflokksins.Sjá einnig: Þungar áhyggjur og þórðargleði eftir afhroð Sjálfstæðiskvenna„Þarna er kjörnefnd og forysta flokksins komin með vopn í hendurnar til þess að hafa áhrif á röðun á lista og breyta þessum prófkjörsniðurstöðum,“ segir Helga Dögg sem telur að ástandið í kynjajafnrétti sé verra í Sjálfstæðisflokknum en öðrum flokkum. „Ég veit ekki hvort það séu sterkari karlagildi í Sjálfstæðisflokknum að einhverju leyti en konur hafa átt mjög erfitt uppdráttar. Það hefur ekki mátt tala um jafnréttismál út frá kynjasjónarmiði, og það er ennþá þannig í ákveðnum kreðsum að maður er bara þaggaður niður,“ segir Helga Dögg.Sjá einnig: „Konunum ekki úthýst á grundvelli kynferðis“Elín Hirst, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og ein af þeim konum sem sóttist eftir sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Kraganum en náði ekki sæti spurði á Facebook-síðu sinni hvort að sérstakt Kvennaframboð væri lausnin. Aðspurð um það segir Helga Dögg að það hafi verið rætt á meðal kvenna í kringum hana. „Það er mjög stutt til kosninga og það þarf að hafa mjög hraðar hendur. En já, ég held að það geti alveg verið ef að öflugar konur taka sig saman, að við gætum séð eitthvað slíkt.“ Kosningar 2016 X16 Suður Tengdar fréttir Sjálfstæðiskonur guldu afhroð Úrslit prófkjara Sjálfstæðisflokksins verða ræddar á fundi í dag. Formaður flokksins útilokar ekki að niðurstöðum verði breytt. Iðnaðaráðherra hættir í stjórnmálum. Þingkonur í Samfylkingu hverfa af Alþingi. 12. september 2016 06:30 Þungar áhyggjur og þórðargleði eftir afhroð Sjálfstæðiskvenna Niðurstöður úr prófkjörum Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og Suðurkjördæmi hafa vakið mikla athygli fyrir þær sakir hversu lélega kosningu þær konur sem buðu sig fram hlutu. Þannig eru karlar í efstu fjórum sætum flokksins í Suðvesturkjördæmi og hlýtur Elín Hirst þingkona afleita kosningu en hún kemst ekki í efstu sex sætin. 11. september 2016 14:00 Bjarni útilokar ekki breytingar á listunum Formaður Sjálfstæðisflokksins segir árangur kvenna í prófkjörinu vera vonbrigði. 11. september 2016 19:05 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fleiri fréttir Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Sjá meira
Formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna segir stöðuna í jafnrétti kynjanna innan Sjálfstæðisflokksins verri en í öðrum flokkum. Hugsanlegt sé að nýtt kvennaframboð á hægri vængnum komi fram. Helga Dögg Björgvinsdóttir var gestur Morgunútvarpsins á Rás 2 í morgun þar sem hún sagðist ekki búa yfir skýringu á slæmu gengi kvenna í í prófkjörum flokksins. Konur hlutu afhroð í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og Suðurkjördæmi. Karlmenn verma efstu fjögur sæti lista Suðvesturkjördæmis og þrjú efstu sætin í Suðurkjördæmi.Sjá einnig: Sjálfstæðiskonur guldu afhroðRætt hefur verið um hvort listunum verði breytt svo fjölga megi konum í forystusveit flokksins og sagði Friðjón R. Friðjónsson, sem situr í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins, að hann myndi ekki „styðja einsleita lista eins og niðurstöður prófkjöranna um helgina skiluðu.“ Þarf miðstjórn að samþykkja framboðslistana samkvæmt reglum flokksins.Helga Dögg segir að skýrt sé í reglum flokksins að hægt sé að breyta framboðslistunum. Á síðasta landsfundi hafi jafnréttisákvæði verið sett í reglur flokksins og að jafnrétti sé eitt af grunngildum Sjálfstæðisflokksins. Þar segi einnig að röðun á lista eigi að taka miða af grunngildum Sjálfstæðisflokksins.Sjá einnig: Þungar áhyggjur og þórðargleði eftir afhroð Sjálfstæðiskvenna„Þarna er kjörnefnd og forysta flokksins komin með vopn í hendurnar til þess að hafa áhrif á röðun á lista og breyta þessum prófkjörsniðurstöðum,“ segir Helga Dögg sem telur að ástandið í kynjajafnrétti sé verra í Sjálfstæðisflokknum en öðrum flokkum. „Ég veit ekki hvort það séu sterkari karlagildi í Sjálfstæðisflokknum að einhverju leyti en konur hafa átt mjög erfitt uppdráttar. Það hefur ekki mátt tala um jafnréttismál út frá kynjasjónarmiði, og það er ennþá þannig í ákveðnum kreðsum að maður er bara þaggaður niður,“ segir Helga Dögg.Sjá einnig: „Konunum ekki úthýst á grundvelli kynferðis“Elín Hirst, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og ein af þeim konum sem sóttist eftir sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Kraganum en náði ekki sæti spurði á Facebook-síðu sinni hvort að sérstakt Kvennaframboð væri lausnin. Aðspurð um það segir Helga Dögg að það hafi verið rætt á meðal kvenna í kringum hana. „Það er mjög stutt til kosninga og það þarf að hafa mjög hraðar hendur. En já, ég held að það geti alveg verið ef að öflugar konur taka sig saman, að við gætum séð eitthvað slíkt.“
Kosningar 2016 X16 Suður Tengdar fréttir Sjálfstæðiskonur guldu afhroð Úrslit prófkjara Sjálfstæðisflokksins verða ræddar á fundi í dag. Formaður flokksins útilokar ekki að niðurstöðum verði breytt. Iðnaðaráðherra hættir í stjórnmálum. Þingkonur í Samfylkingu hverfa af Alþingi. 12. september 2016 06:30 Þungar áhyggjur og þórðargleði eftir afhroð Sjálfstæðiskvenna Niðurstöður úr prófkjörum Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og Suðurkjördæmi hafa vakið mikla athygli fyrir þær sakir hversu lélega kosningu þær konur sem buðu sig fram hlutu. Þannig eru karlar í efstu fjórum sætum flokksins í Suðvesturkjördæmi og hlýtur Elín Hirst þingkona afleita kosningu en hún kemst ekki í efstu sex sætin. 11. september 2016 14:00 Bjarni útilokar ekki breytingar á listunum Formaður Sjálfstæðisflokksins segir árangur kvenna í prófkjörinu vera vonbrigði. 11. september 2016 19:05 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fleiri fréttir Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Sjá meira
Sjálfstæðiskonur guldu afhroð Úrslit prófkjara Sjálfstæðisflokksins verða ræddar á fundi í dag. Formaður flokksins útilokar ekki að niðurstöðum verði breytt. Iðnaðaráðherra hættir í stjórnmálum. Þingkonur í Samfylkingu hverfa af Alþingi. 12. september 2016 06:30
Þungar áhyggjur og þórðargleði eftir afhroð Sjálfstæðiskvenna Niðurstöður úr prófkjörum Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og Suðurkjördæmi hafa vakið mikla athygli fyrir þær sakir hversu lélega kosningu þær konur sem buðu sig fram hlutu. Þannig eru karlar í efstu fjórum sætum flokksins í Suðvesturkjördæmi og hlýtur Elín Hirst þingkona afleita kosningu en hún kemst ekki í efstu sex sætin. 11. september 2016 14:00
Bjarni útilokar ekki breytingar á listunum Formaður Sjálfstæðisflokksins segir árangur kvenna í prófkjörinu vera vonbrigði. 11. september 2016 19:05